Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. maí 2022 kl. 16:35,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
  • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
  • Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Haraldur Sverrisson aðalmaður
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Afbrigði

  • 1. Árs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar 2021202202325

    Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2021.

    Rekstr­ar­reikn­ing­ur A og B hluta: Rekstr­ar­tekj­ur: 14.436 m.kr. Laun og launa­tengd gjöld 6.952 m.kr. Hækk­un líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar 527 m.kr. Ann­ar rekstr­ar­kostn­að­ur 6.010 mkr. Af­skrift­ir 522 m.kr. Fjár­magns­gjöld 961 m.kr. Tekju­skatt­ur 24,5 m.kr. Rekstr­arnið­ur­staða nei­kvæð um 562 m.kr. Efna­hags­reikn­ing­ur A og B hluta: Eign­ir alls: 26.050 m.kr. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar: 19.426 m.kr. Eig­ið fé: 6.625 m.kr.

    Sam­þykkt með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista sat hjá við af­greiðsl­una.

    ***

    Bók­un D- og V-lista:
    Al­menn­ur rekst­ur Mos­fells­bæj­ar gekk vel á ár­inu 2021 og var í sam­ræmi við þau markmið um þjón­ustu við íbúa sem sett voru. Skatt­tekj­ur voru um­tals­vert meiri en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir og þar vega út­svar­s­tekj­ur mest sem end­ur­spegl­ar hrað­ari við­snún­ing at­vinnu­lífs­ins í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Hækk­un reikn­aðr­ar líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar og áhrif verð­lags­hækk­ana á af­komu sveit­ar­fé­lags­ins eru hins veg­ar meiri en gert var ráð fyr­ir í áætlun árs­ins og draga úr já­kvæð­um áhrif­um á rekstr­arnið­ur­stöðu árs­ins.

    Veltufé frá rekstri var já­kvætt um 1.131 millj­ón­ir sem er 645 millj­ón­um betri nið­ur­staða en fjár­hags­áætlun gerði ráð fyr­ir. Þetta gerði það að verk­um að lántaka varð minni en áætlað var þar sem rekst­ur­inn skil­aði meiri fjár­mun­um til fram­kvæmda.

    Rekst­ur mála­flokka gekk vel og er í góðu sam­ræmi við fjár­hags­áætlun. Þá voru um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir í gangi á ár­inu bæði til þess að geta tek­ið við fjölg­un íbúa og til að byggja frek­ar upp inn­viði sveit­ar­fé­lags­ins.

    Árs­reikn­ing­ur fyr­ir árið 2021 varp­ar ljósi á sterka stöðu Mos­fells­bæj­ar til að mæta þeirri fjár­hags­legu ágjöf sem heims­far­ald­ur­inn olli. Skatt­tekj­ur juk­ust á ár­inu um­fram áætlan­ir sem end­ur­spegl­ar hrað­ari við­snún­ing at­vinnu­lífs­ins í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins. Á móti veg­ur að trygg­inga­stærð­fræði­leg út­tekt leið­ir til þess að líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar hækka sem hef­ur áhrif á nið­ur­stöð­ur árs­ins. Við vilj­um nota tæki­fær­ið og þakka starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar, fyr­ir þeirra þátt í þeim ár­angri sem við höf­um náð.

    ***

    Bók­un S-lista
    Nið­ur­staða árs­reikn­ings 2021 er ásætt­an­leg. Rekstr­ar­um­hverf­ið hef­ur tek­ið nokkr­um breyt­ing­um á ár­inu með hækk­un út­svar­stekna og auk­inni verð­bólgu. Mos­fell­ing­um fjölg­ar enn og út­svar­s­tekj­ur aukast en jafn­framt eykst þjón­ustu­þörf og þörf fyr­ir inn­við­a­upp­bygg­ingu sem taka þarf föst­um tök­um á nýju kjör­tíma­bili.

