27. nóvember 2019 kl. 16:37,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Við upphaf fundar er leitað afbrigða til að koma að máli nr. 10. fundargerð Íþrótta- og tómstundarráðs. Samþykkt með 9 atkvæðum.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Útsvarsprósenta 2020201911329
Tillaga að útsvarsprósentu 2020
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Tillaga er gerð um að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 verði 14,48% af útsvarsstofni. Tillagan er samþykkt með sex atkvæðum bæjarfulltrúa V-, D- og C- lista. Bæjarulltrúar S- og M lista greiða atkvæði gegn tillögunni. Bæjarfulltrúi L- lista situr hjá.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Fjárhagsáætlun 2020- 2023. Síðari umræða.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Linda Udengard, framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, Pétur Jens Lockton fjármálastjóri og Anna María Axelsdóttir, verkefnastjóri í fjármáladeild.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árin 2020 til 2023.-------------------------------------------------------------
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 13.380 m.kr.
Gjöld: 11.970 m.kr.
Afskriftir: 418 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 628 m.kr.
Tekjuskattur: 25 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 340 m.kr.
Eignir í árslok: 22.239 m.kr.
Eigið fé í árslok: 7.472 m.kr.
Fjárfestingarhreyfingar: 2.295 m.kr.-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2020
Samþykkt var fyrr á þessum fundi að útsvarshlutfall Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 verði 14,48% af útsvarsstofni.-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2020 eru eftirfarandi:
Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,207% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,316% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,585% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,070% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,105% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september. Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.
-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2020.
Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2020 nema annað sé tekið fram.
Gjaldskrá leikskóla Mosfellsbæjar, dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla
Bleyjugjald leikskóla
Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla
Gjaldskrá ávaxtabita í grunnskólum
Gjaldskrá í frístundaselum grunnskóla
Gjaldskrá viðbótarvistun í frístundaseli
Gjaldskrá Listaskóla - tónlistardeild
Gjaldskrá Listaskóli - skólahljómsveit
Gjaldskrá skólagarðar
Gjaldskrá ÍTOM
Gjaldskrá Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá íþróttamiðstöðva og sundlauga
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála
Gjaldskrá akstursþjónusta eldra fólks.
Gjaldskrá fyrir fráveitugjald
Gjaldskrá sorphirðu
Gjaldskrá Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá- Rotþróargjald
Gjaldskrá Hitaveitu-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------
Fram hafa komið 15 breytingartillögur við fjárhagsáætlun:
---1. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar um frístundaávísun eldri borgara sem lögð var fram við fyrri umræðu: Tillögunni er hafnað með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn 4 atkvæðum annarra bæjarfulltrúa. Bókun V- og D- lista: Með vísan til umsagnar framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs þar sem m.a. kemur fram að til standi að fara í sérstakt kynningarátak fyrir frístundaávísun fyrir 67 ára og eldri vegna lítillar nýtingar þykir rétt að tillögunni verði hafnað. Bókun S- C- M- og L- lista: Röksemdir meirihlutans um að lítil notkun frístundaávísunar sé nægjanleg ástæða fyrir því að fella tillögu um hækkun hennar er léttvæg. Gríðarlega nauðsynlegt er að gera enn betur í því að auglýsa frístundaávísunina fyrir bæjarbúum en gert hefur verið.---2. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar um félagslega heimaþjónustu sem lögð var fram við fyrri umræðu: Tillögunni er hafnað með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn atkvæði bæjarfulltrúa S- lista. Aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá.
---3. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar um umboðsmann íbúa sem lögð var fram við fyrri umræðu: Tillögunni er hafnað með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn 2 atkvæðum S- og C- lista. Aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá.
---4. Tillaga bæjarfulltrúa Samfylkingar um formlega fundi með hverfafélögum sem lögð var fram við fyrri umræðu: Lagt er til að tillögunni verði vísað til vinnu lýðræðis- og mannréttindanefndar við endurskoðun á aðgerðaáætlun vegna lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar. Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 8 atkvæðum. Bæjarfulltrúi M- lista situr hjá.
