5. febrúar 2020 kl. 16:35,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) 1. varabæjarfulltrúi
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1429202001027F
Fundargerð 1429 fundar bæjarráðs.
Fundargerð 1429. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Endurskoðun hjá Mosfellsbæ 201712306
Endurnýjað bréf um lýsingu starfa endurskoðanda og ábyrgðar endurskoðanda lagt fram ásamt kynningu í upphafi endurskoðunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Þak yfir sal 1-2, Íþróttamiðstöð Varmá - Nýframkvæmd 202001167
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun þakeininga yfir sal 1-2 í íþróttahúsinu að Varmá. Þakið er komið á tíma til endurnýjunar að hluta og skipta þarf út öllum þakdúk eða samtals 2.400 fermetrum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Skíðasvæðin - endurnýjun og uppbygging mannvirkja 201804130
Málefni skíðasvæðanna - frá 480. fundi SSH. Stjórn SSH vísaði fyrirliggjandi drögum að viðauka við Samkomulag um endurnýjun og uppbyggingu á mannvirkjum skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018 til umræðu og afgreiðslu aðildarsveitarfélaganna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalMálefni skíðasvæðanna - frá 480. fundi SSHFylgiskjal01a_Skidasvaedin_a_hofudborgarsvaedinu-Vidauki.pdfFylgiskjal01b_Drog_ad_framkvaemdaaaetlun_til_arsins_2025.pdfFylgiskjal02_Minnisblad_uppbygging_skidasvaedunum.pdfFylgiskjal02a_afturköllun kæru.pdfFylgiskjal02b_SSH_07_Skidasvaedin_framlog_2020_4.11.2019.pdfFylgiskjal02e_viðauki erindisbref verkefnhóps.pdfFylgiskjal02f_Skíðasvæðin_samstarfssamningur_2016_11_07_UNDIRRIT.pdfFylgiskjal02g_Skidasvaedin_Samkomulag_undirritad_2018_05_07.pdfFylgiskjal02h_Skidasvaedi_Erindisbref_05.03.2018.pdf
1.4. Akstursþjónusta fatlaðs fólks 202001186
Erindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks. Drög að reglum og Þjónustulýsingu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalErindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólksFylgiskjalDrög að sameiginlegum reglum um akstur fatlaðra grunnskólabarna og viðauki við þjónustulýsingu.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu  þjónustulýsing.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu  sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalAkstursþjónusta fatlaðs fólks /málsnr. 1711002.pdfFylgiskjalRE: Akstursþjónusta fatlaðs fólks /málsnr. 1711002 .pdf
1.5. Samgöngur á höfuðborgarsvæðinu - Viljayfirlýsing 201809382
Skýrsla verkefnishóps Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um málefni Sundabrautar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Uppbygging á lóðum í miðbæ Mosfellsbæjar (Bjarkarholt/Háholt) 201301126
Erindi frá Gamma þar sem óskað er eftir framlengingu þeirrar framkvæmdaáætlunar sem er í gildi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2019 202001270
Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir Mosfellsbæ á árinu 2019 kynntar af fulltrúa Gallup.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Fossatunga 8-12 - breyting á deiliskipulagi 201909399
Skipulagsnefnd vísaði málinu til bæjarráðs vegna viðbótar gatnagerðargjalda og annars kostnaðar(byggingarréttargjöld).
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. Verkfallslisti Mosfellsbæjar 201909226
Óskað eftir heimild til auglýsingar verkfallslista 2020 með fyrirvara um breytingar vegna samráðs við viðkomandi stéttarfélög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1429. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1430202001036F
Fundargerð 1430. fundar bæjarráðs.
Fundargerð 1430. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Skýrsla innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar 202001379
Kynning innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar á skýrslu sinni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1430. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M- lista situr hjá.
Bókun C- og S- lista:
Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur vegna framkvæmda við gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs leiðir í ljós mikla veikleika í stjórnun fyrirtækisins. Áætlunargerð var í skötulíki og eftirlit virkaði ekki.Tekið er undir með skýrsluhöfundum um að lög um skipan opinberra framkvæmda eigi ætíð að vera höfð til hliðsjónar við stórar framkvæmdir á vegum byggðarsamlaga í eigu sveitarfélaga.
Mikilvægt er að eigendur SORPU,sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, bregðist við þessari skýrslu með því að læra af mistökunum sem gerð hafa verið með því að bæta stjórnarhætti byggðarsamlaga, auka gagnsæi, skerpa lýðræðislegt umboð og efla eftirlitstæki eigenda til þess að tryggja almannahagsmuni.
Bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkinga kallar því eftir því að á vettvangi SSH verði hafin endurskoðun á stjórnun byggðarsamlaga sem fyrst sem miði að því að gera hana skilvirkari og faglegri.. Mikilvægt er að leita að breiðri pólitískri samstöðu í þeirri vinnu.
