9. desember 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024202005420
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024. Síðari umræða.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2021 til 2024.
-------------------------------------------------------------
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 13.307 m.kr.
Gjöld: 12.673 m.kr.
Afskriftir: 502 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 686 m.kr.
Tekjuskattur: 13 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: -567 m.kr.
Eignir í árslok: 24.961 m.kr.
Eigið fé í árslok: 6.088 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 1.955 m.kr.-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2021 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,207% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,316% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,560% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mánaðar frá 1. febrúar til og með 1. nóvember. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 1. febrúar með eindaga 2. mars.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2021.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
Reglur um fjárhagsaðstoð í Mosfellsbæ.
Reglur um tekjuviðmið vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár voru samþykktar:
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá fráveitu
Gjaldskrá rotþróargjald, með fyrirvara um umsögn heilbrigðisnefndar
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá um hundahald, með fyrirvara um umsögn heilbrigðisnefndar
Gjaldskrár stuðningsfjölskyldna
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.01.2021 voru samþykktar:Gjaldskrár daggæslu (dagforeldra) barna yngri og eldri en 13 mánaða
Eftirfarandi gjaldskrár sem taka gildi 01.08.2021 voru samþykktar:Gjaldskrár leikskóla, bleyjugjald og sjálfstætt starfandi leikskóla
Gjaldskrár mötuneytis- og ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá í frístundaselum grunnskóla
Gjaldskrá viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá Listaskóla - tónlistardeild
Gjaldskrá Listaskóli - skólahljómsveit
Eftirfarandi gjaldskrár þar sem fjárhæðir hafa tekið breytingum í samræmi við efnisákvæði gjaldskrárinnar voru lagðar fram til kynningar.Gjaldskrá stuðningsþjónustu
Gjaldskrá heimsendingar fæðis
Gjaldskrá húsnæðisfulltrúa
Gjaldskrá námskeiðsgjalds í félagsstarfi aldraðra
Gjaldskrá þjónustugjalds í leiguíbúðum aldraðra
Gjaldskrár húsaleigu í félagslegum íbúðum og í íbúðum aldraðra
Gjaldskrá þjónustuíbúða fatlaðs fólks
Gjaldskrár akstursþjónustu fatlaðs fólks og eldra fólks
Gjaldskrá húsaleigu í íbúðum aldraðra-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------
1. tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um breytingu á álagningarprósentu fasteignagjalda í skattflokki C, atvinnuhúsnæði(verslunar, skrifstofu-og iðnaðarhúsnæði). Í stað 1.560% af fasteignamati húss og lóðar, verði álagningarprósentan 1,435%, eða lækkun á álagningarprósentu um 8%. Álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæðiverður þannig um 408 milljónir í stað 444 milljóna. Áætluð neikvæð rekstrarniðurstaða A og B hluta eykst þannig um 35 milljónir á árinu2021.
Tillagan var felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa L- og M- lista. Bæjarfulltrúar C- og S- lista sátu hjá.
***
2. tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um breytingu á fjárfestingaráætlun fyrir A hluta bæjarsjóðs 2021-2024. Inn komi nýr liður undir gatnagerð sem beri nafnið, Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi. Varið verði 5 milljónum króna á árinu 2021og sömu upphæð hvert ár, á árunum 2022-2024. Fjárfestingaráætlun A hluta árið 2021 hækki þar með úr 1.940 milljónum í 1.945 milljónir. Þessari hækkun verði mætt með því að hækka fyrirhugaðar lántökur á árinu 2021 úr 3.000 milljónum í 3.005 milljónirTillagan var felld með fimm atkvæðum V- og D- lista gegn tveimur atkvæðum bæjarfulltrúa L- og M- lista. Bæjarfulltrúar C- og S- lista sátu hjá.
-------------------------------------------------------------Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2021-2024 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa V- og D-lista. Aðrir bæjarfulltrúar sátu hjá.
