6. desember 2022 kl. 16:45,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Valdimar Birgisson (VBi) formaður
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
- Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
- Lára Dröfn Gunnarsdóttir umhverfissvið
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson Skipulagsfulltrúi
Valdimar Birgisson, formaður skipulagsnefndar, sat fundinn í fjarfundi, sbr. heimild í 14. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar. Aldís Stefánsdóttir, varaformaður, annaðist fundarstjórn fundarins.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Heildarendurskoðun aðalskipulags Mosfellsbæjar 2011-2030202005057
Á framhaldsfundi skipulagsnefndar vegna aukafundar endurskoðunar aðalskipulagsins verða lögð fyrir fjöldi erinda hagaðila og landeigenda vegna óska um breytingu landnotkunar eða skilgreininga tiltekinna svæða. Helst tengjast þau íbúðasvæðum en einnig athafnarsvæðum, landbúnaði, skógrækt, efnistöku og stígum. Erindi, gögn og umsagnir eru kynntar á fundinum þar sem tekin er afstaða til tillagna á grunni þeirrar vinnu sem þegar hefur átt sér stað við gerð nýs aðalskipulags. Listi erinda þarf ekki að vera tæmandi og geta sumar tillögur enn verið í rýni.
Kristinn Pálsson, skipulagsfulltrúi, kynnir fyrirkomulag fundar þar sem farið verður yfir innsend erindi, bréfsendingar og tillögur um breytingu á aðalskipulagi. Kynnt verða erindi, umsagnir og tillögur í takt við vinnu aðalskipulagsins.
Hagaðilar geta gert athugasemdir við afgreiðslur með formlegum hætti við auglýsingu aðalskipulagsins, í samræmi við skipulagslög, þegar að því kemur.
2. Helgafellsland L123651 - umsókn um breytingu á aðalskipulagi201907230
Óskað er eftir því að hluti lands L201197, austan Helgafellshverfis og við Skammadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð og athafnasvæði. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestaða á 577. fundi vegna tímaskorts
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk um stækkun íbúðarsvæðis og að þéttbýlis- og vaxtarmörkum sé breytt verði synjað. Synjun er til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði enda séu íbúðarsvæði næg innan þéttbýlis- og vaxtarmarka út skipulagstímabilið 2040.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.3. Skammidalur L123789 323-Os - aðalskipulagsbreyting202005057
Óskað er eftir að hluti lands L123789, við Skammadal, verði breytt úr skógræktarsvæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb317. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk um stækkun íbúðarsvæðis og að þéttbýlis- og vaxtarmörkum sé breytt verði synjað. Synjun er til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði enda séu íbúðarsvæði næg innan þéttbýlis- og vaxtarmarka út skipulagstímabilið 2040.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.4. Lágafell - aðalskipulagsbreyting2016081715
Óskað er eftir því að áætluðum íbúðum Lágafells Íb408 verði fjölgað og þéttleiki aukinn. Máli frestað á 577. ffundi vegna tímaskorts.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk um fjölgun íbúða verði synjað til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði. Fjölgun eigna á svæðinu er háð frekari rýni og rammaskipulags aðliggjandi svæða. Fjöldi íbúða og þéttleiki mun haldast óbreyttur í drögum að nýju aðalskipulagi.
5. Teigsland - breyting/endurskoðun á aðalskipulagi201812045
Óskað er eftir því að löndum L123798 og L123782, Teigslandi, verði breytt úr óbyggðu svæði íbúðarbyggð og athafnasvæði. Málinu var frestað vegna tímaskorts á 577. fundi skipulagsnefndar.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk um nýtt íbúðarsvæði við Teigsland verði samþykkt í drög. Því fylgir þó synjun á hugmyndum um nýtt athafnasvæði að hluta innan sama lands. Með afgreiðslu fylgir ekki samþykkt á tillögu deiliskipulags landeigenda enda þurfi að rammaskipuleggja landið sameiginlega ásamt öðrum samliggjandi uppbyggingarflekum fyrst.
Skipulagsnefnd hefur, til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði, tekið ákvörðun um að í þeim frumdrögum nýs aðalskipulags sem kynnt verða á næstu mánuðum verði um 12 ha svæði Teigslands breytt í íbúðabyggð.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.- FylgiskjalBréf til skipulagsnefndar - 27.11.2018.pdfFylgiskjalTeigur - bréf til skipulagsnefndar 18.06.2019.pdfFylgiskjalSkipulagsnefnd - Teigsland - 11. oktober 2019.pdf
6. Sólvellir - landþróun í landi Sólvalla201905050
Óskað er meðal annars eftir því að hluti lands L123780, Sólvallaland, verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðabyggð til samræmis við Íb315. Stækka þarf þéttbýlismörk Mosfellsbæjar og vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Ómar Ingþórsson fulltrúi S-lista, Samfylkingar, víkur vegna vanhæfis af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindis.
***
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndarinnar ákveður nefndin að erindi og ósk um stækkun íbúðarsvæðis og að þéttbýlis- og vaxtarmörkum sé breytt verði synjað. Synjun er til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði enda séu íbúðarsvæði næg innan þéttbýlis- og vaxtarmarka út skipulagstímabilið 2040.
Afgreitt með fjórum samhljóða atkvæðum.7. Lóð í landi Sólvalla - landnr. 125402201812175
Óskað er eftir því að stakt hús við Sólvelli verði aftur skráð sem íbúðarhús í aðalskipulagi. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Ómar Ingþórsson fulltrúi S-lista, Samfylkingar, víkur vegna vanhæfis af fundi við umfjöllun og afgreiðslu erindis.
