14. apríl 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu vinnslutillaga og meginmarkmið fyrir endurskoðað aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi fór yfir og kynnti tillögu frumdraga nýs aðalskipulags á vinnslustigi. Skipulagsnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að undirbúa fyrirliggjandi gögn frekar undir almenna kynningu frumdraga aðalskipulagsins fyrir umsagnaraðilum, hagaðilum og íbúum sveitarfélagsins.
Frumdrög skipulags eru kynnt á vinnslustigi til þess að gefa kost á frekari ábendingum og samtali um ákvæði og stefnumörkun sveitarfélagsins í helstu tillögum landnýtingar til ársins 2040. Nokkur ákvæði og afmörkuð málefni eru enn til rýni og mun skipulagsfulltrúi, starfsfólk eða ráðgjafar funda sérstaklega með tilteknum hagsmunahópum sem tillögur og breytingar snerta. Undirbúa skal almennan samráðsfund íbúa á kynningartíma frumdragatillögunnar.
Samhliða skal kynna rammahluta aðalskipulagsins og viðauka tillögu fyrir íbúðasvæði að Blikastaðalandi.
Samþykkt með fimm atkvæðum.