Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

22. janúar 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Vest­ur­lands­veg­ur frá Skar­hóla­braut að Reykja­vegi202101165

    Borist hafa frá Vegagerðinni teikningasett forhönnunar og öryggisrýni fyrir breikkun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi og aðrein frá vegi að Krikahverfi.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd legg­ur mikla áherslu á mik­il­vægi þess að hægt verði að fram­kvæma af­rein frá Vest­ur­lands­vegi að Sunnukrika þar sem svæð­ið er skil­greint er
    sem mið­bæj­ar­svæði í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar.

  • 2. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins. Kynningunni var frestað á 529. fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.

    Lagt fram og kynnt.

  • 3. Fjölg­un bíla­stæða við Varmár­veg í Helga­fells­hverfi201905212

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Varmárveg, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 529. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara inn­send­um at­huga­semd­um í sam­ræmi við end­ur­bætt­an upp­drátt og fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar breyt­inga.

    Bók­un, Lovísu Jóns­dótt­ur, áheyrn­ar­full­trúa C-lista Við­reisn­ar:
    Áheyrn­ar­full­trúi C-lista ít­rek­ar bók­un sína frá bæj­ar­stjórn­ar­fundi þann 30. sept­em­ber 2020 þeg­ar fyrri deili­skipu­lagstil­laga var sam­þykkt. Sér­stak­lega er gerð at­huga­semd við að enn sé gert ráð fyr­ir stæð­um beggja vegna Varmár­veg­ar þrátt fyr­ir ábend­ing­ar um þrengsl ofar í göt­unni þar sem stæði eru beggja vegna. Þrátt fyr­ir að í fyr­ir­liggj­andi til­lögu séu færri stæði en í fyrri til­lögu þá er engu að síð­ur ver­ið að ganga mun lengra en þörf er á sam­kvæmt kvöð­um.
    Þessu til við­bót­ar þá ligg­ur fyr­ir að Mos­fells­bær hef­ur þeg­ar gert lát­ið út­búa bíla­stæði sam­hliða Varmár­vegi en ekki þvert á veg­inn eins og gert er ráð fyr­ir í gild­andi skipu­lagi og breyta Sölku­götu í botn­götu í and­stöðu við gild­andi skipu­lag.

  • 4. Gerplutorg - deili­skipu­lag202004232

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Gerplustræti, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 530. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.

    Skipu­lags­full­trúa fal­ið að svara inn­send­um at­huga­semd­um í sam­ræmi við end­ur­bætt­an upp­drátt og fyr­ir­liggj­andi drög. Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á enduraug­lýs­ingu deili­skipu­lags­breyt­ing­ar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minni­hátt­ar breyt­inga.

  • 5. Helga­fells­hverfi 5. áfangi - nýtt deili­skipu­lag201811024

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í 5. áfanga Helgafellshverfis auk breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að kynna skipu­lags­lýs­ingu fyr­ir 5. áfanga Helga­fells­hverf­is skv. 3. mgr. 40. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    Bók­un, Jóns Pét­urs­son­ar, full­trúa M-lista Mið­flokks­ins:
    Full­trúi Mið­flokks­ins minn­ir á að þær bók­an­ir sem gerð­ar voru þeg­ar deili­skipu­lag 4. áfanga var til um­fjöll­un­ar eiga í meg­in­at­rið­um við. Nauð­syn­legt er að klár­uð verði að­koma inn í Helga­fells­hverfi aust­an meg­in.

    Bók­un, Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar, full­trúa L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar:
    Full­trúi L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar tek­ur efn­is­lega und­ir bók­un full­trúa M-lista um nauð­syn veg­ar aust­ur úr Helga­fells­hverfi og minn­ir á til­lög­ur sín­ar í bæj­ar­stjórn þar um.

  • 6. Efra og neðra Reykja­hverfi - end­ur­skoð­un deili­skipu­lags202008872

    Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna stöðu deiliskipulags í efra og neðra Reykjahverfi.

    Skipu­lags­nefnd fagn­ar hug­mynd­um um end­ur­skoð­un deili­skipu­lags á svæð­inu. Nefnd­in heim­il­ar skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði að halda áfram vinnu að end­ur­skoð­un skipu­lags­ins.

  • 7. Suð­ur Reyk­ir - Deili­skipu­lags­breyt­ing Efri Reykja­dal­ur202012100

    Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að Suður Reykjum L218499, dags. 30.11.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi lands í samræmi við gögn. Hjálögð er tillaga að deiliskipulagsbreytingu.

    Er­ind­inu vísað til frek­ari úr­vinnslu á um­hverf­is­sviði og skipu­lags­full­trúa fal­ið að ræða við máls­að­ila.

  • 8. Hamra­brekk­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202010011

    Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Hafsteini Helga Halldórssyni, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 1. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 422. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi á grunni heim­ilda að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar og fyr­ir­liggj­andi upp­drátt­ar skipu­lags sum­ar­húsa­byggð­ar frá 02.04.1985, skv. 1. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 9. Leir­vogstunga/Tungu­bakk­ar - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202010303

    Borist hafa breyttar teikningar og áætlanir fyrir fjarskiptamastur Nova við Tungubakka. Upprunalegt erindi var tekið fyrir á 516. fundi nefndarinnar.

    Frestað vegna tíma­skorts.

    • 10. Að­al­skipu­lag Kópa­vogs 2012-2024 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi og deili­skipu­lagi Fann­borg­ar­reit­ur-Trað­ar­reit­ur201912217

      Borist hefur erindi frá skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 11.01.2020, með ósk um umsögn um auglýsta aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag á Fannborgar- og Traðarreit-vestur í Hamraborg. Athugasemdafrestur er til og með 02.03.2020.

      Frestað vegna tíma­skorts.

    Fundargerð

    • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 422202101023F

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 11.1. Arn­ar­ból í Ell­iða­kotslandi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202011423

        Sig­ríð­ur J Hjaltested de Jes­us Suð­ur­götu 80 Siglufirði sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri við­bygg­ingu við nú­ver­andi frí­stunda­hús á lóð­inni Arn­ar­ból, landnr. 125239, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 177,3 m², 425,16 m³.

      • 11.2. Bjark­ar­holt 7-9 (17-19) /Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201801132

        ÞAM ehf. Katrín­ar­túni 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Bjark­ar­holt nr. 7-9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 11.3. Bugðufljót 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201805122

        Bugðufljót 3 ehf. sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta at­vinnu­hús­næð­is á lóð­inni Bugðufljót nr. 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 11.4. Fossa­tunga 17-19, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202012347

        Járnirk­ið ehf Dagg­ar­völl­um Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta fjöl­býl­is­húss á lóð­inni Fossa­tunga nr. 17-19, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un 17,45 m³.

      • 11.5. Hamra­brekk­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202010011

        Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Hamra­brekk­ur nr. 1, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 129,3 m², 438,8 m³.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.