Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. september 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) varamaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Huldu­hlíð - bíla­stæði í götu - ábend­ing202008404

    Borist hefur ábending til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Guðbrandi Sigurðssyni hjá Lögreglustjóranum á Höfuðborgarsvæðinu, dags. 10.08.2020, varðandi lagningu ökutækja í Hulduhlíð. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Er­ind­inu vísað til úr­lausn­ar á um­hverf­is­sviði.

  • 2. Reykja­hvoll 35-39 - um­ferð­ar­mál og bíla­stæði202008698

    Borist hefur erindi til skipulagsnefndar, sem jafnframt er umferðarnefnd, frá Önnu Sigríði Vernharðsdóttur og Auðunni Páli Sigurðssyni, dags. 19.08.2020, með ósk um frekari merkingar í botnlanga vegna lagningu ökutækja við Reykjahvol 35-39. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Er­ind­inu vísað til úr­lausn­ar á um­hverf­is­sviði.

  • 3. Kvísl­artunga 120 - ósk um stækk­un lóð­ar202006042

    Borist hefur erindi frá Söndru Rós Jónasdóttur, dags. 03.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 120. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda í sam­vinnu við um­hverf­is­sviði að vinna breyt­ingu á deili­skipu­lagi sem síð­ar verð­ur aug­lýst. Kostn­að­ur, sam­kvæmt gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar, skal að öllu greidd­ur af um­sækj­anda og skal máls­að­ili vera upp­lýst­ur um kostn­að. Um­sjón verks verð­ur hjá um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.

  • 4. Kvísl­artunga 82 - ósk um stækk­un lóð­ar202007320

    Borist hefur erindi frá Kristófer Fannari Stefánssyni, dags. 24.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Kvíslartungu 82. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda í sam­vinnu við um­hverf­is­sviði að vinna breyt­ingu á deili­skipu­lagi sem síð­ar verð­ur aug­lýst. Kostn­að­ur, sam­kvæmt gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar, skal að öllu greidd­ur af um­sækj­anda og skal máls­að­ili vera upp­lýst­ur um kostn­að. Um­sjón verks verð­ur hjá um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.

  • 5. Laxa­tunga 17 - ósk um stækk­un lóð­ar202007253

    Borist hefur erindi frá Elsu Margréti Elíasdóttur og Óskari Þorgils Stefánssyni, dags. 14.07.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 17. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda í sam­vinnu við um­hverf­is­sviði að vinna breyt­ingu á deili­skipu­lagi sem síð­ar verð­ur aug­lýst. Kostn­að­ur, sam­kvæmt gjald­skrám Mos­fells­bæj­ar, skal að öllu greidd­ur af um­sækj­anda og skal máls­að­ili vera upp­lýst­ur um kostn­að. Um­sjón verks verð­ur hjá um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.

  • 6. Laxa­tunga 76 - ósk um stækk­un lóð­ar202007054

    Borist hefur erindi frá Guðjóni Jónssyni og Sigríði H. Jakobsdóttur, dags. 15.06.2020, með ósk um stækkun lóðar í Laxatungu 76. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Skipu­lags­nefnd synj­ar er­indi um­sækj­anda um deili­skipu­lags­breyt­ingu þar sem að­stæð­ur varð­andi að­gengi, ásýnd og fyr­ir­hug­að­an frá­g­ang op­inna svæða leyfa ekki um­beðna breyt­ingu.

  • 7. Til­færsla á reiðstíg - Ístaks­hring­ur202008817

    Borist hefur erindi frá Hákoni Hákonarsyni, f.h. Hestamannafélagsins Harðar, dags. 24.08.2020, með ósk um tilfærslu á reiðstíg á svokölluðum Ístakshring, frá Tungubökkum að Oddsbrekkum í samræmi við hjálagða loftmynd. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

    Bók­un full­trúa M-lista:
    Til­koma þessa er­ind­is virð­ist vera vegna þess að reiðstíg­ur er ekki nýt­an­leg­ur vegna óheim­ila um­svifa á svæð­inu er skerða m.a. um­ferð hesta­manna. Full­trúi Mið­flokks­ins er já­kvæð­ur gagn­vart þessu er­indi en árétt­ar hér með ærna ástæðu þess að það þurfi nýj­an og greið­fær­ari reiðstíg.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags í sam­ræmi við ann­að er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um end­ur­skoð­un reiðstíga í sveit­ar­fé­lag­inu.
    Skipu­lags­nefnd fel­ur jafn­framt um­hverf­is­sviði að ræða við Ístak og Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð um lag­fær­ingu nú­ver­andi reiðstígs.

  • 8. Laxa­tunga 135 - ósk um stækk­un lóð­ar2020081078

    Borist hefur erindi frá Benedikt Jónssyni, dags. 31.08.2020, með ósk um stækkun lóðar að Laxatungu 135.

    Skipu­lags­nefnd heim­il­ar um­sækj­anda í sam­vinnu við um­hverf­is­sviði að vinna breyt­ingu á deili­skipu­lagi sem síð­ar verð­ur aug­lýst. Kostn­að­ur, sam­kvæmt gjaldskrá Mos­fells­bæj­ar, skal að öllu greidd­ur af um­sækj­anda og skal máls­að­ili vera upp­lýst­ur um kostn­að. Um­sjón verks verð­ur hjá um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar.

  • 9. Bjarta­hlíð 25 - um­sókn um stækk­un lóð­ar201805176

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Björtuhlíð 25.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 10. Fjölg­un bíla­stæða við Varmár­veg í Helga­fells­hverfi201905212

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar bílastæða í götu.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 11. Hringtorg á gatna­mót­um Langa­tanga og Skeið­holts202009115

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna hringtorgs á gatnamótum Langatanga og Skeiðholts.

    Frestað vegna tíma­skorts.

  • 12. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags202005057

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing vegna heildarendurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar. Lýsingin er unnin af ARKÍS Arkitektum, dags. 07.09.2020. Björn Guðbrandsson, arkitekt, kynnir skipulagslýsinguna.

    Björn Guð­brands­son arki­tekt hjá ARKÍS kynnti skipu­lags­lýs­ingu. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir fram­komna skipu­lags­lýs­ingu vegna heild­ar­end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar og mæl­ist til þess að lýs­ing­in verði send til um­sagnar­að­ila og kynnt fyr­ir al­menn­ingi skv. 1. mgr. 30. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

    Gestir
    • Björn Guðbrandsson
    • Anna Margrét Tómasdóttir

Fundargerðir til kynningar

  • 13. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 44202009001F

    Fundargerð til kynningar

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 13.1. Deili­skipu­lags­breyt­ing í Fossa­tungu - Kiw­an­is­reit­ur 202001359

      Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 519. fundi nefnd­ar­inn­ar að deili­skipu­lags­breyt­ing á Kiw­an­is­reit í Fossa­tungu yrði aug­lýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
      Aug­lýs­ing birt­ist í Lög­birt­ing­ar­blað­inu, Frétta­blað­inu og á heima­síðu Mos­fells­bæj­ar, www.mos.is. Upp­drátt­ur var að­gengi­leg­ur á vef og á upp­lýs­inga­torgi Þver­holti 2.
      At­huga­semda­frest­ur var frá 14.07.2020 til og með 27.08.2020.
      Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05