21. apríl 2021 kl. 16:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Örlygur Þór Helgason (ÖÞH) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2020202103483
Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2020.
Forseti bar upp ársreikning bæjarins og stofnana hans í einu lagi og var ársreikningur ársins 2020 ásamt ábyrgða- og skuldbindingayfirliti staðfestur með átta atkvæðum, fulltrúi M-lista sat hjá. Helstu niðurstöðutölur eru þessar: Rekstrarreikningur A og B hluta: Rekstrartekjur: 13.007 mkr. Laun og launatengd gjöld 6.402 mkr. Hækkun lífeyrisskuldbindingar 263 mkr. Annar rekstrarkostnaður 5.704 mkr. Afskriftir 475 mkr. Fjármagnsgjöld 687 mkr. Tekjuskattur 17 mkr. Rekstrarniðurstaða neikvæð um 541 mkr. Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 23.709 mkr. Skuldir og skuldbindingar: 16.827 mkr. Eigið fé: 6.882 mkr.
****
Bókun V- og D-lista
Ársreikningur fyrir árið 2020 endurspeglar þann skugga sem heimsfaraldurinn varpar á starfsemi sveitarfélaga en einnig sterka stöðu Mosfellsbæjar til að mæta tímabundinni fjárhagslegri ágjöf. Minnkandi skatttekjur vegna áhrifa kórónaveirunnar á efnahag sveitarfélaga hefur neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er rekið af ábyrgð með áherslu á komandi kynslóðir og ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 sýnir að við höfum hafið okkar viðspyrnu um leið og við verjum þjónustu við íbúa af fullu afli. Efnahagsleg áhrif faraldursins eru það mikil á rekstur sveitarfélagsins að óhjákvæmilegt er annað en að bæjarsjóður verði rekinn með halla um sinn. Hinn möguleikinn hefði verið að skera verulega niður í rekstri og þjónustu sveitarfélagsins en það er ekki skynsamleg stefna við ríkjandi aðstæður. Skilvirkur rekstur og sterk fjárhagsstaða auðveldar okkur að taka vel á móti nýjum íbúum og þjónustan er vel metin af íbúum samkvæmt niðurstöðum þjónustukönnunar Gallup. Sem fyrr viljum við nota þetta tilefni til að þakka starfsmönnum Mosfellsbæjar, kjörnum fulltrúum og nefndarfólki fyrir þeirra þátt í þeim árangri sem við höfum náð.***
Bókun C-lista
Viðreisn í Mosfellsbæ þakkar starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf á árinu 2020 við krefjandi aðstæður í miðjum heimsfaraldri. Þessi ársreikningur endurspeglar þann veruleika, skuldir aukast og tekjur dragast saman. Framundan er tími þar sem reynir áfram á starfsfólk Mosfellsbæjar, kjörna fulltrúa og nefndarfólk að reisa við fjárhag Mosfellsbæjar.Gestir
- Jóhanna B Hansen
- Linda Udengard
- Anna María Axelsdóttir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1484202103044F
Fundargerð 1484. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
Fulltrúi C lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur áherslu á að jafnræðis sé gætt í í umbunum fyrir nefndarstörf á vegum Mosfellsbæjar og til þeir sem sitja í nefndum fyrir hönd sveitarfélagsins.
2.1. Skarhólabraut 3 - úthlutun lóðar 202103036
Tillaga um úthlutun lóðarinnar Skarhólabraut 3 ásamt samþykkt úthlutunarskilmála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Íþróttahús við Helgafellsskóla 202103584
Erindi frá foreldrafélagi Helgafellsskóla dags. 18. mars 2021, varðandi íþróttahús við Helgafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Þóknanir notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs 202103627
Á 779. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga um að fela bæjarráði að taka til skoðunar þóknun notendaráðs um málefni fatlaðs fólks, öldungaráðs og ungmennaráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun C-lista
Fulltrúi C lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur áherslu á að jafnræðis sé gætt í í umbunum fyrir nefndarstörf á vegum Mosfellsbæjar og til þeir sem sitja í nefndum fyrir hönd sveitarfélagsins.Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Frumvarp til laga um almannavarnir - beiðni um umsögn 202103658
Frumvarp til laga um almannavarnir - beiðni um umsögn fyrir 9. apríl
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Frumvarp til laga um loftferðir - beiðni um umsögn 202103654
Frumvarp til laga um loftferðir - beiðni um umsögn fyrir 15. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Mat á þörf fyrir öryggisíbúðir 202103126
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um mat á þörf fyrir öryggisíbúðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun bæjarfulltrúa S-lista.
