10. desember 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Kynnt verða til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Farið verður yfir mannvirki í dreifbýli, frístundabyggð, landbúnaðarsvæði, hverfsivernd og íbúðarbyggð í Mosfellsdal.
Björn Guðbrandsson ráðgjafi frá Arkís arkitektum og Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi kynna drög að tillögum og uppdráttum. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar vinni frekar hugmyndir og tillögur af köflum aðalskipulagsins.
Gestir
- Björn Guðbrandsson
2. Ósk Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.202004164
Kynnt verður verkáætlun og næstu skref í yfirstandandi vinnu við gerð rammahluta nýs aðalskipulags Mosfellsbæjar 2020-2040 vegna þróunar á skipulagi og uppbyggingu íbúðarsvæðis að Blikastöðum. Starfsfólk Alta verkfræðistofu, f.h. landeigenda, kynna og svara spurningum.
Matthildur Kr. Elmarsdóttir og Drífa Árnadóttir ráðgjafar frá verkfræðistofunni Alta kynna hugmyndir rammaskipulags og verkáætlun. Skipulagsnefnd þakkar kynningu og felur skipulagsfulltrúa og ráðgjöfum áframhaldandi vinnu skipulagsins.
Gestir
- Drífa Árnadóttir
- Matthildur Kr. Elmarsdóttir
- Þorgerður Arna Einarsdóttir
- Jón Ágúst Pétursson