21. maí 2021 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Jón Pétursson aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Anna Margrét Tómasdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Gestir fundarins voru ráðgjafar frá Mannvit, Albert Skarphéðinsson og Rúnar Dýrmundur Bjarnason.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Á fundinum verður fjallað um umhverfismál, umhverfismat, samgöngur og umferðaráætlun nýs aðalskipulags í undirbúningi. Einnig verður farið yfir erindi sem vísað hefur verið í endurskoðun aðalskipulags og tilheyra þessum málaflokkum. Ráðgjafar aðalskipulagsins, Albert Skarphéðinsson og Rúnar Dýrmundur Bjarnason, frá Mannvit mæta á fundin og kynna stöðu verkefnisins.
Lagt fram og kynnt.
Gestir
- Albert Skarphéðinsson
- Rúnar Dýrmundur Bjarnason
2. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Óskað er eftir breytingu aðalskipulags sem myndi heimila efnistöku í Hrossadal.
Lagt fram og kynnt.
3. Skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Bæjarráð Mosfellsbæjar vísaði á 1485. fundi sínum erindi Kolviðar um skógrækt á Mosfellsheiði til til umsagnar og afgreiðslu skipulagsnefndar í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.
Lagt fram og kynnt.