Uppbygging þjónustu við eldri borgarar er mjög mikilvæg. Sú þjónusta þarf að taka mið af þörfum þess fjölbreytta hóps sem fellur undir hóp eldri borgara. Öryggisíbúðir eins og Eir áformar að reisa eru góður kostur fyrir þau sem þær velja og hafa ráð á að leigja þær.
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar vill árétta að í tengslum við áform um stóraukinn fjölda öryggisíbúða í bænum þurfi samtímis að efla bæði aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara sem og stuðningsþjónustu/heimaþjónustu sem veitt er og samþættingu hennar við heimahjúkrun.***
Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Skólaakstur útboð 2021 202103630
Óskað er heimildar bæjarráðs til að hefja útboðsferli á skólaakstri fyrir Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1484. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1485202104005F
Fundargerð 1485. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði 201904297
Bæjarráð vísaði á 1477. fundi sínum þann 18.02.2021 erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til umsagnar umhverfissviðs. Lögð er fram umsögn umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Aðgerðaráætlun sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili 202104018
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 24. mars 2021, með mati á stöðu verkefna í viðspyrnuáætlun Samandsins frá mars 2020 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Merkjateigur 4 - ósk um stækkun lóðar 202104019
Erindi frá íbúum að Merkjateig 4, dags. 6. apríl 2021, með ósk um stækkun lóðar íbúðarhúss að Merkjateig 4 svo lóðin taki yfir núverandi leikvöll á svæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Þingsályktunartillaga um lýðheilsustefnu til ársins 2030 - beiðni um umsögn 202104108
Tillaga til þingsályktunar um lýðheilsustefnu til ársins 2030 - beiðni um umsögn fyrir 21. apríl nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Háholt 14 - ósk um stækkun lóðar 202104011
Erindi frá húsfélaginu Háholti 14, dags. 31. mars 2021, með ósk um stækkun lóðar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Umsókn Skálatúns um stofnframlag 202103240
Tillaga um veitingu stofnframlags til Skálatúns lögð fyrir bæjarráð til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Þátttaka Mosfellsbæjar í atvinnuátakinu Hefjum störf 202103392
Ósk Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L-lista, um almenna umræðu um stöðu verkefnisins og möguleika bæjarins að nýta sér átakið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1485. fundar bæjarráðs samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 245202104001F
Fundargerð 245. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Heilsuefling eldri borgara 202010258
Á fund nefndarinnar mætir Valdimar Gunnarsson framkvæmdarstjóri UMSK og Eva Katrin verkefnastjóri verkefnisins Virkni og vellíðan sem er samstarfsverkefni íþróttafélaganna þriggja í Kópavogi Gerplu, HK og Breiðabliks og Kópavogsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga V- og D-lista
Bæjarstjórn felur framkvæmdastjórum fræðslu- og frístundasviðs og fjölskyldusviðs að kanna möguleika á frekari heilsueflingu fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ. Þar verði sérstaklega skoðað hvort bjóða skuli upp á heilsueflingarnámskeið fyrir eldri borgara. Þar verði m.a. horft til þess að nýta þá aðstöðu sem til staðar er í íþróttamiðstöðinni að Varmá og þá fjölbreyttu aðstöðu sem þar er í boði. Skoðað verði hvort slík viðbót við það góða starf sem unnið er í þágu eldri íbúa bæjarins verði best gerð í samstarfi við Íþrótta- og tómstundafélög bæjarins, einkaðila eða af bænum sjálfum. Niðurstaða þessarar skoðunar verði send bæjarráði til umfjöllunar.***
Afgreiðsla 245. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 28202103042F
Anna Sigríður Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.Alls fengu 16 umsækjendur úthlutun úr lista- og menniningarsjóði Mosfellsbæjar að þessu sinni. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar óskar þeim innilega til hamingju, starf þeirra og list mun efla menningarlíf í bæjarfélaginu með fjölbreyttum hætti.
***
Fundargerð 28. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Samþykkt með 8 atkvæðum.
