30. október 2019 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) Forseti
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) 1. varaforseti
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) 2. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Pétur Jens Lockton fjármálastjóri
- Guðbjörg Linda Udengard (LU) fræðslusvið
- Heiðar Örn Stefánsson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Við upphaf fundar var samþykkt með 9 atkvæðum að setja mál nr. 7 og 10, kosning í nefndir og ráð og 500. fundargerð skipulagsnefndar, á dagskrá fundarins.
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023201906024
Fyrri umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, kynnti drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar til fyrri umræðu á 1418. fundi sínum 24. október 2019. Bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar þökkuðu starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir til starfsmanna.
***
Tillögur bæjarfulltrúa Önnu Sigríðar Guðnadóttur bæjarfulltrúa S-lista við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020-2023: 1. Tillaga: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að upphæð frístundaávísunar fyrir 67 ára og eldri verði 15.000 krónur árlega. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar. 2. Tillaga: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að félagsleg heimaþjónusta verði veitt þeim sem rétt eiga á henni endurgjaldslaust. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar. 3. Tillaga: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að ráðinn verði umboðsmaður íbúa í hlutastarf. Umboðsmaður verði sjálfstæður í störfum sínum gagnvart stjórnsýslu Mosfellsbæjar og óháður fyrirmælum um einstök mál. Umboðsmaður taki til meðferðar ábendingar og kvartanir bæjarbúa og annarra þeirra sem eiga í samskiptum við Mosfellsbæ um það sem betur mætti fara í stjórnsýslu og þjónustu bæjarins. Þá sjái umboðamaður um að leiðbeina íbúum í samskiptum við stjórnsýslu bæjarins og veita ráðgjöf varðandi samskipti þeirra við bæjarkerfið og þá málsmeðferð sem Mosfellsbæ er skylt að veita í máli hverju. Lagt er til að skoðað verði hvort starf umboðsmanns gæti ekki samrýmst starfsskyldum persónuverndarfulltrúa. Embættismönnum verði falið að reikna út hvaða áhrif þessi aðgerð hefur á tekjur bæjarins og koma með tillögur um hvernig megi mæta þessari breytingu innan ramma fjárhagsáætlunar. 4. Tillaga: Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar leggur til að á árinu 2020 hefji bæjarstjórn formlega fundi með stjórnum hverfafélaga sem starfa í bænum. Þá bjóði bærinn aðstoð sína við að stofna slík samtök þar sem þau hafa ekki þegar verið stofnuð, í samræmi við lið 2.a. i og ii í Lýðræðisstefnu bæjarins. Fundað yrði a.m.k. árlega með hverri stjórn. Þá auglýsi bæjarstjórn almenna fundi í hverfum bæjarins a.m.k. árlega þar sem sérstaklega yrðu tekin fyrir málefni sem tengjast viðkomandi hverfi og brenna á íbúum. Rökstuðningur fylgir tillögunum.
***
Tillögur bæjarfulltrúa Lovísu Jónsdóttur bæjarfulltrúa C-lista við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2020-2023:
Tillaga 1: Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að á næsta ári verði frístundaávísun einnig veitt 4 og 5 ára börnum. Tillaga 2: Lagt er til að þjónustu- og samskiptadeild Mosfellsbæjar verði falið að undirbúa og opna samráðsgátt íbúa í tengslum við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2021. Í samráðsgáttinni verður íbúum Mosfellsbæjar 16 ára og eldri gert kleift að koma með ábendingar og tillögur í tengslum við fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar með rafrænum hætti.Kjörnir fulltrúar munu svo hafa ábendingar frá íbúum til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar. Þjónustu- og samskiptadeild verði falið að setja fram tillögur um framkvæmd sem sendar verða bæjarráði til umfjöllunar ekki síðar en 1. mars 2020. Tillaga 3: Viðreisn í Mosfellsbæ leggur til að stofnaður verði sjóður til styrktar börnum til íþrótta- og tómstundar iðkunar í Mosfellsbæ. Sjóður þessi hefði til ráðstöfunar sem nemur allt að 1,5% af framlögum Mosfellsbæjar til íþróttafélaga í bænum. Úthlutað væri úr sjóðnum eftir þörfum og væri úthlutun í höndum Fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar sem setur reglur um úthlutun úr sjóðnum og leggur fyrir bæjarráð. Tillaga 4: Lagt er til að heimasíða Mosfellsbæjar verði þýdd á ensku og pólsku. Hafist verði handa í upphafi árs 2020 við að þýða umsóknareyðublöð og viðmót í íbúagáttinni og vinnunni forgangsraðað þannig þau eyðublöð og upplýsingar sem varða þjónustu sem fólk helst sækir um, svo sem frístundaávísun, skólahald og félagsþjónustu, verði þýtt fyrst. Tillaga 5: Hafin verði undirbúningur að því að veita öllum nemendum 1. til 4. bekkjar í Mosfellsbæ tækifæri á samfeldum skóladegi og að skólaárið verði 200 dagar í öllum skólum Mosfellsbæjar. Rökstuðningur fylgir tillögunum.