    ***

    Bók­un M-lista
    Full­trúi Mið­flokks­ins hef­ur lagt fram kæru sem er óaf­greidd af hálfu Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og snýr að því að vafi leik­ur á að óhæði end­ur­skoð­and­ans hafi ver­ið stað­fest. Nán­ar má lesa um efni fyr­ir­var­ans og ástæð­ur hjá­setu í árs­reikn­ingn­um sjálf­um.

    ***

    Bók­un L-lista
    Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar þakk­ir til starfs­manna og end­ur­skoð­enda Mos­fell­sæj­ar sem hafa nú sem endra­nær und­ir­bú­ið árs­reikn­inga­gerð­ina.

    Stóra og gleði­lega frétt­in í þess­um árs­reikn­ingi eru aukin og óvænt tekju­aukn­ing uppá tæp­an milljarð króna, tekju­aukn­ing sem sveifl­ar okk­ur úr áætl­uðu tapi í nánast núllpunkt.

    ***

    Bók­un full­trúa C-lista
    Bæj­ar­full­trúi Við­reisn­ar í Mos­fells­bæ þakk­ar starfs­fólki Mos­fells­bæj­ar fyr­ir vel unn­in störf við krefj­andi að­stæð­ur í miðj­um heims­far­aldri á ár­inu 2021. Þessi árs­reikn­ing­ur end­ur­spegl­ar þann veru­leika þar sem tekj­ur drag­ast sam­an og skuld­ir aukast hjá Mos­fells­bæ. Skulda­við­mið sam­kvæmt reglu­gerð er nú kom­ið í 102% og skulda­hlut­fall er 133%. Skuld­ir hafa auk­ist um 2,6 millj­arða á milli ára 2020 og 2021 eða um 16,7% Eru skuld­ir pr. íbúa með því hæsta sem ger­ist í ná­grana­sveit­ar­fé­lög­um. Framund­an er erf­ið­ur tími þar sem gert er ráð fyr­ir að af­borg­an­ir skulda verða um 1,5 milj­arð­ur á þessu og næsta ári og verð­bólga mæl­ist áfram há. Í slíku ár­ferði er geta háar skuld­ir ver­ið íþyngj­andi.

    Gestir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir
    • Pétur J. Lockton
    • Anna María Axelsdóttir
    • Sigurbjörg Fjölnisdóttir
    • Jóhanna B. Hansen

Fundargerð

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1532202204015F

    Fund­ar­gerð 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 2.1. Grasslátt­ur og hirð­ing í Mos­fells­bæ 2022-2024 202112358

      Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð nið­ur­staða út­boðs vegna grasslátt­ar í Mos­fells­bæ til af­greiðslu.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.2. Sam­keppni um mið­bæj­ar­garð 202111439

      Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til­laga um fram­leng­ingu sam­keppni um mið­bæj­ar­garð við Bjark­ar­holt í Mos­fells­bæ.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.3. Brú­ar­land - fram­tíð­ar­notk­un, Ný­fram­kvæmd 202204069

      Til­laga um fram­kvæmd­ir á Brú­ar­landi og að fjár­mála­stjóra verði veitt heim­ild til að gera við­auka við fjár­hags­áætlun 2022 að fjár­hæð kr. 15.000.000.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.4. Ósk um af­not af íþrótta­mann­virkj­um að Varmá vegna Öld­unga­móts í blaki í maí 2024 202204089

      Um­sögn fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og frí­stunda­sviðs vegna er­ind­is Aft­ur­eld­ing­ar um af­not af íþrótta­mann­virkj­um að Varmá vegna blak­móts öld­unga.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.5. Þjóð­ar­leik­vang­ur-Þjóð­ar­höll fyr­ir hand­bolta og körfu­bolta 202204338

      Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um að könn­uð verði stað­setn­ing fyr­ir þjóð­ar­höll - þjóð­ar­leik­vang í Mos­fells­bæ fyr­ir hand­bolta og körfu­bolta.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.6. End­ur­gjalds­laus­ar mál­tíð­ir í há­degi fyr­ir börn í 1., 2. og 3. bekk 202204339

      Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um end­ur­gjalds­laus­ar mál­tíð­ir í há­degi fyr­ir börn í 1., 2. og 3. bekk.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 2.7. Frítt í Strætó fyr­ir ung­menni 6. og 7. bekkj­ar grunn­skóla Mosells­bæj­ar 202204340

      Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyr­ir ung­menni í 6. og 7. bekk grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 1532. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1533202204027F

      Fund­ar­gerð 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 3.1. Frítt í Strætó fyr­ir ung­menni í 6. og 7. bekk grunn­skóla Mosells­bæj­ar 202204340

        Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyr­ir ung­menni í 6. og 7. bekk grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar. Máli frestað frá síð­asta fundi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með fimm at­kvæð­um V- og D-lista, full­trú­ar C- og S-lista sátu hjá og full­trú­ar L- og M-lista greiddu at­kvæði gegn af­greiðsl­unni.

      • 3.2. End­ur­gjalds­laus­ar skóla­mál­tíð­ir fyr­ir 1., 2. og 3. bekk grunn­skóla Mos­fells­bæj­ar 202204339

        Er­indi Sveins Ósk­ars Sig­urðs­son­ar, bæj­ar­full­trúa M-lista, um end­ur­gjalds­laus­ar mál­tíð­ir í há­degi fyr­ir börn í 1., 2. og 3. bekk. Máli frestað frá síð­asta fundi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með fimm at­kvæð­um V- og D-lista, full­trú­ar C-, S- og L- lista sátu hjá. Full­trú­ar M-lista greiddi at­kvæði gegn af­greiðsl­unni.

      • 3.3. Sam­keppni um mið­bæj­ar­garð 202111439

        Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til­laga um fram­leng­ingu sam­keppni um mið­bæj­ar­garð við Bjark­ar­holt í Mos­fells­bæ. Máli frestað frá síð­asta fundi.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.4. Vinna við þró­un skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar byggð­ar í Blikastaðalandi 202004164

        Mál rætt sem trún­að­ar­mál í bæj­ar­ráði en trún­aði af af­greiðslu verð­ur aflétt á fundi bæj­ar­stjórn­ar 4. maí 2022.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Til­laga L-, M- og S-lista
        Bæj­ar­full­trú­ar L, M og S lista leggja til að af­greiðslu sam­starfs­samn­ings Mos­fells­bæj­ar og Blikastaðalands ehf. um upp­bygg­ingu byggð­ar í Blikastaðalandi verði frestað. Bæj­ar­full­trú­arn­ir telja að mál­ið hafi bor­ið of brátt að og árétta að þeim hafi ekki ver­ið kunn­ugt um samn­ing­inn fyrr en í síð­ustu viku.

        Grein­ar­gerð
        Trún­að­ur hef­ur ver­ið á mál­inu og inni­haldi samn­ings­ins allt fram að þess­um bæj­ar­stjórn­ar­fundi þann­ig að bæj­ar­full­trú­ar hafi ekki getað leitað til ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa um mat á inni­haldi samn­ings­ins. Um er að ræða samn­ing sem fjall­ar um mjög mikla hags­muni Mos­fells­bæj­ar til langr­ar fram­tíð­ar og nauð­syn­legt að kjörn­ir full­trú­ar fái nægt ráð­rúm til að kynna sér málin.

        Til­lag­an felld með fimm at­kvæð­um V- og D-lista. Til­lög­una sam­þykktu full­trú­ar L-, M- og S-lista. Full­trúi C-lista sat hjá.

        ***

        Til­laga V- og D-lista
        Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir með fimm at­kvæð­um bæj­ar­full­trúa D- og V-lista fyr­ir­liggj­andi sam­starfs­samn­ing um upp­bygg­ingu byggð­ar í Blikastaðalandi. Bæj­ar­stjórn sam­þykk­ir jafn­framt með fimm at­kvæð­um D- og V-lista að fela bæj­ar­stjóra að und­ir­rita sam­starfs­samn­ing­inn fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar. Bæj­ar­full­trú­ar C-, S- og M-lista sátu hjá. Full­trúi L-lista greiddi at­kvæði gegn til­lög­unni.

