Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. október 2021 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
  • Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
  • Þorsteinn Birgisson (ÞB) varamaður
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Elva Hjálmarsdóttir embættismaður

Fundargerð ritaði

Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á fjölskyldusviði


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Starfs­áætlun Öld­unga­ráðs 2021202102073

    Starfsáætlun öldungaráðs Mosfellsbæjar tekin til umræðu og fyrirkomulag fundarhalda rætt.

    Öld­ungaráð tel­ur að sam­kvæmt fyr­ir­hug­uð­um breyt­ing­um á sam­þykkt um öld­ungaráð um að há­marki fjór­ir fund­ir ár­lega séu of ströng mörk. Formanni fal­ið að fylgja mál­inu eft­ir.

    • 2. Þjón­usta til aldr­aðra íbúa Mos­fells­bæj­ar - um­ræð­ur öld­unga­ráðs202110122

      Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ tekin til umræðu.

      Öld­ungaráð ósk­ar eft­ir að end­ur­skoð­að­ur verði upp­hæð frí­stunda­styrks eldri borg­ara fyr­ir árið 2022. Öld­ungaráð ósk­ar eft­ir að styrk­ur­inn verði hækk­að­ur í sam­ræmi við ná­granna­sveit­ar­fé­lög. Bent er á að hjá Hafn­ar­fjarð­ar­bæ eru greidd­ar 4.000 kr. á mán­uði, en tekju­tengd­ur við 391.560 kr.

      Rætt um heimsend­ingu á mat um helg­ar og full­trú­ar ráðs­ins leggja áherslu á að Mos­fells­bær taki að nýju upp sam­tal á heimsend­ingu á mat um helg­ar við Eir.

      Öld­ungaráð legg­ur til við Fjöl­skyldu­nefnd og Bæj­ar­stjórn að á ár­inu 2022 verði byrj­að að vinna stöðumat sam­kvæmt gátlista WHO um ald­ur­svæn­ar borg­ir og bæi. Gátlist­inn tek­ur til átta mál­efna­sviða sem talin hafa af­ger­andi áhrif á það hversu að­lað­andi og að­gengi­leg­ar borg­ir (/bæir) séu fyr­ir eldri íbúa þeirra og hversu ald­ur­svæn­ar.
      Um er að ræða eftrfar­andi mál­efna­svið: úti­svæði og bygg­ing­ar, sam­göng­ur, hús­næði, fé­lags­leg þátttaka, virð­ing og fé­lags­leg við­ur­kenn­ing, virk sam­fé­lags­þátttaka og at­vinnu­mögu­leik­ar, fjar­skipti og upp­lýs­ing­ar, sam­fé­lags- og heil­brigð­is­þjón­usta.
      Sjá nán­ari skil­grein­ing­ar mál­efna­sviða á vef­síð­ur varð­andi ald­ur­svæn­ar borg­ir í við­hengi með 25. fundi öld­unga­ráðs í lið 2 “Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara?.

      • 3. Heima­þjón­usta í Mos­fells­bæ201603286

        Samþætting félagsþjónustu og heilsugæslu tekin til umræðu.

        Öld­ungaráð ósk­ar eft­ir töl­um frá heilsu­gæsl­unni um það hversu marg­ir eldri borg­ar­ar eru í þjón­ustu heima­hjúkr­un­ar hjá þeim frá Mos­fells­bæ.

        • 4. Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara201801343

          Eflandi umhverfi - stefna í málefnum eldri borgara

          Stefnu í mál­efn­um eldri borg­ara frestað til næsta fund­ar.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00