***
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa tillögum bæjarfulltrúa S- og C- lista til umsagnar forstöðumanna viðkomandi fagsviða og að þeim fram komnum til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2020-2023.
***
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun til síðari umræðu sem verði 27. nóvember 2019 og þar verði einnig tekin ákvörðun um útsvar.
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1417201910020F
Fundargerð 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Frumvarp um verslun áfengis og tóbaks - beiðni um umsögn 201910142
Frumvarp um verslun áfengis og tóbaks - beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega 201910157
Tillaga til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega - beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál 201910174
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn 201910153
Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Tré lífsins - minningargarðar 201909420
Könnun á áhuga Mosfellsbæjar á Minningagörðum og afstöðu til opnunar slíks garðs innan sveitarfélagsins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2019 201910173
Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2019
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Yfirfærsla Hafravatnsvegar 201910103
Erindi Vegagerðarinnar um yfirfærslu Hafravatnsvegar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Vinnslusamningur við samning um þjónustu vegna bókasafnskerfis 201810055
Vinnslusamningur við samning um þjónustu vegna bókasafnskerfis
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Fjárfestingaáætlun 2020 til 2023 lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1417. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1418201910032F
Fundargerð 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Frumvarp til laga um barnaverndarlög 201910245
Frumvarp til laga um barnaverndarlög (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni)
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Skólaþing sveitarfélaga 2019 - Hvatning til sveitastjórna 201910201
Skólaþing sveitarfélaga 2019 - Hvatning til sveitastjórna
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Þingsályktun um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum - beiðni um umsögn 201910153
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga 2019-2033 og aðgerðaáætlun 2019-2023 201910219
Tillaga til umsagnar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Karlar í skúrum 201910251
Samstarf Mosfellsbæjar og Rauða kross Íslands.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Starfsdagur bæjarskrifstofa, markmið og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna 201910299
Minnisblað um fyrirhugaðann starfsdag bæjarskrifstofa þar sem til útfærslu verða markmið og mið tekið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Mosó grill - Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis 201910287
Mosó grill, Háholti 14 - Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2020-2023 201906024
Drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 kynnt fyrir bæjarráði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Umsóknir um lóðir í Leirvogstungu við Fossatungu og Kvíslartungu 2018 201804017
Úthlutun lóða til aðila sem dregnir voru út nr. 2.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1418. fundar bæjarráðs samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 286201910010F
Fundargerð 286. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ 201603286
Heimaþjónusta í Mosfellsbæ, samantek um þjónustu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 286. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1301 201910016F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 286. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 631 201910018F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 286. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 368201910027F
Fundargerð 368. fundar fræðslunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna 201910013
Leiðbeinandi álit um tvöfalda skólavist barna í leik- og grunnskóla sem unnið hefur verið af sérfræðingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 368. fundar fræðslunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ 2019-20 201910239
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 368. fundar fræðslunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Handbók um móttöku nemenda með annað móðurmál en íslensku í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar 201910243
Lagt fram til kynningar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 368. fundar fræðslunefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 499201910023F
Fundargerð 499. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Aðalskipulag Mosfellsbæjar - endurskoðun 201809280
