20. október 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Sævar Birgisson (SB) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Grenndarstöð við Vefarastræti í Helgafellshverfi - deiliskipulagsbreyting202307225
Skipulagsnefnd samþykkti á 593. fundi sínum að auglýsa og kynna tillögu að deiliskipulagsbreytingu grenndarstöðvar í Helgafellshverfi, í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan felur í sér að koma fyrir nýrri grenndarstöð á auðu torgsvæði við austurenda Vefarastrætis samkvæmt áætlun um fjölgun grenndarstöðva og innleiðingu hringrásarhagkerfisins. Breytingin og gögn voru auglýst og kynnt í Skipulagsgáttinni, Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi, á vef sveitarfélagsins, mos.is, auk þess sem kynningarbréf voru send á eigendur íbúða í aðliggjandi fjölbýlum. Athugasemdafrestur var frá 22.08.2023 til og með 04.10.2023. Athugasemdir og umsagnir bárust frá Auði Björk Þórðardóttur, dags. 27.08.2023, Sylvíu Magnúsdóttur, dags. 24.09.2023, Gunnari Inga Hjartarsyni, dags. 03.10.2023 og Elínu Maríu Jónsdóttur, dags. 04.10.2023.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúa að vinna umsögn athugasemda og tillögu að svörum.
2. Álafossvegur 23 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2,202306004
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Kristjáni S. Kristjánssyni Bjarnasyni, f.h. Húsin í Bænum ehf., dags. 31.05.2023, um breytta notkun eignarhluta 0302 að Álafossvegi 23. Sótt er um að breyta vinnustofu í íbúð, í samræmi við fyrirliggjandi gögn. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar á 505. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa vegna ákvæða um íbúðir í gildandi deiliskipulags Álafosskvosar, samþykkt 10.06.2009.
Skipulagsnefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar á umhverfissviði.
3. Sölkugata 17 - Fyrirspurn um aukaíbúð202309509
Borist hefur erindi frá Aðalsteini Snorrasyni, dags. 19.09.2023, með ósk um heimild fyrir aukaíbúð í húsi að Sölkugötu 17, í samræmi við fyrirliggjandi gögn og uppdrætti. Fyrirspurn samræmist ákvæðum deiliskipulags 3. áfanga Helgafellshverfis, samþykkt 11.04.2007.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við teikningar. Í ákvæðum deiliskipulags kemur fram að skipulags- og byggingarnefnd geti heimilað gerð aukaíbúðar í einbýlishúsum ef aðstæður á lóð leyfa. Hámarksstærð íbúðar er 80 m2, sú eign skal ekki vera séreign og hús skráð á einu fastanúmeri. Gera skal ráð fyrir einu bílastæði á lóð. Byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða byggingaráform og gefa út byggingarleyfi þegar að umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerð nr. 112/2012 og kynntum gögnum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.4. Miðdalsland Nesjavallaæð - sameining landa undir Nesjavallalögn - lóða- og landamál202310109
Borist hefur erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 04.10.2023, með ósk um sameiningu fjölda landa og spildna undir Nesjavallalögn í Miðdal, í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Skipulagsnefnd samþykkir með 5 atkvæðum sameiningu landa í samræmi við gögn og felur skipulagsfulltrúa og umhverfissviði úrvinnslu máls.
5. Helgafellsásar L201197 og L201201 - aðalskipulagsbreyting202302116
Lögð eru fram til kynningar frekari gögn og tillaga um breytta notkun lands að Helgafellsásum við Þingvallaveg, í samræmi við afgreiðslu á 584. fundi nefndarinnar. Óskað er eftir að breyta óbyggðu landi í verslun-, þjónustu með þrifalegri athafnarstarfsemi.
Lagt fram og kynnt.
6. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Skipulagsnefnd samþykkti á 588. fundi sínum, þann 14.04.2023, að senda í almenna kynningu frumdrög aðalskipulagsins fyrir umsagnaraðilum, hagaðilum og íbúum sveitarfélagsins. Frumdrög skipulags voru kynnt á vinnslustigi til þess að gefa kost á frekari ábendingum og samtali um ákvæði og stefnumörkun sveitarfélagsins í helstu tillögum landnýtingar til ársins 2040. Samhliða var kynntur rammahluti aðalskipulagsins og viðauki tillögu fyrir íbúðasvæði að Blikastaðalandi. Aðalskipulagið og gögn þess voru auglýst og kynnt í Skipulagsgáttinni, Mosfellingi, Morgunblaðinu og á vef sveitarfélagsins, mos.is. Haldinn var opinn íbúafundur í Hlégarði þann 16.06.2023. Athugasemdafrestur vinnslutillögu frumdraga var frá 12.06.2023 til og með 12.09.2023. Athugasemdir og umsagnir bárust í gegnum Skipulagsáttina og eru þær lagðar fram í heild sinni til frumkynningar nefndarinnar.
Lagt fram og kynnt. Í samræmi við umræður samþykkir skipulagsnefnd með 5 atkvæðum að fela skipulagsfulltrúi frekari rýni, flokkun og greiningu innsendra umsagna. Fjallað verður frekar um umsagnir og aðalskipulag á öðrum fundi.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 71202310026F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
7.1. Í Miðdalsl 125340 - framkvæmaleyfi vegar á frístundasvæði 202308786
Borist hefur erindi frá Karli Bernburg, dags. 29.08.2023, með ósk um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vegar frístundabyggðar auk borunar eftir vatni í samræmi við deiliskipulag Sólbakka í Miðdal, L125340, samþykkt 07.06.2023. Fyrirliggjandi eru hnitsettir uppdrættir og verklýsing dags. 02.10.2023.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
7.2. Markholt 13 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2, 202309358
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Andra Ingólfssyni, dags. 12.9.2023, fyrir viðbyggingu og stækkun húss að Markholti 13. Um er að ræða stækkun bílskúrs og herbergja til stofu til suðurs, stækkun stofu til vesturs og bygging nýs garðskála. Bílgeymsla stækkar um 31,9 m² og verður 63,9 m². Íbúð stækkar um 31,3 m² og verður samtals 184,4 m². Byggður verður 15 m² garðskúr, í samræmi við gögn dags. 26.09.2023. Erindinu var vísað til skipulagsfulltrúa á 505. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.