Mál númer 201801343
- 4. maí 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #804
Virk þátttaka - Ræddar hugmyndir varðandi opinn kynningarfund um málefni aldraðra haustið 2022 þar sem allir helstu aðilar sem koma að þjónustu við eldri borgara kynni starf sitt og aðkomu að málaflokknum.
Afgreiðsla 29. fundar öldungaráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. apríl 2022
Öldungaráð Mosfellsbæjar #29
Virk þátttaka - Ræddar hugmyndir varðandi opinn kynningarfund um málefni aldraðra haustið 2022 þar sem allir helstu aðilar sem koma að þjónustu við eldri borgara kynni starf sitt og aðkomu að málaflokknum.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnti hugmynd um að halda opinn kynningarfund um málefni eldri borgara þar sem kynnt verður starfsemi ólíkra aðila er varðar félags- og heilbrigðisþjónustu og tilboð um virkni. Öldungaráð fagnar hugmyndinni og lagt verður upp með að halda fundinn í byrjun september n.k.
- 9. febrúar 2022
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #798
Virk þátttaka - stefna í málefnum eldri borgara
Afgreiðsla 28. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar
- 2. febrúar 2022
Öldungaráð Mosfellsbæjar #28
Virk þátttaka - stefna í málefnum eldri borgara
Ráðið ræddi hugmyndir að góðu aðgengi að upplýsingum og þjónustu í málaflokki aldraðra hjá Mosfellsbæ. Lagt var til að haldinn yrði opinn kynningarfundur um málefni aldraðra haustið 2022 þar allir helstu aðilar sem koma að þjónustu við eldri borgara kynni starf sitt og aðkomu að málaflokknum.
- 8. desember 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #795
Eflandi umhverfi - stefna í málefnum eldri borgara
Afgreiðsla 27. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 795. fundi bæjarstjórnar.
- 22. nóvember 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #27
Eflandi umhverfi - stefna í málefnum eldri borgara
Þátturinn Eflandi umhverfi í stefnu í málefnum eldri borgara var ræddur.
- 27. október 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #792
Eflandi umhverfi - stefna í málefnum eldri borgara
Afgreiðsla 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
- 18. október 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #26
Eflandi umhverfi - stefna í málefnum eldri borgara
Stefnu í málefnum eldri borgara frestað til næsta fundar.
- 30. júní 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #786
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara ræddur - Eflandi umhverfi.
Afgreiðsla 25. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
- 23. júní 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #25
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara ræddur - Eflandi umhverfi.
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara - eflandi umhverfi - frestað til næsta fundar.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara ræddur - Eflandi umhverfi
Afgreiðsla 24. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 783. fundi bæjarstjórnar.
- 19. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #783
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara ræddur - Eflandi umhverfi
Afgreiðsla 24. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 783. fundi bæjarstjórnar.
- 12. maí 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #24
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara ræddur - Eflandi umhverfi
Þessum málalið er frestað fram á næsta fund öldungaráðs, sem ráðgerður er þann 23. júní n.k.
- 5. maí 2021
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #782
Aðgerðaráætlun vegna 1. þáttar stefnu í málefnum eldri borgara - heilbrigt líf
Afgreiðsla 23. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 782. fundi bæjarstjórnar.
- 28. apríl 2021
Öldungaráð Mosfellsbæjar #23
Aðgerðaráætlun vegna 1. þáttar stefnu í málefnum eldri borgara - heilbrigt líf
Farið yfir aðgerðaráætlun fyrsta þáttar í stefnu í málefnum eldri borgara - heilbrigt líf. Starfsmaður nefndarinnar mun óska eftir kynningu hjá sveitarfélagi sem samþætt hefur félags- og heilbrigðisþjónustu.
Einnig mun starfsmaður nefndarinnar óska eftir dagskrá dagdvalar á Eirhömrum í Mosfellsbæ til kynningar fyrir öldungaráð.
- 30. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #768
Öldungaráð kynnir forgangsröðun aðgerða fyrir árið 2021 að mati ráðsins.
Afgreiðsla 297. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 768. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. september 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #767
Umræða um stefnu í málefnum eldri borgara
Afgreiðsla 19. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 767. fundi bæjarstjórnar.
- 15. september 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #297
Öldungaráð kynnir forgangsröðun aðgerða fyrir árið 2021 að mati ráðsins.
