Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. október 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
  • Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) fræðslusvið
  • Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar

Við upp­haf fund­ar var sam­þykkt með 9 at­kvæð­um að setja mál nr. 7 og 10, kosn­ing í nefnd­ir og ráð og 500. fund­ar­gerð skipu­lags­nefnd­ar, á dagskrá fund­ar­ins.


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023201906024

    Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023.

    Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri, kynnti drög að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 sem bæj­ar­ráð vís­aði til bæj­ar­stjórn­ar til fyrri um­ræðu á 1418. fundi sín­um 24. októ­ber 2019. Bæj­ar­stjóri og for­seti bæj­ar­stjórn­ar þökk­uðu starfs­mönn­um bæj­ar­ins sér­stak­lega fyr­ir fram­lag þeirra við und­ir­bún­ing áætl­un­ar­inn­ar og tóku bæj­ar­full­trú­ar und­ir þakk­ir til starfs­manna.
    ***
    Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa Önnu Sig­ríð­ar Guðna­dótt­ur bæj­ar­full­trúa S-lista við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2020-2023: 1. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að upp­hæð frí­stunda­á­vís­un­ar fyr­ir 67 ára og eldri verði 15.000 krón­ur ár­lega. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar. 2. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að fé­lags­leg heima­þjón­usta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni end­ur­gjalds­laust. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar. 3. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að ráð­inn verði um­boðs­mað­ur íbúa í hlutast­arf. Um­boðs­mað­ur verði sjálf­stæð­ur í störf­um sín­um gagn­vart stjórn­sýslu Mos­fells­bæj­ar og óháð­ur fyr­ir­mæl­um um ein­stök mál. Um­boðs­mað­ur taki til með­ferð­ar ábend­ing­ar og kvart­an­ir bæj­ar­búa og ann­arra þeirra sem eiga í sam­skipt­um við Mos­fells­bæ um það sem bet­ur mætti fara í stjórn­sýslu og þjón­ustu bæj­ar­ins. Þá sjái um­boða­mað­ur um að leið­beina íbú­um í sam­skipt­um við stjórn­sýslu bæj­ar­ins og veita ráð­gjöf varð­andi sam­skipti þeirra við bæj­ar­kerf­ið og þá máls­með­ferð sem Mos­fells­bæ er skylt að veita í máli hverju. Lagt er til að skoð­að verði hvort starf um­boðs­manns gæti ekki sam­rýmst starfs­skyld­um per­sónu­vernd­ar­full­trúa. Emb­ætt­is­mönn­um verði fal­ið að reikna út hvaða áhrif þessi að­gerð hef­ur á tekj­ur bæj­ar­ins og koma með til­lög­ur um hvern­ig megi mæta þess­ari breyt­ingu inn­an ramma fjár­hags­áætl­un­ar. 4. Til­laga: Bæj­ar­full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar legg­ur til að á ár­inu 2020 hefji bæj­ar­stjórn form­lega fundi með stjórn­um hverfa­fé­laga sem starfa í bæn­um. Þá bjóði bær­inn að­stoð sína við að stofna slík sam­tök þar sem þau hafa ekki þeg­ar ver­ið stofn­uð, í sam­ræmi við lið 2.a. i og ii í Lýð­ræð­is­stefnu bæj­ar­ins. Fundað yrði a.m.k. ár­lega með hverri stjórn. Þá aug­lýsi bæj­ar­stjórn al­menna fundi í hverf­um bæj­ar­ins a.m.k. ár­lega þar sem sér­stak­lega yrðu tekin fyr­ir mál­efni sem tengjast við­kom­andi hverfi og brenna á íbú­um. Rök­stuðn­ing­ur fylg­ir til­lög­un­um.
