16. júní 2020 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. MST-CAN-innleiðing202003346
Innleiðing á fjölkerfameðferð við ofbeldi og vanrækslu (MST-CAN) verklags í barnaverndarmálum
Fjölskyldunefnd lýsir yfir ánægju með að það standi Mosfellsbæ til boða að taka þátt í innleiðingu fjölkerfameðferðar í málum barna sem búa við ofbeldi og vanrækslu og samþykkir þátttöku sveitarfélagsins.
2. Covid-19 stöðuskýrsla fjölskyldusviðs202004005
Samantekt vegna þjónustu maí mánaðar lögð fyrir til kynningar.
Stöðuskýrsla fjölskyldusviðs um áhrif COVID-19 lögð fram.
4. Aukið félagsstarf fullorðinna vegna Covid-19202005301
Umsókn um fjárframlag til félagsmálaráðuneytisins til að auka félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 og afgreiðsla umsóknar
Umsókn um fjárframlag til félagsmálaráðuneytisins til að auka félagsstarf fullorðinna sumarið 2020 vegna COVID-19 og afgreiðsla umsóknar lögð fram. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til öldungaráðs til umfjöllunar og kynningar.
5. Stuðningur til barna á tímum Covid-19202005300
Umsókn um fjárframlag til félagsmálaráðuneytisins til að auka félagsstarf barna í viðkvæmri stöðu vegna COVID-19 og afgreiðsla umsóknar.
Umsókn um fjárframlag til félagsmálaráðuneytisins til að auka félagsstarf barna í viðkvæmri stöðu vegna COVID-19 og afgreiðsla umsóknar lögð fram til kynningar. Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til kynningar og umfjöllunar til ungmennaráðs.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
3. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Mál tekið upp að nýju frá 753. fundi bæjarstjórnar með breytingum.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til bæjarstjórnar til samþykktar og öldungaráðs til kynningar.