Öldungaráð kynnti forgangsröðun aðgerða tengdum stefnu í málefnum eldri borgara sbr. framlagt skjal.
- 9. september 2020
Öldungaráð Mosfellsbæjar #19
Umræða um stefnu í málefnum eldri borgara
Öldungaráð óskar eftir því að meðfylgjandi áherslupunktar fari til fjölskyldunefndar sem tillaga ráðsins að forgangsröðun fyrir árið 2021 að aðgerðaáætlun í stefnu í málefnum eldri borgara.
- 18. ágúst 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #296
Vísað til öldungaráðs til kynningar af fjölskyldunefnd
- 23. júlí 2020
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1452
Vísað til öldungaráðs til kynningar af fjölskyldunefnd
Afgreiðsla 18. fundar öldungarráðs lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
- 15. júlí 2020
Öldungaráð Mosfellsbæjar #18
Vísað til öldungaráðs til kynningar af fjölskyldunefnd
Öldungaráð vill óska eftir því að stefna Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara verði gerð aðgengileg á vef Mosfellsbæjar ásamt því að frétt verði birt á heimasíðunni um hina nýju stefnu.
- 24. júní 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #764
Mál tekið upp að nýju frá 753. fundi bæjarstjórnar með breytingum.
Afgreiðsla 294. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 764. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 16. júní 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #294
Mál tekið upp að nýju frá 753. fundi bæjarstjórnar með breytingum.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til samþykktar og öldungaráðs til kynningar.
- 5. febrúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #753
Mál tekið upp frá 279. fundi, ásamt umfjöllun öldungaráðs.
Samþykkt með 9 atkvæðum að fresta staðfestingu á afgreiðslu nefndarinnar þar til áorðnar breytingar hafa verið færðar inn í stefnuna.
- 22. janúar 2020
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #752
Drög að stefnu málefna eldri borgara lögð að nýju fyrir Öldungaráð. Arnar Jónsson fer yfir ný drög.
Afgreiðsla 17. fundar öldungaráði lögð fram til kynningar á 752. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. janúar 2020
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #290
Mál tekið upp frá 279. fundi, ásamt umfjöllun öldungaráðs.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að teknu tilliti til athugasemda öldungaráðs í 2., 4. og 5. málsgrein. Nefndin samþykkir ennfremur að vísa drögunum með áorðnum breytingum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
- 15. janúar 2020
Öldungaráð Mosfellsbæjar #17
Drög að stefnu málefna eldri borgara lögð að nýju fyrir Öldungaráð. Arnar Jónsson fer yfir ný drög.
Öldungaráð lýsir yfir ánægju með framanlögð drög að stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara og óskar þess að breytingartillaga sú sem Jónas Sigurðsson, dags. 14.01.2020 lagði fram, verði höfð til hliðsjónar við lokaútfærslu stefnunnar í fjölskyldunefnd.
- 27. nóvember 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #750
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara lögð fyrir öldungaráð
Afgreiðsla 16. öldungaráði lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
- 18. nóvember 2019
Öldungaráð Mosfellsbæjar #16
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara lögð fyrir öldungaráð
Öldungaráð samþykkir samhljóða að vísa afgreiðslu málsins til frekari vinnslu fjölskyldusviðs með þeim athugasemdum sem fram hafa komið við drögin og að drögin komi til umfjöllunar Öldungaráðs þegar þeirri vinnslu er lokið.
- 30. október 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #748
Haldið áfram að fjalla um stefnu í málefnum eldri borgara
Afgreiðsla 15. fundar öldungaráði samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 21. október 2019
Öldungaráð Mosfellsbæjar #15
Haldið áfram að fjalla um stefnu í málefnum eldri borgara
Öldungaráð óskar þess að þær athugasemdir sem hafa komið fram vegna draga að stefnu verði settar í heildstætt form með drögum að stefnu og kynntar aftur á næsta fundi öldungaráðs.
- 18. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #745
Umræðu haldið áfram um drög að stefnu í málefnum eldri borgara.
Afgreiðsla 14. fundar öldungaráði lögð fram á 745. fundi bæjarstjórnar.
- 9. september 2019
Öldungaráð Mosfellsbæjar #14
Umræðu haldið áfram um drög að stefnu í málefnum eldri borgara.
