9. febrúar 2022 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Hafsteinn Pálsson (HP) 2. varabæjarfulltrúi
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 1. varabæjarfulltrúi
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Michele Rebora (MR) 2. varamaður
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1520202201023F
Fundargerð 1520. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 798. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Stafræn húsnæðisáætlun 202112006
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Nýting lóðar í Bjarkarholti vegna menningarhúss og kirkju 202201208
Tillaga að næstu skrefum varðandi nýtingu lóðar í Bjarkarholti.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun C- og S-lista:
Það er jákvætt að skoða hvort byggja eigi menningarhús í Mosfellsbæ hvort sem ráðist verður í svo stóra fjárfestingu á næstunni eða ekki þá er ljóst að það er þörf á slíku húsi. Hins vegar er skrítið að dusta rykið af tólf ára gamalli tillögu að skoða hvort hún er nothæf eins og bæjarstjóra er falið að gera. Það væri nær að ef fara á í það að byggja menningarhús í Mosfellsbæ að það verði farið í samkeppni um hönnun þess sem byggir á þörfum ársins 2022 en ekki 2007 og skoða í samhengi við uppbyggingu Hlégarðs.***
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.1.3. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2022-2033 á Suðvesturlandi 202109427
Tillaga að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs lögð fram til formlegrar staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Stefna og aðgerðaráætlun höfuðborgarsvæðisins í loftslagsmálum lögð fram til umræðu og ábendinga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Samræming úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu - sóknaráætlun 202101312
Skýrsla um samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar. Jafnframt er lögð fram til afgreiðslu ákvörðun um þátttöku í vinnu við samræmingu úrgangsflokkunar á höfuðborgarsvæðinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Endurnýjun samstarfssamnings sveitarfélaga um rekstur skíðasvæðanna 202201456
Endurnýjaður samstarfssamningur um rekstur skíðasvæðanna er lagður fram til staðfestingar. Þá eru drög að samningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við ÍTR varðandi starfsemi skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Frumvarp til laga um almannavarnir - beiðni um umsögn 202201479
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannavarnir - beiðni um umsögn fyrir 3. febrúar nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Frumvarp til laga um loftferðir - beiðni um umsögn 202201481
Frumvarp til laga um loftleiðir - beiðni um umsögn fyrir 3. febrúar nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1520. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1521202201029F
Fundargerð 1521. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 798. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Stafræn húsnæðisáætlun 202112006
Drög að stafrænni húsnæðisáætlun Mosfellsbæjar lögð fram til samþykktar. Máli frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1521. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Kæra til ÚUA vegna höfnunar byggingarfulltrúa á að beita úrræðum skv. 1. mgr. 56 .gr. laga um mannvirki - mál nr. 130_2021 202108209
Niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna höfnunar byggingarfulltrúa að beita úrræðum mannvirkjalaga lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1521. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Fyrirspurn um endurbætur á Jónstóttarvegi að Gljúfrasteini 202201615
Fyrirspurn stjórnar Gljúfrasteins er varðar endurbætur á Jónstóttarvegi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1521. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál 202201527
Tillaga til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldi - umsagnarfrestur er 8. febrúar nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1521. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara 202201562
Tilllaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingarvernd í kjölfar náttúruhamfara - umsagnarfrestur er 3. febrúar nk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1521. fundar bæjarráðs samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 558202201028F
Fundargerð 558. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 798. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Sunnukriki 7 - ósk um íbúðir 202112368
Borist hefur erindi frá Guðjóni Magnússyni, dags. 22.12.2021, f.h. lóðarhafa að Sunnukrika 7, með ósk um íbúðir á efri hæðum Sunnukrika 7 innan miðsvæðis 401-M.
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa ásamt tillögu að skipulagslýsingu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
3.2. Orkugarður - hugmyndir að uppbyggingu í Reykjahverfi 202101213
Á 1513. fundi bæjarráðs var tekin ákvörðun um að setja upp Orkugarð í Reykjahverfi í samvinnu við Veitur ohf. Á fundinum var skipulagsnefnd falið að vinna að nánari útfærslu og deiliskipulagi fyrir Orkugarðinn. Hjálögð er undirrituð viljayfirlýsing til kynningar.
Málinu var frestað á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Leirvogstunga 35 - ósk um auka fastanúmer 202201016
Erindi hefur borist frá Óskari Jóhanni Sigurðssyni, dags. 03.01.2022, með ósk um deiliskipulagsbreytingu fyrir Leirvogstungu 35.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Krókatjörn L125143 - ósk um gerð deiliskipulags 202201331
Borist hefur erindi frá, Hrafni Bjarnasyni, dags. 13.01.2022, með ósk um gerð deiliskipulags og uppskiptingu frístundalóðar við Krókatjörn L125143.
Málinu var frestað vegna tímaskorts á síðasta fundi nefndarinnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Hamraborg - deiliskipulag 201810282
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa og kynna nýtt deiliskipulag fyrir Hamraborg við Langatanga.
Athugasemdafrestur var frá 28.10.2021 til og með 12.12.2021.
Deiliskipulagið var kynnt í Mosfellingi, Lögbirtingarblaðinu og á vefnum mos.is. Dreifibréf voru send á Hamraborg, Hamratanga 9, 11, 13, 15 og lóðarhafa Langatanga 1, 3 og 5.