-------------------------------------------------------------
Bókun D- og V-lista
Fjárhagsáætlun ársins 2021 er unnin í skugga heimsfaraldurs en endurspeglar um leið sterka stöðu sveitarfélagsins til að mæta tímabundnum fjárhagslegum áföllum.Fyrir liggur að minnkandi skatttekjur og aukinn rekstrarkostnaður vegna kórónaveirunnar hefur neikvæð áhrif á afkomu sveitarfélaga. Efnahagsleg áhrif faraldursins eru það mikil á rekstur sveitarfélagsins að óhjákvæmilegt er annað en að bæjarsjóður verði rekinn með halla á árinu 2021. Hinn möguleikinn er að skera verulega niður í rekstri og þjónustu sveitarfélagsins. Ekki verður séð að það geti verið skynsamleg stefna á tímum sem þessum með tilheyrandi þrengingum fyrir íbúa. Mosfellsbær býr að því að hafa verið með góðan og ábyrgan rekstur undanfarin ár og því hægt að reka bæjarsjóð með halla til skamms tíma þó að það leiði óhjákvæmilega til aukinnar skuldsetningar.
En þrátt fyrir þessar efnahagslegu þrengingar gengur starfsemi Mosfellsbæjar vel, íbúum heldur áfram að fjölga og starfsmenn standa saman á erfiðum tímum. Samstaða einkennir samfélag okkar og íbúar eru samkvæmt könnunum ánægðir með þá þjónustu sem bærinn veitir. Allt eru þetta þættir sem skipta munu sköpum við þær aðstæður sem nú ríkja í samfélaginu. Nú sem fyrr stendur starfsfólk okkar sig vel í sínum mikilvægu störfum fyrir íbúa og samstaðan í faraldrinum hefur verið órofin.
Meginhluta útgjalda Mosfellsbæjar er varið til fræðslumála, íþrótta- og tómstundamála, umhverfismála og verkefna á sviði félagsþjónustu. Í fjárhagsáætlun ársins 2021 er nú sem fyrr lögð áhersla á að byggja á og þróa áfram þá grunnþjónustu sem bærinn veitir þrátt fyrir það efnahagsástand sem nú ríkir.
Við viljum þakka bæjarfulltrúum fyrir góða samvinnu og starfsfólki fyrir einurð og fagmennsku við undirbúning fjárhagsáætlunar ársins 2021.
***
Bókun S-lista:
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar situr hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021-2024. Sú leið sem farin er við áætlunargerð á þessum umbrotatímum, að verja þjónustustigið hjá bænum, er virðingarverð og skal ekki gert lítið úr henni. Hins vegar er það svo að grunnurinn að fjárhagsáætluninni sem hér á að verja er pólitísk stefnumótun og hugmyndafræði meirihluta D og V lista sem Samfylkingin hefur ekki tekið þátt í að móta.***
Bókun C-lista:
Eins og öllum er ljóst þá er fyrirliggjandi fjárhagsáætlun unnin í skugga heimsfaraldurs sem hefur valdið fordæmalausum efnahagslegum samdrætti. Í ljósi aðstæðna óskaði bæjarstjóri eftir því við aðra bæjarfulltrúa að honum, ásamt starfsmönnum bæjarins, yrði falið að vinna drög að fjárhagsáætlun sem tryggði óbreytt þjónustustig og ákveðið hlutfall rekstrarfjár frá rekstri. Við þá vinnu yrði upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa meiri en áður hefur tíðkast. Á móti kæmi að bæjarfulltrúar myndu ekki leggja fram tillögur á milli umræðna, eins og áður hefur verið gert. Á þetta fyrirkomulag var fallist og af þeim sökum hefur Viðreisn ekki lagt fram breytingartillögur við fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, eins og gert hefur verið undanfarin ár.Þetta vinnulag var nýbreytni og jákvætt skref í átt að jafnari þátttöku allra kjörinna fulltrúa bæjarfélagsins. En þrátt fyrir aukna upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa, þá hefur aðkoma þeirra að gerð áætlunarinnar ekki aukist. Því er hér ekki um að ræða sameiginlega fjárhagsáætlun allra bæjarfulltrúa. Það er von bæjarfulltrúa Viðreisnar að við vinnslu næstu fjárhagsáætlunar verði þátttaka allra kjörinna fulltrúa enn meiri en nú var og að rýmri tími verði gefinn við undirbúning svo um raunverulegt samstarf bæjarfulltrúa verði að ræða.