497. fundur skipulagsnefndar 4.október 2019 var vinnufundur vegna endurskoðunar aðalskipulags. Lagt fram til umræðu drög að greinargerð eftir athugasemdir og ábendingar nefndarmanna. Einnig lagt fram yfirlit yfir mál sem vísað hefur verið til endurskoðunar aðalskipulags. Hrafnkell Proppe svæðisskipulagsstjóri Höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 499. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 500201910033F
Fundargerð 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Í Suður Reykjalandi lnr. 125425 - Deiliskipulag 201802083
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd vísar erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til skoðunar og upplýsingar hvað innviði svæðisins svo sem aðkomu og vegagerð, veitumál o.fl varðar." Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.2. Úr Minna Mosfelli (Sigtún) - deiliskipulagsósk 201910056
Borist hefur erindi frá Sigurði Skarphéðinssyni dags. 3. október 2019 varðandi deiliskipulag lóðarinnar Sigtúns úr Minna Mosfelli. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.3. Ástu-Sólliljugata 2-12 - breyting á deiliskipulagi 201909431
Borist hefur erindi frá Kristni Ragnarssyni fh. lóðarhafa Ástu-Sólliljugötu 2-12 dags. 26. september 2019 varðandi breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar Ástu-Sólliljugötu 2-12. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.4. Reykjavegur 51 - skipting á lóð. 201910061
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. lóðarhafa dags. 3. október 2019 varðandi skiptingu lóðar. Frestað vegna tímaskorts á 498. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.5. Uglugata 14-20 - breyting á deiliskipulagi, breytt aðkoma 201809165
Á 485. fundi skipulagsnefndar 24. maí synjaði skipulagsnefnd ósk um breytingu deiliskipulags á aðkomu að Uglugötu 14-20. Borist hefur viðbótarerindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.6. Vefarastræti 24-30, Umsókn um byggingarleyfi 201711319
Á 453. fundi skipulagsnefndar 19. janúar 2018 var tekið fyrir erindi Heimavalla ehf. þar sem sótt var um leyfi til að breyta geymslum í tvær íbúðir. Byggingarfulltrúi óskaði eftir umsögn skipulagsnefndar. Skipulagsnefnd synjaðir erindinu. Borist hefur viðbótarerindi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.7. Brekkuland - málun á kantsteini 201910260
Borist hefur erindi frá umhverfissviði dags. 18. október 2019 varðandi málun á kantsteini við Brekkuland.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.8. Reykjahvoll 27 - breyting á húsi 201910082
Borist hefur erindi frá Gunnlaugi Jónassyni ark. fh. hönd lóðarhafa dags. 4. október 2019 varðandi breytingu á húsinu að Reykjahvoli 27.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.9. Helgafellshverfi - hringtorg við innkomu í hverfið 201910252
Borist hefur erindi frá Elínborgu Jóhannesdóttur dags. 16. október 2019 varðandi hringtorg við innkomu í Helgafellshverfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.10. Þverholt 6 - breyting á lóðarmörkum 201910224
Borist hefur erindi frá Íslensk bandaríska ehf. dags. 10. október 2019 varðandi breytingu á lóðarmörkum Þverholti 6.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.11. Umsókn um framkvæmdaleyfi - reiðstígur á Leirvogstungumelum 201910170
Borist hefur erindi frá Sæmundi Eiríkssyni fh. Hestamannafélagsins Harðar dags. 13. október 2019 varðandi framkvæmdaleyfi fyrir reiðstíg á Leirvogstungumelum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.12. Torg í Gerplustræti - breyting á deiliskipulagi. 2017081506
Á 487. fundi skipulagsnefndar 31. maí 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Lögð var fram tillaga fulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Lögð er fram tillaga um að hætta við deiliskipulagsbreytinguna og til vara að fresta henni þar til rök fyrir því að taka upp deiliskipulagið liggja fyrir. Fulltrúar M og L lista samþykkja tillöguna, fulltrúar V og D lista greiða atkvæði gegn tillögunni með þremur atkvæðum. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn tveimur atkvæðum." Í ljósi þess að of langur tími er liðinn frá því að athugasemdafresti við tillöguna lauk og auglýsing um samþykkt deiliskipulagsins hefur ekki birst í B-deild Stjórnartíðinda þarf að auglýsa tillöguna að nýju, sbr. 42. gr. skipulagslaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.13. Flugumýri athafnasvæði - nýtt deiliskipulag 201612203
Á 488. fundi skipulagsnefndar 28. júní 2019 var gerð eftirfarandi bókun: "Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa vinna málið áfram ásamt því að kynna það fyrir umhverfisnefnd Mosfellsbæjar." Lögð fram bókun umhverfisnefndar sem hljóðar svo: "Ólafur Melsted skipulagsfulltrúi kom á fundinn og kynnti málið.
