Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

8. desember 2021 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
 • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
 • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar

Í upp­hafi fund­ar var sam­þykkt með níu at­kvæð­um að gerð verði breyt­ing á dag­skrárlið 11, kosn­ing í nefnd­ir og ráð, þann­ig að nýr full­trúi verði einn­ig kos­inn fyr­ir Sam­fylk­ing­una.


Dagskrá fundar

Afbrigði

 • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025202105196

  Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022-2025. Síðari umræða.

  Und­ir þess­um dag­skrárlið mættu einn­ig til fund­ar­ins Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs, Linda Udengard, fram­kvæmda­stjóri fræðslu- og frí­stunda­sviðs, Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, Arn­ar Jóns­son, for­stöðu­mað­ur þjón­ustu- og sam­skipta­deild­ar, Hanna Guð­laugs­dótt­ir, mannauðs­stjóri og Pét­ur Jens Lockton fjár­mála­stjóri og Anna María Ax­els­dótt­ir, verk­efna­stjóri í fjár­mála­deild.

  For­seti gaf bæj­ar­stjóra orð­ið og fór hann yfir fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar og stofn­ana hans fyr­ir árin 2022 til 2025.

  -------------------------------------------------------------

  Helstu nið­ur­stöðu­töl­ur í fyr­ir­liggj­andi fjár­hags­áætlun fyr­ir árið 2022 A og B hluta eru eft­ir­far­andi:
  Tekj­ur: 15.582 m.kr.
  Gjöld: 13.925 m.kr.
  Af­skrift­ir: 554 m.kr.
  Fjár­magns­gjöld: 886 m.kr.
  Tekju­skatt­ur: 14 m.kr.
  Rekstr­arnið­ur­staða: 203 m.kr.
  Eign­ir í árslok: 26.437 m.kr.
  Eig­ið fé í árslok: 6.810 m.kr.
  Fjár­fest­ing­ar­hreyf­ing­ar: 1.604 m.kr.

  -------------------------------------------------------------

  Álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda fyr­ir árið 2022 eru eft­ir­far­andi:
  Fast­eigna­gjöld íbúð­ar­hús­næð­is (A - skatt­flokk­ur)
  Fast­eigna­skatt­ur A 0,203% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Frá­veitu­gjald 0,095% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Lóð­ar­leiga A 0,316% af fast­eigna­mati lóð­ar

  Fast­eigna­gjöld stofn­ana skv. 3. gr. reglu­gerð­ar 1160/2005 (B - skatt­flokk­ur)
  Fast­eigna­skatt­ur B 1,320% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Frá­veitu­gjald 0,095% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Lóð­ar­leiga B 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

  Fast­eigna­gjöld ann­ars hús­næð­is (C - skatt­flokk­ur)
  Fast­eigna­skatt­ur C 1,540% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Vatns­gjald 0,070% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Frá­veitu­gjald 0,095% af fast­eigna­mati húss og lóð­ar
  Lóð­ar­leiga C 1,100% af fast­eigna­mati lóð­ar

  -------------------------------------------------------------

  Gjald­dag­ar fast­eigna­gjalda eru tíu, fyrsta dag hvers mán­að­ar frá 1. fe­brú­ar til og með 1. nóv­em­ber. Eindagi fast­eigna­gjalda er þrjá­tíu dög­um eft­ir gjald­daga og fell­ur all­ur skatt­ur árs­ins í gjald­daga ef vanskil verða. Sé fjár­hæð fast­eigna­gjalda und­ir kr. 40.000 er gjald­dagi þeirra 1. fe­brú­ar með eindaga 2. mars.

  -------------------------------------------------------------

  Eft­ir­tald­ar regl­ur taka breyt­ing­um og gilda frá 1.1.2022.
  Regl­ur um af­slátt af fast­eigna­gjöld­um til elli- og ör­orku­líf­eyr­is­þega.
  Regl­ur um fjár­hags­að­stoð í Mos­fells­bæ.
  Regl­ur um tekju­við­mið vegna nið­ur­greiðslu leik­skóla­gjalda