        ***
        Bók­un C-lista
        Þessi samn­ing­ur er einn stærsti samn­ing­ur sem Mos­fells­bær hef­ur gert og er ábyrgð bæj­ar­full­trúa mik­il að vanda til verka. Í að­drag­anda þessa samn­ings feng­um við bæj­ar­full­trú­ar rúma viku til þess að taka af­stöðu til samn­ings­ins og vor­um bund­in trún­aði um inni­hald samn­ings­ins á þeim tíma. Samn­inga­við­ræð­ur við land­eig­anda hafa stað­ið yfir um tíma og hafa bæj­ar­full­trú­ar aldrei ver­ið kall­að­ir til og upp­lýst­ir um gang mála. Við­reisn gagn­rýn­ir þessi vinnu­brögð harð­lega. Eðli­legra hefði ver­ið að upp­lýsa bæj­ar­full­trúa um gang mála og skapa þann­ig sam­stöðu með­al bæj­ar­full­trúa. Við­reisn vill standa fyr­ir breytt­um vinnu­brögð­um og breið­ari sam­stöðu í stór­um ákvarð­ana­tök­um.

        Það er hins veg­ar fagn­að­ar­efni að samn­ing­ur um upp­bygg­ingu Blikastaðalands er í höfn. Það er gríð­ar­legt hags­muna­mál að vel tak­ist til við upp­bygg­ingu Blikastaðalands og fagn­að­ar­efni að náðst hafa samn­ing­ar um sterka að­komu land­eig­enda við upp­bygg­ingu inn­viða. Framund­an eru spenn­andi tím­ar í stækk­andi sveit­ar­fé­lagi. Mik­il­vægt er að samn­ing­ur þessi komi ekki í veg fyr­ir upp­bygg­ingu á öðr­um bygg­ing­ar­reit­um í sveit­ar­fé­lag­inu þar sem óráð­legt er að leggja öll egg­in í sömu körf­una.

        ***

        Bók­un M-lista
        Sam­starfs­samn­ing­ur á milli Blikastaða ehf og Mos­fells­bæj­ar þarf að meta og greina af óháð­um að­ila sbr. 1. og 2. mgr. 66. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga. Það hef­ur ekki ver­ið gert. Máls­með­ferð og af­greiðsla þessa máls hef­ur reynst afar óheppi­leg. Ekki er séð að að­r­ir þró­un­ar­að­il­ar fái sömu tæki­færi svo að jafn­ræð­is sé gætt gagn­vart öðr­um sem þeg­ar eru á bygg­inga­mark­aði inn­an bæj­ar­fé­lags­ins. Því sit ég hjá und­ir af­greiðslu þessa máls.

        ***

        Bók­un L-lista
        Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar vís­ar til ræðu sinn­ar hér fyrr á fund­in­um, hvar í ræð­unni hann reyf­aði og vitn­aði m.a. til lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar um virka að­komu íbúa að öll­um grund­vall­ar stefnu­mót­un­um/fram­kvæmd­um, þar sem hann mót­mælti þeim leynd­ar­hjúp sem hvíldi yfir samn­ings­gögn­um allt þar til kom­ið var á þenn­an fund. Bæj­ar­full­trú­inn tel­ur að nauð­syn­legt hafi ver­ið að hafa fleiri val­kosti til sam­an­burð­ar og þar sem hann ótt­ast að þetta stóra verk­efni dragi um of úr mætti bæj­ar­ins til að end­ur­bæta og við­halda þeim þjón­ustu­stofn­un­um sem við þeg­ar erum með í dag.

        Það er mik­ið talað um að hið lýð­ræð­is­lega ferli og sam­ráði við íbúa eigi eft­ir að fara fram. Til hvers erum við að gera samn­ing núna ef allt sam­ráð á eft­ir að fara fram og hvað ger­um við ef mál þró­ast þann­ig að samn­ings­ákvæði samn­ings­ins verða ekki skipu­lags­lega upp­fyllt?

        Bæj­ar­full­trúi Vina Mos­fells­bæj­ar greið­ir í ljósi alls þessa at­kvæði gegn stað­fest­ingu samn­ings­ins.