Í ljósi þess að ekki er um sameiginlega fjárhagsáætlun að ræða þá mun bæjarfulltrúi Viðreisnar sitja hjá við afgreiðslu hennar. Bæjarfulltrúi Viðreisnar þakkar öllu starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vinnu sína við fjárhagsáætlunina og samskipti við bæjarfulltrúa.
***
Bókun L-lista:
Bókun bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021-2024Fjárhagsáætlun er einhver mikilvægasti punktur í starfssemi hvers sveitarfélags. Þar er lagt á ráðin um nýtingu tekjustofna og ráðstöfun skattfjár til hinna fjölmörgu verkefna. Það er að mati Vina Mosfellsbæjar mikilvægt að um fjárhagsáætlun ríki sem viðtækust sátt og leitað sé eftir sjónarmiðum og þátttöku allra bæjarfulltrúa sem fara jú saman með stjórn sveitarfélagsins. Það er ljóst að meirihluti D- og V lista ber ábyrgð á þessari fjárhagsáætlun og pólitískar áherslur í áætluninni eru meirihlutans.
Bæjarfulltrúi L lista Vina Mosfellsbæjar sitjur því hjá við afgreiðslu áætlunarinnar eins og undanfarin ár.
Að lokum eru ítrekaðar þakkir til þeirra fjölmörgu starfsmanna bæjarins sem komu að undirbúningi þessarar fjárhagsáætlunar.
***
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur alla tíð bent á að fjárhagur Mosfellsbæjar sé dapur og á stundum hreinlega í ólestri. Það kemur oft til vegna rangra pólitískra ákvarðanna um árabil. Þar er ekki við almenna embættismenn að sakast. Það er pólitísk ákvörðun að skulda mikið og hafa ekki borð fyrir báru fyrir hið óvænta. Því situr fulltrúi Miðflokksins hjá undir afgreiðslu fjárhagsætlunarinnar fyrir rekstrarárið 2021 þrátt fyrir að þar megi margt gott finna. Þetta byggir hins vegar í grunninn á pólitískri stefnumörkun meirihlutans til margra ára.Það ber að þakka öllum sem standa í framlínunni í bæjarfélaginu, t.a.m í skólastarfi, og hafa staðið vaktina í því ástandi sem ríkt hefur of lengi. Jafnframt ber að standa við bakið á atvinnulífinu og samfélaginu í heild. Til þess þarf að reka fjárhagslega sterkt sveitarfélag.
Það er mikilvægt að ná skuldum sveitarfélagsins í bráð og lengd niður undir 70% til að mögulegt sé að taka á áföllum í framtíðinni og móta stefnu um lægri álögur á íbúa og atvinnulíf. Nú er skuldaviðmiðið komið langt yfir 100% sem er miður.
Vaxtagjöld og verðbætur nema nú um 628 (2020) til 686 milljónum(2021). Þetta stefnir í um 840 (2023) til 862 milljónir (2024) en til samaburðar nam allur fasteignaskattur fyrir árið 2019 um 813 milljónum. Í dag nema heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins um eða yfir 1,3 milljónum á íbúa.