    ***
    Til­lög­ur bæj­ar­full­trúa Lovísu Jóns­dótt­ur bæj­ar­full­trúa C-lista við fyrri um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2020-2023:
    Til­laga 1: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að á næsta ári verði frí­stunda­á­vís­un einn­ig veitt 4 og 5 ára börn­um. Til­laga 2: Lagt er til að þjón­ustu- og sam­skipta­deild Mos­fells­bæj­ar verði fal­ið að und­ir­búa og opna sam­ráðs­gátt íbúa í tengsl­um við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2021. Í sam­ráðs­gátt­inni verð­ur íbú­um Mos­fells­bæj­ar 16 ára og eldri gert kleift að koma með ábend­ing­ar og til­lög­ur í tengsl­um við fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar með ra­f­ræn­um hætti.Kjörn­ir full­trú­ar munu svo hafa ábend­ing­ar frá íbú­um til hlið­sjón­ar við gerð fjár­hags­áætl­un­ar. Þjón­ustu- og sam­skipta­deild verði fal­ið að setja fram til­lög­ur um fram­kvæmd sem send­ar verða bæj­ar­ráði til um­fjöll­un­ar ekki síð­ar en 1. mars 2020. Til­laga 3: Við­reisn í Mos­fells­bæ legg­ur til að stofn­að­ur verði sjóð­ur til styrkt­ar börn­um til íþrótta- og tóm­stund­ar iðkun­ar í Mos­fells­bæ. Sjóð­ur þessi hefði til ráð­stöf­un­ar sem nem­ur allt að 1,5% af fram­lög­um Mos­fells­bæj­ar til íþrótta­fé­laga í bæn­um. Út­hlutað væri úr sjóðn­um eft­ir þörf­um og væri út­hlut­un í hönd­um Fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar sem set­ur regl­ur um út­hlut­un úr sjóðn­um og legg­ur fyr­ir bæj­ar­ráð. Til­laga 4: Lagt er til að heima­síða Mos­fells­bæj­ar verði þýdd á ensku og pólsku. Haf­ist verði handa í upp­hafi árs 2020 við að þýða um­sókn­areyðu­blöð og við­mót í íbúagátt­inni og vinn­unni for­gangsr­að­að þann­ig þau eyðu­blöð og upp­lýs­ing­ar sem varða þjón­ustu sem fólk helst sæk­ir um, svo sem frí­stunda­á­vís­un, skóla­hald og fé­lags­þjón­ustu, verði þýtt fyrst. Til­laga 5: Hafin verði und­ir­bún­ing­ur að því að veita öll­um nem­end­um 1. til 4. bekkj­ar í Mos­fells­bæ tæki­færi á sam­feld­um skóla­degi og að skóla­ár­ið verði 200 dag­ar í öll­um skól­um Mos­fells­bæj­ar. Rök­stuðn­ing­ur fylg­ir til­lög­un­um.
    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með 9 at­kvæð­um að vísa til­lög­um bæj­ar­full­trúa S- og C- lista til um­sagn­ar for­stöðu­manna við­kom­andi fags­viða og að þeim fram komn­um til seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun 2020-2023.
    ***
    Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með 9 at­kvæð­um að vísa fjár­hags­áætlun til síð­ari um­ræðu sem verði 27. nóv­em­ber 2019 og þar verði einn­ig tekin ákvörð­un um út­svar.

