18. ágúst 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Harpa Lilja Júníusdóttir (HLJ) varaformaður
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir Verkefnastjóri gæða og þróunar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ungt fólk 2020202005117
Skýrslan Ungt fólk 2020 lögð fyrir. Máli frestað frá síðasta fundi.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að lýsa yfir áhyggjum af niðurstöðum rannsóknarinnar og þeirri breytingu sem orðið hefur borið saman við fyrra ár. Nefndin leggur áherslu á að skýrslan verði kynnt foreldrasamfélaginu í Mosfellsbæ. Jafnframt ítrekar nefndin mikilvægi samvinnu þeirra sem að málum barna koma til að sporna gegn þessari þróun.
2. Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19202006457
Staða vegna aukins félagsstarfs fatlaðs fólks kynnt.
Lagt fram.
3. Stefnumótun í málaflokki fatlaðs fólks201909437
Farið yfir stöðu vegna stefnumótunar í málaflokki fatlaðs fólks. Möguleg breyting á framkvæmd kynnt.
Framkvæmdastjóri kynnir fyrir nefndinni hugmyndir um frekari vinnu við stefnumótun og íbúafund.
4. Ósk um samstarf201912254
Svar fjölskyldusviðs við beiðni um samstarf frá Heilabrotum endurhæfingarsetri lagt fyrir.
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra dags. 14. ágúst 2020. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að synja Heilabroti endurhæfingarseturs um samstarf þar sem um heilbrigðisþjónustu er að ræða sem er á forræði ríkisins.
7. Rekstrarúttekt 2020-2022202003125
Aðgerðaráætlun Skálatúns 2020-2022 lögð fram til kynningar.
Settur framkvæmdastjóri Skálatúns gerði grein fyrir framlagðri rekstrarúttekt.
8. Aðalfundur Skálatúns 2020202007305
Gögn frá aðalfundi Skálatúns 2020 lögð fram til kynningar.
Gögn frá aðalfundi Skálatúns lögð fram.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 18202006037F
Fundagerð 18. fundar öldungaráðs Mosfellsbæjar lögð fyrir.
Fundargerð kynnt.
5.1. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Vísað til öldungaráðs til kynningar af fjölskyldunefnd
5.2. Starfsáætlun öldungaráðs 2020 202006328
Starfsáætlun ársins 2020 lögð fyrir.
5.3. Aukið félagsstarf fullorðinna vegna Covid-19 202005301
Máli vísað til kynningar fyrir öldungaráð frá fjölskyldunefnd.
5.4. Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu 201909191
Fundur Bæjarstjórnar nr. 746 sendi málið til kynningar Öldungaráðs
6. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1389202008011F
Einstök mál 1389. trúnaðarmálafundar lögð fyrir til staðfestingar.
Afgreiðsla máls samkvæmt bókun í málinu