Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

6. desember 2022 kl. 16:45,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið

Fundargerð ritaði

Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi

Valdi­mar Birg­is­son, formað­ur skipu­lags­nefnd­ar, sat fund­inn í fjar­fundi, sbr. heim­ild í 14. gr. sam­þykkta um stjórn Mos­fells­bæj­ar. Aldís Stef­áns­dótt­ir, vara­formað­ur, ann­að­ist fund­ar­stjórn fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Heild­ar­end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags Mos­fells­bæj­ar 2011-2030202005057

    Á framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafundar endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir fjöldi erinda hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða. Helst tengjast þau íbúðasvæðum en einnig athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.

    Krist­inn Páls­son, skipu­lags­full­trúi, kynn­ir fyr­ir­komu­lag fund­ar þar sem far­ið verð­ur yfir inn­send er­indi, bréf­send­ing­ar og til­lög­ur um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi. Kynnt verða erindi, umsagnir og tillögur í takt við vinnu aðalskipulagsins.

    Hag­að­il­ar geta gert at­huga­semd­ir við af­greiðsl­ur með form­leg­um hætti við aug­lýs­ingu að­al­skipu­lags­ins, í sam­ræmi við skipu­lagslög, þeg­ar að því kem­ur.

    • 2. Helga­fells­land L123651 - um­sókn um breyt­ingu á að­al­skipu­lagi201907230

      Óskað er eftir því að hluti lands L201197, austan Helgafellshverfis og við Skammadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestaða á 577. fundi vegna tímaskorts

      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar ákveð­ur nefnd­in að er­indi og ósk um stækk­un íbúð­ar­svæð­is og að þétt­býl­is- og vaxt­ar­mörk­um sé breytt verði synjað. Synj­un er til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði enda séu íbúð­ar­svæði næg inn­an þétt­býl­is- og vaxt­ar­marka út skipu­lags­tíma­bil­ið 2040.
      Af­greitt með fimm sam­hljóða at­kvæð­um.

    • 3. Skammi­dal­ur L123789 323-Os - að­al­skipu­lags­breyt­ing202005057

      Óskað er eftir að hluti lands L123789, við Skammadal, verði breytt úr skógræktarsvæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb317. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.

      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar ákveð­ur nefnd­in að er­indi og ósk um stækk­un íbúð­ar­svæð­is og að þétt­býl­is- og vaxt­ar­mörk­um sé breytt verði synjað. Synj­un er til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði enda séu íbúð­ar­svæði næg inn­an þétt­býl­is- og vaxt­ar­marka út skipu­lags­tíma­bil­ið 2040.
      Af­greitt með fimm sam­hljóða at­kvæð­um.

    • 4. Lága­fell - að­al­skipu­lags­breyt­ing2016081715

      Óskað er eftir því að áætluðum íbúðum Lágafells Íb408 verði fjölgað og þéttleiki aukinn. Máli frestað á 577. ffundi vegna tímaskorts.

      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar ákveð­ur nefnd­in að er­indi og ósk um fjölg­un íbúða verði synjað til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði. Fjölg­un eigna á svæð­inu er háð frek­ari rýni og ramma­skipu­lags aðliggj­andi svæða. Fjöldi íbúða og þétt­leiki mun haldast óbreytt­ur í drög­um að nýju að­al­skipu­lagi.

    • 5. Teigs­land - breyt­ing/end­ur­skoð­un á að­al­skipu­lagi201812045

      Óskað er eftir því að löndum L123798 og L123782, Teigslandi, verði breytt úr óbyggðu svæði íbúðarbyggð og athafnasvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 577. fundi skipulagsnefndar.