        ***

        Bók­un S-lista
        Full­trúi S-lista sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins vegna skorts á að­komu kjör­inna full­trúa og upp­lýs­ingaflæð­is til þeirra í að­drag­anda þess samn­ings sem hér ligg­ur fyr­ir. Sá trún­að­ur sem hef­ur ríkt um samn­ing­inn frá því kjörn­ir full­trú­ar fengu hann í hend­ur hef­ur kom­ið í veg fyr­ir að hægt væri að leita álits ut­an­að­kom­andi sér­fræð­inga á samn­ingn­um sem er flók­inn og snýst um mjög mikla hags­muni Mos­fells­bæj­ar til langr­ar fram­tíð­ar.

        ***

        Bók­un V- og D-lista
        Íbúða­byggð á Blikastaðaland­inu hef­ur lengi ver­ið á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar og það er fagn­að­ar­efni að þetta mik­il­væga upp­bygg­ing­ar­verk­efni sé nú leitt til far­sælla lykta. Samn­ing­ur­inn trygg­ir far­sæla upp­bygg­ingu hér í Mos­fells­bæ, upp­bygg­ingu sem er til þess fallin að efla þjón­ustu og lífs­gæði Mos­fell­inga og efla sam­fé­lag okk­ar á alla lund. Um er að ræða tíma­móta­samn­ing um þátt­töku land­eig­enda í upp­bygg­ingu inn­viða og samn­ing­ur­inn mun því varða veg­inn þeg­ar kem­ur að upp­bygg­ing­ar­samn­ing­um í fram­tíð­inni. Þá verð­ur ekki fram­hjá því lit­ið að upp­bygg­ing á landi Blikastaða verð­ur lyk­il­þátt­ur í að tryggja gott lóða­fram­boð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem mæt­ir þeirri eft­ir­spurn eft­ir hús­næði í Mos­fells­bæ sem við höf­um fund­ið svo vel fyr­ir í okk­ar vexti síð­ustu ár. Blikastað­ir eru mik­il­væg­ur hluti bæj­ar­ins okk­ar og það verð­ur mjög ánægju­legt að sjá nýtt og skemmti­legt hverfi byggjast upp á þessu fal­lega landi milli fjalls og fjöru á næstu árum.

        ***

        Vegna bók­ana sem hér hafa ver­ið lagð­ar fram vilja bæj­ar­full­trú­ar V- og D-lista taka eft­ir­far­andi fram:

        Með bréfi Land­eyj­ar, eig­anda Blikastaðalands, sem mót­tek­ið var þann 15. apríl 2020, var þess óskað að hafin verði vinna um þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands.

        Er­ind­ið var lagt fyr­ir bæj­ar­ráð á 1440. fundi þann 22. apríl 2020 þar sem sam­þykkt var með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að bjóða for­svars­mönn­um Land­eyj­ar á fund bæj­ar­stjórn­ar og skipu­lags­nefnd­ar þar sem fyr­ir­hug­uð bygg­ingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt. Fór sá kynn­ing­ar­fund­ur fram þann 6. maí 2020 þar sem full­trú­ar Land­eyj­ar og ráð­gjaf­ar þeirra hjá Alta kynntu fyrstu hug­mynd­ir um mögu­lega þró­un íbúða­byggð­ar á landi Blikastaða auk þess sem mögu­leg næstu skref voru reif­uð.

        Á 1456. fundi bæj­ar­ráðs þann 3. sept­em­ber 2020 var lögð fyr­ir til­laga um skip­an stýri­hóps og rýni­hópa vegna und­ir­bún­ings þró­un­ar-, skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar­vinnu vegna Blikastaðalands. Skip­an hóp­anna var sam­þykkt á fund­in­um en í bók­un kem­ur fram að hlut­verk hóp­anna hafi ver­ið að rýna for­send­ur, áhersl­ur og til­lög­ur að mis­mun­andi stig­um í ferl­inu þann­ig að þær falli sem best að stöðu, fram­tíð­ar­sýn og stefnu Mos­fells­bæj­ar

