Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. maí 2022 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) varaformaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Jón Pétursson aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfusson Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að­al­skipu­lag Ölfuss - Heild­ar­end­ur­skoð­un202002059

    Borist hefur erindi frá Sveitarfélaginu Ölfuss, dags. 19.04.2022, með ósk um umsögn vegna auglýsingar á endurskoðuðu aðalskipulagi. Skipulagstillagan samanstendur af forsenduhefti, umhverfisskýrslu, greinargerð, sveitarfélagsuppdrætti og skipulagsuppdráttum fyrir þéttbýlin Þorlákshöfn og Árbæ auk fylgigagna. Athugasemdafrestur er til og með 17.05.2022.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu.

  • 2. Að­al­skipu­lag Grímsnes- og Grafn­ings­hrepps 2020-2032202107160

    Borist hefur erindi frá umhverfis- og tæknisviði Uppsveita, dags. 03.05.2022, með ósk um umsögn vegna fylgigagna nýlegs aðalskipulags Grímsnes- og Grafningshrepps 2022, Vegir í náttúru Íslands. Einnig er óskað eftir staðfestingu á fyrri umsögn endurskoðunar aðalskipulagsins. Athugasemdafrestur er til og með 12.05.2022.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við gögn né frek­ari at­huga­semd­ir við aug­lýsta til­lögu.

  • 3. Haga­land 2 - Fyr­ir­spurn til bygg­ing­ar­full­trúa202105009

    Borist hefur erindi til umsagnar byggingarfulltrúa um stækkun svala og viðbyggingu einbýlishúss við Hagaland 2. Erindinu var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 471. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að bygg­ingaráform og til­laga verði grennd­arkynnt í sam­ræmi við 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, þeg­ar full­nægj­andi gögn liggja fyr­ir.

  • 4. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu til samráðs drög að ákvæðum nýrrar greinargerðar og uppdrátta aðalskipulags Mosfellsbæjar 2022-2040.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að heim­ila skipu­lags­full­trúa og um­hverf­is­sviði að eiga frek­ara sam­ráð við íbúa og hags­muna­að­ila, byggt á fyr­ir­liggj­andi gögn­um og þeirri vinnu sem átt hef­ur sér stað til þessa dags. Sam­ráð­ið er hugsað sem tæki­færi til að fá ábend­ing­ar um fyr­ir­liggj­andi vinnslu­til­lög­ur. Ný skipu­lags­nefnd tek­ur við end­ur­skoð­un og af­greiðslu að­al­skipu­lags­ins.

    • 5. Blikastað­a­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is201908379

      Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu deiliskipulag fyrir athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Björn Guðbrandsson, skipulagshönnuður hjá Arkís arkitektum kynnir tillöguna.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að deili­skipu­lagstil­lag­an skuli aug­lýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

      Gestir
      • Björn Guðbrandsson
      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:57