23. október 2024 kl. 16:33,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örvar Jóhannsson (ÖJ) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Dagný Kristinsdóttir (DK) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varabæjarfulltrúi
- Erla Edvardsdóttir (EE) 1. varabæjarfulltrúi
- Halla Karen Kristjánsdóttir (HKK) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Jana Katrín Knútsdóttir (JKK) aðalmaður
- Sævar Birgisson (SB) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Regína Ásvaldsdóttir (RÁ) bæjarstjóri
- Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði
Þóra Margrét Hjaltested bæjarlögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1642202410011F
Fundargerð 1642. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 859. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Úttekt á upplýsingatæknimálum Mosfellsbæjar 202401110
Niðurstöður úttektar á upplýsingatæknimálum hjá Mosfellsbæjar kynntar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.2. Uppbygging á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk 202409278
Tillaga vegna uppbyggingar á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk lögð fyrir bæjarráð til formlegrar meðferðar. Máli vísað frá velferðarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.3. Áfangaskýrsla kostnaðar- og ábyrgðarskipting ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk 202410085
Áfangaskýrsla um kostnaðar- og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.4. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2023 202401557
Bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2023 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.5. Lukku Láki, Þverholt 2, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis 202409464
Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Lucky Luke ehf. um leyfi til reksturs veitingaleyfis í flokki II- F (Krá í fl. II) að Þverholti 2.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.6. Fjárhagsáætlun og gjaldskrár heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2025 202410107
Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits varðandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 ásamt tillögum að gjaldskrám.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.7. Reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk 202410045
Frá innviðaráðuneyti vakin athygli á drögum að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 17. október nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
1.8. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á 44. gr. laga um útlendinga nr. 802016 - beiðni um umsögn 202410084
Frá dómsmálaráðuneyti vakin athygli á drögum að frumvarpi til laga um útlendinga (sameiginleg vernd vegna fjöldaflótta) sem er til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda. Umsagnarfrestur er til 19. október nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1642. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1643202410020F
Fundargerð 1643. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 859. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2024 202401164
Tillaga um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1643. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.2. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2024 202401164
Tillaga um gerð viðauka við lánssamning við Arion banka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1643. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.3. Gistiheimili, Úr Skeggjastaðalandi - Umsagnabeiðni vegna gistingar 202408253
Umsagnarbeiðni frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu varðandi umsókn Tin ehf. um leyfi til reksturs gististaðar í flokki II- C (minna gistiheimili án veitinga) að Skeggjastöðum, Úr Skeggjastaðalandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1643. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.4. Erindi vegna uppbyggingar við Bjarkarholt 4-5 202211248
Erindi Eir öryggisíbúða ehf. og Render Centium ehf. varðandi uppbyggingu við Bjarkarholt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1643. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.5. Aðstæður að Varmá fyrir Bestu deildina tímabilið 2025 202410254
Erindi Ungmennafélags Aftureldingar þar sem óskað er eftir viðræðum við bæjarráð vegna krafna sem KSÍ gerir til umgjarðar á heimaleikjum félagsins í Bestu deildinni í knattspyrnu karla næsta sumar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1643. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
2.6. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024. 202101366
Erindi stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er send bæjaryfirvöldum til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1643. fundar bæjarráðs samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
3. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 282202410010F
Fundargerð 282. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 859. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Heimsókn íþrótta- og tómstundanefndar til íþrótta- og tómstundafélaga 2024 202409574
Seinni hluti heimsókna íþrótta- og tómstundanefndar með félögum sem hafa samstarfssamning við Mosfellsbæ vegna barna- og unglingastarfs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 282. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
4. Atvinnu- og nýsköpunarnefnd - 17202410015F
Fundargerð 17. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 859. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Áfangastaðurinn Álafosskvos - þróunarverkefni í samvinnu við Markaðsstofu höfuðborgasvæðisins 2024 202402041
Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins kynnir niðurstöður á greiningu á áfangastaðnum Álafosskvos fyrir fulltrúum atvinnu- og nýsköpunarnefndar og gestum á opnum fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 17. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 618202410018F
Fundargerð 618. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 859. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Seljadalsnáma - umhverfismat efnistöku 201703003
Skipulagsstofnun auglýsti til auglýsingar umhverfismatsskýrslu Mosfellsbæjar vegna mögulegrar áframhaldandi efnistöku úr Seljadalsnámu, í samræmi við lög um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021 og reglugerð nr. 1381/2021. Mosfellsbær leggur til í mati hugsanlega efnistöku á allt að 230.000 m3 af efni á um 2 ha landsvæði í Seljadal. Óheimilt verður að vinna í námunni í júní, júlí og ágúst. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla fyrsta flokks steinefnis fyrir malbik á höfuðborgarsvæðinu. Í umhverfismatsskýrslunni eru áhrif framkvæmda á eftirfarandi þætti metin: Gróður, fuglalíf, jarðmyndanir, landslag og ásýnd, útivist, fornleifar, loftgæði, hljóðvist og vatnsvernd. Umsagnafrestur var frá 20.08.2024 til og með 02.10.2024. Athugasemdir bárust í skipulagsgátt.
