14. desember 2022 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Á þessum framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafunda endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir nokkur erindi hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða í aðalskipulagi. Helst tengjast þau athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við undirbúning og gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnir fyrirkomulag fundar þar sem farið verður yfir innsend erindi, bréfsendingar og tillögur um breytingu á aðalskipulagi. Kynnt verða erindi, umsagnir og tillögur í takt við vinnu aðalskipulagsins.
Hagaðilar geta gert athugasemdir við afgreiðslur með formlegum hætti við auglýsingu aðalskipulagsins, í samræmi við skipulagslög, þegar að því kemur.
2. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Óskað er eftir að hluti lands L224003, við Hrossadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í efnistöku- og efnislosunarsvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Rúnar Dýrmundur Bjarnason, ráðgjafi umhverfismála við vinnslu aðalskipulags, kynnti gögn og svaraði spurningum.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar hefur það verið ákveðið að erindi og ósk umsækjenda um nýtt efnistöku- og efnislosunarsvæði fyrir Hrossadal í aðalskipulagi verði synjað.
Skipulagsnefnd synjar umsókn málsaðila á forsendum nálægðar við vatnsverndarsvæði og að fyrirhugaður flutningsvegur í gegnum grannsvæði Fossvallaklifa skapar mögulega mengunarhættu, sem er í ósamræmi við samþykkt um vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins frá 2015. Þá er ljóst að umfangsmikil námuvinnsla á þessum sýnilega stað meðfram Nesjavallaleið fellur ekki að fjölmennri frístundabyggð sem fyrir er í nágrenninu. Samkvæmt jarðfræðilegri skoðun er jarðefnið á svæðinu er ekki af einstakri gerð og til eru aðrar námur í rekstri sem bjóða sambærilegt efni.
Til samræmis við umfjöllun og upplýsingar í fyrirliggjandi drögum að umhverfismati og öðrum gögnum hefur nefndin tekið ákvörðun um að í þeim frumdrögum nýs aðalskipulags sem kynnt verða á næstu mánuðum verði ekki nýtt efnis- og námuvinnslusvæði í Hrossadal.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.Gestir
- Rúnar Dýrmundur Bjarnason
3. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Rúnar Dýrmundur Bjarnason, ráðgjafi umhverfismála við vinnslu aðalskipulags, kynnti gögn og svaraði spurningum.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að skógræktarsvæði á Mosfellsheiðinni verði skoðað frekar og breytt landnotkun færð inn í drög nýs aðalskipulags. Til samræmis við umfjöllun og upplýsingar í fyrirliggjandi drögum að umhverfismati samþykkir skipulagsnefnd að tillögu og útfræslu verði vísað til frekari úrvinnslu og afgreiðslu skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.Gestir
- Rúnar Dýrmundur Bjarnason
4. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun á Leirvogstungumelum vegna atvinnusvæðis201711102
Óskað er eftir því að landi L123708, austan Tungumela, verði breytt úr óbyggðu svæði í athafnabyggð. Svæðið er utan þéttbýlis og vaxtarmarka. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir að vísa erindi og ósk málsaðila til frekari rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.5. Ferðaþjónustuklasi í Skammadal202208143
Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Skipulagsnefnd ákveður að ekki skuli breyta nýtingu ræktunar- og opins svæðis í Skammadals fyrir verslun- og þjónustu. Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði er ljóst að breytingar og uppbygging á svæðinu í Skammadal er háð miklum og kostnaðarsömum innviðum. Svæðið er utan þéttbýlis- og vaxtarmarka sveitarfélagsins. Skammidalur er útivistarsvæði í dreifbýli.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.6. Reiðstígur í Húsadal L219227 og L219228 - breyting á aðalskipulagi202008002
Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Staðsetning og lega reiðleiða er alltaf háð samþykki og aðkomu landeigenda á hverjum stað. Skipulagsnefnd samþykkir að erindi málsaðila verði vísað til frekari úrvinnslu og afgreiðslu skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.7. Endurskoðun aðalskipulags - endurskoðun reiðleiða201903149
Óskað er eftir endurskoðun nokkurra reiðstíga í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Til samræmis við umfjöllun og upplýsingar í fyrirliggjandi minnisblaði samþykkir skipulagsnefnd að erindi málsaðila verði vísað til frekari úrvinnslu og afgreiðslu skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.8. Skeggjastaðir L123764 - ósk um aðalskipulagsbreytingu202106105
Óskað er eftir því að hluti lands L123764 verði breytt úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk um breytta landnotkun við Skeggjastaði verði samþykkt í drög.
Skipulagsnefnd hefur, til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði, tekið ákvörðun um að í frumdrögum nýs aðalskipulags sem kynnt verða á næstu mánuðum verði Skeggjastaðir og aðliggjandi tún skilgreind sem landbúnaðarsvæði.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.9. Miðdalslandi 1C L225237 - aðalskipulagsbreyting202105201
Óskað er eftir því að landi L225237 verði breytt úr óbyggðu svæði í frístundabyggð.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar hefur það verið ákveðið að erindi og ósk umsækjenda um nýtt frístundaland í aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði synjað.
Skipulagsnefnd hefur, til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði, tekið ákvörðun um að í þeim frumdrögum nýs aðalskipulags sem kynnt verða á næstu mánuðum verði ekki ný frístundasvæði í sveitarfélaginu.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.