Fundargerð

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1417201910020F

    Fund­ar­gerð 1417. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1418201910032F

      Fund­ar­gerð 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 3.1. Frum­varp til laga um barna­vernd­ar­lög 201910245

        Frum­varp til laga um barna­vernd­ar­lög (refs­ing við tálm­un eða tak­mörk­un á um­gengni)

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.2. Skóla­þing sveit­ar­fé­laga 2019 - Hvatn­ing til sveita­stjórna 201910201

        Skóla­þing sveit­ar­fé­laga 2019 - Hvatn­ing til sveita­stjórna

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.3. Þings­álykt­un um bú­setu­ör­yggi í dval­ar- og hjúkr­un­ar­rým­um - beiðni um um­sögn 201910153

        Um­sögn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.4. Um­sögn um til­lögu um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga 2019-2033 og að­gerða­áætlun 2019-2023 201910219

        Til­laga til um­sagn­ar um stefnu­mót­andi áætlun í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga fyr­ir árin 2019?2033 og að­gerða­áætlun fyr­ir árin 2019?2023

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.5. Karl­ar í skúr­um 201910251

        Sam­st­arf Mos­fells­bæj­ar og Rauða kross Ís­lands.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.6. Starfs­dag­ur bæj­ar­skrif­stofa, markmið og heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna 201910299

        Minn­is­blað um fyr­ir­hug­að­ann starfs­dag bæj­ar­skrif­stofa þar sem til út­færslu verða markmið og mið tek­ið af heims­mark­mið­um Sam­ein­uðu þjóð­anna.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.7. Mosó grill - Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is 201910287

        Mosó grill, Há­holti 14 - Um­sagn­ar­beiðni vegna nýs rekstr­ar­leyf­is

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.8. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2020-2023 201906024

        Drög að fjár­hags­áætlun 2020-2023 kynnt fyr­ir bæj­ar­ráði.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.9. Um­sókn­ir um lóð­ir í Leir­vogstungu við Fossa­tungu og Kvísl­artungu 2018 201804017

        Út­hlut­un lóða til að­ila sem dregn­ir voru út nr. 2.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1418. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 4. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 286201910010F

        Fund­ar­gerð 286. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Heima­þjón­usta í Mos­fells­bæ 201603286

          Heima­þjón­usta í Mos­fells­bæ, sam­an­tek um þjón­ustu.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 286. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.2. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 1301 201910016F

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 286. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.3. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 631 201910018F

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 286. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 5. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 368201910027F

          Fund­ar­gerð 368. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Leið­bein­andi álit um tvö­falda skóla­vist barna 201910013

            Leið­bein­andi álit um tvö­falda skóla­vist barna í leik- og grunn­skóla sem unn­ið hef­ur ver­ið af sér­fræð­ing­um Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. Lagt fram til upp­lýs­inga

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 368. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.2. Skóla­skylda grunn­skóla­barna í Mos­fells­bæ 2019-20 201910239

            Lagt fram til upp­lýs­inga

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 368. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.3. Hand­bók um mót­töku nem­enda með ann­að móð­ur­mál en ís­lensku í leik- og grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar 201910243

            Lagt fram til kynn­ing­ar

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 368. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 6. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 499201910023F

            Fund­ar­gerð 499. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 6.1. Að­al­skipu­lag Mos­fells­bæj­ar - end­ur­skoð­un 201809280

              497. fund­ur skipu­lags­nefnd­ar 4.októ­ber 2019 var vinnufund­ur vegna end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags. Lagt fram til um­ræðu drög að grein­ar­gerð eft­ir at­huga­semd­ir og ábend­ing­ar nefnd­ar­manna. Einn­ig lagt fram yf­ir­lit yfir mál sem vísað hef­ur ver­ið til end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags. Hrafn­kell Proppe svæð­is­skipu­lags­stjóri Höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins mæt­ir á fund­inn.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 499. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 7. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 500201910033F

              Fund­ar­gerð 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 7.1. Í Suð­ur Reykjalandi lnr. 125425 - Deili­skipu­lag 201802083

                Á 488. fundi skipu­lags­nefnd­ar 28. júní 2019 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til skoð­un­ar og upp­lýs­ing­ar hvað inn­viði svæð­is­ins svo sem að­komu og vega­gerð, veitu­mál o.fl varð­ar." Lögð fram um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs. Frestað vegna tíma­skorts á 498. fundi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.2. Úr Minna Mos­felli (Sigtún) - deili­skipu­lagsósk 201910056

                Borist hef­ur er­indi frá Sig­urði Skarp­héð­ins­syni dags. 3. októ­ber 2019 varð­andi deili­skipu­lag lóð­ar­inn­ar Sig­túns úr Minna Mos­felli. Frestað vegna tíma­skorts á 498. fundi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.3. Ástu-Sólliljugata 2-12 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201909431

                Borist hef­ur er­indi frá Kristni Ragn­ars­syni fh. lóð­ar­hafa Ástu-Sóllilju­götu 2-12 dags. 26. sept­em­ber 2019 varð­andi breyt­ingu á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð­irn­ar Ástu-Sóllilju­götu 2-12. Frestað vegna tíma­skorts á 498. fundi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.4. Reykja­veg­ur 51 - skipt­ing á lóð. 201910061

