18. október 2021 kl. 13:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
- Þorsteinn Birgisson (ÞB) varamaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Starfsáætlun Öldungaráðs 2021202102073
Starfsáætlun öldungaráðs Mosfellsbæjar tekin til umræðu og fyrirkomulag fundarhalda rætt.
Öldungaráð telur að samkvæmt fyrirhuguðum breytingum á samþykkt um öldungaráð um að hámarki fjórir fundir árlega séu of ströng mörk. Formanni falið að fylgja málinu eftir.
2. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs202110122
Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ tekin til umræðu.
Öldungaráð óskar eftir að endurskoðaður verði upphæð frístundastyrks eldri borgara fyrir árið 2022. Öldungaráð óskar eftir að styrkurinn verði hækkaður í samræmi við nágrannasveitarfélög. Bent er á að hjá Hafnarfjarðarbæ eru greiddar 4.000 kr. á mánuði, en tekjutengdur við 391.560 kr.
Rætt um heimsendingu á mat um helgar og fulltrúar ráðsins leggja áherslu á að Mosfellsbær taki að nýju upp samtal á heimsendingu á mat um helgar við Eir.
Öldungaráð leggur til við Fjölskyldunefnd og Bæjarstjórn að á árinu 2022 verði byrjað að vinna stöðumat samkvæmt gátlista WHO um aldursvænar borgir og bæi. Gátlistinn tekur til átta málefnasviða sem talin hafa afgerandi áhrif á það hversu aðlaðandi og aðgengilegar borgir (/bæir) séu fyrir eldri íbúa þeirra og hversu aldursvænar.
Um er að ræða eftrfarandi málefnasvið: útisvæði og byggingar, samgöngur, húsnæði, félagsleg þátttaka, virðing og félagsleg viðurkenning, virk samfélagsþátttaka og atvinnumöguleikar, fjarskipti og upplýsingar, samfélags- og heilbrigðisþjónusta.
Sjá nánari skilgreiningar málefnasviða á vefsíður varðandi aldursvænar borgir í viðhengi með 25. fundi öldungaráðs í lið 2 “Stefna í málefnum eldri borgara?.3. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Samþætting félagsþjónustu og heilsugæslu tekin til umræðu.
Öldungaráð óskar eftir tölum frá heilsugæslunni um það hversu margir eldri borgarar eru í þjónustu heimahjúkrunar hjá þeim frá Mosfellsbæ.
4. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Eflandi umhverfi - stefna í málefnum eldri borgara
Stefnu í málefnum eldri borgara frestað til næsta fundar.