Bæjarfulltrúi L- lista tekur undir bókun C- og S- lista.
Bókum M- lista:
Fulltrúi Miðflokksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar þykir miður að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar (IER) hafi gefið út í desember 2019 skýrslu um Sorpu BS sem er jafn illa unnin og röng sem raun ber vitni. Hún virðist gerð með áeggjan um að framkvæma pólitíska og hugsanlega persónulega árás á ákveðna einstaklinga að ósekju. Ekki er gert ráð fyrir að stórum fjárhæðum yrði komið fyrir með réttum hætti og það gert af hálfu eigendahóps Sorpu og stjórnar sem reyndar fer með ábyrgð á framkvæmdinni (sbr. áréttingu á bls. 37 í framangreindri skýrslu). Ekki er séð í þessari skýrslu að haft hafi verið samband við innri endurskoðanda Sorpu eða aðila í stjórn sem þar sátu þegar ákvarðanir voru teknar á árum áður. Það sem ætti nú við er að stjórn Sorpu segði öll af sér og eigendahópur byggðarsamlagsins huguðu að stöðu sinni og ábyrgð. Það er þyngra en tárum taki að sjá framgang stjórnar og eigenda Sorpu þar sem markmiðið er að hengja bakara fyrir smið í þessu máli öllu saman. Í stýrihópnum sat bæjarstjóri Mosfellsbæjar og fundaði sá hópur aðeins tvisvar á árabilinu 2017 til og með 2019 þrátt fyrir áform um að funda mánaðarlega. Hluta úr skýrslu IER hefur bæjarstjóri Mosfellsbæjar mótmælt á þessum bæjarstjórnarfundi með vísan í nýlegt erindi frá SSH sem vekur margar áleitnar spurningar. Sterkar líkur eru á meiriháttar vangá og tómlæti að ræða af hálfu bæjastjóra Mosfellsbæjar sem sat fh. bæjarins í framangreindum stýrihóp ásamt öðrum sem bera mikla ábyrgð í málinu. Reikna má með því að framangreindir aðilar verði látnir bera sína pólitísku ábyrgð þó síðar verði.Bókun V- og D- lista:
Það var undir forustu stjórnar Sorpu að úttekt var gerð á framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöð og starfsemi félagsins þegar í ljós kom veruleg framúrkeyrsla við byggingu gas- og jarðgerðarstöðvarinnar í júní 2018. Stjórn Sorpu fékk Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til þess að gera úttekt á verkinu og félaginu sem hefur leitt í ljós að upplýsingagjöf til stjórnar var verulega ábótavant.Við teljum að að stjórn Sorpu hafi brugðist rétt við þeirri stöðu sem upp kom, og lýsum við fullum stuðningi við stjórn Sorpu, eigendavettvang SSH og bæjarstjóra Mosfellsbæjar í þessu máli.
2.2. Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá 202001263
Beiðni um leyfi til að reisa og starfrækja auglýsingaskjá á gatnamótum Skarhólabrautar og Vesturlandsvegar, nánar tiltekið sunnan við Vesturlandsveg, öðru hvoru megin við
Skarhólabrautina.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1430. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert? 201912336
Fjölmiðlaverkefni - Hvað getum við gert?
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1430. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga 202001358
Hvatning frá HMS um þætti til að horfa til í uppfærslum sínum á húsnæðisáætlunum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1430. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Samningar vegna tvöföldunar Vesturlandsvegar 2019-2020 201910241
Farið yfir stöðu samningaviðræðna við Vegagerðina
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1430. fundar bæjarráðs samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 290202001022F
Fundargerð 290. fundar fjölskyldunefndar Mosfellsbæjar.
Fundargerð 290. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Akstursþjónusta fatlaðs fólks 202001186
Drög að sameiginlegum reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks og sameiginlegri þjónustulýsingu lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - sameiginlegar reglurFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - þjónustulýsingFylgiskjalErindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólksFylgiskjalMinnisblað til fjölskyldunefndar vegna breytinga á reglum og þjónustulýsingu
3.2. Gjaldskrá akstursþjónustu 2020 202001250
Breytingar á gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks lagðar fyrir
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Ósk um samstarf 201912254
Ósk um samstarf
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Mál tekið upp frá 279. fundi, ásamt umfjöllun öldungaráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt með 9 atkvæðum að fresta staðfestingu á afgreiðslu nefndarinnar þar til áorðnar breytingar hafa verið færðar inn í stefnuna.
3.5. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2946 202001020F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2948 202001026F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 656 202001009F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2020 202001284
Drög að framkvæmdaáætlun fjölskyldunefndar 2020.
Málið er sett á dagskrá að beiðni fulltrúa C lista með fyrirvara um samþykki fundarins á að málið sé tekið fyrirNiðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 290. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 508202001034F
Fundargerð 508. fundar skipulagsnefndar.