Umræðu haldið áfram um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara. Ákveðið að meðlimir sendi á Sigurbjörgu punkta sem verða teknir saman til að útbúa beinagrind fyrir stefnuna.
Óskað verður eftir að Unnur Ingólfs komi á næsta fund með tölulegar upplýsingar um nýtingu þjónustu. - 4. september 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #744
Umræðu haldið áfram um drög að stefnu í málefnum eldri borgara.
Afgreiðsla 13. fundar öldungaráði samþykkt á 744. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 27. ágúst 2019
Öldungaráð Mosfellsbæjar #13
Umræðu haldið áfram um drög að stefnu í málefnum eldri borgara.
Ákveðið að óska eftir kynningu á heilsueflandi samfélagi á næsta fundi ráðsins.
Ráðið óskar eftir að fá fyrir næsta fund tölfræðilegar upplýsingar um þá eldri borgara sem eru í þjónustu Mosfellsbæjar.
Ráðið óskar eftir að fá upplýsingar frá Heilsugæslunni á fund í október um hlutverk Heilsugæslu og félagsþjónustu í þjónustu við eldri borgara. - 15. maí 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #739
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara kynnt ásamt samantekt KPMG á niðurstöðum íbúafundar um málefni eldri borgara. Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustu og samskiptasviðs kynnir.
Afgreiðsla 12. fundar öldungaráði samþykkt á 739. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 6. maí 2019
Öldungaráð Mosfellsbæjar #12
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara kynnt ásamt samantekt KPMG á niðurstöðum íbúafundar um málefni eldri borgara. Arnar Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustu og samskiptasviðs kynnir.
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara yfirfarin og rædd.
- 6. mars 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #734
Drög að stefnu í málaflokki eldri borgara, máli vísað af 278. fundi fjölskyldunefndar til frekari umfjöllunar.
Afgreiðsla 279. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 734. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. febrúar 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #279
Drög að stefnu í málaflokki eldri borgara, máli vísað af 278. fundi fjölskyldunefndar til frekari umfjöllunar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta frekari umfjöllun um málið.
- 6. febrúar 2019
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #732
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara
Afgreiðsla 278. fundar fjölskyldusvið samþykkt á 732. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. janúar 2019
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #278
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar fór yfir drög að stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögunum til frekari umfjöllunar á næsta fundi.
- 30. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #718
Niðurstöður íbúafundar vegna stefnu í málefnum eldri íbúa.
Afgreiðsla 268. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 718. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum
- 15. maí 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #268
Niðurstöður íbúafundar vegna stefnu í málefnum eldri íbúa.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að vinna að drögum að stefnu í málefnum eldri íbúa með hliðsjón af niðurstöðum opins fundar um málefnið.
- 2. maí 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #716
Drög að mótun stefnu í málefnum eldri borgara-að loknum íbúafundi.
Afgreiðsla 267. fundar fjölskyldunefdar samþykkt á 716. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 17. apríl 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #267
Drög að mótun stefnu í málefnum eldri borgara-að loknum íbúafundi.
Fjölskyldunefnd ræddi framkvæmd íbúafundar um mótun stefnu í málefnum eldri íbúa sem að mati nefndarinnar tókst mjög vel. Framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs er falið að koma á framfæri þakklæti til Ellerts B. Schram fyrir erindi sem hann flutti í upphafi fundarins.
- 4. apríl 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #714
Drög að mótun stefnu í málefnum eldri borgara.
Afgreiðsla 266. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 714. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. mars 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #266
Drög að mótun stefnu í málefnum eldri borgara.
Fjölskyldunefnd samþykkir fram lagða tillögu um framkvæmd stefnumótunar í málefnum eldra fólks.
- 7. mars 2018
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #712
Drög að mótun stefnu í málefnum eldri borgara
Afgreiðsla 265. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 712. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 20. febrúar 2018
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar #265
Drög að mótun stefnu í málefnum eldri borgara
Rætt um málefni eldri borgara í Mosfellsbæ.
Fjölskyldunefnd og öldungaráð leggja til við bæjarstjórn að haldinn verði stefnumótunarfundur um málefni eldra fólks í Mosfellsbæ. Lagt er til að fundurinn verði haldinn í byrjun apríl.