      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar ákveð­ur nefnd­in að er­indi og ósk um nýtt íbúð­ar­svæði við Teigs­land verði sam­þykkt í drög. Því fylg­ir þó synj­un á hug­mynd­um um nýtt at­hafna­svæði að hluta inn­an sama lands. Með af­greiðslu fylg­ir ekki sam­þykkt á til­lögu deili­skipu­lags land­eig­enda enda þurfi að ramma­skipu­leggja land­ið sam­eig­in­lega ásamt öðr­um samliggj­andi upp­bygg­ing­ar­flek­um fyrst.
      Skipu­lags­nefnd hef­ur, til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði, tek­ið ákvörð­un um að í þeim frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags sem kynnt verða á næstu mán­uð­um verði um 12 ha svæði Teigslands breytt í íbúða­byggð.
      Af­greitt með fimm sam­hljóða at­kvæð­um.

      Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­sviðs, yf­ir­gaf fund kl. 17:50 við um­fjöllun 5. dag­skrárlið­ar.
    • 6. Sól­vell­ir - land­þró­un í landi Sól­valla201905050

      Óskað er meðal annars eftir því að hluti lands L123780, Sólvallaland, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb315. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.

      Ómar Ing­þórs­son full­trúi S-lista, Sam­fylk­ing­ar, vík­ur vegna van­hæf­is af fundi við um­fjöllun og af­greiðslu er­ind­is.
      ***
      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar­inn­ar ákveð­ur nefnd­in að er­indi og ósk um stækk­un íbúð­ar­svæð­is og að þétt­býl­is- og vaxt­ar­mörk­um sé breytt verði synjað. Synj­un er til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði enda séu íbúð­ar­svæði næg inn­an þétt­býl­is- og vaxt­ar­marka út skipu­lags­tíma­bil­ið 2040.
      Af­greitt með fjór­um sam­hljóða at­kvæð­um.

    • 7. Lóð í landi Sól­valla - landnr. 125402201812175

      Óskað er eftir því að stakt hús við Sólvelli verði aftur skráð sem íbúðarhús í aðalskipulagi. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.

      Ómar Ing­þórs­son full­trúi S-lista, Sam­fylk­ing­ar, vík­ur vegna van­hæf­is af fundi við um­fjöllun og af­greiðslu er­ind­is.
      ***
      Skipu­lags­nefnd vís­ar er­indi og ósk máls­að­ila til frek­ari rýni og um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
      Af­greitt með fjór­um sam­hljóða at­kvæð­um.

    • 8. Völu­teig­ur 8 - breyt­ing á deili­skipu­lagi og að­al­skipu­lagi201804256

      Óskað er eftir því að leigulóðinni Völuteig 8 verði breytt úr athafnasvæði í miðsvæði fyrir íbúðir, verslun- og þjónustu. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.

      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags ákveð­ur nefnd­in að er­indi og ósk um breyt­ingu lóð­ar Völu­teigs 8 út at­hafna­svæði í mið­svæði verði synjað. Til sam­ræm­is við rök­stuðn­ing í fyr­ir­liggj­andi minn­is­blaði verði lóð­in þó skil­greind inn­an nýs þró­un­ar­svæð­is þar sem áætlað er að skoða frek­ar með hvaða hætti mögu­leg­ar breyt­ing­ar og upp­bygg­ing á svæð­inu geti átt sam­leið með aðliggj­andi reit­um. Þann­ig verði í heild lit­ið til fram­tíð­ar­sýn­ar Ála­fosskvos­ar, óbyggðra skóg­rækt­ar­svæða og túna milli Ála­foss­veg­ar og Var­már.
      Skipu­lags­nefnd synj­ar hug­mynd­um og til­lög­um máls­að­ila um deili­skipu­lag og upp­bygg­ingu þá er fram kem­ur í er­indi.
      Af­greitt með fimm sam­hljóða at­kvæð­um.

    • 9. Helga­dals­veg­ur 60 - að­al­skipu­lag202004229

      Óskað er eftir því að lóðinni Helgadalsvegi 60 verði breytt úr landbúnaðarlandi í íbúðarsvæði Mosfellsdals innan þéttbýlismarka. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir vís­ar er­indi og ósk máls­að­ila til frek­ari rýni og um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
      Af­greitt með fimm sam­hljóða at­kvæð­um.

