30. júní 2021 kl. 16:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Valdimar Birgisson (VBi) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Kristinn Pálsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1493202106016F
Fundargerð 1493. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 786. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Kæra til ÚUA vegna breytts deiliskipulags við Stórakrika 59 202106135
Tilkynning um kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi við Stórakrika 59 - mál nr. 80/2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun L-lista, Vina Mosfellsbæjar og M-lista, Miðflokks:
Bæjarfulltrúar listana vilja með bókun þessari minna á að fulltrúar þeirra í skipulagsnefnd sátu hjá við afgreiðslu þessa máls, sem nú sætir kæru til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þegar það var til afgreiðslu á 484. fundi nefndarinnar á sínum tíma.
***
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.1.2. Okkar Mosó 2021. 201701209
Niðurstöður íbúakosninga í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó 2021 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar fagnar góðri þátttöku í verkefninu Okkar Mosó í ár. Það er ánægjulegt að þátttaka íbúa Mosfellsbæjar í verkefninu eykst ár frá ári. Alls er nú veitt 35 milljónum í níu verkefni sem öll gera bæinn okkar að betri bæ. Til hamingju Mosfellingar.
***
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.1.3. Aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni 202106075
Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3. júní 2021, lögð fram til kynningar aðgerðaráætlun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Hagsmunamál frístundabyggðarinnar við norðanvert Hafravatn 202106212
Ósk Hafrabyggðar, félags landeigenda/lóðarhafa við norðanvert Hafravatn, um fund ásamt umræðuefni fyrir fundinn, dags. 6. júní 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Yfirlagnir malbiks árið 2021 202106209
Yfirlit yfir malbiksframkvæmdir 2021 lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Sjálfbær íbúðarhús 202106126
Erindi Blue Rock og Green Rock dags. 7. júní 2021, um sjálfbær íbúðarhús og ósk um samstarf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022 202106031
Ályktun stjórnar Félags atvinnurekenda vegna fasteignamats 2022, dags. 1. júní 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins vill árétta það að lækka álagningarhlutföll fasteignagjalda nægir ekki svo mæta megi sífellt hækkandi sköttum eða skattstofnum. Það er vel þess virði að meta hvort ekki eigi að endurskoða þennan skatt er byggir á framangreindum skattstofni, þ.e. fasteignamati eigna. Þessi skattur er ósanngjarn fyrir margra hluta sakir.***
Bókun C-lista:
Viðreisn hefur á undanförnum árum hvatt til þess að álagningahlutfall á atvinnu- og íbúðarhúsnæði í Mosfellsbæ verði stillt í hóf þannig að hækkandi fasteignamat íþyngi ekki íbúum og atvinnurekstri í bænum.***
Bókun D- og V-lista:
Álagningarhlutföll fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði hafa lækkað í Mosfellsbæ undanfarin mörg ár til að mæta miklum hækkunum á fasteignamati, og gjöldin því ekki hækkað umfram verðlagsþróun á þessu tímabili.
Fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði hafa einnig verið lækkuð undanfarin tvö ár til að mæta hækkunum á fasteignamati á atvinnuhúsnæði.***
Afgreiðsla 1493. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1494202106025F
Fundargerð 1494. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 786. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Breyting á heilbrigðiseftirlitssvæðum 202002130
Tilkynning frá umhverfisráðuneytinu, dags. 8. júní 2021, þar sem vakin er athygli á því að í samráðsgátt stjórnvalda er nú að finna drög að reglugerð um sameiningu heilbrigðiseftirlitssvæða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2021-2024 202005420
Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Staða barna með fjölþættan vanda 202106179
Erindi frá SSH, dags. 11. júní 2021, varðandi skýrslu stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins vill benda á að í skýrslunni, sem hér er til umræðu, kemur m.a. fram að árið 2012 hafi nokkur sveitarfélög leitað til velferðarráðuneytis vegna þessa barnahóps sem enginn virðist hafa verið að aðstoða. Endalausar biðraðir og flækjustig gera það orðið að verkum að börn eru vistuð og fá ekki greiningu fyrr en eftir dúk og disk. Nú eru að verða brátt 10 ár síðan að stofnanaherlegheitin hittist og ætlaði sér að bregðast við. Það að stjórnvöld hafi ekki leyst þessi mál er þeim til vansa.***
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.2.4. Kvörtun - Trúnaðarmál 202106268
Trúnaðarmál
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Stefnuráð byggðasamlaga 202106272
Stjórnsýsla byggðasamlaga. Viðaukar við stofnsamninga Sorpu bs. og Strætó bs., þar sem kveðið er á um skipan, hlutverk og umboð stefnuráðs, stefnuþing byggðasamlaga og bráðabirgðahlutverk stefnuráðs, lagðir fram til afgreiðslu og staðfestingar. Jafnframt er óskað tilnefningar á fulltrúum í stefnuráð. Gert er ráð fyrir að stefnuráð taki formlega til starfa í september.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Erindi Áhugafólks um samgöngur fyrir alla - bókun 525. fundar stjórnar SSH 202106225
Erindi frá SSH, dags. 10. júní 2021, þar sem kynnt er erindi Áhugafólks um samgöngur fyrir alla, sem sent var Betri samgöngum ohf. auk svarbréfs framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1494. fundar bæjarráðs samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 308202106011F
Fundargerð 308. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 786. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Tölur fjölskyldusviðs til og með maí 2021 lagðar fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 308. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Ungt fólk febrúar 2021 202105071
Niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2021 lagðar fyrir til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 308. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1476 202106012F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 308. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 220202106024F
Fundargerð 220. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 786. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
4.1. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Kynning á minnisblaði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið.
Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Loftgæðamælanet fyrir höfuðborgarsvæðið 202104236
Lögð fram tillaga að loftgæðamælaneti fyrir Mosfellsbæ
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs 202105156
Lögð fram umsögn umhverfissviðs Mosfellsbæjar um erindi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar um mögulega friðlýsingu Blikastaðakróar og Leiruvogar innan sveitafélagamarka Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar, ásamt fundargerð samráðshóps.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista:
Hér situr fulltrúi Miðflokksins hjá enda liggur ekki nægjanlega ljóst fyrir hvort þessi áform geti stuðlað að töfum og unnið gegn hönnun á 2. áfanga Sundabrautar og framtíðaráforma við uppbyggingu Mosfellsbæjar og nágrennis. Rétt er að bæjaryfirvöld sjái til þess að þrífa ströndina við Leiruvog steinsnar frá skolpdælustöðinni áður en þetta mál gengur fram.***
Bókun C-, D-, L-, S- og V-lista:
Bæjarfulltrúar C, D, L, S og V lista fagna áformum um friðlýsingu Leiruvogs. Leiruvogur er stærsta útivistarsvæði Mosfellinga þar sem fjölbreytt útivist og fuglalíf þrífst. Friðlýsing mun styrkja gildi svæðisins sem útivistarsvæðis.
Þessi áform um friðlýsingu munu ekki tefja fyrir eða koma í veg fyrir 2. áfanga byggingar Sundabrautar.***
Bókun M-lista:
Fulltrúi Miðflokksins er síður en svo á móti friðun náttúru- eða menningarminja og hvað þá á landi innan Mosfellsbæjar. Hins vegar verður að tryggja að slíkar friðanir standi ekki öðrum mikilvægum áformum fyrir þrifum.***
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.4.4. Kall til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni 202105122
Erindi Skógræktarinnar og Landgræðslunnar um Bonn-áskorunina um útbreiðslu og endurheimt skóga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Spilda neðan við Sölkugötu 13-17 - heimild til landmótunar 202106085
Erindi frá Aðalsteini Jónssyni og Júlíönu G. Þórðardóttur, dags. 25.05.2021, með ósk um heimild til minniháttar landmótunar á eignarlandi norðan Varmár við Sölkugötu. Spilan er innan hverfisverndar Varmár skv. deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Vindhóll opið skýli Umsókn um byggingarleyfi 202105157
Erindi frá Sigurdóri Sigurðssyni fyrir byggingarleyfi á opnu skýli við Vindhól. Byggingin fellur að landi en er innan hverfisverndar Suðurár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Skammadalslækur - endurnýjun á safnæð DN-300 202106254
Erindi frá Veitum ohf. um endurnýjun á hitaveitulögnum við Skammadalslæk, sem er innan hverfisverndar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 220. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 786. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Almenn erindi
5. Kosning forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar 2021202106283
Kosning forseta og 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar, skv. 7. gr. samþykktar um stjórn Mosfellsbæjar.
Tilnefning kom fram um Bjarka Bjarnason sem forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar til eins árs. Jafnframt kom fram tillaga um að Anna Sigríður Guðnadóttir verði 1. varaforseti og Rúnar Bragi Guðlaugsson 2. varaforseti til sama tíma. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Bjarki Bjarnason því rétt kjörinn forseti bæjarstjórnar, Anna Sigríður Guðnadóttir 1. varaforseti og Rúnar Bragi Guðlaugsson 2. varaforseti.
6. Kosning í bæjarráð 2021202106284
Kosning í bæjarráð skv. 36. gr. sveitarstjórnarlaga sbr. og 26. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Tillaga var gerð um eftirtalda bæjarfulltrúa sem aðalmenn í bæjarráð Mosfellsbæjar til eins árs: Ásgeir Sveinsson af D-lista, sem formaður, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir af D-lista, sem varaformaður, Stefán Ómar Jónsson af L-lista, sem aðalmaður. Fleiri tilnefningar komu ekki fram og voru framantaldir bæjarfulltrúar því rétt kjörnir í bæjarráð Mosfellsbæjar.