  -------------------------------------------------------------

  Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 01.01.2022 voru sam­þykkt­ar:
  Gjaldskrá íþróttamið­stöðva og sund­lauga
  Gjaldskrá Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar
  Gjaldskrá skipu­lags- og bygg­ing­ar­mála
  Gjaldskrá sorp­hirðu
  Gjaldskrá frá­veitu
  Gjaldskrá rot­þró­ar­gjald, með fyr­ir­vara um um­sögn heil­brigð­is­nefnd­ar
  Gjaldskrá Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar
  Gjaldskrá Hita­veitu
  Gjaldskrá um hunda­hald, með fyr­ir­vara um um­sögn heil­brigð­is­nefnd­ar
  Gjald­skrár stuðn­ings­fjöl­skyldna
  Gjaldskrá frí­stunda­sels fatl­aðra barna og ung­menna
  Gjald­skrár dag­gæslu (dag­for­eldra) barna yngri og eldri en 13 mán­aða


  Eft­ir­far­andi gjald­skrár sem taka gildi 01.08.2022 voru sam­þykkt­ar:
  Gjald­skrár leik­skóla, bleyju­gjald og sjálf­stætt starf­andi leik­skóla
  Gjald­skrár mötu­neyt­is- og ávaxta­bita í grunn­skól­um
  Gjaldskrá í frí­stunda­sel­um grunn­skóla
  Gjaldskrá við­bót­ar­vist­un í frí­stunda­seli
  Gjaldskrá Lista­skóla - tón­list­ar­deild
  Gjaldskrá Lista­skóli ? skóla­hljóm­sveit
  Gjaldskrá frí­stunda­sels fatl­aðra barna og ung­menna


  Eft­ir­far­andi gjald­skrár þar sem fjár­hæð­ir hafa tek­ið breyt­ing­um í sam­ræmi við efnisákvæði gjald­skrár­inn­ar voru lagð­ar fram til kynn­ing­ar.
  Gjaldskrá stuðn­ings­þjón­ustu
  Gjaldskrá heimsend­ing­ar fæð­is
  Gjaldskrá nám­skeiðs­gjalds í fé­lags­starfi aldr­aðra
  Gjaldskrá þjón­ustu­gjalds í leigu­íbúð­um aldr­aðra
  Gjald­skrár húsa­leigu í fé­lags­leg­um íbúð­um og í íbúð­um aldr­aðra
  Gjald­skrár akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks og eldra fólks
  Gjaldskrá húsa­leigu í íbúð­um aldr­aðra

  Eft­ir­far­andi gjald­skrár voru felld­ar úr gildi
  Gjaldskrá hús­næð­is­full­trúa
  Gjaldskrá húsa­leigu í þjón­ustu­íbúð­um fatl­aðs fólks

  -------------------------------------------------------------

  For­seti þakk­aði starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing og gerð áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir for­seta til starfs­manna.

  -------------------------------------------------------------

  1. Til­laga Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur bæj­ar­full­trúa S-lista: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að á ár­inu 2022 hefji bæj­ar­stjórn form­lega fundi með stjórn­um hverfa­fé­laga sem starfa í bæn­um. Þá bjóði bær­inn að­stoð sína við að stofna slík sam­tök þar sem þau hafa ekki þeg­ar ver­ið stofn­uð, í sam­ræmi við lið 2.a. i og ii í Lýð­ræð­is­stefnu bæj­ar­ins. Fundað yrði a.m.k. ár­lega með hverri stjórn. Þá aug­lýsi bæj­ar­stjórn al­menna fundi í hverf­um bæj­ar­ins a.m.k. ár­lega þar sem sér­stak­lega yrðu tekin fyr­ir mál­efni sem tengjast við­kom­andi hverfi og brenna á íbú­um. Til­lög­unni verði vísað til Lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar með drög­um að fjár­hags­áætlun til um­ræðu og af­greiðslu.

  ***
  Bæj­ar­stjóri legg­ur til að til­lögu bæj­ar­full­trúa S-lista verði vísað til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar. Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með átta at­kvæð­um að vísa til­lögu bæj­ar­full­trúa S-lista til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd­ar. Bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  -------------------------------------------------------------

  2. Til­laga Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar, bæj­ar­full­trúa L-lista: Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar legg­ur fram til­lögu um breyt­ingu á fjár­fest­ingaráætlun fyr­ir A hluta bæj­ar­sjóðs 2022. Inn komi nýr lið­ur und­ir gatna­gerð sem beri nafn­ið, Skamma­dals­veg­ur. Var­ið verði allt að 5 millj­ón­um króna á ár­inu 2022 og eft­ir at­vik­um sömu upp­hæð hvert ár, á ár­un­um 2023-2025. Fjár­fest­ingaráætlun A hluta árið 2022 hækki þar með úr kr. 890 millj­ón­um í kr. 885 millj­ón­ir. Þess­ari hækk­un verði mætt með því að lækka áætl­að­an rekstr­araf­gang árs­ins 2022 úr kr. 203 millj­ón í kr. 198 millj­ón­ir.