---5. Tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar um frístundaávísun sem lögð var fram við fyrri umræðu: Fram kemur breytingartillaga við tillöguna frá bæjarfulltrúa D- lista þar sem lagt er til að aldursviðmið frístundaávísunar verði fært niður í 5 ára aldur og upphæð ávísunarinnar fyrir 5 ára verði 26.000 á ári. Ekki er þörf á breytingum á fjárhagsáætlunar enda rúmast áætlaður kostnaður innan áætlunarinnar. Breytingartillagan er samþykkt með 8 atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá. Bókun M-lista: Fulltrúi Miðflokksins situr hjá, ekki vegna þess að hann er ekki sammála að gera betur við barnafólk sem er mikilvægt. En meirihlutinn hefði getað ljáð tillögu C lista stuðning eins og hún var óbreytt. Annað er að skreyta sig með fjöðrum annarra manna. D og V listi hefur hér gert tillögu C lista að sinni. Svo mætti gera enn betur fyrir barnafólk en gert er hér í Mosfellsbæ. Tillagan með framkomnum breytingum samþykkt með 9 atkvæðum.
---6. Tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar um samráðsgátt um fjárhagsáætlun sem lögð var fram við fyrri umræðu: Lagt er til að tillögunni verði vísað til þjónustu- og samskiptadeildar til frekari skoðunar og niðurstöður berist bæjarráði og lýðræðis- og mannréttindanefnd fyrir 1. mars n.k. Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 9 atkvæðum.
---7. Tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar um sjóð til styrktar börnum til íþrótta- og tómstundaiðkunar sem lögð var fram við fyrri umræðu: Tillögunni er hafnað með 5 atkvæðum V- og D- lista. gegn 4 atkvæðum annarra bæjarfulltrúa.
---8. Tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar um þýðingu heimasíðu sem lögð var fram við fyrri umræðu: Lagt er til að tillögunni verði vísað til skoðunar hjá þjónustu- og samskiptadeild í tengslum við yfirstandandi endurskoðun og yfirferð á heimasíðu bæjarins. Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn atkvæði bæjarfulltrúa M- lista. Aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá. Bókun M- lista: Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ áréttar enn á ný að hér er meirihlutinn að forðast að taka pólitíska afstöðu til máls. Hér liggur fyrir tillaga um að þýða eigi heimasíðu Mosfellsbæjar á a.m.k. eitt erlent tungumál. Það ber að gera með a.m.k. lágmarksupplýsingum svo þorri fólks af erlendum uppruna geti kynnt sér þjónustu bæjarins, réttindi sín og skyldur. Tillagan sem liggur fyrir var skýr og óhætt að greiða um hana atkvæði til að sjá afstöðu meirihlutans sem hefur þegar tafið þýðingu heimasíðu bæjarins úr hófi.
---9. Tillaga bæjarfulltrúa Viðreisnar um 200 daga skóla sem lögð var fram við fyrri umræðu: Lagt er til að tillögunni verði vísað til fræðslu- og frístundasviðs til skoðunar í tengslum við yfirstandi vinnu við samræmingu á skólatíma grunnskólabarna sem fram fer samhliða endurskoðun á skólastefnu bæjarins. Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn atkvæði bæjarfulltrúa M- lista. Aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá. Bókun M-lista: Fulltrú Miðflokksins vísar í fyrri bókun um meðferð mála sem bæjarfulltrúar koma fram með þar sem meirihlutinn beitir svokölluðum ,,málsmeðferðartillögum", sem eru frávísunartillögur í grunninn. Það gerir meirihlutinn trekk í trekk til að forðast að taka pólitíska afstöðu til mála og dylja skoðun sína og afstöðu. Með þessu fyrirkomulagi dylur meirihlutinn afstöðu sína og eykur á flækjustig flutningsmanna sem beinlínis er ekki lýðræðislegt. Það þarf að tryggja að pólitísk afstaða komi fram sem þessi lýðræðislegi vettvangur er til þess gerður að ná fram. Það er lágmarks krafa að leitað sé samþykkis höfundar tillögu um meðferð. Bókun V- og D- lista: Það að vísa tillögum til nefnda og embættismanna til úrvinnslu og frekari skoðunar er pólitísk afstaða og gert til þess að tryggja fagmennsku við viðkomandi mál sem þegar eru í vinnslu.