Þakkir eru færðar öllu starfsfólki Mosfellsbæjar sem staðið hafa vaktina.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1467202011028F
Fundargerð 1467. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Starfsleyfistillaga fyrir Sorpu 201904230
Umhverfisstofnun vekur athygli á að tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar SORPU bs. í Álfsnesi er komin í auglýsingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018 201804017
Úthlutun lóðanna Fossatungu 20-22 og Fossatungu 21-23.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Ósk Mosverja um að nýta auglýsingapláss á símstöðinni við Varmá. 202010271
Beiðni skátafélagsins Mosverja um að nýta áfram auglýsingapláss á gömlu símstöðinni við Varmá. Tillaga að samkomulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Betri vinnutími - hvatning til sveitastjórnarfólks 202011247
Hvatning til sveitastjórnarfólks varðandi innleiðingu betri vinnutíma frá fulltrúum ASÍ, BHM, BSRB, Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi) - beiðni um umsögn 202011226
Frumvarp til laga um fiskeldi (vannýttur lífmassi í fiskeldi) - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum - beiðni um umsögn 202011219
Frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd - beiðni um umsögn 202011209
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um náttúruvernd - beiðni um umsögn fyrir 1. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga - beiðni um umsögn 202011272
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu einstaklinga - beiðni um umsögn fyrir 3. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Þingsályktun um menntastefnu 2020-2030 - beiðni um umsögn 202011271
Þingsályktun um menntastefnu 2020-2030 - beiðni um umsögn fyrir 3. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.10. Þingsályktun um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum - beiðni um umsögn 202011195
Þingsályktun um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum - beiðni um umsögn fyrir 1. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.11. Þingsályktun um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega - beiðni um umsögn 202011227
Þingsályktun um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.12. Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn 202011225
Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn fyrir 2. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1467. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1468202011040F
Fundargerð 1468. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2020 201912076
Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Staðfesting á gjaldskrám og álagning gjalda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Málefni íþróttamiðstöðvar að Lækjarhlíð 1a 201510240
Minnisblað fjármálastjóra lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Leirutangi 10 - höfnun á stækkun húss kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála 202011349
Höfnun á byggingarleyfi fyrir stækkun á húsi við Leirutanga 10 kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Gjaldskrá SHS árið 2021 202011340
Gjaldskrá SHS árið 2021 til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Ósk um samþykki fyrir lántöku Sorpu bs. vegna rekstraráætlunar 2021-2025 202011408
Sorpa bs. óskar eftir samþykki fyrir lántökum samlagsins vegna rekstraráætlunar 2021-2025.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Fyrirspurn varðandi framsal á landi og eignarrétt tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi 202009127
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar bæjarfulltrúa M-lista varðandi framsla á landi tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi. Umsögn lögmanns Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins sér á minnisblaði því sem liggur fyrir að ekkert afsal hefur verið gefið út vegna framsals á fasteign (landsspildu) til 3ja aðila. Þarna hefur Mosfellsbær greinilega ekki staðið rétt að málum og eignarréttur einstaklinga, sem búa í Mosfellsbæ, ekki tryggður. Það er Mosfellsbæ til vansa og ber að leiðrétta eins fljótt og kostur er.
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.- FylgiskjalUmsögn um fyrirspurn varðandi framsal á landi og eignarrétt tengt Laxnesi 1 og Lækjarnesi.FylgiskjalHöfnun á kröfu þinglýsingarstjóra á breytingu á stærð lóðar Fasteignir_skjal_U-002151_2012.pdfFylgiskjalDómur E-224_2013 Lækjarnes.pdfFylgiskjal20200907-erindið-laxnes1oglaekjarnes01.pdfFylgiskjal19490511-laekjarnes-naudungarsoluafsal01.pdfFylgiskjal20200826-lækjarnes-mos-Leit í fasteignaskrá _ Þjóðskrá Íslands.pdf
3.8. Yfirfærsla vega sem falla úr tölu stofnvega og verða sveitarfélagavegir skv. vegalögum. 202011419
Upplýsingar um samskipti SSH og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna yfirfærslu vega sem falla úr tölu stofnvega og verða sveitarfélagavegir skv. vegalögum (skilavegir).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Kæra Hreinna Garða á útboði Mosfellsbæjar - sláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2020-2022 - mál nr. 24/2020 202006319
Kæra Hreinna Garða á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ. Úrskurður kærunefndar útboðsmála til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Kæra Garðlistar á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ, mál nr. 26/2020 202006510
Kæra Garðlistar á útboði á grasslætti í Mosfellsbæ. Úrskurður kærunefndar útboðsmála til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.11. Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum - beiðni um umsögn 202011368
Frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum - beiðni um umsögn fyrir 9. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.12. Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof - beiðni um umsögn 202011369
Frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof - beiðni um umsögn fyrir 6. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.13. Þingsályktun um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum - beiðni um umsögn 202011367
Þingsályktun um um bætta stjórnsýslu í umgengnismálum - beiðni um umsögn yrir 9. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.14. Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun- beiðni um umsögn 202011406
Frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun - beiðni um umsögn fyrir 11. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista:
Frumvarpinu verði vísað til menningar- og nýsköpunarnefndar til kynningar og afgreiðslu.Tillaga um að vísa frumvarpinu til kynningar og afgreiðslu menningar- og nýsköpunarnefndar samþykkt með níu atkvæðum bæjarstjórnar.
