6. nóvember 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag Reykjavíkur - Endurskoðun um blandaða byggð til 2040202010203
Borist hefur erindi frá Reykjavíkurborg, dags. 16.10.2020, með ósk um athugasemdir eða umsagnir við auglýst tillögudrög vegna breytinga á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Tillögurnar fela m.a. í sér heildaruppfærslu á stefnu um íbúðarbyggð, skilgreiningu nýrra svæða fyrir íbúðir, stakar breytingar á völdum atvinnusvæðum og samgönguinnviðum, auk þess sem sett eru fram ný megin markmið í völdummálaflokkum. Tillögurnar gera enn fremur ráð fyrir því að tímabil aðalskipulagsins verði framlengt til ársins 2040. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Bókun fulltrúa M-lista Miðflokks.
Reykjavík er enn höfuðborg landsins, stærsta sveitarfélagið en umfram allt stór hluti af höfuðborgarsvæðinu öllu. Það er því með sanni hægt að segja að þær ákvarðanir sem borgarstjórn Reykjavíkur tekur hefur áhrif á borgara alls landsins. Viðaukinn er skýrsla og röksemdarfærsla fyrir skoðunum meirihluta borgaryfirvalda Reykjavíkur um þá framtíðarsýn sem þau sjá. Það er með engu hægt að sjá að tekið sé tillit til meginsjónarmiða annarra íbúa landsins heldur er þéttinga og samgöngu-útópía rituð á blað (90 bls.).
Jón PéturssonBókun fulltrúa L-lista Vina Mosfellsbæjar.
Í þessu skjali sem lagt er fyrir skipulagsnefnd í dag og ber nafnið „Reykjavík 2040 - Nýr viðauki við aðalskipulag Reykjavikur 2010-2040“ er ekki að finna orðið Sundabraut, hins vegar er orðið Bargarlínu að finna hundrað þrjátíu og átta (138) sinnum í skjalinu. Hvoru tveggja Sundabraut og Borgarlína eru þó hluti af „Samkomulagi um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum“ svokölluðum Samgöngusáttmála, en þess samkomulags er getið fjórum (4) sinnum í skjalinu.Sundabraut er mikið hagsmunamál fyrir okkur Mosfellinga til að draga úr umferð í gegnum Mosfellsbæ og í leiðinni að auðvelda umferð að og frá norður- og vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins að ógleymdum fyrirsjáanlegum og miklum flutningum til og frá athafnasvæðum Reykjavíkurborgar á Álfsnesi og Kjalarnesi.Ég áskil mér allan rétt til frekari athugasemd við þessi drög að viðauka við aðalskipulag Reykjavíkur á síðari stigum.
Stefán Ómar JónssonLagt fram og kynnt. Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemdir að svo stöddu við erindi Reykjavíkurborgar. Skipulagsnefnd áskilur sér þó rétt til þess að koma með ábendingar á seinni stigum málsins. Fulltrúi M lista greiðir atkvæði gegn bókuninni.
2. Breyting á aðalskipulagi - Dalland 123625201811119
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu aðalskipulagsbreyting fyrir Dalland 123625 þar sem hluti lands breytist úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Skipulagslýsing vegna aðalskipulagsbreytingarinnar var kynnt frá 06.07.2020 til og með 04.08.2020.
Skipulagsnefnd samþykkir að aðalskipulagsbreytingin hljóti afgreiðslu skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga og auglýsingu skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
3. Breytt aðkoma að Gljúfrasteini um Jónstótt202005002
Lögð er fram til afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir nýja aðkomu að Gljúfrasteini og bílastæði við Jónstótt. Athugasemdafrestur tillögu var frá 10.07.2020 til og með 24.08.2020. Meðfylgjandi eru drög að svari við innsendri athugasemd.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsfulltrúa er falið að svara athugasemd.
4. Bogatangi bílaplan - deiliskipulagsbreyting202010066
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir bílaplan norðan við Bogatanga. Breytingin felur í sér að planið verði að nýju flokkunarsvæði fyrir grenndargáma. Tillaga að breyttri landnotkun fyrir svæðið er lögð fram í samræmi við niðurstöðu 443. fundar skipulagsnefndar.
Fulltrúi S-lista víkur af fundi undir þessum dagskrárlið. Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. Bjarg L123616 - deiliskipulagsbreyting202011015
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni arkitekt, f.h. landeiganda L123616, dags 26.10.2020. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulagsbreyting fyrir íbúðarhúsið Bjarg í Reykjabyggð. Breytingin felur í sér tilfærslu á byggingarreit innan lóðar.
Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan hljóti afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsnefnd metur breytinguna óverulega þar sem hún telst minniháttar og með vísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga, um kynningarferli grenndarkynninga, metur skipulagsnefnd aðeins landeiganda og sveitarfélagið hagsmunaaðila máls. Skipulagsnefnd ákveður því að falla frá kröfum um grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Breytingartillaga deiliskipulags telst því samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og annast skipulagsfulltrúi staðfestingu skipulagsins.
6. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir sem að bárust á kynningartíma skipulagslýsingar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á 767. fundi sínum að skipulagslýsing fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar yrði auglýst. Frestur til þess að skila inn ábendingum var frá 19.09.2020 til og með 23.10.2020.
Lagt fram og kynnt.
- FylgiskjalLandsnet - Umsögn.pdfFylgiskjalUmhverfisstofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalVeðurstofa Íslands - Umsögn.pdfFylgiskjalSamgöngustofa - Umsögn.pdfFylgiskjalGrímsnes- og Grafningshreppur - Umsögn.pdfFylgiskjalSkipulagsstofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalSveitarfélagið Ölfus - Umsögn.pdfFylgiskjalNáttúrufræðistofnun - Umsögn.pdfFylgiskjalKópavogur - Umsögn.pdf
7. Skráning fastanúmers á aukaíbúðir202011021
Borist hefur ósk frá Stefáni Ómari Jónssyni, fulltrúa Vina Mosfellsbæjar, dags. 03.11.2020, um almennar umræður um skráningu fastanúmera á aukaíbúðir í Mosfellsbæ.
Lagt fram.
Fundargerðir til staðfestingar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 414202010039F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
8.1. Land úr Suður Reykjum 125436 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007302
Ragnar Sverrisson Reykjabyggð 42 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykir, landeignarnúmer 125436, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 122,83 m², bílgeymsla 45,17 m², 755,6 m³.8.2. Leirutangi 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202009193
Ásgrímur H Helgason Leirutanga 10 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að hækka rishæð húss á lóðinni Leirutangi nr. 10 og innrétta þar íbúðarrými í samræmi við framlögð gögn. Stærðir eftir breytingu: Íbúð 239,5 m², bílgeymsla 39,2 m², 699,852 m³.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 415202010044F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
9.1. Lundur 123710 - MHL 06 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006498
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 06, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.2. Lundur 123710 - MHL 07 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006499
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypuog timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 07, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.3. Lundur 123710 - MHL 08 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006500
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 08, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.4. Lundur 123710 - MHL 09 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006501
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 09, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.5. Lundur 123710 - MHL 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006502
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 10, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.6. Lundur 123710 - MHL 11 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006503
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 11, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.7. Lundur 123710 - MHL 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006504
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 12, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.8. Lundur 123710 - MHL 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006505
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri starfsmannahús á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 75 m², 252 m³.
9.9. Lundur 123710 - MHL 04 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006496
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með samyggðri bílgeymslu á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 04, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 776,4 m², bílgeymsla
100,1 m², 2.118,75m³.9.10. Markholt 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007374
Ólafur Sigurðsson Dvergholti 18 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja við eldra húsnæði á lóðinni Markholt nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stækkun 98,0 m², 327,8 m³.
9.11. Sunnukriki 4, Umsókn um byggingarleyfi 202010285
Veitur ohf,. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum dreifistöð á lóðinni Sunnukriki nr. 4, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 17,3 m², 52,92 m³.9.12. Súluhöfði 34 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202005115
Daði Már Jónsson Heiðarbrún 100 Hveragerði sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr. 34 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
9.13. Sölkugata 21, Umsókn um byggingarleyfi 202001164
77 ehf. Byggðarholti 20 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Sölkugata nr. 21, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 363,3 m², bílgeymsla 26,4 m², 1.480,7 m³
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 45202009033F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Lagt fram
10.1. Fossatunga 2-6 - breyting á deiliskipulagi 202006216
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 520. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa eða lóðarhafa að Fossatungu 1-7, 2-6 og Kvíslartungu 128, 130 og 132. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2.
Athugasemdafrestur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020.
Engar athugasemdir bárust.10.2. Fossatunga 9-15 - breyting á deiliskipulagi 202007361
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 520. fundi nefndarinnar að deilskipulagsbreyting fyrir Fossatungu 2-6 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til íbúa eða lóðarhafa að Fossatungu 1-7, 9-15 og 17-19. Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir á vef sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2.
Athugasemdafrestur var frá 21.08.2020 til og með 25.09.2020.
Engar athugasemdir bárust.