---10. Tillaga öldungaráðs (mál 201603286 Stöðugildum við heimaþjónustu aldraðra verði fjölgað um tvö): Tillögunni er hafnað með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn 4 atkvæðum annarra bæjarfulltrúa.
---11. Tillaga fulltrúa C-lista á 288. fundi fjölskyldunefndar (fjölgun funda fjölskyldunefndar): Tillögunni er hafnað með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn 2 atkvæðum S- og C- lista. Bæjarfulltrúar L- og M- lista sitja hjá.
---12. Tillaga fulltrúa C-lista á 288. fundi fjölskyldunefndar (innleiðing barnasáttmála SÞ): Lagt er til að tillögunni verði vísað til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs í tengslum við vinnu við innleiðingu á barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem bæjarráð hefur þegar samþykkt að ráðist verði í. Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 8 atkvæðum. Bæjarfulltrúi M- lista situr hjá.
---13. Tillaga frá umhverfisnefnd um loftgæðamælingar: Lagt til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2021. Málsmeðferðartillagan er samþykkt með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn atkvæði bæjarfulltrúa S- lista. Aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá.
---14. Tillaga frá umhverfisnefnd um rafrænt eftirlitskerfi með viðhaldi leikvalla: Tillagan er felld með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn 3 atkvæðum bæjarfulltrúa S- C- og L- lista. Bæjarfulltrúi M- lista situr hjá.
---15. Tillaga frá umhverfisnefnd um fjármagn í fræðslu fyrir nefndina: Tillagan er felld með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn atkvæði bæjarfulltrúa S- lista. Aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá.
---16. Tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um breytingu á fjárfestingaráætlunar A- deildar um að inn komi nýr liður undir gatnagerð sem beri nafnið, Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi, sem lögð var fram við síðari umræðu. Tillagan er felld með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn 3 atkvæðum bæjarfulltrúa L- C- og M- lista. Bæjarfulltrúi S- lista situr hjá.
---17. Tillaga bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar um breytingu á álagningarprósentu fasteignagjalda í skattflokki C, verslunar, skrifstofu- og iðnaðarhúsnæðis þannig að, í stað 1.585% af fasteignamati húss og lóðar, verði álagningarprósentan 1,500%, sem lögð var fram við síðari umræðu. Tillagan er felld með 5 atkvæðum V- og D- lista gegn 3 atkvæðum bæjarfulltrúa L- C- og M- lista. Bæjarfulltrúi S- lista situr hjá.
-------------------------------------------------------------
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árin 2020-2023 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlunin var samþykkt með 5 atkvæðum fulltrúa V- og D-lista gegn atkvæði M- lista. Aðrir bæjarfulltrúar sitja hjá.---Bókun V- og D- lista:
Fjárhagsáætlunin fyrir árið 2020 gerir ráð fyrir að rekstrarafgangur verði 340 m.kr. Fyrirhugað er að framkvæma fyrir 2.970 m.kr. sem að mestu rennur til skóla-, gatna- og veitumannvirkja. Þetta eru mestu framkvæmdir sem sveitarfélagið hefur nokkru sinni ráðist í. Áætlunin gerir ráð fyrir að framlegð verði 10,6 % og að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 1.277 m.kr. eða tæplega 10 % og skuldaviðmið skv. sveitarstjórnarlögum verði 79%. Áætlunin gerir ráð fyrir hóflegri hækkun gjaldskráa til samræmis við stefnumörkun lífskjarasamninganna en að leikskólagjöld lækki um 5%, auk þess sem álagningarprósentur fasteignagjalda lækka. Framtíðarsýn okkar er sú að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Fjárhagsáætlun ársins 