8. mars 2022 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Kynnt eru til umræðu drög og tillögur að greinargerð og ákvæðum nokkurra málaflokka fyrir nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar 2020-2040. Fjallað er um íbúðarbyggð, miðsvæði og almenningssamgöngur. Kynningu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnti drög að tillögum og uppdráttum. Skipulagsnefnd samþykkir að starfsfólk og ráðgjafar vinni áfram hugmyndir og tillögur af köflum aðalskipulagsins.