Umhverfisnefnd fagnar því að unnið sé deiliskipulag fyrir svæðið og vonast til þess að ásýnd svæðisins batni."Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.14. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
dé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um breytingu áður samþykktra aðaluppdrátta, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Vísað til umsagnar skipulagsnenfdar þar sem erindið samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 378 201910015F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
7.16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 379 201910034F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 500. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með 9 atkvæðum.
8. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 204201910029F
Fundargerð 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Stígur meðfram Varmá. 201511264
Kynnt tillaga að fyrirkomulagi við vinnu að umhverfisskipulagi við Varmá vegna endurtekins bakkarofs og tillaga að samráði með landeigendum sem aðkomu eiga að málinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Loftgæðamælingar í Mosfellsbæ 201910193
Lagt fram minnisblað frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi og ráðgjafa með tillögu um fyrirkomulag loftgæðamælinga í Mosfellsbæ.
Einar Sveinbjörnsson mætir á fundinn og kynnir málið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Sorphirða Skálahlíð 11 2019081087
Lagt fram erindi Skálatúns 11 varðandi fyrirkomulag sorphirðu við stofnunina
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Ársfundur náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar 2019 201910250
Lagðar fram upplýsingar Umhverfisstofnunar um ársfund náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og Umhverfisstofnunar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
8.5. Endurskoðun á umhverfisstefnu fyrir Mosfellsbæ 201710064
Yfirfarin útgáfugögn umhverfisstefnu Mosfellsbæjar lögð fram til staðfestingar og útgáfu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
8.6. Nýtt leiðarnet fyrir Strætó bs. 201909103
Kynning á nýju leiðarneti fyrir Strætó bs. á höfuðborgarsvæðinu.
Fulltrúar Strætó bs. mæta á fundinn og kynna málið.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
8.7. Álafossvegur 21 - bygging á vegg við Varmá 201910100
Lagt fram erindi frá Aleksöndru Hladum dags. 7. október 2019 varðandi uppsetningu á vegg/girðingu við Álafossveg 21/Varmá.
Málinu vísað til umsagnar umhverfisnefndar á 498. fundi skipulagsnefndar þann 11.október 2019.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 410. fundar umhverfisnefndar samþykkt með 9 atkvæðum á 748. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalFW: Vegg/girðing við ánna Álafossvegg 21.pdfFylgiskjalreceived_740389026389562.pdfFylgiskjalreceived_2365849876965443.pdfFylgiskjalreceived_490329405143697.pdfFylgiskjal20191007_104558.pdfFylgiskjalreceived_483630378890966.pdfFylgiskjalreceived_395351651384506.pdfFylgiskjalAlafosskvos_mynd_veggur.pdf
Almenn erindi
9. Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum.201909493
Síðari umræða bæjarstjórnar Mosfellsbæjar um samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum.
Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum sem bæjarstjóri Mosfellsbæjar undirritaði þann 26. september 2019 með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar Mosfellsbæjar er samþykkt að loknum tveim umræðum í bæjarstjórn Mosfellsbæjar með 8 atkvæðum. Bæjarfulltrúi M- lista greiðir atkvæði gegn samþykkt samkomulagsins.
Bókun S-lista: Tímamót í samstarfi ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu urðu með samkomulag aðilanna um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu. Samkomulagið markar þáttaskil í loftslagsmálum fyrir svæðið og Ísland allt og markar þáttaskil í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Forgangsraðað er í þágu komandi kynslóða og umhverfisins með stórsókn í almenningssamgöngum og eflingu hjólastíganets svæðisins. Markmið samkomulagsins eru skýr og það er fjármagnað þannig að framkvæmdatími fer úr 50 árum niður í 15 ár. Næstu skref eru að samningsaðilar stofni félag í kringum framkvæmdirnar, fari í hönnunarferli og nauðsynlegar skipulagsbreytingar og hefji síðan framkvæmdir.