5.1. Fjárframlög til lista- og menningarstarfsemi 2021 202103617
Umsóknir um styrki til úr lista- og mennningarsjóði Mosfellsbæjar fyrir árið 2021 teknar til umfjöllunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 539202104006F
Fundargerð 539. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Heytjarnarheiði L252202, L125204 - deiliskipulag frístundabyggðar 202010045
Skipulagsnefnd samþykkti á 530. fundi sínum að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir frístundahús við Heytjarnarheiði L252202 og L125204. Skipulagið var auglýst í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu, á vef Mosfellsbæjar og með dreifibréfi til hagsmunaaðila og stofnanna. Athugasemdafrestur var frá 11.02.2021 til og með 28.03.2021. Umsagnir bárust frá Veðurstofu Íslands, dags. 04.03.2021 og Minjastofnun Íslands, dags. 12.02.2021, aðrir skiluðu ekki.
Athugasemdir bárust frá Hjörleifi B. Kvaran, f.h. Gunnars B. Dungal, dags. 10.03.2021 og heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis, dags. 04.03.2021. Brugðist hefur verið við athugasemdum heilbrigðiseftirlitsins og uppdrættir uppfærðir. Meðfylgjandi eru drög að svörum við athugasemdum.
Skipulagstillagan er lögð fram til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Fundarritari skipulagsnefndar 202104070
Lögð er fram tillaga að nýjum fundarritara skipulagsnefndar í samræmi við minnisblað skipulagsfulltrúa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Leirutangi 10 - höfnun á stækkun húss kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 202011349
Lagður er fram til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli 124/2020 vegna kæru á synjun byggingarleyfis fyrir Leirutanga 10. Nefndin fellir úr gildi ákvörðun og afgreiðslu byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar frá 23.10.2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Ásgrími Hauk Helgasyni, fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 413. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Tveir sitja hjá.
7.5. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011385
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Arnari Þór Björgvinssyni, fyrir stækkun á húsi við Arnartanga 18. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar á 432. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir hverfið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.6. Helgafellsland 1 L199954 - ósk um uppskiptingu lands 202103629
Borist hefur erindi frá Krisjáni Þór Valdimarssyni, dags. 07.04.2021, með ósk um uppskiptingu lands í Helgafelli L199954.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.7. Silungatjörn L125175 - breyting á deiliskipulagi 201811056
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir frístundahús við Silungatjörn L125175 í samræmi við afgreiðslu 471. fundi skipulagsnefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum. Fulltrúi L-lista vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
7.8. Brúarfljót 5-8 - deiliskipulagsbreyting 202104131
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting á athafnasvæði Tungubakka vegna sameiningar lóða Brúarfljóts 5-7 og 6-8, í samræmi við samþykktir á 533. og 537. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.
7.9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 432 202103043F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 52 202104009F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 539. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 538202103029F
Fundargerð 538. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 202005057
Á fundinum verður fjallað um stofnanir, frístundasvæði og reiðleiðir á opnum og óbyggðum svæðum. Einnig verður farið yfir nokkur þeirra fjölmörgu erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins Björn Guðbrandsson og Edda Kristín Einarsdóttir hjá Arkís og kynna erindi umræddara málaflokka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Selholt - umsókn um breytingu á aðalskipulagi 201905216
Óskað eftir að breyta nýtingu lands L-123760 og L-123761 úr landbúnarsvæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. L222515 við Hafravatn - breyting á aðalskipulagi 202005057
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-222515 við Hafravatn úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Helgadalur - ósk um breytingu á landnotkun 201812171
Óskað er eftir að breyta landnotkun á jörðinni L-123636 í annars vegar blandaða landbúnaðar- og íbúðarbyggð og hins vegar í frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.5. Lynghóll í landi Miðdals - breyting á aðalskipulagi 202006488
Óskað er eftir að fá að breyta nýtingu lands L-199733 úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.6. Miðdalsland landnr. 199733 - ósk um breytingu á aðalskipulagi 201901309
Óskað er eftir að óbyggðu svæði í landi Miðdals verði breytt í frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.7. Hamrabrekkur 5 - breyting aðalskipulags 201809340
Óskað er eftir breytingu á aðskipulagi á landi L-124652 þannig að hægt sé að heimila þar reksturs gistiheimilis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.8. Heytjarnarheiði - ósk um breytingu á landnotkunarflokkum 201903466
