22. janúar 2021 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Vesturlandsvegur frá Skarhólabraut að Reykjavegi202101165
Borist hafa frá Vegagerðinni teikningasett forhönnunar og öryggisrýni fyrir breikkun Vesturlandsvegar frá Skarhólabraut að Reykjavegi og aðrein frá vegi að Krikahverfi.
Lagt fram og kynnt. Skipulagsnefnd leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að hægt verði að framkvæma afrein frá Vesturlandsvegi að Sunnukrika þar sem svæðið er skilgreint er
sem miðbæjarsvæði í aðalskipulagi Mosfellsbæjar.2. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins. Kynningunni var frestað á 529. fundi nefndarinnar vegna tímaskorts.
Lagt fram og kynnt.
3. Fjölgun bílastæða við Varmárveg í Helgafellshverfi201905212
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Varmárveg, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 529. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við endurbættan uppdrátt og fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar breytinga.
Bókun, Lovísu Jónsdóttur, áheyrnarfulltrúa C-lista Viðreisnar:
Áheyrnarfulltrúi C-lista ítrekar bókun sína frá bæjarstjórnarfundi þann 30. september 2020 þegar fyrri deiliskipulagstillaga var samþykkt. Sérstaklega er gerð athugasemd við að enn sé gert ráð fyrir stæðum beggja vegna Varmárvegar þrátt fyrir ábendingar um þrengsl ofar í götunni þar sem stæði eru beggja vegna. Þrátt fyrir að í fyrirliggjandi tillögu séu færri stæði en í fyrri tillögu þá er engu að síður verið að ganga mun lengra en þörf er á samkvæmt kvöðum.
Þessu til viðbótar þá liggur fyrir að Mosfellsbær hefur þegar gert látið útbúa bílastæði samhliða Varmárvegi en ekki þvert á veginn eins og gert er ráð fyrir í gildandi skipulagi og breyta Sölkugötu í botngötu í andstöðu við gildandi skipulag.4. Gerplutorg - deiliskipulag202004232
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulagsbreytingar við Gerplustræti, eftir auglýsingu, þar sem tekið var mið af innsendum athugasemdum. Athugasemdir voru kynntar á 530. fundi nefndarinnar. Fyrir liggja drög að svörum.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við endurbættan uppdrátt og fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar breytinga.
5. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag201811024
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing fyrir nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð í 5. áfanga Helgafellshverfis auk breytingar á aðalskipulagi Mosfellsbæjar.
Skipulagsnefnd samþykkir að kynna skipulagslýsingu fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Bókun, Jóns Péturssonar, fulltrúa M-lista Miðflokksins:
Fulltrúi Miðflokksins minnir á að þær bókanir sem gerðar voru þegar deiliskipulag 4. áfanga var til umfjöllunar eiga í meginatriðum við. Nauðsynlegt er að kláruð verði aðkoma inn í Helgafellshverfi austan megin.Bókun, Stefáns Ómars Jónssonar, fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar:
Fulltrúi L-lista Vina Mosfellsbæjar tekur efnislega undir bókun fulltrúa M-lista um nauðsyn vegar austur úr Helgafellshverfi og minnir á tillögur sínar í bæjarstjórn þar um.6. Efra og neðra Reykjahverfi - endurskoðun deiliskipulags202008872
Lagt er fram minnisblað skipulagsfulltrúa vegna stöðu deiliskipulags í efra og neðra Reykjahverfi.
Skipulagsnefnd fagnar hugmyndum um endurskoðun deiliskipulags á svæðinu. Nefndin heimilar skipulagsfulltrúa og umhverfissviði að halda áfram vinnu að endurskoðun skipulagsins.
7. Suður Reykir - Deiliskipulagsbreyting Efri Reykjadalur202012100
Borist hefur erindi frá Hermanni Georg Gunnlaugssyni, f.h. landeiganda að Suður Reykjum L218499, dags. 30.11.2020, með ósk um breytingu á deiliskipulagi lands í samræmi við gögn. Hjálögð er tillaga að deiliskipulagsbreytingu.
Erindinu vísað til frekari úrvinnslu á umhverfissviði og skipulagsfulltrúa falið að ræða við málsaðila.
8. Hamrabrekkur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202010011
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi, frá Hafsteini Helga Halldórssyni, fyrir frístundahús í Hamrabrekkum 1. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 422. afgreiðslufundi byggingarfulltrúi þar sem að ekki er í gildi deiliskipulag af svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi á grunni heimilda aðalskipulags Mosfellsbæjar og fyrirliggjandi uppdráttar skipulags sumarhúsabyggðar frá 02.04.1985, skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Leirvogstunga/Tungubakkar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202010303
Borist hafa breyttar teikningar og áætlanir fyrir fjarskiptamastur Nova við Tungubakka. Upprunalegt erindi var tekið fyrir á 516. fundi nefndarinnar.
Frestað vegna tímaskorts.
10. Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024 - breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi Fannborgarreitur-Traðarreitur201912217
Borist hefur erindi frá skipulagsstjóra Kópavogs, dags. 11.01.2020, með ósk um umsögn um auglýsta aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulag á Fannborgar- og Traðarreit-vestur í Hamraborg. Athugasemdafrestur er til og með 02.03.2020.
Frestað vegna tímaskorts.
Fundargerð
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 422202101023F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
11.1. Arnarból í Elliðakotslandi, umsókn um byggingarleyfi 202011423
Sigríður J Hjaltested de Jesus Suðurgötu 80 Siglufirði sækir um leyfi til að byggja úr timbri viðbyggingu við núverandi frístundahús á lóðinni Arnarból, landnr. 125239, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 177,3 m², 425,16 m³.
11.2. Bjarkarholt 7-9 (17-19) /Umsókn um byggingarleyfi. 201801132
ÞAM ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr. 7-9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
11.3. Bugðufljót 13, Umsókn um byggingarleyfi 201805122
Bugðufljót 3 ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
11.4. Fossatunga 17-19, umsókn um byggingarleyfi 202012347
Járnirkið ehf Daggarvöllum Hafnarfirði sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Fossatunga nr. 17-19, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 17,45 m³.
11.5. Hamrabrekkur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010011
Hafsteinn Helgi Halldórsson sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á lóðinni Hamrabrekkur nr. 1, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 129,3 m², 438,8 m³.