                Borist hef­ur er­indi frá Gunn­laugi Jónas­syni ark. fh. lóð­ar­hafa dags. 3. októ­ber 2019 varð­andi skipt­ingu lóð­ar. Frestað vegna tíma­skorts á 498. fundi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.5. Uglugata 14-20 - breyt­ing á deili­skipu­lagi, breytt að­koma 201809165

                Á 485. fundi skipu­lags­nefnd­ar 24. maí synj­aði skipu­lags­nefnd ósk um breyt­ingu deili­skipu­lags á að­komu að Uglu­götu 14-20. Borist hef­ur við­bótar­er­indi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.6. Vefara­stræti 24-30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201711319

                Á 453. fundi skipu­lags­nefnd­ar 19. janú­ar 2018 var tek­ið fyr­ir er­indi Heima­valla ehf. þar sem sótt var um leyfi til að breyta geymsl­um í tvær íbúð­ir. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­aði eft­ir um­sögn skipu­lags­nefnd­ar. Skipu­lags­nefnd synj­að­ir er­ind­inu. Borist hef­ur við­bótar­er­indi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.7. Brekku­land - málun á kant­steini 201910260

                Borist hef­ur er­indi frá um­hverf­is­sviði dags. 18. októ­ber 2019 varð­andi málun á kant­steini við Brekku­land.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.8. Reykja­hvoll 27 - breyt­ing á húsi 201910082

                Borist hef­ur er­indi frá Gunn­laugi Jónas­syni ark. fh. hönd lóð­ar­hafa dags. 4. októ­ber 2019 varð­andi breyt­ingu á hús­inu að Reykja­hvoli 27.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.9. Helga­fells­hverfi - hringtorg við inn­komu í hverf­ið 201910252

                Borist hef­ur er­indi frá El­ín­borgu Jó­hann­es­dótt­ur dags. 16. októ­ber 2019 varð­andi hringtorg við inn­komu í Helga­fells­hverfi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.10. Þver­holt 6 - breyt­ing á lóð­ar­mörk­um 201910224

                Borist hef­ur er­indi frá Ís­lensk banda­ríska ehf. dags. 10. októ­ber 2019 varð­andi breyt­ingu á lóð­ar­mörk­um Þver­holti 6.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.11. Um­sókn um fram­kvæmda­leyfi - reiðstíg­ur á Leir­vogstungu­mel­um 201910170

                Borist hef­ur er­indi frá Sæ­mundi Ei­ríks­syni fh. Hesta­manna­fé­lags­ins Harð­ar dags. 13. októ­ber 2019 varð­andi fram­kvæmda­leyfi fyr­ir reiðstíg á Leir­vogstungu­mel­um.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.12. Torg í Gerplustræti - breyt­ing á deili­skipu­lagi. 2017081506

                Á 487. fundi skipu­lags­nefnd­ar 31. maí 2019 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Lögð var fram til­laga full­trúa L lista Vina Mos­fells­bæj­ar: Lögð er fram til­laga um að hætta við deili­skipu­lags­breyt­ing­una og til vara að fresta henni þar til rök fyr­ir því að taka upp deili­skipu­lag­ið liggja fyr­ir. Full­trú­ar M og L lista sam­þykkja til­lög­una, full­trú­ar V og D lista greiða at­kvæði gegn til­lög­unni með þrem­ur at­kvæð­um. Til­lag­an felld með þrem­ur at­kvæð­um gegn tveim­ur at­kvæð­um." Í ljósi þess að of lang­ur tími er lið­inn frá því að at­huga­semda­fresti við til­lög­una lauk og aug­lýs­ing um sam­þykkt deili­skipu­lags­ins hef­ur ekki birst í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda þarf að aug­lýsa til­lög­una að nýju, sbr. 42. gr. skipu­lagslaga.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.13. Flugu­mýri at­hafna­svæði - nýtt deili­skipu­lag 201612203

                Á 488. fundi skipu­lags­nefnd­ar 28. júní 2019 var gerð eft­ir­far­andi bók­un: "Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa vinna mál­ið áfram ásamt því að kynna það fyr­ir um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar." Lögð fram bók­un um­hverf­is­nefnd­ar sem hljóð­ar svo: "Ólaf­ur Mel­sted skipu­lags­full­trúi kom á fund­inn og kynnti mál­ið.
                Um­hverf­is­nefnd fagn­ar því að unn­ið sé deili­skipu­lag fyr­ir svæð­ið og von­ast til þess að ásýnd svæð­is­ins batni."

