Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. maí 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
 • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
 • Jón Pétursson aðalmaður
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
 • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
 • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
 • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfusson Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Að­al­skipu­lag Ölfuss - Heild­ar­end­ur­skoð­un
  202002059

  Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfuss, dags. 19.04.2022, með ósk um umsögn vegna auglýsingar á endurskoðuðu aðalskipulagi. Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, sveitarfélagsuppdrætti og skipulagsuppdráttum fyrir þéttbýlin Þorlákshöfn og Árbæ auk fylgigagna. Athugasemdafrestur er til og með 17.05.2022.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu.

 • 2. Að­al­skipu­lag Gríms­nes- og Grafn­ings­hrepps 2020-2032
  202107160

  Borist hefur erindi frá umhverfis- og tæknisviði Uppsveita, dags. 03.05.2022, með ósk um umsögn vegna fylgigagna nýlegs aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2022, Vegir í náttúru Íslands. Einnig er óskað eftir staðfestingu á fyrri umsögn endurskoðunar aðalskipulagsins. Athugasemdafrestur er til og með 12.05.2022.

  Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við gögn né frek­ari at­huga­semd­ir við aug­lýsta til­lögu.

 • 3. Haga­land 2 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa
  202105009

  Borist hefur erindi til umsagnar byggingarfulltrúa um stækkun svala og viðbyggingu einbýlishúss við Hagaland 2. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 471. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform og til­laga verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

 • 4. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030
  202005057

  Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu til samráðs drög að ákvæðum nýrrar greinargerðar og uppdrátta aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040.

  Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að heim­ila skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði að eiga frek­ara sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila, byggt á fyr­ir­liggj­andi gögn­um og þeirri vinnu sem átt hef­ur sér stað til þessa dags. Sam­ráð­ið er hugs­að sem tæki­færi til að fá ábend­ing­ar um fyr­ir­liggj­andi vinnslu­til­lög­ur. Ný skipu­lags­nefnd tek­ur við end­ur­skoð­un og af­greiðslu að­al­skipu­lags­ins.

  • 5. Blikastaða­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is
   201908379

   Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulag fyrir athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Björn Guðbrandsson, skipulagshönnuður hjá Arkís arkitektum kynnir tillöguna.

   Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

   Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:57