3.15. Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð - beiðni um umsögn 202011407
Frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð - beiðni um umsögn fyrir 11. desember nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1468. fundar bæjarráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 300202011038F
Fundargerð 300. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs 2021 kynnt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 300. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1430 202011035F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 300. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 384202011039F
Fundargerð 384. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Þingsályktun um menntastefnu 2020-2030 - beiðni um umsögn 202011271
Þingsályktun um menntastefnu 2020-2030. Samþykkt á 1467. fundi bæjarráðs að málið verði kynnt fyrir fræðslunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 384. fundar fræðslunefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Upplýsingar til fræðslunefndar vegna Covid19 202008828
Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs veitir upplýsingar um skóla- og tómstundastarf á tímum farsóttar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 384. fundar fræðslunefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Kynning á fjárhagsáætlun fræðslu- og frístundasviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 384. fundar fræðslunefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 240202011031F
Fundargerð 240. fundar íþrótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellbæjar 2020 202011333
Kjör íþróttakarls og íþróttakonu Mosfellbæjar 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. fundar íþrótta-og tómstundanefnda samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ. Fundir íþrótta- og tómstundanefndar með félögum. 202011334
Á fund nefndarinnar mæta
16:45 Björgunarsveitin Kyndill
17:15 Motomos
17:45 Skátafélagið MosverjarNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. fundar íþrótta-og tómstundanefnda samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Skíðasvæðin - rekstraruppgjör janúar-ágúst 2020 202010401
Rekstraruppgjör skíðasvæða janúar - Ágúst 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. fundar íþrótta-og tómstundanefnda samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins - fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2021 202010276
Fjárhagsáætlun 2021
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 240. fundar íþrótta-og tómstundanefnda samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 241202012001F
Fundargerð 241. fundar íþótta-og tómstundanefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ. Fundir íþrótta- og tómstundanefndar með félögum. 202011334
Á fund nefndarinnar mæta að þessu sinni
kl: 16:15 UMFA
kl: 16:45 Hestamannafélagið Hörður
kl: 17:15 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
kl: 17:45 Íþróttafélagið ÖspNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 241. fundar íþrótta-og tómstundanefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 15202011044F
Fundargerð 15. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024. 202005420
Fjárhagsáætlun 2021 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. Jafnréttisáætlun og framkvæmdaáætlunar í jafnréttismálum 2019 til 2022 201906226
Samantekt jafnréttisfulltrúa og forstöðumanns þjónustu- og samskiptadieldar á stöðu verkefna á sviði jafnréttis- og mannréttindamála.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar lýðræðis-og mannréttindanefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 24202011045F
Fundargerð 24. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021 til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 24. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 214202011023F
Fundargerð 214. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 25. nóvember 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 214. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11. Ungmennaráð Mosfellsbæjar - 58202012002F
Fundargerð 58. fundar ungmennaráðs lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Ungmennaráð - staða verkefna 202012028
Fulltrúar Ungmennaráðs fara yfir verkefni síðustu vikna
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. fundar ungmennaráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11.2. Lýðheilsu- og forvarnastefna 201904174
Lýðheilsu- og forvarnarstefna Mosfellsbæjar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. fundar ungmennaráðs samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 529202011048F
Fundargerð 529. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Lög er fram til kynningar fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.2. Fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 202011245
Lögð er fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.3. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 - samgönguverkefni 202005057
Lagt er fram til kynningar samantekt Vegagerðarinnar, dags. 29.11.2020, vegna samgönguverkefna endurskoðunar aðalskipulags Mosfellsbæjar þar sem að Vegagerðin er veghaldari.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.4. Varmárbakkar, lóðir fyrir hesthús - breyting á deiliskipulagi 201809062
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að endurauglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hestaíþróttasvæðið á Varmárbökkum. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020.