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.14. Laxa­tunga 197 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201807172

                dé Fast­eign­ir ehf., kt. 700418-0140, Ár­múli 15 Reykja­vík sæk­ir um breyt­ingu áður sam­þykktra að­al­upp­drátta, fyr­ir ein­býl­is­hús á lóð­inni Laxa­tunga nr. 197, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                Vísað til um­sagn­ar skipu­lagsn­en­fd­ar þar sem er­ind­ið sam­ræm­ist ekki gild­andi deili­skipu­lagi.

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 378 201910015F

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 7.16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 379 201910034F

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 500. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með 9 at­kvæð­um.

              • 8. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 204201910029F

                Fund­ar­gerð 410. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                Almenn erindi

                • 9. Sam­komulag um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um.201909493

                  Síðari umræða bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum.

                  Sam­komulag um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um sem bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar und­ir­rit­aði þann 26. sept­em­ber 2019 með fyr­ir­vara um sam­þykki bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar er sam­þykkt að lokn­um tveim um­ræð­um í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar með 8 at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M- lista greið­ir at­kvæði gegn sam­þykkt sam­komu­lags­ins.

                  Bók­un S-lista: Tíma­mót í sam­starfi rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu urðu með sam­komulag að­il­anna um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sam­komu­lag­ið mark­ar þátta­skil í lofts­lags­mál­um fyr­ir svæð­ið og Ís­land allt og mark­ar þátta­skil í sam­göngu­mál­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. For­gangsr­að­að er í þágu kom­andi kyn­slóða og um­hverf­is­ins með stór­sókn í al­menn­ings­sam­göng­um og efl­ingu hjóla­stíga­nets svæð­is­ins. Markmið sam­komu­lags­ins eru skýr og það er fjár­magn­að þann­ig að fram­kvæmda­tími fer úr 50 árum nið­ur í 15 ár. Næstu skref eru að samn­ings­að­il­ar stofni fé­lag í kring­um fram­kvæmd­irn­ar, fari í hönn­un­ar­ferli og nauð­syn­leg­ar skipu­lags­breyt­ing­ar og hefji síð­an fram­kvæmd­ir.

                  Bók­un V- og D- lista: Sam­komulag rík­is og sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um sam­göngu­fram­kvæmd­ir er tíma­móta­áfangi þar sem sett hef­ur ver­ið fram sam­eig­in­lega sýn á for­gangs­röðun fram­kvæmda. Um er að ræða fram­kvæmd­ir sem snúa að mik­il­væg­um stofn­veg­um, al­menn­ings­sam­göng­um, göngu- og hjóla­stíg­um og að­gerð­um til að auka um­ferð­ar­flæði og bæta ör­yggi. Mik­il­vægt er eins og fram kem­ur í sam­komu­lag­inu að álög­ur á al­menn­ing verði ekki um­fram al­menn­an ávinn­ing not­enda af flýt­ingu fram­kvæmda. Fyr­ir Mos­fells­bæ er ánægju­legt að tvö­föld­un Vest­ur­lands­veg­ar í gegn­um bæ­inn verði að veru­leika, fram­kvæmd­ir við stofn­vegi að Mos­fell­bæ verði flýtt til að minnka bið­tíma og Borg­ar­lína til Mos­fell­bæj­ar verði að veru­leika.

