Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

31. október 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Stöðukynning endurskoðunar aðalskipulags. Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að ákvæðum, skipulagsskilmálum og þéttleika íbúða-, uppbyggingar- og þróunarsvæða innan sveitarfélagsins auk mannfjöldaútreikninga fyrir skipulagstímabilið. Byggja tillögur á grunni greinargerðar og gögnum sem voru til umræðu og afgreiðslu á 566. fundi nefndarinnar. Skoðaðir verða uppdrættir, farið verður yfir breytingar á landnotkunarflekum og kynntar verða hugmyndir valkostagreininga fyrir afmörkuð ný athafnasvæði, skógræktarsvæði og námur.

    Krist­inn Páls­son, skipu­lags­full­trúi, kynnti drög að til­lög­um og upp­drátt­um. Edda Kristín Ein­ar­dótt­ir sat fund­inn fyr­ir hönd ráð­gjafat­eym­is Arkís og svar­aði spurn­ing­um. Far­ið var yfir skil­grein­ing­ar og skipu­lags­ákvæði á ein­stök­um og land­notk­un­ar­reit­um helstu mark­mið­um í skil­mál­um þeirra. Til­lög­ur að þétt­ing­ar- og þró­un­ar­svæð­um voru kynnt­ar. Frí­stunda­svæði, skóg­rækt­ar­svæði og at­hafna­svæði rædd. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að starfs­fólk og ráð­gjaf­ar vinni áfram hug­mynd­ir og til­lög­ur af köfl­um að­al­skipu­lags­ins.

    Gestir
    • Edda Kristín Einardóttir
    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15