2020 endurspeglar áherslur sem eru mikilvægur liður í að raungera þessa framtíðarsýn enda er traustur rekstur lykill þess að að vöxtur sveitarfélagsins sé efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbær. Nú þegar hagkerfið kólnar er gott að rekstur síðustu ára hafi einkennst af ráðdeild og fyrirhyggju enda veitir það okkur borð fyrir báru. Þjónusta við íbúa og viðskiptavini eflist stig af stigi, Helgafellsskóli í byggingu og fjölnota íþróttahús tekið í notkun. Allt er þetta gert til að mæta þörfum íbúa núna og til framtíðar, byggja upp gott samfélag og auka lífsgæði og velferð íbúa. Meðal áherslna í fjárhagsáætlun 2020 eru að: -Afgangur sé af rekstri bæjarins og að veltufé frá rekstri verði jákvætt um 10% af tekjum. -Álagningarhlutföll fasteignagjalda íbúðahúsnæðis lækki. -Gjaldskrár breytast í samræmi við stefnumörkun lífskjarasamninga og hækka ekki að raungildi og leikskólagjöld lækka um 5%. -Fasteignagjöld á atvinnurekstur lækki. -Auknum fjármunum verði varið til fræðslumála með áherslu á eflingu stoðþjónustu í skólum. -Fjölgað verði stöðugildum í Listaskólanum til að sinna kennslu úti í grunnskólunum. -Þjónustu við 12-18 mánaða börn aukin og ungbarnaplássum fjölgað um 25. Við viljum þakka öllu okkar flotta starfsfólki fyrir einurð og fagmennsku við undirbúning fjárhagsáætlunar ársins 2020. Þessi hópur, starfsfólk Mosfellsbæjar, leysir verkefni sín á grunni virðingar, jákvæðni, framsækni og umhyggju fyrir þeim verkefnum sem þeim eru falin.---Bókun bæjarfulltrúa Viðreisnar við fjárhagsáætlun 2020 til 2023:
Í því góðæri sem ríkt hefur undanfarinn ár voru það vonbrigði að skuldir lækkuðu ekki meira en raun varð. Nú eru skuldir 110 % af tekjum og gerir það Mosfellsbæ erfiðara um vik að takast á við kólnun hagkerfisins sem nú blasir við. Ýmislegt jákvætt er þó í þessari fjárhagsáætlun. Þannig styður Viðreisn fjölgun plássa fyrir ung börn á leikskólum Mosfellsbæjar og lækkun á leikskólagjöldum. Einnig fögnum við stuðningi við tillögu Viðreisnar um frístundaávísun fyrir 5 ára börn í Mosfellsbæ. Einnig eru fjárfestingar meiri en áður sem við teljum rétt miðað við núverandi efnahagsástand.---Bókun S-lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2020-2023:
Í fjárhagsáætlun ársins 2020 sem afgreidd er nú úr bæjarstjórn eftir seinni umræðu er ýmis verkefni og framkvæmdir að finna sem eru til hagsbóta fyrir íbúa Mosfellsbæjar eins og eðlilegt er og eindrægni ríkir um innan bæjarstjórnar. Samfylkingin lagði fram nokkrar tillögur við fyrri umræðu sem því miður fengu ekki framgang. Sérstaklega telur undirrituð þá ráðstöfun meirihlutans að fela starfsmanni á bæjarskrifstofu að vinna umsagnir um tillögu um umboðsmann íbúa og um framfylgni lýðræðisstefnu bæjarins sérkennilega. Bæði þessi mál eru hápólitísk í eðli sínu og ekki við hæfi að pólitískir fulltrúar skýli sér að baki starfsfólki stjórnsýslunnar í stað þess að taka pólitíska ákvörðun um að styðja tillögur eða hafna þeim.
Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sem bæjarfulltrúar hennar hafa talað fyrir árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana, fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fagnefndum ætti að ræða þann ramma sem bæjarráð setur fagsviðum eftir tillögugerð forstöðumanna og framkvæmdastjóra og umræður um þær. Fagnefndirnar ættu að leggja markvisst niður fyrir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það tillögur til bæjarráðs, ásamt því að leggja fram rökstuddar tillögur um nýtt fjármagn, ef svo ber undir. Kjörnir bæjarfulltrúar tækju síðan við, forgangsröðuðu og tækju þannig hina endanlegu pólitísku ábyrgð.