Jafnframt samþykkt með níu atkvæðum að Bjarki Bjarnason af V-lista og Sveinn Óskar Sigurðsson M-lista taki sæti sem áheyrnarfulltrúar í bæjarráði til eins árs.
7. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk Sjálfstæðisflokks um breytingu á nefndarskipan.
Tillaga er gerð um eftirfarandi breytingu á skipan stjórnarmanna í stjórn strætó bs.: Rúnar Bragi Guðlaugsson verði aðalmaður í stað Ásgeir Sveinssonar. Ásgeir Sveinsson verði varamaður. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Tillaga er gerð um eftirfarandi breytingu á skipan stjórnarmanna í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins: Ásgeir Sveinsson verði aðalmaður í stað Rúnars Braga Guðlaugssonar. Arna Hagalinsdottir verði varamaður. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Tillaga er gerð um eftirfarandi breytingu á menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar: Sólveig Franklínsdóttir verði formaður og Björk Ingadóttir verði varaformaður. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
8. Sumarleyfi bæjarstjórnar 2021202106282
Tillaga um sumarleyfi bæjarstjórnar frá 1. júlí til 18. ágúst 2021, með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar.
Bæjarstjórn samþykkir með níu atkvæðum með vísan til 14. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, sbr. og 8. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, að fella niður reglulega fundi í sumarleyfi bæjarstjórnar frá 1. júlí til 18. ágúst 2021. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi er ráðgerður 18. ágúst nk. Með vísan til 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga, sbr. og 31. gr. samþykkta um stjórn Mosfellsbæjar, samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á meðan á sumarleyfi bæjarstjórnar stendur.
Fundargerðir til kynningar
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 439202106022F
Fundargerð 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Asparlundur 11-13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106152
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúsa á lóðinni Asparlundur nr. 11-13, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Ástu-Sólliljugata 13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202010181
Pallar og menn ehf. sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu og auka íbúð á jarðhæð á lóðinni Ástu-Sólliljugata nr. 13, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 178,6 m², auka íbúð 73,8 m², bílgeymsla 45,9 m², 828,20 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Desjamýri 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202102353
Matthías ehf. Vesturfold 40 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga á innra skipulagi atvinnuhsnæðis á lóðinni Desjamýri nr. 2, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Liljugata 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 2020081033
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Liljugata nr. 5, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
9.5. Liljugata 7 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. 2020081034
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Liljugata nr. 7, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
9.6. Súluhöfði 51, Umsókn um byggingarleyfi. 202008638
Lára Hrönn Pétursdóttir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Súluhöfði nr. 51, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
9.7. Sölkugata 21, Umsókn um byggingarleyfi 202001164
77 ehf. Byggðarholti 20 Mosfellsbæ sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Sölkugata nr. 21, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun: 1,9 m², 9,97 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 439. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 440202106029F
Fundargerð 440. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Bjargslundur 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202105307
Tekk ehf. sækir um leyfi til að rífa og farga gróðurhúsum á lóðum við Bjargslund nr. 6 og 8. í samræmi við framlögð gögn. Forsenda útgáfu byggingarleyfis er tilkynning eiganda til Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis. Uppfylla skal öll viðeigandi ákvæði í 15. kalfla byggingarreglugerðar 112/2012 varðandi meðhöndlun og förgun úrgangs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
10.2. Hlaðgerðarkot - Umsókn um byggingarleyfi 201904317
Samhjálp félagasamtök Hlíðarsmára 14 Kópavogi sækja um leyfi til breytinga innra skipulags vesturhluta húss nr. 1 í meðferðarkjarna Samhjálpar að Hlaðgerðarkoti í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
10.3. Land úr Suður Reykjum 125436 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202007302
Ragnar Sverrisson Reykjabyggð 42 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykir, landeignarnúmer 125436, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 440. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
11. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 25202106023F
Fundargerð 25. fundar Öldungaráðs lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar eins og einstök mál bera með sér.
11.1. Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra - öldungaráð 202104295
Öldungaráð óskar eftir kynningu vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 25. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
11.2. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Annar þáttur stefnu í málefnum eldri borgara ræddur - Eflandi umhverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 25. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar.
12. Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga202106256
Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 101. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202106257
Fundargerð 101. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 101. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 31. eigendafundar Strætó bs.202106280
Fundargerð 31. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 31. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 393. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna202106339
Fundargerð 393. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 393. fundar Samstarfsnefndar Skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 526. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202106368
Fundargerð 526. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 526. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 786. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.