  ***
  Til­lag­an var felld með fimm at­kvæð­um V- og D- lista gegn þrem­ur at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa C-, L- og S- lista. Bæj­ar­full­trúi M- lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

  -------------------------------------------------------------

  Bók­un D- og V-lista:
  Fjár­hags­áætlun árs­ins 2022 ber í senn merki auk­inna efna­hags­legra um­svifa eft­ir það högg sem heims­far­ald­ur kór­óna­veirunn­ar var og þeirr­ar við­spyrnu sem Mos­fells­bær hef­ur náð með ráð­deild í rekstri. Ráð­deild­in hef­ur beinst að því að tryggja óbreytta eða aukna þjón­ustu án þess að ganga of langt í lán­töku. Þá end­ur­spegl­ar áætl­un­in vel þá stað­reynd að sveit­ar­fé­lag­ið hef­ur burði til að mæta fjár­hags­leg­um áföll­um síð­ustu tveggja ára.

  - Áform­að er að bæj­ar­sjóð­ur verði rek­inn með 203 m.kr. af­gangi á næsta ári.
  - Gert er ráð fyr­ir af­gangi af rekstr­in­um þrátt fyr­ir að lagt sé til að bæði leik­skóla­gjöld og álagn­ingar­pró­sent­ur fast­eigna­gjalda lækki.
  - Veltufé frá rekstri verð­ur já­kvætt um 1.476 m.kr. eða 9,6% af heild­ar­tekj­um.
  - Fram­kvæmt verð­ur fyr­ir um þrjá millj­arða til að byggja upp inn­viði og efla sam­fé­lag­ið.
  - Skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um munu lækka og skulda­við­mið­ið verð­ur 100,8% af tekj­um í árslok.
  - Álagn­ing­ar­hlut­fall út­svars verð­ur 14,48% sem er und­ir leyfi­legu há­marki.

  Á næsta ári munu álög­ur á íbúa og fyr­ir­tæki ekki hækka að raun­gildi og lækka í nokkr­um til­fell­um. Að okk­ar mati hef­ur þjón­usta við íbúa og við­skipta­vini eflst jafnt og þétt og þar er síg­andi lukka best. Unn­ið er að hönn­un og bygg­ingu nýs leik­skóla í Helga­fells­hverfi til að mæta þörf­um fyr­ir leik­skóla­pláss í því barn­marga hverfi. Einn­ig er gert ráð fyr­ir að haf­ist verði handa við bygg­ingu lang­þráðr­ar þjón­ustu­bygg­ing­ar við íþróttamið­stöð­ina að Varmá og bygg­ingu íþrótta­húss við Helga­fells­skóla. Þetta eru dæmi um fram­kvæmd­ir sem haldast í hend­ur við ört stækk­andi sveit­ar­fé­lag. Allt er þetta gert til þess að mæta þörf­um íbúa í nú­tíð og fram­tíð og á þátt í að auka lífs­gæði og vel­ferð þeirra.
  Við vilj­um þakka starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir frá­bært starf í tengsl­um við að koma þess­ari fjár­hags­áætlun sam­an. Nú sem fyrr leysti starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hverja þraut á grunni virð­ing­ar, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggju.

  ***
  Bók­un S-lista:
  Sam­fylk­ing­in ít­rek­ar þá af­stöðu sem bæj­ar­full­trú­ar henn­ar hafa talað fyr­ir árum sam­an í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar að breytt verði vinnu­brögð­um við und­ir­bún­ing fjár­hags­áætl­ana og að fag­nefnd­ir komi fyrr að mál­um og á skipu­lagð­ari hátt. Í fjár­hags­áætlun þeirri sem nú er af­greidd úr bæj­ar­stjórn eft­ir seinni um­ræðu er að finna ýmis verk­efni og þjón­ustu sem mik­il eind­rægni rík­ir um í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar. Hins veg­ar er það svo að grunn­ur­inn að fjár­hags­áætl­un­inni sem hér ligg­ur fyr­ir er byggð­ur á póli­tískri stefnu­mót­un og hug­mynda­fræði meiri­hluta D og V lista sem Sam­fylk­ing­in hef­ur ekki tek­ið þátt í að móta. Þessi fjár­hags­áætlun því er að fullu og öllu á ábyrgð Vinstri grænna og sjálf­stæð­is­manna og sam­ráð ekki haft við þá full­trúa kjós­enda sem sitja í minni­hluta. Af þeim or­sök­um sit­ur bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hjá við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2022-2025.