                  Bók­un M-lista: Full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fells­bæ vill árétta að ,,Sam­komulag um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu" er van­bú­ið og ekki nægj­an­leg gögn til­tæk til að kjörn­ir full­trú­ar eigi að geta tek­ið upp­lýs­andi ákvörð­un um kostn­að og áhættu varð­andi þetta ann­ars áhuga­verða verk­efni sbr. 10. gr. Stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993. Þar seg­ir m.a.: ,,Stjórn­vald skal sjá til þess að mál sé nægj­an­lega upp­lýst áður en ákvörð­un er tekin í því". Eng­in gögn liggja að baki þess­um áform­um er varð­ar fram­kvæm­ar- og fjár­hags­áhættu sem aug­ljós­lega er til stað­ar sem og fjöl­marga aðra áhættu­þætti. Árétta skal að hvert og eitt stjórn­vald ber ábyrgð á að vinna til­svar­andi gögn sem tek­ið er fyr­ir hverju sinni sem telja megi nauð­syn­leg áður en ákvörð­un er tekin. Að auki skal áréttað að Sunda­braut hef­ur ver­ið frestað og verð­ur ekki hluti af þessu verk­efni sem er mjög mið­ur fyr­ir Mos­fell­inga.

                  Bók­un Stefáns Óm­ars Jóns­son­ar, bæj­ar­full­trúa L lista Vina Mos­fells­bæj­ar: Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar vill ekki leggja stein í götu fyr­ir­liggj­andi sam­komulag rík­is og sveit­ar­fé­laga um skipu­lag og fjár­mögn­un upp­bygg­ing­ar á sam­göngu­inn­við­um til og með árs­ins 2033, í þeirri von að þau at­riði í fyr­ir­liggj­andi sam­komu­lagi sem enn­þá eru ekki fullút­færð og eða óljós, fái við­un­andi lend­ingu. Bæj­ar­full­trú­inn vill þar með ekki bregða fæti fyr­ir þau verk­efni í sam­komu­lag­inu sem horfa til fram­fara að hans mati svo sem upp­bygg­ingu mann­virkja sem greiða eiga fyr­ir um­ferð og beð­ið hafa allt of lengi. Bæj­ar­full­trú­inn áskil­ur sér þó all­an rétt og fyr­ir­vara hvað varð­ar: -End­an­lega nið­ur­stöðu varð­andi stofn- og rekstr­ar­kostn­að­ar, og þá fyrst og fremst borg­ar­línu og Strætó, þeg­ar sá kostn­að­ur ligg­ur fyr­ir. -Hvað varð­ar fyr­ir­komulag þess fé­lags sem stofna á -Hvað varð­ar um­boð til SSH að koma fram f.h. sveit­ar­fé­lag­anna -Hvað varð­ar að­komu sveit­ar­fé­lag­anna, og kjör­inna full­trúa, á samn­ings­tím­an­um að ákvarð­ana­töku, og -Hvað varð­ar út­færslu svo­kall­aðra flýti- og um­ferð­ar­gjalda sem skatt­greið­end­um/ bif­reiða­eig­end­um er ætlað að bera, svo eitt­hvað sé nefnt. Bæj­ar­full­trú­inn von­ar af ein­lægni að af gerð vilja­yf­ir­lýs­ing­ar milli sveit­ar­fé­lag­anna og rík­is­ins varð­andi Sunda­braut, sem skipu­lags­nefnd átti frum­kvæði að og bæj­ar­stjórn hef­ur stað­fest, að af henni geti orð­ið á næstu vik­um.

                • 10. Kosn­ing í nefnd­ir og ráð201806075

                  Breytingar á skipan bæjarráðs.

                  Fram kem­ur til­laga um að Ás­geir Sveins­son bæj­ar­full­trúi taki við for­mennsku í bæj­ar­ráði af Kol­brúnu Þor­steins­dótt­ur en hún taki við stöðu vara­formanns bæj­ar­ráðs af hon­um.

                  Ekki koma fram að­r­ar til­lög­ur og telst hún því sam­þykkt.

                  Bæj­ar­full­trú­ar Við­reisn­ar og Sam­fylk­ing­ar, Lovísa Jóns­dótt­ir og Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir lýsa yfir von­brigð­um með þá ákvörð­un meiri­hluta Vinstri Grænna og Sjálf­stæð­is­flokks­ins að breyta skip­an bæj­ar­ráðs með þeim hætti að fela karl­manni aft­ur fo­mennsku í bæj­ar­ráði eft­ir ein­ung­is 4 mán­aða for­mennsku konu. Í bæj­ar­stjórn þar sem ein­ung­is tveir af níu bæj­ar­full­trú­um eru kon­ur þá er það sér­stakt áhyggju­efni að eng­in kona sé í neinu af þrem­ur æðstu embætt­um bæj­ar­ins.

