31. október 2022 kl. 16:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Stöðukynning endurskoðunar aðalskipulags. Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að ákvæðum, skipulagsskilmálum og þéttleika íbúða-, uppbyggingar- og þróunarsvæða innan sveitarfélagsins auk mannfjöldaútreikninga fyrir skipulagstímabilið. Byggja tillögur á grunni greinargerðar og gögnum sem voru til umræðu og afgreiðslu á 566. fundi nefndarinnar. Skoðaðir verða uppdrættir, farið verður yfir breytingar á landnotkunarflekum og kynntar verða hugmyndir valkostagreininga fyrir afmörkuð ný athafnasvæði, skógræktarsvæði og námur.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnti drög að tillögum og uppdráttum. Edda Kristín Einardóttir sat fundinn fyrir hönd ráðgjafateymis Arkís og svaraði spurningum. Farið var yfir skilgreiningar og skipulagsákvæði á einstökum og landnotkunarreitum helstu markmiðum í skilmálum þeirra. Tillögur að þéttingar- og þróunarsvæðum voru kynntar. Frístundasvæði, skógræktarsvæði og athafnasvæði rædd. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar vinni áfram hugmyndir og tillögur af köflum aðalskipulagsins.
Gestir
- Edda Kristín Einardóttir