Þessi fjárhagsáætlun er á ábyrgð Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og sjálfstæðismanna og byggir á þeirra pólitísku hugmyndafræði sem þeir flokkar vinna eftir í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Samráð var ekki haft við þá fulltrúa kjósenda sem sitja í minnihluta bæjarstjórnar við vinnslu þessarar fjárhagsáætlunar. Af þeim orsökum situr bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2020-2023.Anna Sigríður Guðnadóttir
bæjarfulltrúi S-lista
---Bókun bæjarfulltrúa Vina Mosfellsbæjar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2020.
Fjárhagsáætlun er einhver mikilvægasti punktur í starfssemi hvers sveitarfélags. Þar er lagt á ráðin um nýtingu tekjustofna og ráðstöfun skattfjár til hinna fjölmörgu verkefna. Það er því að mati Vina Mosfellsbæjar mikilvægt að um fjárhagsáætlun ríki sem viðtækust sátt og leitað sé eftir sjónarmiðum og þátttöku allra bæjarfulltrúa sem fara jú saman með stjórn sveitarfélagsins. Meirihluti D og V lista hafði ekki áhuga á samstarfi við bæjarfulltrúa minnihlutans um framsetningu fjárhagsáætlunar fyrir komandi ár frekar en við undirbúning fjárhagsáætlnar yfirstandandi árs og í því ljósi situr bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar hjá við afgreiðslu hennar. Af sömu ástæðu sat bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar hjá við ákvörðun um útsvarsprósentu sem afgreidd var undir fyrsta dagskrárlið þessa fundar. Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ítrekar þakkir sínar, frá fyrri umræðu, til þeirra fjölmörgu starfsmanna bæjarins sem komu að undirbúningi þessarar fjárhagsáætlunar.Stefán Ómar Jónsson
Bæjarfulltrúi
---Bókum M- lista: Fulltrúi Miðflokksins telur að fasteignagjöld og önnur gjöld á atvinnuhúsnæði, þrátt fyrir lækkun álagningarprósentu, hækki úr hófi. Einnig er ekki séð að áætlunin auki þjónustu við grunnskólabörn, foreldra þeirra og aðstandendur svo nokkru nemi til að tryggja gæði náms og aðstöðu bæði starfsfólks og nemenda. Varðandi þjónustu við eldri borgara má bæta þar í og tryggja aukna þjónustu. Þakka ber sviðsstjórum bæjarins fyrir vinnu við gerð þessarar áætlunar, öðrum starfsmönnum fyrir vel unnin verk og dugnað, oft undir þröngum kosti sem áætlun sem þessi skammtar þeim.- FylgiskjalBreyting áætlunar 2020 milli umræðna - yfirlit.pdfFylgiskjalUmsagnir stjórnenda um tillögur vegna fjárhagsáætlunar_2020.pdfFylgiskjalÞróunar- og nýsköpunarsjóður leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ.pdfFylgiskjalTillögur L- lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar (2).pdfFylgiskjalSundurliðun málaflokka, deilda og lykla 2020.pdfFylgiskjalFjárhagsáætlun 2020 - 2023 samþykkt af bæjarstjórn 27.11.2019 opt.pdf
Fundargerð
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1421201911011F
Fundargerð 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni - neyslurými 201911107
Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni - neyslurými - beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda 201911134
Frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta - beiðni um umsögn fyrir 2. desember
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn- beiðni um umsögn 201911066
Frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum - fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn- beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Frumvarp til laga um barnaverndarlög 201910245
Umsögn við frumvarp til breytinga á barnaverndarlögum nr. 80/2002.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál 201910174
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs um tillögu til þingsályktunartillögu um upplýsingarmiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Tré lífsins - minningargarðar 201909420
Lögð fram umsögn umhverfissviðs varðandi ósk Trés lífsins um minningargarð í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Minna-Mosfell 2 - nýtt rekstrarleyfi veitingar fl. II 201911065
Umsagnarbeiðni - Minna-Mosfell 2 - nýtt rekstrarleyfi veitingar fl. II