    • 10. Helga­dal­ur - ósk um breyt­ingu á land­notk­un201812171

      Óskað er eftir því að löndum L231750, L231751, L231752 og L231753, í Helgadal, verði breytt úr óbyggði svæði í frístundabyggð og landi L123636 verði breytt úr landbúnaði í íbúðarbyggð þéttbýlis Mosfellsdals. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts

      Eft­ir rýni og yf­ir­legu ráð­gjafa og skipu­lags­nefnd­ar ákveður nefndin að er­indi og ósk um­sækj­enda um nýtt frí­stunda­land í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar verði synj­að. Skipu­lags­nefnd hef­ur tek­ið ákvörð­un um að í þeim frumdrög­um nýs að­al­skipu­lags sem kynnt verða á næstu mán­uð­um verði ekki ný frí­stunda­svæði í sveit­ar­fé­lag­inu. Skipulagsnefnd samþykkir þó að vísa erindi og ósk málsaðila vegna breytingar á landi L123636 til frekari rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
      Afgreitt með fimm atkvæðum.

      • 11. Hraðastað­ir 1 L123653 - breyt­ing í land­bún­að202005057

        Óskað er eftir að lóðin L123653 verði öll skilgreind með sama hætti á uppdráttum aðalskipulagsins, sem landbúnaðarland. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að af­mörk­un land­nýt­ing­ar­flokka í dörg­um nýs að­al­skipu­lags muni með frek­ari hætti taka bet­ur mið af land­fræði­leg­um að­stæð­um og eign­ar­mörk­um. Er­indi máls­að­ila er vísað til frek­ari úr­vinnslu og af­greiðslu skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      • 12. Minna Mos­fell Mos­fells­dal - ósk um leyfi til bygg­ing­ar tveggja húsa á lög­býl­inu Minna-Mos­felli201806335

        Óskað er eftir því að hluti lands og lóðir við Minna Mosfell verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð fyrir stök hús.

        Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir vís­ar er­indi og ósk máls­að­ila til frek­ari rýni og um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa og ráð­gjafa.
        Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

      • 13. Efn­istaka í Hrossa­dal í landi Mið­dals - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi201609420

        Óskað er eftir að hluti lands L224003, við Hrossadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í efnistöku- og efnislosunarsvæði.

        Frest­að vegna tíma­skorts.

        • 14. Kol­við­ur, ósk um 12 til­raun­ar­eiti í skógrækt á Mos­fells­heiði201904297

          Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar.

          Frest­að vegna tíma­skorts.

          • 15. Fyr­ir­spurn varð­andi breytta landnokt­un á Leir­vogstungu­mel­um vegna at­vinnusvæð­is201711102

            Óskað er eftir því að landi L123708, austan Tungumela, verði breytt úr óbyggðu svæði í athafnabyggð. Svæðið er utan þéttbýlis og vaxtarmarka.

            Frest­að vegna tíma­skorts.

          • 16. Ferða­þjón­ustuklasi í Skamma­dal202208143

            Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði.

            Frest­að vegna tíma­skorts.

          • 17. Reiðstíg­ur í Húsa­dal L219227 og L219228 - breyt­ing á að­al­skipu­lagi202008002

            Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur.

            Frest­að vegna tíma­skorts.

          • 18. End­ur­skoð­un að­al­skipu­lags - end­ur­skoð­un reið­leiða201903149

            Óskað er eftir endurskoðun nokkurra reiðstíga í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.

            Frest­að vegna tíma­skorts.

          • 19. Skeggjastað­ir L123764 - ósk um að­al­skipu­lags­breyt­ingu202106105

            Óskað er eftir því að hluti lands L123764 verði breytt úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland.

            Frest­að vegna tíma­skorts.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:27