Athugasemdir bárust frá Gígju Magnúsdóttur og Margréti Björk Magnúsdóttur, dags 02.11.2020 og Hólmfríði Halldórsdóttur, dags. 22.11.2020.
Kynnt er fornleifaskráning fyrir svæðið sem unnin var af Antikva ehf.
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu breytt útgáfa deiliskipulags eftir auglýsingu ásamt drögum að svörum.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalGígja og Margrét Björk Magnúsdætur - AthugasemdirFylgiskjalHólmfríður Halldórsdóttir - Athugasemdir.pdfFylgiskjalFornleifaskráning skipahóll - AntikvaFylgiskjal19049-deilisklbreiting_A1-1000 fyrir og eftir - uppdráttur eftir auglýsinguFylgiskjal19049-deilisklbreiting_A1-1000 - uppdráttur eftir auglýsinguFylgiskjal19049-deiliskl-skyr - uppdráttur eftir auglýsingu
12.5. Hringtorg á gatnamótum Langatanga, Skeiðholts og Bogatanga 202009115
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir hringtorg við Langatanga og Skeiðholt/Bogatanga. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020.
Ein umsögn barst frá Veitum ohf. dags. 24.11.2020.
Lagður er fram uppdráttur deiliskipulagsbreytingar til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.6. Liljugata 2-4-6 - skilmálar 202011427
Borist hefur erindi frá Byggingarfélaginu Bakka, dags. 30.11.2020, þar sem að þess er óskað að við Liljugötu 2-6 verði heimilt að byggja þrjú aðskilin hús innan byggingarreits í stað sambyggðar einingar auk kjallarahæðar sökum landhalla í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.7. Brekkutangi 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006589
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Maríu Guðmundsdóttur, dags. 14.09.2020, fyrir Brekkutanga 9.
fyrir Brekkutanga 9, þar sem ekki er í gildi deiliskipulag.
Um er að ræða útlitsbreytingu. Fyrir liggur samþykki annarra húseiganda í sömu húsalengju.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.8. Brú yfir Varmá við Stekkjarflöt - deiliskipulagsbreyting Álafosskvos 202011323
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir nýja göngubrú yfir Varmá við Stekkjarflöt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.9. Fjölgun bílastæða við Varmárveg í Helgafellshverfi 201905212
Skipulagsnefnd samþykkti á 523. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu fyrir Varmárveg vegna fjölgunar á stæðum. Athugasemdafrestur var frá 08.10.2020 til og með 22.11.2020.
Athugasemd barst frá Aroni Eyrbekk Gylfasyni, Írenu Evu Guðmundsdóttur, Elsu Sæný Valgeirsdóttur og Óttari Hillers, dags. 09.2020.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.10. Gufuaflsvirkjun á Folaldahálsi - aðal- og deiliskipulagsbreyting í Grímsnes og Grafningshreppi 202011383
Borist hefur erindi frá skipulags og byggingarfulltrúa Uppsveita, f.h. sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps, dags. 25.11.2020, með ósk um umsögn vegna lýsingar á aðalskipulagsbreytinga og deiliskipulags að Króki L170822 fyrir fyrirhugaðar framkvæmdir gufuaflsvirkjunará Folaldahálsi.