                  Fundargerðir til kynningar

                  • 11. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 379201910034F

                    Fund­ar­gerð 379. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér

                    • 11.1. Laxa­tunga 197 / Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201807172

                      Idé Fast­eign­ir ehf., kt. 700418-0140, Ár­múli 15 Reykja­vík sæk­ir um breyt­ingu áður sam­þykktra að­al­upp­drátta, fyr­ir ein­býl­is­hús á lóð­inni Laxa­tunga nr. 197, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 379. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 11.2. Skála­hlíð 30, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201702194

                      Litlikriki ehf. Trað­ar­holti 276 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja úr for­steypt­um ein­ing­um ein­býl­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 30 við Skála­hlíð í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð: Íbúð 191,2 m2, bíl­geymsla 42,7 m2, 828,2 m3.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 379. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                    • 12. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 380201910037F

                      Fund­ar­gerð 380. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                      • 12.1. Laut-Dælu­stöðv­arveg­ur 4B, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201806286

                        Bjarni Öss­ur­ar­son og Sigrún Þor­geirs­dótt­ir, Suð­ur­götu 35 Reykja­vík, sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta ein­býl­is­húss á lóð­inni Lind­ar­byggð nr. 30, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki.

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 380. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 12.2. Uglugata 9 og 9a, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201706062

                        Sóltún ehf. Lambhaga­vegi 13 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta par­húss á lóð­inni Uglugata nr. 9 og 9a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 380. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 12.3. Voga­tunga 61-69, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi. 201702253

                        Fag­verk ehf. Spóa­höfða 18 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til breyt­inga áður sam­þykktra að­al­upp­drátta rað­húsa á lóð­inni Voga­tunga nr. 61, 63, 65, 67 og 69, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir breyt­ast ekki

                        Niðurstaða þessa fundar:

                        Af­greiðsla 380. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                      • 13. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar - 15201910022F

                        Fund­ar­gerð 15. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                        • 13.1. Beiðni um um­sögn öld­unga­ráðs, um­sókn Sinn­um um starfs­leyfi 201909297

                          Beiðni um um­sögn vegna um­sókn­ar Sinn­um um starfs­leyfi vegna rekst­urs fé­lags­legr­ar þjón­ustu

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 15. fund­ar öld­unga­ráði sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                        • 13.2. Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara 201801343

                          Hald­ið áfram að fjalla um stefnu í mál­efn­um eldri borg­ara

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Af­greiðsla 15. fund­ar öld­unga­ráði sam­þykkt á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                        • 13.3. Heima­þjón­usta í Mos­fells­bæ 201603286

                          Fé­lags- og heil­brigð­is­þjón­usta í Mos­fells­bæ. Sam­an­tekt um fyr­ir­komulag þjón­ustu við eldri borg­ara.
                          Máli vísað til öld­unga­ráðs til kynn­ing­ar af bæj­ar­ráði Mos­fells­bæj­ar.

                          Niðurstaða þessa fundar:

                          Sam­þykkt með 9 at­kvæð­um að vísa til­lögu öld­unga­ráðs til um­sagn­ar for­stöðu­manns fjöl­skyldu­sviðs sem leggi hana fram við seinni um­ræðu um fjár­hags­áætlun í bæj­ar­stjórn.

                        • 14. Fund­ar­gerð 414. stjórn­ar­fund­ar SORPU201910172

                          Fundargerð 414. stjórnarfundar SORPU

                          Fund­ar­gerð 414. stjórn­ar­fund­ar SORPU lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 15. Fund­ar­gerð 477. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201910238

                          Fundargerð 477. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

                          Fund­ar­gerð 477. fund­ar Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        • 16. Fund­ar­gerð 185. stjórn­ar­fund­ar SHS201910285

                          Fundargerð 185. stjórnarfundar SHS

                          Fund­ar­gerð 185. stjórn­ar­fund­ar SHS lögð fram til kynn­ing­ar á 748. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.