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Hlégarður - Umsagnarbeiðni vegna tímabundið áfengisleyfi 201911114
Hlégarður - Umsagnarbeiðni vegna tímabundið áfengisleyfi
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Súluhöfði - Úthlutun lóða 201911061
Kynning á vinnu við val tilboða í 15 lóðir. Úthlutun 15 lóða til hæstbjóðenda. Minnisblað um tilfærslu golfbrauta. Tillaga um auglýsingu þeirra 4 lóða sem eftir standa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Uppbygging íþróttamiðstöðvar og æfingarsvæðis við Hlíðarvöll í Mosfellsbæ 201706050
Drög að þríhliða samkomulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1421. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 6 atkvæðum bæjarfulltrúa V- D- og L- lista. Bæjarfulltrúar M- S- og C- lista sitja hjá.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1422201911023F
Fundargerð 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir 201911210
Frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda, sérstakt byggðaframlag, veðsetningu) - beiðni um umsögn fyrir 3. desember
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - beiðni um umsögn 201911196
Frumvarp til laga um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni - neyslurými 201911107
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Fjármögnun skv. fjárhagsáætlun 2019 201901470
Framlenging lánasamninga við Arion banka og Íslandsbanka.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Vatnsgjald 201911195
Erindið varðar gjaldskrár vatnsveitna sveitarfélagsins
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Áreiðanleikakönnun 201910402
Í samræmi við 10. gr. laga nr. 14/2018 óskar Lánasjóður sveitarfélaga ohf eftir afriti af persónuskilríkjum kjörinna fulltrúa og þeirra sem hafa prókúru fyrir sveitarfélagið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Fyrirspurn vegna samnings um viðbótarlóð til ræktunar að Hlíðartúni 12 201911218
Fyrirspurn varðandi samning um viðbótarlóð til ræktunar út árið 2023 vegna fyrirhugaðar sölu og kvaða sem á lóðarsamingi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Tómstundaskólann í Mosfellsbæ 201911191
Endurvekja Tómstundaskólann - fyrirspurn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Undirbúningur að innleiðingu Barnasáttmála SÞ 201910378
Minnisblað bæjarstjóra og framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og aðgerðaáætlun 2019-2023 201910219
Umsögn um hvítbók
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1422. fundar bæjarráðs samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 288201911010F
Fundargerð 288. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Rekstraráætlun fjölskyldusviðs 2020.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 288. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 370201911025F
Fundargerð 370. fundar fræðslunefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2020
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar fræðslunefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Áskorun frá Samtökum grænkera á Íslandi 201908782
Fræðslunefnd fól Fræðsluskrifstofu á 366. fundi sínum að afla upplýsinga um hvort og hvernig væri hægt að bjóða foreldrum að velja grænmetis og/eða vegan kost fyrir börn sín í leik- og grunnskólum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar fræðslunefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Frumvarp til breytinga á lögum um grunnskóla - beiðni um umsögn 201910355
Umsögn Mosfellsbæjar vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008 ritfangakostnaður)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 370. fundar fræðslunefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 14201911022F
Fundargerð 14. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning Mosfellsbæjar 2019 201909461
Úrvinnsla umsókna um þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 14. fundar menningar-og nýsköpunarnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi S- lista situr hjá.
8. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 502201911026F
Fundargerð 502. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 lögð fram til kynningar. Lagt áður fram á 501. fundi 8. nóvember þar sem umræður urðu um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.2. Laxatunga 70, Umsókn um byggingarleyfi 201911174
Mosfellsbær, Þverholti 2, sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengibyggingu á lóðinni Laxatunga nr. 70, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: kennslustofa 1 80,9 m², kennslustofa 2 80,9 m², tengibygging 22,2 m², 584,46 m³.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem byggingar eru utan byggingarreits að hluta.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.3. Bæjarás 1 - skipting lóðar 201806102
Á 477. fundi skipulagsnefndar 1. febrúar 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist." Borist hefur viðbótarerindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.4. Urðarholt 2 - Dýraspítali 201911111
Borist hefur erindi frá Þórunni Láru Þórarinsdóttur dags. 7. nóvember 2019 varðandi aðkomugötu að Urðarholti 2, Dýraspítala.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.5. Frístundalóðir við Langavatn, reitur 509-F - nýtt deiliskipulag. 201710345
Á 493. fundi skipulagsnefndar 13. september 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd samþykkir að tillagan verði auglýst að nýju skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga." Tillagan var auglýst frá 27. september til og með 10. nóvember 2019. Ein athugasemd barst.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.6. Reykjahvoll 5 og 7 (Efri-Reykir) - ósk um breytingu á deiliskipulagi 201911088
Borist hefur erindi frá Jóni Davíð Ragnarssyni og Ástu Jónsdóttur dags. 5. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðanna Reykjahvoll 5 og 7.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.7. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi 201909399
Borist hefur erindi frá Arnari Ingólfssyni fh. lóðareiganda að Fossatungu 8-12 dags. 23. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Frestað vegna tímaskorts á 496. fundi. Frestað á 498. fundi. Frestað vegna tímaskorts á 501. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 7 atkvæðum. Bæjarfulltrúar L- og M- lista sitja hjá.
8.8. Helgafellsland - umsókn um breytingu á aðalskipulagi 201907230
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október 2019 mættu fulltrúar ASK arkitekta og kynntu hugmyndir um breytingu á aðalskipulagi. Umræður urðu um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.9. Teigsland - breyting/endurskoðun á aðalskipulagi 201812045
Á 498. fundi skipulagsnefndar 11. október 2019 mættu fulltrúar Teigslands ehf. og kynntu hugmyndir að framtíðarskipulagi svæðisins. Umræður urðu um málið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.10. Vefarastræti 28-30 / Umsókn um byggingarleyfi 201910456
Nova ehf. Lágmúla 9 Reykjavík, sækir um leyfi til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á lyftuhús fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 28-30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stærðir breytast ekki.
Vísað til umsagnar skipulagsnefndar þar sem útlitsbreyting er utan skilmála deiliskipulags.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.11. Helgafellstorfan - götuheiti 201911280
Borist hefur erindi frá umhverfissviði Mosfellsbæjar dags. 20. nóvember 2019 varðandi götuheiti á Helgafellstorfu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.12. Reykjahvoll 4/Ásar 6 - breyting á deiliskipulagi 201911285
Borist hefur erindi frá Vigni Jónssyni fh. lóðareiganda að Reykjahvoli 4, dags. 20. nóvember 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalErindi Reykjarhvoll 4.pdfFylgiskjalA06 A1.pdfFylgiskjalA04 A2.pdfFylgiskjalA05 A2.pdfFylgiskjalA02 A2.pdfFylgiskjalA08 A1.pdfFylgiskjalA03 A2.pdfFylgiskjalA01 A2.pdfFylgiskjalA07 A1.pdfFylgiskjalA09 A1.pdfFylgiskjalSkann20112019.pdfFylgiskjalA10 A1.pdfFylgiskjalA12 A1.pdfFylgiskjalA11 A1.pdf
8.13. Óskot - stofnun lóðar 201911288
Borist hefur erindi frá Pétri Kristjánssyni lögm. fh. eigenda Óskots dags. 20. nóvember 2019 varðandi skiptingu á jörðinni Óskot.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 383 201911021F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
8.15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 384 201911028F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 502. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
9. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 205201911018F
Fundargerð 205. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Lögð fram til kynningar drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 frá fyrri umræðu bæjarstjórnar 30. október 2019
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 205. fundar lögð fram á 750. fundi bæjarstjórnar. Afgreiðsla tillagna fór fram undir 2. lið.