Fundargerð 508. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Lóðamál Reykjahvols 35 og réttarstaða lóðanna Reykjahvoll 37 og 39 201708283
Lögð fyrir gögn frá Guðmundi Lárussyni með ósk um breytta afmörkun lóða við Reykjahvol 39 og 41
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Æsustaðaland - ósk um gerð deiliskipulags. 201905159
Fyrir liggur deiliskipulagstillaga sem umsækjendur hafa látið vinna. Taka þarf afstöðu til uppbyggingar á umræddu svæði s.s. aðkoma að lóðum og uppbyggingu veitna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Þrastarhöfði 20 - stækkun á húsi 201910003
Borist hefur erindi frá Elíasi Víðissyni dags. 30. september 2019 varðandi breytingu á húsinu að Þrastarhöfða 20.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Suðurá - skipting eignar og ný fasteignanúmer 201912008
Borist hefur erindi frá Consensa fh. landeiganda Suðurá varðandi skiptingu lands og stofnun nýrra fasteignanúmera.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Í Miðdalslandi l.nr. 125323, ósk um skiptingu í 4 lóðir 201605282
Bréf Skipulagssofnunar með athugasemdum við auglýst deiliskipulag lagt fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Kvíslartunga 5 - breyting á deiliskipulagi 201909368
Deiliskipulagsbreyting v/Kvíslartungu 5. Nýjar teikningar lagðar fyrir skipulagsnefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar- og þjónustusvæðis og athafnasvæðis 201908379
Lögð fram umsögn Fiskistofu vegna áhrifa fyrirhugaðs athafnasvæðis í Blikastaðalandi á Úlfarsá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins - tillaga að breytingu á svæðisskipulagi. 201901121
Ósk um staðfestingu Mosfellsbæjar á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr. 1712001
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum. Bæjarfulltrúar M- og L- lista greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins í bæjastjórn Mosfellsbæjar tekur undir bókun fulltrúa M-, og L-lista í skipulagsnefnd Mosfellsbæjar varðandi Sundabraut.
- Fylgiskjal1. A1234-100-U01-Svæðisskipulag-VaxtarmörkÁlfsnes-til staðfestingar.pdfFylgiskjal2. A1234-101-D02-Álfsnes-Umhverfisskýrsla til staðfestingar.pdfFylgiskjal3. A1234-103-U01-Svæðisskipulag-umsagnir og svör.pdfFylgiskjal4. Umsagnir-7.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 /málsnr. 1712001 -MOS.pdfFylgiskjalLokaafgreiðsla á breytingu á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 -MOS.pdfFylgiskjalViljayfirlýsing Sundabraut.pdf
4.9. Bílastæði og leikvöllur Lækjarhlíð 202001342
Lögð fyrir skipulagsnefnd tillaga að fjölgun bílastæða við Lækjarhlíð og endurbótum á leiksvæði
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Ný umferðarlög 2020 201912242
Ný umferðarlög kynnt
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. Breyting á aðalskipulagi og deiliskipulagi - Dalland 123625 201811119
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd hafnar beiðni um breytingu deiliskipulags enda er ekkert deiliskipulag til staðar og nýtt deiliskipulag í samræmi við óskir bréfritara yrði í andstöðu við staðfest aðalskipulag. Skipulagsnefnd felur lögmanni Mosfellsbæjar að vinna að úrlausn kröfu bréfritara um breytingu aðalskipulags og leggja tillögu sína að lausn málsins fyrir næsta fund nefndarinnar." Lögmaður Mosfellsbæjar mætir á fundinn kl. 8:40 og gerir grein fyrir stöðu máls.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 508. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 753. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Menningar- og nýsköpunarnefnd - 15201912009F
Fundargerð 15. fundar menningar- og nýsköpunarnefndar.
Fundargerð 15. fundar menningar- og nýsköpunarnefdar lögð fram til afgreiðslu á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar 2019 202001252
Ársskýrsla Bókasafns Mosfellsbæjar lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar menningar- og nýsköpunarnefdar samþykkt með níu atkvæðum á 753. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Endurskoðun menningarstefnu Mosfellsbæjar 201809317
Drög að Menningarstefnu Mosfellsbæjar 2020-2024 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar menningar- og nýsköpunarnefdar samþykkt með níu atkvæðum á 753. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Lista- og menningarsjóður - uppgjör ársins 2019 202001251
Lagt fram uppgjör Lista- og menningarsjóðs fyrir árið 2019.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar menningar- og nýsköpunarnefdar samþykkt með níu atkvæðum á 753. fundi bæjarstjórnar.
Almenn erindi
6. Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum201912025
Síðari umræða bæjarstjórnar um breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum.
Breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp vegna laga og reglugerða um mat á umhverfisáhrifum samþykktar með níu atkvæðum eftir tvær umræður í bæjarstjórn.
Fundargerðir til kynningar
7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 390202001025F
Fundargerð 390 afgreiðslufundar byggingarfulltrúa
Fundargerð 390. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Reykjahvoll 27, Umsókn um byggingarleyfi. 201908996
Gunnar Þór Jóhannsson og Þóra Egilsdóttir, Rauðamýri 14, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Reykjahvoll nr. 27, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun 53,9 m², 343,6 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar.
7.2. Skólabraut 6-10, Umsókn um byggingarleyf 201808003
Mosfellsbær, Þverholti 2, sækir um leyfi til að byggja úr timbri tvær færanlegar kennslustofur á lóðinni Skólabraut nr. 6-10, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: 157,2 m², 488,6 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar.
7.3. Vogatunga 53-59, Umsókn um byggingarleyfi. 201806022
Upprisa ehf., Háholti 14, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúsa á lóðinni Vogatunga nr. 53-59, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar.
7.4. Þverholt 27, 29 og 31, Umsókn um byggingarleyfi. 201706014
Byggingafélagið Bakki ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölýlishúss á lóðinni Þverholt nr. 27, 29 og 31, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 390. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar.
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 391202001029F
Fundargerð 391. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð 391. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Heiði- Engjavegur 18, Umsókn um byggingarleyfi 201912225
Steindór Hálfdánarson, Engjavegi 18, sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og skráningu íbúðarhúss á lóðinni Engjavegur nr. 18, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 391. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.2. Hraðastaðavegur 5 umsókn um stöðuleyfi (í bið eftir umsókn) 202001230
Kristmundur Þórisson, Austurkór 94, sækir um stöðuleyfi leyfi fyrir frístundahús sem ætlað er til flutnings á lóðinni Hraðastaðavegur nr.5, í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 391. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.3. Vinnustofa í Álafosskvos - stöðuleyfi fyrir vinnustofu 201912240
Birta Fróðadóttir, Álafossvegi 27, sækir um stöðuleyfi fyrir gám á landi Mosfellsbæjar suð-vestan við lóðarmörk Álafossvegar nr. 24 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 391. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 392202001031F
Fundargerð 392. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð 392. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstög erindi bera með sér.
9.1. Þverholt 2 /Umsókn um byggingarleyfi 202001165
Reitir hf., Kringkunni 4 - 12 Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga innra skipulags 1. hæðar verslunarhúsnæðis á lóðinni Þverholt nr. 2, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 392. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 393202001041F
Fundargerð 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Fundargerð 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Ástu-Sólliljugata 2-4, Umsókn um byggingarleyfi. 201708298
Mosbyggingar ehf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður
samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu
í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.2. Ástu-Sólliljugata 6-8, Umsókn um byggingarleyfi. 201710084
Mosbyggingar ehf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.3. Ástu-Sólliljugata 10-12, Umsókn um byggingarleyfi. 201710086
Mosbyggingar ehf. Borgartúni 20 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjórbýlishúss á lóðinni nr. 10-12 við Ástu-Sólliljugötu
í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.4. Bjarkarholt 25-29, Umsókn um byggingarleyfi 201807232
NMM ehf., Garðastræti 37 Reykjavík, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Bjarkarholt nr. 25-29, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.5. Bugðufljót 9 /Umsókn um byggingarleyfi. 2018084453
Karina ehf., Breiðahvarfi 5 Kópavogi, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.6. Gerplustræti 13-15/ umsókn um byggingarleyfi. 201405141
Birkisalir ehf., Sunnuflöt 16 Garðabæ, sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjölbýlishúss á lóðinni Gerplustræti nr. 13-15, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.7. Sölkugata 19, Umsókn um byggingarleyfi. 201711101
Arnar Hauksson, Sölkugötu 19, um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Sölkugata nr. 19, í samræmi við framlögð gögn. Stækkun
55,7 m², 205,9 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.8. Uglugata 14-20/, Umsókn um byggingarleyfi. 201707216
Björn Björnsson Uglugötu 20 sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúss nr. 20 á lóðinni Uglugata nr. 2-20, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 393. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
11. Fundargerð 417. fundar SORPU bs202001385
fundargerð nr. 417 vegna stjórnarfundar SORPU þann 22. janúar 2020.
Fundargerð 417. fundar SORPU bs. lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarsjórnar.
12. Fundargerð 187. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202001264
Fundargerð 187. stjórnarfundar SHS
Fundargerð 187. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar.
13. Fundargerð 91. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202001420
Fundargerð 91. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Fundargerð 91. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar.
14. Fundargerð 315. fundar Strætó bs202001388
Fundargerð stjórnarfundar nr. 315 ásamt fundargögnum
Fundargerð 315. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 753. fundi bæjarstjórnar.