Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. desember 2022 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Á þessum framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafunda endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir nokkur erindi hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða í aðalskipulagi. Helst tengjast þau athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við undirbúning og gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.

    Krist­inn Páls­son, skipu­lags­full­trúi, kynn­ir fyr­ir­komu­lag fund­ar þar sem far­ið verð­ur yfir inn­send er­indi, bréf­send­ing­ar og til­lög­ur um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi. Kynnt verða er­indi, um­sagn­ir og til­lög­ur í takt við vinnu að­al­skipu­lags­ins.

    Hag­að­il­ar geta gert at­huga­semd­ir við af­greiðsl­ur með form­leg­um hætti við aug­lýs­ingu að­al­skipu­lags­ins, í sam­ræmi við skipu­lagslög, þeg­ar að því kem­ur.

    • 2. Efn­istaka í Hrossa­dal í landi Mið­dals - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi201609420

      Óskað er eftir að hluti lands L224003, við Hrossadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í efnistöku- og efnislosunarsvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Rún­ar Dýr­mund­ur Bjarna­son, ráð­gjafi um­hverf­is­mála við vinnslu að­al­skipu­lags, kynnti gögn og svar­aði spurn­ing­um.
      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar hef­ur það ver­ið ákveð­ið að er­indi og ósk um­sækj­enda um nýtt efnis­töku- og efn­is­los­un­ar­svæði fyr­ir Hrossa­dal í að­al­skipu­lagi verði synjað.
      Skipu­lags­nefnd synj­ar um­sókn máls­að­ila á for­send­um ná­lægð­ar við vatns­vernd­ar­svæði og að fyr­ir­hug­að­ur flutn­ings­veg­ur í gegn­um grann­svæði Fossvallaklifa skap­ar mögu­lega meng­un­ar­hættu, sem er í ósam­ræmi við sam­þykkt um vatns­vernd­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins frá 2015. Þá er ljóst að um­fangs­mik­il námu­vinnsla á þess­um sýni­lega stað með­fram Nesja­valla­leið fell­ur ekki að fjöl­mennri frí­stunda­byggð sem fyr­ir er í ná­grenn­inu. Sam­kvæmt jarð­fræði­legri skoð­un er jarð­efn­ið á svæð­inu er ekki af ein­stakri gerð og til eru að­r­ar nám­ur í rekstri sem bjóða sam­bæri­legt efni.
      Til sam­ræm­is við um­fjöllun og upp­lýs­ing­ar í fyr­ir­liggj­andi drög­um að um­hverf­is­mati og öðr­um gögn­um hef­ur nefnd­in tek­ið ákvörð­un um að í þeim frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags sem kynnt verða á næstu mán­uð­um verði ekki nýtt efn­is- og námu­vinnslu­svæði í Hrossa­dal.
      Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

      Gestir
      • Rúnar Dýrmundur Bjarnason
    • 3. Kol­við­ur, ósk um 12 til­raun­ar­eiti í skógrækt á Mos­fells­heiði201904297

      Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Rún­ar Dýr­mund­ur Bjarna­son, ráð­gjafi um­hverf­is­mála við vinnslu að­al­skipu­lags, kynnti gögn og svar­aði spurn­ing­um.
      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar ákveð­ur nefnd­in að skógræktarsvæði á Mosfellsheiðinni verði skoðað frekar og breytt landnotkun færð inn í drög nýs aðalskipulags. Til sam­ræm­is við umfjöllun og upplýsingar í fyr­ir­liggj­andi drögum að umhverfismati samþykkir skipulagsnefnd að tillögu og útfræslu verði vís­að til frek­ari úr­vinnslu og af­greiðslu skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
      Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

      Gestir
      • Rúnar Dýrmundur Bjarnason
    • 4. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un á Leir­vogstungu­mel­um vegna at­vinnusvæð­is201711102

      Óskað er eftir því að landi L123708, austan Tungumela, verði breytt úr óbyggðu svæði í athafnabyggð. Svæðið er utan þéttbýlis og vaxtarmarka. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að vís­a er­indi og ósk máls­að­ila til frek­ari rýni og um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
      Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

    • 5. Ferða­þjón­ustuklasi í Skamma­dal202208143

      Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Skipu­lags­nefnd ákveð­ur að ekki skuli breyta nýt­ingu rækt­un­ar- og op­ins svæð­is í Skamma­dals fyr­ir verslun- og þjón­ustu. Til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði er ljóst að breytingar og uppbygging á svæðinu í Skammadal er háð miklum og kostnaðarsömum innviðum. Svæðið er utan þéttbýlis- og vaxtarmarka sveitarfélagsins. Skammidalur er útivistarsvæði í dreifbýli.
      Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

    • 6. Reiðstíg­ur í Húsa­dal L219227 og L219228 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi202008002

      Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Stað­setn­ing og lega reið­leiða er alltaf háð sam­þykki og að­komu land­eig­enda á hverj­um stað. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að er­indi máls­að­ila verði vís­að til frek­ari úr­vinnslu og af­greiðslu skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
      Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

    • 7. End­ur­skoð­un að­al­skipu­lags - end­ur­skoð­un reið­leiða201903149

      Óskað er eftir endurskoðun nokkurra reiðstíga í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

      Til sam­ræm­is við umfjöllun og upplýsingar í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði samþykkir skipulagsnefnd að erindi máls­að­ila verði vís­að til frek­ari úr­vinnslu og af­greiðslu skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
      Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

      • 8. Skeggjastað­ir L123764 - ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu202106105

        Óskað er eftir því að hluti lands L123764 verði breytt úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland. Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.

        Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar ákveð­ur nefnd­in að er­indi og ósk um breytta landnotkun við Skeggjastaði verði samþykkt í drög.
        Skipu­lags­nefnd hef­ur, til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði, tek­ið ákvörð­un um að í frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags sem kynnt verða á næstu mán­uð­um verði Skeggjastaðir og aðliggjandi tún skilgreind sem landbúnaðarsvæði.
        Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

      • 9. Mið­dalslandi 1C L225237 - að­al­skipu­lags­breyt­ing202105201

        Óskað er eftir því að landi L225237 verði breytt úr óbyggðu svæði í frístundabyggð.

        Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar hef­ur það ver­ið ákveð­ið að er­indi og ósk um­sækj­enda um nýtt frí­stunda­land í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar verði synj­að.
        Skipu­lags­nefnd hef­ur, til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði, tek­ið ákvörð­un um að í þeim frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags sem kynnt verða á næstu mán­uð­um verði ekki ný frí­stunda­svæði í sveit­ar­fé­lag­inu.
        Af­greitt með fimm samhljóða at­kvæð­um.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45