Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

14. apríl 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu vinnslutillaga og meginmarkmið fyrir endurskoðað aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040.

    Krist­inn Páls­son, skipu­lags­full­trúi fór yfir og kynnti til­lögu frumdraga nýs að­al­skipu­lags á vinnslu­stigi. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að fela skipu­lags­full­trúa að und­ir­búa fyr­ir­liggj­andi gögn frek­ar und­ir al­menna kynn­ingu frumdraga að­al­skipu­lags­ins fyr­ir um­sagnar­að­il­um, hag­að­il­um og íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins.
    Frumdrög skipu­lags eru kynnt á vinnslu­stigi til þess að gefa kost á frek­ari ábend­ing­um og sam­tali um ákvæði og stefnu­mörk­un sveit­ar­fé­lags­ins í helstu til­lög­um land­nýt­ing­ar til árs­ins 2040. Nokk­ur ákvæði og af­mörk­uð mál­efni eru enn til rýni og mun skipu­lags­full­trúi, starfs­fólk eða ráð­gjaf­ar funda sér­stak­lega með til­tekn­um hags­muna­hóp­um sem til­lög­ur og breyt­ing­ar snerta. Und­ir­búa skal al­menn­an sam­ráðs­fund íbúa á kynn­ing­ar­tíma frumdraga­til­lög­unn­ar.
    Sam­hliða skal kynna ramma­hluta að­al­skipu­lags­ins og við­auka til­lögu fyr­ir íbúða­svæði að Blikastaðalandi.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00