  ***
  Bók­un L-lista vegna áætl­aðra gatna­gerð­ar­gjalda:
  Í fjár­fest­ingaráætlun fyr­ir 2022 er gert ráð fyr­ir 1.332 millj­ón­um króna í tekj­ur af gatna­gerð­ar­gjöld­um. Á bak við þessa tekju­áætlun eru tekj­ur vegna nokk­urra svæða s.s. í Helga­fellslandi, við Sunnukrika, Hamra­borg og Bjark­ar­holt. Von­andi fyr­ir bæj­ar­sjóð geng­ur þessi tekju­áætlun eft­ir, en geri hún Það ekki er ljóst að áætluð 1.800 millj­óna króna lántaka bæj­ar­sjóðs á ár­inu 2022 þarf, að óbreyttu, að hækka sem nem­ur lægri tekj­um af gatna­gerð­ar­gjöld­um.

  Bók­un L-lista vegna álagn­ing­ar fast­eigna­skatts á at­vinnu­hús­næði:
  Við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar síð­ast lið­in tvö ár hef­ur bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar flutt til­lög­ur þess efn­is að lækka álagn­ing­arstuð­ul fast­eigna­skatts á at­vinnu­hús­næði til að koma til móts við hækk­an­ir fast­eigna­mats sem hafa ver­ið um­tals­vert hærri und­an farin nokk­ur ár en nem­ur al­menn­um verð­lags­breyt­ing­um á milli ára.

  Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa Vina Mos­fells­bæj­ar, sem lagð­ar voru fram m.a. eft­ir áeggj­an fé­lags at­vinnu­rek­enda og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins, og gengu út að að lækka álagn­ing­arstuð­ul meira en meiri­hluti Sjálf­stæð­is­flokks og Vinstri grænna lagði til, hlutu ekki sam­þykki.
  Eitt­hvað af áeggj­an um lægri álagn­ing­arstuð­ul hef­ur þó skilað sér inn í þessa fjár­hags­áætlun sem nú er til af­greiðslu þar sem kom­ið meira til móts við gjald­end­ur fast­eigna­skatts af at­vinnu­hús­næði en fyrri ár og af þeirri ástæðu flyt­ur bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar ekki til­lögu um breyt­ingu/lækk­un á álagn­ing­arstuðli vegna kom­andi árs 2022. Rétt er þó að minna á að raun­hækk­un fast­eigna­mats á at­vinnu­hús­næði und­an farin nokk­ur ár er um­tals­vert meiri en sem nem­ur þeirri mild­um sem þó hef­ur átt sér stað.

  ***
  Bók­un M-lista:
  Full­trúi M-lista bend­ir á að þessi fjár­hags­áætlun er unn­in með stefnu V- og D- lista í for­grunni. Þess­ir stjórn­mála­flokk­ar hafa starfað lengi sam­an í Mos­fells­bæ og skuld­ir vax­ið um­tals­vert. Þær nema nú um eða yfir 1,4 millj­ón­um kr. á hvern íbúa.

  Skulda­hlut­fall nem­ur nú um eða yfir 132% og um 100,2% sé mið­að við sér­staka reglu­gerð um skulda­við­mið sveit­ar­fé­laga. Þetta er of mik­il skuld­setn­ing sem dreg­ur úr getu bæj­ar­fé­lags­ins til að standa und­ir skuld­bind­ing­um sín­um. Þakk­ir eru færð­ar til þeirra sem lögðu vinnu í þessa áætlun. Full­trúi M-lista er sátt­ur við fjöl­margt sem unn­ið er í Mos­fells­bæ en get­ur ómögu­lega stutt öll áform V- og D-lista. Því sit­ur full­trúi M-lista hjá.

  ***
  Bók­un C-lista:
  Það er áhyggju­efni hversu skuld­ir Mos­fells­bæj­ar hafa vax­ið um­fram fjölg­un íbúa. Þótt það sé eðli­legt að skuld­ir auk­ist við fjölg­un íbúa er ljóst að það ver­ið ekki lengra geng­ið í þeim efn­um.