Bókun V- og D- lista: Samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um samgönguframkvæmdir er tímamótaáfangi þar sem sett hefur verið fram sameiginlega sýn á forgangsröðun framkvæmda. Um er að ræða framkvæmdir sem snúa að mikilvægum stofnvegum, almenningssamgöngum, göngu- og hjólastígum og aðgerðum til að auka umferðarflæði og bæta öryggi. Mikilvægt er eins og fram kemur í samkomulaginu að álögur á almenning verði ekki umfram almennan ávinning notenda af flýtingu framkvæmda. Fyrir Mosfellsbæ er ánægjulegt að tvöföldun Vesturlandsvegar í gegnum bæinn verði að veruleika, framkvæmdir við stofnvegi að Mosfellbæ verði flýtt til að minnka biðtíma og Borgarlína til Mosfellbæjar verði að veruleika.
Bókun M-lista: Fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ vill árétta að ,,Samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu" er vanbúið og ekki nægjanleg gögn tiltæk til að kjörnir fulltrúar eigi að geta tekið upplýsandi ákvörðun um kostnað og áhættu varðandi þetta annars áhugaverða verkefni sbr. 10. gr. Stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Þar segir m.a.: ,,Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því". Engin gögn liggja að baki þessum áformum er varðar framkvæmar- og fjárhagsáhættu sem augljóslega er til staðar sem og fjölmarga aðra áhættuþætti. Árétta skal að hvert og eitt stjórnvald ber ábyrgð á að vinna tilsvarandi gögn sem tekið er fyrir hverju sinni sem telja megi nauðsynleg áður en ákvörðun er tekin. Að auki skal áréttað að Sundabraut hefur verið frestað og verður ekki hluti af þessu verkefni sem er mjög miður fyrir Mosfellinga.
Bókun Stefáns Ómars Jónssonar, bæjarfulltrúa L lista Vina Mosfellsbæjar: Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar vill ekki leggja stein í götu fyrirliggjandi samkomulag ríkis og sveitarfélaga um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum til og með ársins 2033, í þeirri von að þau atriði í fyrirliggjandi samkomulagi sem ennþá eru ekki fullútfærð og eða óljós, fái viðunandi lendingu. Bæjarfulltrúinn vill þar með ekki bregða fæti fyrir þau verkefni í samkomulaginu sem horfa til framfara að hans mati svo sem uppbyggingu mannvirkja sem greiða eiga fyrir umferð og beðið hafa allt of lengi. Bæjarfulltrúinn áskilur sér þó allan rétt og fyrirvara hvað varðar: -Endanlega niðurstöðu varðandi stofn- og rekstrarkostnaðar, og þá fyrst og fremst borgarlínu og Strætó, þegar sá kostnaður liggur fyrir. -Hvað varðar fyrirkomulag þess félags sem stofna á -Hvað varðar umboð til SSH að koma fram f.h. sveitarfélaganna -Hvað varðar aðkomu sveitarfélaganna, og kjörinna fulltrúa, á samningstímanum að ákvarðanatöku, og -Hvað varðar útfærslu svokallaðra flýti- og umferðargjalda sem skattgreiðendum/ bifreiðaeigendum er ætlað að bera, svo eitthvað sé nefnt. Bæjarfulltrúinn vonar af einlægni að af gerð viljayfirlýsingar milli sveitarfélaganna og ríkisins varðandi Sundabraut, sem skipulagsnefnd átti frumkvæði að og bæjarstjórn hefur staðfest, að af henni geti orðið á næstu vikum.
- FylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_um_samgonguaaetlun_2019-2033.pdfFylgiskjalFskj_4_Thingsalyktun_fimm_ara_samgonguaaetlun_2019-2023.pdfFylgiskjalFskj_3_Samningur_SSH_Vegagerdin_20_06_2019.pdfFylgiskjalFskj_2_Uppbygging_samgangna_a_hofudborgarsvaedinu_til_2033.pdfFylgiskjalFskj_1_Viljayfirlysing_15-09-57.pdfFylgiskjal02_Samkomulag_almenningss_hofudborgarsvaedinu_Undirritad.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_undirritad.pdfFylgiskjal01_Samkomulag_framkvæmdaaetlun_undirritud.pdfFylgiskjalGreinargerð með bókun M lista.pdf
10. Kosning í nefndir og ráð201806075
Breytingar á skipan bæjarráðs.
Fram kemur tillaga um að Ásgeir Sveinsson bæjarfulltrúi taki við formennsku í bæjarráði af Kolbrúnu Þorsteinsdóttur en hún taki við stöðu varaformanns bæjarráðs af honum.
Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Bæjarfulltrúar Viðreisnar og Samfylkingar, Lovísa Jónsdóttir og Anna Sigríður Guðnadóttir lýsa yfir vonbrigðum með þá ákvörðun meirihluta Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokksins að breyta skipan bæjarráðs með þeim hætti að fela karlmanni aftur fomennsku í bæjarráði eftir einungis 4 mánaða formennsku konu. Í bæjarstjórn þar sem einungis tveir af níu bæjarfulltrúum eru konur þá er það sérstakt áhyggjuefni að engin kona sé í neinu af þremur æðstu embættum bæjarins.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 379201910034F
Fundargerð 379. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér
11.1. Laxatunga 197 / Umsókn um byggingarleyfi. 201807172
Idé Fasteignir ehf., kt. 700418-0140, Ármúli 15 Reykjavík sækir um breytingu áður samþykktra aðaluppdrátta, fyrir einbýlishús á lóðinni Laxatunga nr. 197, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 379. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
11.2. Skálahlíð 30, Umsókn um byggingarleyfi 201702194
Litlikriki ehf. Traðarholti 276 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 30 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn. Stærð: Íbúð 191,2 m2, bílgeymsla 42,7 m2, 828,2 m3.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 379. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
12. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 380201910037F
Fundargerð 380. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
12.1. Laut-Dælustöðvarvegur 4B, Umsókn um byggingarleyfi. 201806286
Bjarni Össurarson og Sigrún Þorgeirsdóttir, Suðurgötu 35 Reykjavík, sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta einbýlishúss á lóðinni Lindarbyggð nr. 30, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 380. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
12.2. Uglugata 9 og 9a, Umsókn um byggingarleyfi. 201706062
Sóltún ehf. Lambhagavegi 13 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta parhúss á lóðinni Uglugata nr. 9 og 9a, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 380. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
12.3. Vogatunga 61-69, Umsókn um byggingarleyfi. 201702253
Fagverk ehf. Spóahöfða 18 Mosfellsbæ sækja um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta raðhúsa á lóðinni Vogatunga nr. 61, 63, 65, 67 og 69, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 380. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
13. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 15201910022F
Fundargerð 15. fundar öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu á 748. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
13.1. Beiðni um umsögn öldungaráðs, umsókn Sinnum um starfsleyfi 201909297
Beiðni um umsögn vegna umsóknar Sinnum um starfsleyfi vegna reksturs félagslegrar þjónustu
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar öldungaráði samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
13.2. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Haldið áfram að fjalla um stefnu í málefnum eldri borgara
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 15. fundar öldungaráði samþykkt á 748. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
13.3. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ 201603286
Félags- og heilbrigðisþjónusta í Mosfellsbæ. Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara.
Máli vísað til öldungaráðs til kynningar af bæjarráði Mosfellsbæjar.Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt með 9 atkvæðum að vísa tillögu öldungaráðs til umsagnar forstöðumanns fjölskyldusviðs sem leggi hana fram við seinni umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.
14. Fundargerð 414. stjórnarfundar SORPU201910172
Fundargerð 414. stjórnarfundar SORPU
Fundargerð 414. stjórnarfundar SORPU lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
15. Fundargerð 477. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu201910238
Fundargerð 477. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Fundargerð 477. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
16. Fundargerð 185. stjórnarfundar SHS201910285
Fundargerð 185. stjórnarfundar SHS
Fundargerð 185. stjórnarfundar SHS lögð fram til kynningar á 748. fundi bæjarstjórnar.
- FylgiskjalFundargerð 185. stjórnarfundar SHS.pdfFylgiskjalFundargerð 185. stjórnarfundar SHS.pdfFylgiskjalSHS 185 1.1 Fjárhagsáætlun SHS samstæðu 2020, seinni umræða.pdfFylgiskjalSHS 185 2.1 Gjaldskrá SHS 2020 undirrituð.pdfFylgiskjalSHS 185 2.2 Minnisblað vegna gjaldskrár 2020.pdfFylgiskjalSHS 185 3.1 Dreifing áhættu í rekstri SHS, árangursskýrsla.pdfFylgiskjalSHS 185 4.1 Innra eftirlit SHS, árangursskýrsla.pdfFylgiskjalSHS 185 5.1 Eftirfylgni starfsánægjukönnunar SHS.pdfFylgiskjalSHS 185 6.1 Slökkvibifreiðar.pdf