12. maí 2021 kl. 13:00,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
- Kristbjörg Steingrímsdóttir (KS) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Úlfhildur Geirsdóttir aðalmaður
- Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir varamaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra - öldungaráð202104295
Öldungaráð óskar eftir kynningu vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs sat fyrir svörum vegna fyrirhugaðra viðbygginga við Hamra og Eirhamra. Ákveðið að taka málið fyrir að nýju á næsta fundi og óska eftir að bæjarstjóri komi til fundar við ráðið þá.
2. Ársskýrsla fjölskyldusviðs 2020202102086
Ársskýrsla fjölskyldusviðs 2020 kynnt fyrir öldungaráði
Þjónustuþættir í málefnum eldri borgara í ársskýrslu fjölskyldusviðs 2020 kynnt ráðinu.
3. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara ræddur - Eflandi umhverfi
Þessum málalið er frestað fram á næsta fund öldungaráðs, sem ráðgerður er þann 23. júní n.k.