Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. nóvember 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur - End­ur­skoð­un um bland­aða byggð til 2040202010203

    Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Bók­un full­trúa M-lista Mið­flokks.
    Reykja­vík er enn höf­uð­borg lands­ins, stærsta sveit­ar­fé­lag­ið en um­fram allt stór hluti af höf­uð­borg­ar­svæð­inu öllu. Það er því með sanni hægt að segja að þær ákvarð­an­ir sem borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur tek­ur hef­ur áhrif á borg­ara alls lands­ins. Við­auk­inn er skýrsla og rök­semd­ar­færsla fyr­ir skoð­un­um meiri­hluta borg­ar­yf­ir­valda Reykja­vík­ur um þá fram­tíð­ar­sýn sem þau sjá. Það er með engu hægt að sjá að tek­ið sé til­lit til meg­in­sjón­ar­miða ann­arra íbúa lands­ins held­ur er þétt­inga og sam­göngu-út­ópía rit­uð á blað (90 bls.).
    Jón Pét­urs­son

    Bók­un full­trúa L-lista Vina Mos­fells­bæj­ar.
    Í þessu skjali sem lagt er fyr­ir skipu­lags­nefnd í dag og ber nafn­ið „Reykja­vík 2040 - Nýr við­auki við að­al­skipu­lag Reykja­vik­ur 2010-2040“ er ekki að finna orð­ið Sunda­braut, hins veg­ar er orð­ið Barg­ar­línu að finna hundrað þrjá­tíu og átta (138) sinn­um í skjalinu. Hvoru tveggja Sunda­braut og Borg­ar­lína eru þó hluti af „Sam­komu­lagi um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um“ svo­köll­uð­um Sam­göngusátt­mála, en þess sam­komu­lags er get­ið fjór­um (4) sinn­um í skjalinu.Sunda­braut er mik­ið hags­muna­mál fyr­ir okk­ur Mos­fell­inga til að draga úr um­ferð í gegn­um Mos­fells­bæ og í leið­inni að auð­velda um­ferð að og frá norð­ur- og vest­ur­landi til höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins að ógleymd­um fyr­ir­sjá­an­leg­um og mikl­um flutn­ing­um til og frá at­hafna­svæð­um Reykja­vík­ur­borg­ar á Álfs­nesi og Kjal­ar­nesi.Ég áskil mér all­an rétt til frek­ari at­huga­semd við þessi drög að við­auka við að­al­skipu­lag Reykja­vík­ur á síð­ari stig­um.
    Stefán Ómar Jóns­son

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar ger­ir ekki at­huga­semd­ir að svo stöddu við er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar. Skipu­lags­nefnd áskil­ur sér þó rétt til þess að koma með ábend­ing­ar á seinni stig­um máls­ins. Full­trúi M lista greið­ir at­kvæði gegn bók­un­inni.

  • 2. Breyt­ing á að­al­skipu­lagi - Dal­land 123625201811119

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að að­al­skipu­lags­breyt­ing­in hljóti af­greiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga og aug­lýs­ingu skv. 31. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 3. Breytt að­koma að Gljúfra­steini um Jón­st­ótt202005002

    Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir nýja aðkomu að Gljúfrasteini og bílastæði við Jónstótt. Athugasemdafrestur tillögu var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020. Meðfylgjandi eru drög að svari við innsendri athugasemd.

    Deili­skipu­lag­ið er sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að svara at­huga­semd.

  • 4. Bo­ga­tangi bíla­plan - deili­skipu­lags­breyt­ing202010066

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir bílaplan norðan við Bogatanga. Breytingin felur í sér að planið verði að nýju flokkunarsvæði fyrir grenndargáma. Tillaga að breyttri landnotkun fyrir svæðið er lögð fram í samræmi við niðurstöðu 443. fundar skipulagsnefndar.

    Full­trúi S-lista vík­ur af fundi und­ir þess­um dag­skrárlið. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

  • 5. Bjarg L123616 - deili­skipu­lags­breyt­ing202011015

    Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. landeiganda L123616, dags 26.10.2020. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir íbúðarhúsið Bjarg í Reykjabyggð. Breytingin felur í sér tilfærslu á byggingarreit innan lóðar.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að til­lag­an hljóti af­greiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Skipu­lags­nefnd met­ur breyt­ing­una óveru­lega þar sem hún telst minni­hátt­ar og með vís­an í 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga, um kynn­ing­ar­ferli grennd­arkynn­inga, met­ur skipu­lags­nefnd að­eins land­eig­anda og sveit­ar­fé­lag­ið hags­muna­að­ila máls. Skipu­lags­nefnd ákveð­ur því að falla frá kröf­um um grennd­arkynn­ingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga. Breyt­ing­ar­til­laga deili­skipu­lags telst því sam­þykkt og skal hljóta af­greiðslu skv. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og ann­ast skipu­lags­full­trúi stað­fest­ingu skipu­lags­ins.

