4. desember 2020 kl. 07:00,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Lög er fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.
Lagt fram og kynnt.
2. Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202011245
Lögð er fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Lagt fram og kynnt.
3. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 - samgönguverkefni202005057
Lagt er fram til kynningar samantekt Vegagerðarinnar, dags. 29.11.2020, vegna samgönguverkefna endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar þar sem að Vegagerðin er veghaldari.
Lagt fram og kynnt.
Samgöngumál eru einn af þeim mikilvægu málaflokkum sem fjallað verður um í yfirstandandi vinnu við endurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar.
Samkvæmt nýrri samgönguspá er ljóst að umferð um Vesturlandsveg verður talsvert meiri á næstu árum en eldri spár gerðu ráð fyrir.
Af því tilefni ítrekar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að lagning Sundabrautar verði sett í framkvæmd eins fljótt og auðið er.
Sundabraut verður mikil samgöngubót fyrir höfuðborgarsvæðið, íbúa þess sem og landsmenn alla og léttir á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ.4. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi201809062
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hestaíþróttasvæðið á Varmárbökkum. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020. Athugasemdir bárust frá Gígju Magnúsdóttur og Margréti Björk Magnúsdóttur, dags 02.11.2020 og Hólmfríði Halldórsdóttur, dags. 22.11.2020. Kynnt er fornleifaskráning fyrir svæðið sem unnin var af Antikva ehf. Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulags eftir auglýsingu ásamt drögum að svörum.
Skipulagsfulltrúa falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við endurbættan uppdrátt og fyrirliggjandi drög. Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á endurauglýsingu deiliskipulagsbreytingar skv. 4. mgr. 41 gr. sömu laga vegna minniháttar breytinga á bílastæðum og einum byggingarreit.
- FylgiskjalGígja og Margrét Björk Magnúsdætur - Athugasemdir.pdfFylgiskjalHólmfríður Halldórsdóttir - Athugasemdir.pdfFylgiskjalFornleifaskráning skipahóll - Antikva.pdfFylgiskjal19049-deilisklbreiting_A1-1000 fyrir og eftir - uppdráttur eftir auglýsingu.pdfFylgiskjal19049-deilisklbreiting_A1-1000 - uppdráttur eftir auglýsingu.pdfFylgiskjal19049-deiliskl-skyr - uppdráttur eftir auglýsingu.pdf
5. Hringtorg á gatnamótum Langatanga, Skeiðholts og Bogatanga202009115
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hringtorg við Langatanga og Skeiðholt/Bogatanga. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020. Ein umsögn barst frá Veitum ohf. dags. 24.11.2020. Lagður er fram uppdráttur deiliskipulagsbreytingar til afgreiðslu.
Deiliskipulagið er samþykkt og skal hljóta afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Ekki er talin þörf á að svara innsendri umsögn en upplýsa skal Veitur ohf. þegar framkvæmdir hefjast.
6. Liljugata 2-4-6 - skilmálar202011427
Borist hefur erindi frá Byggingarfélaginu Bakka, dags. 30.11.2020, þar sem að þess er óskað að við Liljugötu 2-6 verði heimilt að byggja þrjú aðskilin hús innan byggingarreits í stað sambyggðar einingar auk kjallarahæðar sökum landhalla í samræmi við gögn.
Bókun fulltrúa Miðflokksins:
Svæðið er allt í eigu sama aðila og eru framkvæmdir á svæðinu ekki hafnar að neinu ráði. Byggingafélagið hefur fram að þessu mætt sjónarmiðum nefndarinnar og af þeim sökum er fulltrúi Miðflokksins samþykkur því að félagið fái leyfi fyrir þessari breytingu enda hefur hún engin áhrif á aðra íbúa hverfisins.
Jón PéturssonFulltrúi Vina Mosfellsbæjar, Stefán Ómar Jónsson, tekur undir bókun fulltrúa Miðflokksins í málinu.
Skipulagsnefnd samþykkir óveruleg frávik deiliskipulags í samræmi við 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Frávik skal vera í samræmi við innsend gögn, uppskipting byggingarmassa í þrjár einingar innan byggingareits Liljugötu 2-6 og heimild til þess að nýta kjallara sökum mikils hæðarmismunar á lóð. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
7. Brekkutangi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi202006589
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Maríu Guðmundsdóttur, dags. 14.09.2020, fyrir Brekkutanga 9. fyrir Brekkutanga 9, þar sem ekki er í gildi deiliskipulag. Um er að ræða útlitsbreytingu. Fyrir liggur samþykki annarra húseiganda í sömu húsalengju.
Þar sem að samþykki annarra húseiganda í sömu húsalengju liggur fyrir samþykkir skipulagsnefnd að falla frá grenndarkynningu í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi þegar umsókn samræmist lögum um mannvirki nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012.
8. Brú yfir Varmá við Stekkjarflöt - deiliskipulagsbreyting Álafosskvos202011323
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir nýja göngubrú yfir Varmá við Stekkjarflöt.
Skipulagsnefnd samþykkir að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
9. Fjölgun bílastæða við Varmárveg í Helgafellshverfi201905212
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar á stæðum. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020. Athugasemd barst frá Aroni Eyrbekk Gylfasyni, Írenu Evu Guðmundsdóttur, Elsu Sæný Valgeirsdóttur og Óttari Hillers, dags. 09.2020.
Umhverfissviði falið að endurskoða hönnunargögn í samræmi við fram komnar athugasemdir.
10. Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi - aðal- og deiliskipulagsbreyting í Grímsnes og Grafningshreppi202011383
Borist hefur erindi frá skipulags og byggingarfulltrúa Uppsveita, f.h. sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 25.11.2020, með ósk um umsögn vegna lýsingar á aðalskipulagsbreytinga og deiliskipulags að Króki L170822 fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir gufuaflsvirkjunará Folaldahálsi. Athugasemdafrestur er til og með 09.12.2020.
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar gerir ekki athugasemd við innsenda skipulags- og matslýsingu.
11. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins.
Frestað vegna tímaskorts
Fundargerðir til staðfestingar
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 417202011029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Fundargerð lögð fram til kynningar.
12.1. Brúarfjlót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 01 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
12.2. Leirvogstunga 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007265
Benedikt Sigurjónsson Leirvogstungu 21 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
12.3. Leirvogstunga 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011199
Ragnar Einarsson Leirvogstungu 23 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss við Leirvogstungu nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
12.4. Lundur 123710 - MHL 05 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006497
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu málmi og spolykarbonatplötum gróðurhús til ræktunartilrauna og kynninga á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 05, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 997,2 m², 4.056,5 m³.
12.5. Reykjahvoll 31, Umsókn um byggingarleyfi 201911399
Arnar Skjaldarson Brekkuási 11 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 31 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 278,7 m², 1.006,9 m³.12.6. Dalsgarður grst 123628 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010117
Dalsgarður ehf Dalsgarði 1 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, málmi og báruplasti með gróðurhús með sambyggðri kæligeymslu u á lóðinni Dalsgarður, landeignarnúmer 123628, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Gróðurhús 413,7 m², kæligeymsla 414,4 m², 2.557,57m³.