9.2. Refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ 2018-2019 201910112
Samantektir veiðiskýrslna fyrir refa- og minkaveiðar í Mosfellsbæ til ársins 2019 lagðar fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 205. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 8 atkvæðum. Bæjarfulltrúi M- lista situr hjá.
10. Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar - 233201911031F
Fundargerð 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Reglur vegna kjörs íþróttamanns ársins 200711264
Bæjarstjórn vísar erindinu aftur til afgreiðslu nefndarinnar til lagfæringa á orðalagi reglnanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.2. Samstarfsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar 201810279
Fundagerðir samstarfsvetvangs Mosfellsbæjar og Aftureldingar lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.3. Samstarfssamningar við íþrótta- og tómstundafélög 2018-2021 201804394
Frá Kraftlyftingarfélagi Mosfellsbæjar: Ósk um endurnýjun samnings við félagið á grundvelli síðasta samnings.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.4. Samningar við Eldingu líkamsrækt 201412010
Drög að húsaleigusamningi við Eldingu líkamsrækt lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
10.5. Íþrótta- og tómstundafélög í Mosfellsbæ. Fundir íþrótta- og tómstundanefndar með félögum. 201910092
Á fund nefndarinnar mæta í þetta skiptið
17:00 Golfklúbbur Mosfellsbæjar
17:30 Ungmennafélagið Aftureldin
18:00 Björgunarsveitin KyndillNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 233. fundar íþrótta- og tómstundanefndar samþykkt á 750. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 383201911021F
Fundargerð 383. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11.1. Ástu-Sólliljugata 2-4, Umsókn um byggingarleyfi. 201708298
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 2-4 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 383. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
11.2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi. 201710084
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta
fjórbýlishúss á lóðinni nr. 6-8 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 383. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
11.3. Ástu-Sólliljugata 10-12, Umsókn um byggingarleyfi. 201710086
Gerplustræti 1-5 slf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta
fjórbýlishúss á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 35,6 m², 78,0 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 383. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
11.4. Bergrúnargata 3 og 3a, Umsókn um byggingarleyfi 201909177
Jóhann Pétur Sturluson, Heiðarvegi 34, sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Bergrúnargata nr. 3 og 3A í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Bergrúnargata 3, íbúð 137,8 m², bílgeymsla 30,0 m², 582,2 m³. Bergrúnargata 3A, íbúð 137,8 m², bílgeymsla 30,0 m², 582,2 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 383. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
11.5. Laxatunga 61 / Umsókn um byggingarleyfi 201910149
Gunnar Víðisson, Vogatungu 86, sækir um leyfi til að byggja úr timbureiningum einbýlishús á einni hæð með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Laxatunga nr. 61, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 201,6 m², bílgeymsla 51,0, 911,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 383. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
11.6. Vefarastræti 28-30 / Umsókn um byggingarleyfi 201910456
Nova ehf. Lágmúla 9 Reykjavík, sækir um leyfi til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á lyftuhús fjölbýlishúss á lóðinni Vefarastræti nr. 28-30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 383. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 384201911028F
Fundargerð 384. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Laxatunga 70, Umsókn um byggingarleyfi 201911174
Mosfellsbær, Þverholti 2, sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær færanlegar kennslustofur ásamt tengibyggingu á lóðinni Laxatunga nr. 70, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: kennslustofa 1 80,9 m², kennslustofa 2 80,9 m², tengibygging 22,2 m², 584,46 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 384. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
13. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 16201911014F
Fundargerð 16. öldungaráði lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Ársskýrsla fjölskyldusviðs 2018 201910353
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs fer yfir tölfræði í þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. öldungaráði lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
13.2. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Drög að stefnu í málefnum eldri borgara lögð fyrir öldungaráð
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. öldungaráði lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
13.3. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020 sem snýr að málaflokki aldraðra kynnt fyrir Öldungaráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. öldungaráði lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.
13.4. Karlar í skúrum 201910251
Bókun bæjarráðs um Karlar í skúrum lögð fyrir Öldungaráð til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 16. öldungaráði lögð fram til kynningar á 750. fundi bæjarstjórnar.