Óskað er eftir að breyta L-224008, L-226500, L-226499 og L-226627 úr óbyggðum svæðum í frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.9. Frístundaland við Hafravatn L125485 - ósk um byggingu sumarhúsa 202007345
Óskað er eftir uppbyggingarheimild á landi L-125485 við norðanvert Hafravatn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.10. Elliðakotsland L123632 - aðalskipulagsbreyting 202103679
Óskað er eftir að fá að breyta lóð L-123632 við Elliðakot úr óbyggðu svæði í svæði fyrir frístundabyggð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.11. Endurskoðun aðalskipulags - endurskoðun reiðleiða 201903149
Óskað eftir að reiðleiðir verði endurskoðaðar í nýju aðalskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.12. Tilfærsla á reiðstíg - Ístakshringur 202008817
Óskað er eftir að hluti reiðleiðar Ístakshrings verði færður til.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.13. Reiðstígur í Húsadal L219227 og L219228 - breyting á aðalskipulagi 202008002
Óskað er eftir að reiðstígur í gildandi aðalskipulagi verði fjarlægður úr landi Húsadals.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 538. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 781. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
8. Ákvarðanir um fjarfundi sem fela í sér tímabundin frávik frá ákvæðum sveitarstjórnarlaga og leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna202003310
Til að tryggja starfhæfi sveitarstjórnar og fastanefnda og auðvelda ákvörðunartöku vegna heimsfaraldurs COVID 19 er lagt til að heimild til að halda fundi sveitarstjórna og fastanefnda með fjarfundabúnaði verði framlengd til 31. júlí 2021 í samræmi við heimild í auglýsingu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra nr. 354/2021, sbr. tillögu í meðfylgjandi minnisblaði.
Samþykkt með 9 atkvæðum.
Bæjarstjórn samþykkir að heimilt verði að halda fundi bæjarstjórnar og annarra fastanefnda sveitarfélagsins með fjarfundarbúnaði og víkja þannig frá skilyrðum ákvæða 3. mgr. 17. gr. sveitar¬stjórnar¬laga og 5. gr. auglýsingar um leiðbeiningar um notkun fjarfundarbúnaðar á fundum sveitarstjórna, nr. 1140/2013. Staðfesting fundargerða skal, þrátt fyrir ákvæði 10. og 11. gr. leiðbeininga innanríkisráðuneytisins um ritun fundargerða nr. 22/2013, fara fram með rafrænni undirritun.
Samþykkt þessi gildir til 31. júlí 2021.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 432202103043F
Fundargerð 432. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Arnartangi 18 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011385
Arnar Þór Björgvinsson Arnartanga 18 sækir um leyfi til að byggja við og breyta innra skipulagi einbýlishúss á lóðinni Arnartangi nr. 18, í samræmi við framlögð gögn.
Núverandi stærðir:
Íbúð 138,6 m², bílgeymsla 35,6 m², 438,4 m³
Stærðir eftir stækkun:
Íbúð 188,0 m², bílgeymsla 38,3 m², 548,95 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Tungufoss í Leirvogst - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202101126
Bjarni Sveinbjörn Guðmundsson Urðarholti 5 sækir um leyfi til breyttrar notkunar húss á lóðinni Fossatunga nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Húsið er skráð félagsheimili og verður skráð íbúðarhúsnæði eftir breytingu til samræmis breyttu deiliskipulagi svæðisins.
Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Sunnukriki 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010344
Sunnubær ehf. Katrínartúni 2 Reykjavík sækir leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á lóðinni Sunnukriki nr. 3 í samræmi við framlögð gögn. Breyting felur í sér innréttingu kjötverslunar á 1. hæð ásamt smávægilegum breytingum innra skipulags heilsugæslu á 2. hæð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 432. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 52202104009F
Fundargerð 52. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Grundartangi 32-36 - hækkun á þaki 202004168
Skipulagsnefnd samþykkti á 535. fundi sínum að grenndarkynna byggingaráform í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fyrirliggjandi gögn.
Áformin voru kynnt með dreifibréfi sem send voru út í öll hús við Grundartanga.
Athugasemdafrestur var frá 10.03.2021 til og með 09.04.2021. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 52. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar.
11. Fundargerð 552. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202104107
Fundargerð 522. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar.
Fundargerð 522. fundar stjórnar SSH lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 445. fundar Sorpu bs202104127
Fundargerð 445. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 445. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 60. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis202104105
Fundargerð 60. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar.
Fundargerð 60. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 781. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.