Lagðar eru fram til kynningar umsagnir Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis dags. 14.12.2021, Vegagerðarinnar, dags. 08.12.2021, umsögn Svæðisskipulagsnefndar, dags. 07.12.2021.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum, bæjarfulltrúi M-lista sat hjá við atkvæðagreiðsluna.
- FylgiskjalGreinargerð deiliskipulags HamraborgarFylgiskjalSkýringaruppdráttur deiliskipulags HamraborgarFylgiskjalDeiliskipulagsuppdráttur HamraborgarFylgiskjalUmsögn HeilbrigðiseftirlitsFylgiskjalUmsögn VegagerðarinnarFylgiskjalUmsögn Svæðisskipulagsnefndar.pdfFylgiskjalHamraborg við Langatanga ? nýtt deiliskipulag - Athugasemdafrestur er frá 28. október til og með 12. desember 2021..pdf
3.6. Háeyri 1-2 - breyting á deiliskipulagi 202108920
Lögð er fram tillaga að aðal- deiliskipulagsbreytingu til kynningar og afgreiðslu fyrir íbúðarsvæði 330-Íb, Háeyri 1-2, þar sem breyta á einbýlishúsalóðum í parhúsalóðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Hafravatnsvegur - lagfæringar 202106030
Borist hefur umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu bundins slitlags Hafravatnsvegar (431-01), frá Nesjavallaleið að Úlfarsfellsvegi. Meðfylgjandi er kynningarskýrsla framkvæmdarinnar ásamt ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Miðdalsland I R L226627 - ósk um skiptingu lands 202201557
Borist hefur erindi frá Tryggva Einarssyni, dags. 27.01.2022, með ósk um uppskiptingu lands L226627 og stofnun tveggja nýrra lóða í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Seljadalsvegur Í Miðdal 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201397
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Hjálagt er minnisblað skipulagsfulltrúa fyrir Seljadalsveg Í Miðdal 4, 6, 10 og 12.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Seljadalsvegur Í Miðdal 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201398
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 17.01.2022, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.11. Seljadalsvegur Í Miðdal 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111249
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.12. Seljadalsvegur Í Miðdal 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111248
Borist hefur umsókn um byggingarleyfi frá Reykjamel ehf, dags. 11.11.2021, fyrir frístundahús við Seljadalsveg. Umsókninni var vísað til umsagnar skipulagsnefndar af 461. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem teikningar eru ekki í samræmi við deiliskipulag.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.13. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 460 202201025F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.14. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 461 202201032F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 558. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 798. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 460202201025F
Fundargerð 460. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Kvíslartunga 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111334
Fanndalur ehf. Kleppsvegi 24 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einbýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Kvíslartunga nr. 28, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: Íbúð 336,5 m², bílgeymsla 46,0 m², 935,56 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 460. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Brattahlíð 24-30 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Trébúkki ehf. 202106095
Tré-Búkki ehf. Suðurhúsum 2 Reykjavík sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta fjögura raðhúsa á lóðinni Brattahlíð nr. 24-30 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 460. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar.
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 461202201032F
Fundargerð 461. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Hlíðarás 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202110098
Hannes E Halldórsson Hlíðarási 9 sækir um leyfi til breyttrar notkunar og skráningar tveggja hæða einbýlishúss á lóðinni Hlíðarás nr. 9, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir breytast ekki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 461. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Seljadalsvegur Í Miðdal 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201397
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á tveimur hæðum á lóðinni Seljadalsvegur nr. 4 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 125,1 m², 438,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 461. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Seljadalsvegur Í Miðdal 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202201398
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á tveimur hæðum á lóðinni Seljadalsvegur nr. 6 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 125,1 m², 438,8 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 461. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Seljadalsvegur Í Miðdal 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111249
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á einni hæð á lóðinni Seljadalsvegur nr. 10 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 124,1 m², 444,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 461. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Seljadalsvegur Í Miðdal 12 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202111248
Reykjamelur ehf. Engjavegi 10 sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu og timbri frístundahús á einni hæð á lóðinni Seljadalsvegur nr. 4, í samræmi við framlögð gögn. Stærðir: 124,1 m², 444,3 m³.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 461. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar.
6. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 28202201003F
Fundargerð 28. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs 2021 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar
6.2. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Virk þátttaka - stefna í málefnum eldri borgara
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 28. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar
7. Fundargerð 351. fundar Strætó bs202202052
Fundargerð 351. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 351. fundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
8. Fundargerð 237. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202202071
Fundargerð 237. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 237. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
9. Fundargerð 398. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæðanna202201560
Fundargerð 398. fundar Samstarfsnefnda skíðasvæðanna lögð fram til kynningar.
Fundargerð 398. fundar Samstarfsnefnda skíðasvæðanna lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
10. Fundargerð 236. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202202069
Fundargerð 236. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 236. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 789. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 235. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202202068
Fundargerð 235. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 235. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 234. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202202067
Fundargerð 234. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 234. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 233. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins202201563
Fundargerð 233. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 233. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 798. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
- FylgiskjalSHS 233 0.2 Fundargerð stjórnarfundar 17.12.21 undirrituð.pdfFylgiskjalSHS 233 1.1 Álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks.pdfFylgiskjalSHS 233 1.2 Álagsgreiðslur ósk um endurskoðun.pdfFylgiskjalSHS 233 2.1 Viðræðuáætlun SÍ og SHS.pdfFylgiskjalSHS 233 2.2 Fjögur mikilvæg atriði áf. 1 í viðræðuáætlun.pdf