  • 6. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem að bárust á kynningartíma skipulagslýsingar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 767. fundi sínum að skipulagslýsing fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar yrði auglýst. Frestur til þess að skila inn ábendingum var frá 19.09.2020 til og með 23.10.2020.

    Lagt fram og kynnt.

  • 7. Skrán­ing fasta­núm­ers á auka­í­búð­ir202011021

    Borist hefur ósk frá Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa Vina Mosfellsbæjar, dags. 03.11.2020, um almennar umræður um skráningu fastanúmera á aukaíbúðir í Mosfellsbæ.

    Lagt fram.

Fundargerðir til staðfestingar

  • 8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 414202010039F

    Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Lagt fram

    • 8.1. Land úr Suð­ur Reykj­um 125436 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202007302

      Ragn­ar Sverris­son Reykja­byggð 42 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reyk­ir, land­eign­ar­núm­er 125436, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 122,83 m², bíl­geymsla 45,17 m², 755,6 m³.

    • 8.2. Leiru­tangi 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202009193

      Ás­grím­ur H Helga­son Leiru­tanga 10 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að hækka ris­hæð húss á lóð­inni Leiru­tangi nr. 10 og inn­rétta þar íbúð­ar­rými í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir eft­ir breyt­ingu: Íbúð 239,5 m², bíl­geymsla 39,2 m², 699,852 m³.

    • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 415202010044F

      Fundargerð lögð fram til kynningar.

      Lagt fram

      • 9.1. Lund­ur 123710 - MHL 06 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006498

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 06, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.2. Lund­ur 123710 - MHL 07 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006499

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu­og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 07, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.3. Lund­ur 123710 - MHL 08 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006500

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 08, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.4. Lund­ur 123710 - MHL 09 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006501

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 09, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.5. Lund­ur 123710 - MHL 10 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006502

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 10, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.6. Lund­ur 123710 - MHL 11 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006503

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 11, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.7. Lund­ur 123710 - MHL 12 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006504

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 12, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.8. Lund­ur 123710 - MHL 13 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006505

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri starfs­manna­hús á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 13, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 75 m², 252 m³.

      • 9.9. Lund­ur 123710 - MHL 04 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202006496

        Lauf­skál­ar fast­eigna­fé­lag ehf. Lambhaga­vegi 23, 113 Reykja­vík, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með sam­yggðri bíl­geymslu á lóð­inni Lund­ur land­eign­ar­núm­er 123710, mats­hluta­núm­er 04, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Íbúð 776,4 m², bíl­geymsla
        100,1 m², 2.118,75m³.

      • 9.10. Mark­holt 2 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202007374

        Ólaf­ur Sig­urðs­son Dverg­holti 18 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja við eldra hús­næði á lóð­inni Mark­holt nr. 2, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Stækk­un 98,0 m², 327,8 m³.

      • 9.11. Sunnukriki 4, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202010285

        Veit­ur ohf,. Bæj­ar­hálsi 1, 110 Reykja­vík, sækja um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um dreif­istöð á lóð­inni Sunnukriki nr. 4, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: 17,3 m², 52,92 m³.

      • 9.12. Súlu­höfði 34 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202005115

        Daði Már Jóns­son Heið­ar­brún 100 Hvera­gerði sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Súlu­höfði nr. 34 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

      • 9.13. Sölkugata 21, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202001164

        77 ehf. Byggð­ar­holti 20 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Sölkugata nr. 21, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir: Íbúð 363,3 m², bíl­geymsla 26,4 m², 1.480,7 m³

      • 10. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 45202009033F

        Fundargerð lögð fram til kynningar.

        Lagt fram

        • 10.1. Fossa­tunga 2-6 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 202006216

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 520. fundi nefnd­ar­inn­ar að deil­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Fossa­tungu 2-6 yrði aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an var kynnt með dreifi­bréfi grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga sem bor­ið var út til íbúa eða lóð­ar­hafa að Fossa­tungu 1-7, 2-6 og Kvísl­artungu 128, 130 og 132. Breyt­ing­in var einn­ig kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, en upp­drætt­ir voru bæði að­gengi­leg­ir á vef sem og á upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar að Þver­holti 2.
          At­huga­semda­frest­ur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020.
          Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        • 10.2. Fossa­tunga 9-15 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 202007361

          Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 520. fundi nefnd­ar­inn­ar að deil­skipu­lags­breyt­ing fyr­ir Fossa­tungu 2-6 yrði aug­lýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an var kynnt með dreifi­bréfi grennd­arkynn­ing­ar í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga sem bor­ið var út til íbúa eða lóð­ar­hafa að Fossa­tungu 1-7, 9-15 og 17-19. Breyt­ing­in var einn­ig kynnt á vef sveit­ar­fé­lags­ins, mos.is, en upp­drætt­ir voru bæði að­gengi­leg­ir á vef sem og á upp­lýs­inga­torgi Mos­fells­bæj­ar að Þver­holti 2.
          At­huga­semda­frest­ur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020.
          Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00