  Ým­is­legt já­kvætt er þó í þess­ari fjár­hags­áætlun. Þann­ig styð­ur Við­reisn lækk­un á leik­skóla­gjöld­um. Og það er já­kvætt að gert sé ráð fyr­ir af­gangi í erf­iðu ár­ferði.

  Við telj­um hins veg­ar að það mætti taka fast­ar á hús­næð­is­vand­an­um. Þann­ig er aft­ur ráð­gert að bæta við einni fé­lags­legri íbúð. Selja eina og bæta tveim­ur við. Nú þeg­ar erum við í liði með Garða­bæ og Seltjarn­ar­nesi þeg­ar kem­ur að tak­mörk­uðu fram­boði af fé­lags­legu hús­næði. Fjöldi á bið­lista eft­ir fé­lags­legu hús­næði hef­ur tvö­faldast frá ár­inu 2017.

  Við í Við­reisn vilj­um kröft­ugt at­vinnu­líf og öfl­uga vel­ferð­ar­þjón­ustu. Hús­næð­is­mál eru eitt helsta við­fangs­efn­ið þeg­ar kem­ur að vel­ferð fjöl­skyldna og það er okk­ar hlut­verk að finna lausn á því við­fangs­efni. Þeg­ar kem­ur að sveit­ar­fé­lög­um ætti verk­efn­ið að vera að tryggja nægt fram­boð af fé­lags­legu hús­næði og tryggja fram­boð af lóð­um þann­ig að skortu á hús­næði keyri ekki verð á hús­næði upp.

  Full­trúi Við­reisn­ar sit­ur hjá við af­greiðslu fjár­hags­áætl­un­ar 2022.

  -------------------------------------------------------------

  For­seti bar til­lögu að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árin 2022-2025 upp í heild sinni. Fjár­hags­áætl­un­in var sam­þykkt með fimm at­kvæð­um full­trúa V- og D-lista. Að­r­ir bæj­ar­full­trú­ar sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

Fundargerðir til staðfestingar

Fundargerð

Almenn erindi

 • 11. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð201806075

  Tillaga frá Sjálfstæðisflokki um breytingar á nefndarskipan íþrótta- og tómstundanefndar.

  Fram kem­ur til­laga um að Haf­steinn Páls­son verði aðal­mað­ur D-lista í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd í stað Sturlu Snæs Er­lends­son­ar. Ekki koma fram að­r­ar til­lög­ur og telst hún sam­þykkt.

  Jafn­framt kem­ur til­laga um að Mar­grét Gróa Björns­dótt­ir verði aðal­mað­ur S-lista í íþrótta- og tóm­stunda­nefnd í stað Brand­dís­ar Ásrún­ar Páls­dótt­ur. Ekki koma fram að­r­ar til­lög­ur og telst hún sam­þykkt.

  • 12. Funda­dagskrá 2022202110424

   Tillaga að fundadagskrá ársins 2022 lögð var til samþykktar.

   Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með níu at­kvæð­um fyr­ir­liggj­andi funda­dagskrá árs­ins 2022. Í sam­ræmi við hana verð­ur næsti fund­ur bæj­ar­stjórn­ar hald­inn 12. janú­ar 2022.

  Fundargerðir til kynningar

  • 13. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar - 27202110022F

   Fund­ar­gerð 27. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 13.1. Regl­ur um stuðn­ings- og stoð­þjón­ustu í Mos­fells­bæ 202003246

    Drög að regl­um um stuðn­ings­þjón­ustu tekin til um­ræðu.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 27. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

   • 13.2. Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara 201801343

    Efl­andi um­hverfi - stefna í mál­efn­um eldri borg­ara

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 27. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

   • 13.3. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025 202105196

    Drög að fjár­hags­áætlun fjöl­skyldu­sviðs fyr­ir árið 2022 kynnt fyr­ir ráð­inu.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 27. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

   • 14. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 455202111025F

    Fund­ar­gerð 455. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 14.1. Ála­foss­veg­ur 27 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108666

     Ála­foss­brekk­an ehf. Ála­foss­vegi 31 sæk­ir um leyfi til breyt­inga á innra skipu­lagi og skrán­ingu íbúð­ar­hús­næð­is á lóð­inni Ála­foss­veg­ur nr. 27 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

     Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 455. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 14.2. Liljugata 8-12- Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111007

     Bygg­inga­fé­lag­ið Bakki ehf. Þver­holti 2 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu þriggja íbúða rað­hús á einni hæð á lóð­inni Liljugata nr. 8-12, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð­ir hús nr. 8: Íbúð 190,5 m², 666,8 m³.
     Stærð­ir hús nr. 10: Íbúð 189,9 m², 664,7 m³.
     Stærð­ir hús nr. 12: Íbúð 189,8 m², 664,3 m³.

     Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 455. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 14.3. Úr Mið­dalslandi 125202 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202105253

     Kristján Vídalín Ósk­ars­son Ak­ur­holti 3 sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á lóð­inni Lyng­hóls­veg­ur nr. 15, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
     Stærð­ir: 200,2 m², 905,24 m³.

     Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 455. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

    • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 456202111034F

     Fund­ar­gerð 456. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 15.1. Ála­foss­veg­ur 31 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202108667

      Ála­foss­brekk­an ehf. Ála­foss­vegi 31 sæk­ir um leyfi til breyt­inga á innra skipu­lagi og skrán­ingu íbúð­ar­hús­næð­is á lóð­inni Ála­foss­veg­ur nr. 31 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

      Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 456. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 15.2. Bugðufljót 15 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202107027

      Bugðufljót 15 ehf. Bugðufljóti 11 sæk­ir um leyfi til að byggja úr lím­tré og yl-ein­ing­um at­vinnu­hús­næði á einni hæð með 16 eign­ar­hlut­um á lóð­inni Bugðufljót nr. 15, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: 1.819,0 m², 14.000,4 m³.

      Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 456. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 15.3. Laxa­tunga 125 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202110503

      Þór Theó­dórs­son Laxa­tungu 6 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Laxa­tunga nr. 125, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 206,1 m², bíl­geymsla 36,9 m², 786,4 m³.

      Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 456. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 15.4. Úr Mið­dalslandi 125374 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109549

      Stefán Stef­áns­son Garða­stræti 16 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að rífa og farga geymslu á lóð­inni Úr Mið­dalslandi, land­eign­ar­núm­er L125374, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: Geymsla -5,8 m², -15,74 m³.

      Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 456. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 15.5. Úr Mið­dalslandi 125374 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202109550

      Stefán Stef­áns­son Garða­stræti 16 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu og timbri frí­stunda­hús og bíl­geymslu á lóð­inni Úr Mið­dalslandi, land­eign­ar­núm­er L125374, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir:
      Íbúð 123,6 m², 330,6 m³. Bíl­geymsla 52,0 m², 160,4 m³.

      Nið­ur­staða af­greiðslufund­ar fel­ur í sér sam­þykkt bygg­ingaráforma í sam­ræmi við 11. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010. Óheim­ilt er að hefja fram­kvæmd­ir fyrr en bygg­ing­ar­full­trúi hef­ur gef­ið út bygg­ing­ar­leyfi í sam­ræmi við 13. gr. laga um mann­virki nr. 160 / 2010.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 456. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 15.6. Reykja­hvoll 29 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202111059

      Skjald­ar­gjá ehf. Rauð­ar­árstíg 42 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Reykja­hvoll nr. 29, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
      Stærð­ir: Íbúð 225,4 m², bíl­geymsla 30,2 m², 815,1 m³.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 456. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

     • 16. Fund­ar­gerð 395. fund­ar Sam­starfs­nefnd­ar skíða­svæð­anna202111365

      Fundargerð 395. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð 395. fund­ar sam­starf­nefnd­ar skíða­svæða höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

     • 17. Fund­ar­gerð að­al­fund­ar SSH og árs­funda byggð­ar­sam­lag­anna202111516

      Fundargerð aðalfundar SSH og ársfunda byggðarsamlaganna lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð að­al­fund­ar SSH og árs­funda byggð­ar­sam­lag­anna lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

     • 18. Fund­ar­gerð 348. fund­ar stjórn­ar Strætó bs.202111472

      Fundargerð 348. fundar stjórnar Strætó lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð 348. fund­ar stjórn­ar Strætó lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

     • 19. Fund­ar­gerð 64. fund­ar Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is202111428

      Fundargerð 64. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð 64. fund­ar Heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

     • 20. Fund­ar­gerð 903. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveita­fé­laga202112005

      Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitafélaga lögð fram til kynningar.

      Fund­ar­gerð 903. fund­ar stjórn­ar Sam­bands ís­lenskra sveita­fé­laga lögð fram til kynn­ing­ar á 795. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar.

     Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 20:30