15. janúar 2019 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Berglind Ósk B. Filippíudóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar sat fundinn vegna umfjöllunar um 1. mál, stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara nr. 201801343. Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir deildarstjóri búsetu- og þjónustudeildar sat fundinn vegna umfjöllunar almenn mál og trúnaðarmál. Kristbjörg Hjaltadóttir ráðgjafaþroskaþjálfi sat fundinn vegna umfjöllunar um trúnaðarmál. Áheyrnarfulltrúar véku af fundinum kl. 08:15 að lokinni umfjöllun um trúnaðarmál. Berglind Ósk B. Filippíudóttir deildarstjóri barnaverndar-og ráðgjafardeildar sat fundinn vegna umfjöllunar um barnaverndarmál. Lögmaður forsjáraðila barns í máli 2017081474 mætti til fundar við nefndina kl. 08:30. Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður Mosfellsbæjar í málinu sat einnig fundinn.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar fór yfir drög að stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa drögunum til frekari umfjöllunar á næsta fundi.
2. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2019201810344
Drög að starfsáætlun fjölskyldunefndar 2019
Starfsáætlun fjölskyldunefndar yfirfarin.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1238201901015F
Fundargerð 1238 trúnaðarmálafundar 2018-2022 lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerð 1238. trúnaðarmálafundar 2018-2022 afgreidd á 278. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.