        Á 1497. fundi bæj­ar­ráðs þann 15. júlí 2021 var lagt fram minn­is­blað um stöðu rýni­hópa vegna upp­bygg­ing­ar Blikastaðalands sem sam­þykkt var af bæj­ar­ráði. Jafn­framt var sam­þykkt að vísa mál­inu til skipu­lags­nefnd­ar til frek­ari úr­vinnslu varð­andi vinnu við ramma­skipu­lag og nauð­syn­leg­ar breyt­ing­ar á Blikastaðalandi sam­hliða end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags. Fyr­ir­vari var gerð­ur um að sam­komulag næð­ist um upp­bygg­ingu lands­ins.

        Í fram­an­greindu minn­is­blaði stýri­hóps og rýni­hópa 1 og 2 dags. 12. júlí 2021 var m.a. lagt til að nýj­ar eign­ir inn­an Blikastaða verði á bil­inu 3.500 til 3.700.

        Eins og sjá má hef­ur þetta mik­il­væga mál ver­ið í vinnslu stór­an hluta kjör­tíma­bils­ins og kom­ið með ýms­um hætti inn í stjórn, ráð og nefnd­ir bæj­ar­ins. Það er því mjög eðli­legt að bæj­ar­stjórn ljúki þessu máli með gerð samn­ings um upp­bygg­ingu lands­ins. Hann ligg­ur nú fyr­ir og er hag­stæð­ur fyr­ir Mos­fells­bæ.

      • 3.5. At­vinnusvæði í landi Blikastaða 201805153

        Sam­komulag við Reiti - þró­un ehf. um upp­bygg­ingu á at­vinnusvæði í Blikastaðalandi lagt fram til sam­þykkt­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.6. Íþróttamið­stöð að Varmá - Þjón­ustu­bygg­ing, Ný­fram­kvæmd 202201171

        Ósk um heim­ild til út­boðs á fulln­að­ar­frá­gangi þjón­ustu­bygg­ing­ar Íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar að Varmá.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.7. Er­indi um­hverf­is­ráðu­neyt­is - ábend­ing vegna reglu­gerð­ar um Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar 202203362

        Lögð fyr­ir bæj­ar­ráð til­laga að upp­færðri reglu­gerð um Hita­veitu Mos­fells­bæj­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.8. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2022 til 2025 202105196

        Við­auki I við fjár­hags­áætlun árs­ins 2022.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.9. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ-stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra 201812038

        Sam­starfs­samn­ing­ur um stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra í Mos­fells­bæ lagð­ur fram til sam­þykkt­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar tek­ur und­ir bók­un bæj­ar­ráðs og fagn­ar stækk­un hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Hamra.

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 3.10. Beiðni um mat á lóð - Reykja­braut lnr. 124941 2018084515

        Sam­komulag um framsal á lóð til Mos­fells­bæj­ar lagt fram til sam­þykkt­ar.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Af­greiðsla 1533. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 4. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 318202204019F

        Fund­ar­gerð 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

        • 4.1. Lyk­il­töl­ur fjöl­skyldu­sviðs 202006316

          Lyk­il­töl­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar jan-mars 2022 lagð­ar fyr­ir.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.2. Regl­ur um stuðn­ings- og stoð­þjón­ustu í Mos­fells­bæ 202003246

          Regl­ur Mos­fell­bæj­ar um stuðn­ings­þjón­ustu lagð­ar fyr­ir til sam­þykkt­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.3. Regl­ur um stuðn­ings- og stoð­þjón­ustu í Mos­fells­bæ 202003246

          Regl­ur Mos­fells­bæj­ar um stoð­þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir lag­að­ar fyr­ir til sam­þykkt­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.4. Regl­ur um út­hlut­un í frí­stunda­klúbb­inn Úlf­inn 202204299

          Regl­ur um út­hlut­un frí­stunda­þjón­ustu fyr­ir fötluð börn, Úlf­inn, lagð­ar fyr­ir til sam­þykkt­ar.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.5. Mos­fells­bær barn­vænt sveit­ar­fé­lag 2020081051

          Staða á vinnu við verk­efn­ið Mos­fells­bær barn­vænt sveit­ar­fé­lag kynnt. Minn­is­blað um­sjón­ar­manns barn­væns sveit­ar­fé­lags frá 4. apríl 2022 lagt fyr­ir.

