23. júlí 2020 kl. 07:30,
fundarherbergi bæjarráðs
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 1. varamaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) áheyrnarfulltrúi
- Þóra Margrét Hjaltested embættismaður
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fasteignamat 2021202007005
Bréf frá Þjóðskrá Íslands með upplýsingum um fasteignamat fyrir árið 2021.
Bréf Þjóðskrár Íslands varðandi fasteignamat ársins 2021 lagt fram. Í fylgigögnum kemur fram að heildarfasteignamat í Mosfellsbæ hækkar um 2.2% milli áranna 2020 og 2021.
2. Undirbúningur friðlýsingar - Þerney og Álfsnes202007198
Bréf frá Minjastofnun vegna undirbúnings friðlýsingar Þerneyjar og Álfsnes. Umsagnarfrestur til 27. ágúst 2020.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að fela umhverfisstjóra Mosfellsbæjar að vinna umsögn um málið.
3. Desjamýri - Umsókn um atvinnuhúsalóð202007189
Niðurstöður úthlutunar lóða við Desjamýri.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að samþykkja tilboð frá Eldey Invest ehf. í lóðina Desjamýri 12.
4. Kosning í nefndir og ráð201806075
Ósk frá fulltrúa V-lista um breytingar á nefndarmönnum listans í fjölskyldunefnd og notendaráði fatlaðs fólks.
Fjölskyldunefnd. Fram kemur tillaga um að í stað Katrínar Sifjar Oddgeirsdóttur fulltrúa V-lista í fjölskyldunefnd komi Harpa Lilja Júníusdóttir og verði jafnframt varaformaður nefndarinnar. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Notandaráð fatlaðs fólks. Fram kemur tillaga um að í stað Katrínar Sifjar Oddgeirsdóttur fulltrúa V-lista í notendaráði fatlaðs fólks komi Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir. Ekki koma fram aðrar tillögur og telst hún því samþykkt.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 18. fundur202006037F
Fundargerð 18. fundar öldungaráðs lögð fram til staðfestingar á 1452. fundi bæjarráðs.
Fundargerð 18. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Vísað til öldungaráðs til kynningar af fjölskyldunefnd
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar öldungarráðs lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
5.2. Starfsáætlun öldungaráðs 2020 202006328
Starfsáætlun ársins 2020 lögð fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar öldungarráðs lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
5.3. Aukið félagsstarf fullorðinna vegna Covid-19 202005301
Máli vísað til kynningar fyrir öldungaráð frá fjölskyldunefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar öldungarráðs lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
5.4. Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um stuðningsþjónustu 201909191
Fundur Bæjarstjórnar nr. 746 sendi málið til kynningar Öldungaráðs
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 18. fundar öldungarráðs lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
Fundargerðir til kynningar
6. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 42. fundur202007013F
Fundargerð 42. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
Fundargerð 42. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Sunnukriki umsókn um lóð undir dreifistöð 202003500
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting fyrir dreifistöð að Sunnukrika 4 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa, framkvæmdaraðila.
Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 42. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
6.2. Vogatunga 58-60 - breytingar á lóð 202005366
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar samþykkti á 516. fundi nefndarinnar að deiliskipulagsbreyting vegna lóðamarka í Vogatungu 58 og 60 yrði auglýst skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagstillagan var kynnt með dreifibréfi grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. skipulagslaga sem borið var út til nærliggjandi lóðarhafa og íbúa.
Breytingin var einnig kynnt á vef sveitarfélagsins, mos.is, en uppdrættir voru bæði aðgengilegir þar sem og á upplýsingatorgi Mosfellsbæjar að Þverholti 2. Athugasemdafrestur var frá 10. júní til og með 9. júlí 2020.
Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 42. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
7. Fundargerð 499. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202007223
Fundargerð 499. stjórnarfundar samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
Fundargerð 499. stjórnarfundar samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
8. Fundargerð 56. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis202007188
Fundargerð 56. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
Fundargerð 56. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis lögð fram til kynningar á 1452. fundi bæjarráðs.
- FylgiskjalFundargerð 56. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis.pdfFylgiskjalUmsögn vegna hundageymslu í Egilsmóa.pdfFylgiskjalSjónarmið Hundasleða Íslands_Land_AMI.pdfFylgiskjalMatvælastofnun umsögn.pdfFylgiskjalletter from dog Sledding Iceland.pdfFylgiskjalHeilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis 2019_aritad.pdf