Athugasemdafrestur er til og með 09.12.2020.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.11. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030 202005057
Skipulagsfulltrúi kynnir ráðgjafa sem Mosfellsbær hefur fengið til vinnu við endurskoðun aðaskipulagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
12.12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 417 202011029F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 529. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 773. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
13. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk frá V-lista um kosningu nýs varamanns í umhverfisnefnd.
Fram kemur tillaga um að Auður Sveinsdóttir verði varamaður V-lista í umhverfisnefnd í stað Bjarka Bjarnasonar. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
14. Fundadagskrá 2021202012008
Tillaga að fundadagskrá ársins 2021.
Samþykkt með níu atkvæðum að næsti fundur bæjarstjórnar verði haldinn 13. janúar 2021 í samræmi við fyrirliggjandi fundaáætlun ársins 2021.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 417202011029F
Fundargerð 417. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
15.1. Brúarfjlót 2, umsókn um byggingarleyfi 202011137
E18, Logafold 32, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta á mhl. 01 atvinnuhúsnæðis á lóðinni Brúarfljót nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 417. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
15.2. Leirvogstunga 21 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007265
Benedikt Sigurjónsson Leirvogstungu 21 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Leirvogstunga nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 417. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
15.3. Leirvogstunga 23 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202011199
Ragnar Einarsson Leirvogstungu 23 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss við Leirvogstungu nr. 23 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 417. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
15.4. Lundur 123710 - MHL 05 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202006497
Laufskálar fasteignafélag ehf. Lambhagavegi 23, 113 Reykjavík, sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu málmi og spolykarbonatplötum gróðurhús til ræktunartilrauna og kynninga á lóðinni Lundur landeignarnúmer 123710, matshlutanúmer 05, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 997,2 m², 4.056,5 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 417. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
15.5. Reykjahvoll 31, Umsókn um byggingarleyfi 201911399
Arnar Skjaldarson Brekkuási 11 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 31 í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 278,7 m², 1.006,9 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 417. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
15.6. Dalsgarður grst 123628 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010117
Dalsgarður ehf Dalsgarði 1 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu, málmi og báruplasti með gróðurhús með sambyggðri kæligeymslu u á lóðinni Dalsgarður, landeignarnúmer 123628, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Gróðurhús 413,7 m², kæligeymsla 414,4 m², 2.557,57m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 417. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
16. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 20202011033F
Fundargerð 20. öldungaráðs lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
16.1. Aukið félagsstarf fullorðinna vegna Covid-19 202005301
Máli vísað til kynningar fyrir öldungaráð frá 296. fundi fjölskyldunefndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 20. öldungaráðs lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
16.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2021 kynnt fyrir öldungaráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 20. öldungaráðs lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
16.3. Starfsáætlun öldungaráðs 2020 202006328
Starfsáætlun öldungaráðs 2020 rædd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 20. öldungaráðs lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar.
17. Aðalfundur SSH og árgjald aðildarsveitarfélaga 2021.202011372
Fundargerð aðalfundar SSH og árgjald aðildarsveitarfélaga SSH vegna 2021.
Fundargerð aðalfundar SSH og upplýsingar um árgjald aðildarsveitarfélaga SSH vegna 2021 lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
18. Fundargerð 330. fundar stjórnar strætó202011318
Fundargerð 330. fundar stjórnar strætó.
Fundargerð 330. fundar stjórnar strætó lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
19. Fundargerð 437. fundar Sorpu bs202012033
Fundargerð 437. fundar Sorpu bs.
Fundargerð 437. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
20. Fundargerð 438. fundar Sorpu bs202012034
Fundargerð 438. fundar Sorpu bs.
Fundargerð 438. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
21. Fundargerð 439. fundar Sorpu bs202012035
Fundargerð 439. fundar Sorpu bs.
Fundargerð 439. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
22. Fundargerð 514. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202011418
Fundargerð 514. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerð 514. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
23. Fundargerð 515. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202012048
Fundargerð 515. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fundargerð 515. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
24. Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202011339
Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerð 891. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
25. Fundargerð 387. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna202012074
Fundargerð 387. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna.
Fundargerð 387. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 773. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.