Hjálagðar eru til kynningar og umræðu innsendar umsagnir og athugasemdir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.2. Langitangi 11-13 - deiliskipulagsbreyting 202402282
Lagt er fram til kynningar athugasemdabréf Skipulagsstofnunar, dags 26.09.2024, vegna deiliskipulagsbreytingar að Langatanga 11-13 sem afgreidd var samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 614. fundi nefndarinnar. Hjálagðir eru til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir skipulags í samræmi við ábendingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.3. Óskotsvegur 42 L125474 - ósk um aðalskipulagsbreytingu 202407160
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi Ólafs Hjördísarsonar Jónssonar, f.h. landeiganda, vegna óskar um aðalskipulagsbreytingu fyrir L125474, í samræmi við afgreiðslu á 614. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.4. Efstaland 1 - ósk um aðal- og deiliskipulagsbreytingu 202408423
Lagt er fram til kynningar umbeðið minnisblað umhverfissviðs og skipulagsfulltrúa um erindi E Einn ehf., vegna óskar um aðal- og deiliskipulagsbreytingu fyrir verslunar- og þjónustulóð að Efstalandi 1 í Helgafellshverfi, í samræmi við afgreiðslu á 615. fundi nefndarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.5. Helgafellstorfan - deiliskipulag 7. áfanga Helgafellshverfis 201704194
Lögð er fram til kynningar og umræðu drög að deiliskipulagstillögu fyrir 7. áfanga Helgafellshverfis, Helgafellstorfu, ásamt minnisblaði og samantekt skipulagsfulltrúa. Skipulagið sýnir fjölbreytta byggð ólíkra húsagerða; smærri fjölbýli, rað-, par- og einbýlishús auk búsetukjarna. Tillagan áætlar allt að 198 nýjar íbúðir í suðurhlíðum Helgafells og við Ásaveg.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.6. Uppbygging á búsetuþjónustu fyrir fatlað fólk 202409278
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga Sigurbjargar Fjölnisdóttur, sviðsstjóri velferðarsviðs, um undirbúning nýs búsetukjarna fyrir fatlað fólk sem bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1642. fundi sínum til skipulagsnefndar. Í samræmi við afgreiðslu felur bæjarráð nefndinni að undirbúa skipulagsvinnu og staðarvalsgreiningar vegna nýs búsetukjarna sem verði á bilinu 470-550 m2 með íbúðum fyrir sex til sjö íbúa auk starfsmannaaðstöðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.7. Hraðastaðir 3 L123675 - merkjalýsing, lóða- og landamál 202410243
Borist hefur erindi í formi merkjalýsingar frá Hirti Erni Arnarssyni, f.h. landeiganda að Hraðastöðum 3 L123675, með ósk um uppskiptingu lands. Í samræmi við gögn verður stofnuð ein 1,2 ha lóð um húsnæði að Hraðastöðum 3 í Mosfellsdal.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.8. Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 - Frekari uppbyggingarmöguleikar í Grafarvogi og öðrum borgarhlutum 202410202
Lögð er fram til kynningar skipulags og verklýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 er varða uppbyggingu nýs íbúðarhúsnæðis innan gróinna hverfa. Áhersla er á uppbyggingarmöguleika á smærri vannýttum svæðum innan hverfa, helst í Grafarvogi. Gögn eru til kynningar í skipulagsgáttinni sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umsagnafrestur verklýsingar var frá 05.09.2024 til og með 15.10.2024.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.9. Ævintýragarður - deiliskipulag 201710251
Lagðir eru fram til kynningar og umræðu skipulagsuppdrættir og tillaga Ævintýragarðsins, sem auglýst var til umsagnar og athugasemda þann 03.06.2021. Skipulagsfulltrúi fer yfir áskoranir verkefnisins og athugasemdir sem bárust.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
6.10. Farsældartún - skipulag 202410035
Hönnuðir og skipulagsráðgjafar frá EFLU og Stiku arkitektum kynna stöðu verkefnis og fyrstu drög skipulagslýsingar að uppbyggingu og þróun Farsældartúns að Skálatúni. Skipulagi svæðisins er ætlað að styðja sem best við farsæld barna og á svæðinu verða byggingar sem munu hýsa aðila sem veita börnum, ungmennum og fjölskyldum þeirra þjónustu s.s. opinberar stofnanir, sérskóli, félagasamtök og sjálfstætt starfandi sérfræðingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 618. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Menningar- og lýðræðisnefnd - 22202410019F
Fundargerð 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 859. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar 202410216
Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.2. Í túninu heima 2024 202408060
Lögð fram greinargerð um framkvæmd bæjarhátíðarinnar Í túninu heima 2024
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.3. Vinabæjarráðstefna í Uddevalla í september 2024 202405089
Lagt fram minnisblað um þátttöku Mosfellsbæjar í vinabæjarráðstefnu í Uddevalla í Svíþjóð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.4. Okkar Mosó 2025 202410207
Tillaga til menningar- og lýðræðisnefndar um framkvæmd lýðræðisverkefnisins Okkar Mosó á árinu 2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.5. Innkaupanefnd listaverka 202311073
Lögð fram drög að starfsreglum fyrir innkaupanefnd listaverka hjá Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.6. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 til 2028 202401260
Kynning og umræða um drög að áherslum menningar- og lýðræðisnefndar við gerð fjárhagsáætlunar 2025 og drög að fjárfestingaáætlun menningar-, íþrótta- og lýðheilsusviðs 2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
5.7. Óformleg rými til sýningarhalds listamanna í Mosfellsbæ 202403195
Forstöðumaður bókasafns og menningarmála kynnir stöðu mála varðandi óformleg sýningarrými í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar menningar- og lýðræðisnefndar samþykkt á 859. fundi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
7. Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó202410160
Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 859. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins202410344
Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 425. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 859. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202410343
Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 265. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 859. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 586. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202410174
Fundargerð 586. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 586. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 859. fundi bæjarstjórnar.