***
Skipulagsnefnd vísar erindi og ósk málsaðila til frekari rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fjórum samhljóða atkvæðum.8. Völuteigur 8 - breyting á deiliskipulagi og aðalskipulagi201804256
Óskað er eftir því að leigulóðinni Völuteig 8 verði breytt úr athafnasvæði í miðsvæði fyrir íbúðir, verslun- og þjónustu. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulags ákveður nefndin að erindi og ósk um breytingu lóðar Völuteigs 8 út athafnasvæði í miðsvæði verði synjað. Til samræmis við rökstuðning í fyrirliggjandi minnisblaði verði lóðin þó skilgreind innan nýs þróunarsvæðis þar sem áætlað er að skoða frekar með hvaða hætti mögulegar breytingar og uppbygging á svæðinu geti átt samleið með aðliggjandi reitum. Þannig verði í heild litið til framtíðarsýnar Álafosskvosar, óbyggðra skógræktarsvæða og túna milli Álafossvegar og Varmár.
Skipulagsnefnd synjar hugmyndum og tillögum málsaðila um deiliskipulag og uppbyggingu þá er fram kemur í erindi.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.9. Helgadalsvegur 60 - aðalskipulag202004229
Óskað er eftir því að lóðinni Helgadalsvegi 60 verði breytt úr landbúnaðarlandi í íbúðarsvæði Mosfellsdals innan þéttbýlismarka. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Skipulagsnefnd samþykkir vísar erindi og ósk málsaðila til frekari rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm samhljóða atkvæðum.10. Helgadalur - ósk um breytingu á landnotkun201812171
Óskað er eftir því að löndum L231750, L231751, L231752 og L231753, í Helgadal, verði breytt úr óbyggði svæði í frístundabyggð og landi L123636 verði breytt úr landbúnaði í íbúðarbyggð þéttbýlis Mosfellsdals. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts
Eftir rýni og yfirlegu ráðgjafa og skipulagsnefndar ákveður nefndin að erindi og ósk umsækjenda um nýtt frístundaland í aðalskipulagi Mosfellsbæjar verði synjað. Skipulagsnefnd hefur tekið ákvörðun um að í þeim frumdrögum nýs aðalskipulags sem kynnt verða á næstu mánuðum verði ekki ný frístundasvæði í sveitarfélaginu. Skipulagsnefnd samþykkir þó að vísa erindi og ósk málsaðila vegna breytingar á landi L123636 til frekari rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Afgreitt með fimm atkvæðum.11. Hraðastaðir 1 L123653 - breyting í landbúnað202005057
Óskað er eftir að lóðin L123653 verði öll skilgreind með sama hætti á uppdráttum aðalskipulagsins, sem landbúnaðarland. Máli frestað á 577. fundi vegna tímaskorts.
Skipulagsnefnd samþykkir að afmörkun landnýtingarflokka í dörgum nýs aðalskipulags muni með frekari hætti taka betur mið af landfræðilegum aðstæðum og eignarmörkum. Erindi málsaðila er vísað til frekari úrvinnslu og afgreiðslu skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.12. Minna Mosfell Mosfellsdal - ósk um leyfi til byggingar tveggja húsa á lögbýlinu Minna-Mosfelli201806335
Óskað er eftir því að hluti lands og lóðir við Minna Mosfell verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð fyrir stök hús.
Skipulagsnefnd samþykkir vísar erindi og ósk málsaðila til frekari rýni og umsagnar skipulagsfulltrúa og ráðgjafa.
Samþykkt með fimm atkvæðum.13. Efnistaka í Hrossadal í landi Miðdals - breyting á Aðalskipulagi201609420
Óskað er eftir að hluti lands L224003, við Hrossadal, verði breytt úr óbyggðu svæði í efnistöku- og efnislosunarsvæði.
Frestað vegna tímaskorts.
14. Kolviður, ósk um 12 tilraunareiti í skógrækt á Mosfellsheiði201904297
Kolviður vann að tilraunarverkefni um skógrækt á Mosfellsheiði og skilaði niðurstöðum til bæjarráðs 17.01.2022. Hjálögð eru drög að umhverfismati valkosta nýrra skógræktarsvæða sem falla innan tilraunarsvæða Kolviðar.
Frestað vegna tímaskorts.
15. Fyrirspurn varðandi breytta landnoktun á Leirvogstungumelum vegna atvinnusvæðis201711102
Óskað er eftir því að landi L123708, austan Tungumela, verði breytt úr óbyggðu svæði í athafnabyggð. Svæðið er utan þéttbýlis og vaxtarmarka.
Frestað vegna tímaskorts.
16. Ferðaþjónustuklasi í Skammadal202208143
Erindi barst Mosfellsbæ með ósk um uppbyggingu ferðaþjónustuklasa í Skammadal. Erindinu var vísað til skipulagsnefndar og yfirstandandi aðalskipulagsvinnu á 1544. fundi bæjaráðs þann 11.08.2022 til umræðu um hvort breyta eigi Skammadal í mögulegt verslunar- og þjónustusvæði.
Frestað vegna tímaskorts.
17. Reiðstígur í Húsadal L219227 og L219228 - breyting á aðalskipulagi202008002
Óskað er eftir því að stígur um Húsadal á landi L219227 verði ekki skilgreindur sem reiðstígur.
Frestað vegna tímaskorts.
18. Endurskoðun aðalskipulags - endurskoðun reiðleiða201903149
Óskað er eftir endurskoðun nokkurra reiðstíga í tengslum við endurskoðun aðalskipulags.
Frestað vegna tímaskorts.
19. Skeggjastaðir L123764 - ósk um aðalskipulagsbreytingu202106105
Óskað er eftir því að hluti lands L123764 verði breytt úr óbyggðu svæði í landbúnaðarland.
Frestað vegna tímaskorts.