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.6. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 1543 202204017F

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 4.7. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 957 202204009F

          Niðurstaða þessa fundar:

          Af­greiðsla 318. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

        • 5. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 564202204021F

          Fund­ar­gerð 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

          • 5.1. Vefara­stræti 2-6 - leik­skóli - deili­skipu­lags­breyt­ing 202202161

            Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á fundi sín­um að kynna breyt­ingu á deili­skipu­lagi leik­skóla­lóð­ar­inn­ar Vefara­stræt­is 2-6 í Helga­fells­hverfi. Breyt­ing­in var kynnt í Lög­birt­ing­ar­blað­inu, Mos­fell­ingi og á vef Mos­fells­bæj­ar.
            At­huga­semda­frest­ur var frá 24.02.2022 til og með 04.04.2022.
            At­huga­semd­ir bár­ust frá Gunn­ari Þór Þórð­ar­syni og Ingu Hall­steins­dótt­ur, dags. 24.03.2022, Ást­björgu Jóns­dótt­ur, dags. 31.03.2022, Önnu Mar­gréti Bjarna­dótt­ur, dags. 03.04.2022 og Sig­hvati Hall­dórs­syni, dags. 04.04.2022.
            Hjá­lögð eru drög að svörun at­huga­semda, hljóð­vist­arrýni og upp­færð deili­skipu­lags­gögn þar sem bygg­ing­ar­reit­ir hafa ver­ið að­lag­að­ir og skýr­ing­ar­mynd­ir unn­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.2. Selvatn L192510 - upp­skipt­ing lóð­ar 202204217

            Borist hef­ur er­indi frá Bjarka Sig­ur­jóns­syni, dags. 08.04.2022, með ósk um skipt­ingu deili­skipu­lagðr­ar frí­stunda­lóð­ar við Króka­tjörn í sam­ræmi við gögn.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.3. Blikastað­a­land - Deili­skipu­lag versl­un­ar-, þjón­ustu- og at­hafna­svæð­is 201908379

            Lögð eru fram til kynn­ing­ar drög og gögn að nýju deili­skipu­lagi at­hafn­ar, versl­un­ar- og þjón­ustu­svæð­is í Blikastaðalandi vest­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar. Til­lag­an er unn­in af Arkís arki­tekt­um.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.4. Vinna við þró­un skipu­lags- og upp­bygg­ing­ar byggð­ar í Blikastaðalandi 202004164

            Hönn­uð­ir og starfs­menn Alta ráð­gjafa­þjón­ustu kynna nýj­ar hug­mynd­ir og til­lögu ramma­skipu­lags fyr­ir íbúð­ar­byggð í Blikastaðalandi norð­an Kor­p­úlfs­staða­veg­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.5. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 58 202204025F

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.6. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 466 202204003F

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.7. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 467 202204010F

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 5.8. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 468 202204020F

            Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

            Niðurstaða þessa fundar:

            Af­greiðsla 564. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

          • 6. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 405202204024F

            Fund­ar­gerð 405. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

            • 6.1. Mos­fells­bær barn­vænt sveit­ar­fé­lag 2020081051

              Staða á vinnu við verk­efn­ið Mos­fells­bær barn­vænt sveit­ar­fé­lag kynnt. Minn­is­blað um­sjón­ar­manns barn­væns sveit­ar­fé­lags frá 4. apríl 2022 lagt fyr­ir.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 405. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 6.2. Út­hlut­un leik­skóla­plássa vor 2022 202204424

              Staða á vinnu við út­hlut­un leik­skóla­plássa vor­ið 2022. Minn­is­blað verk­efna­stjóra frá lagt fyr­ir.

              Niðurstaða þessa fundar:

              Af­greiðsla 405. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

            • 7. Fræðslu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 406202204028F

              Fund­ar­gerð 406. fund­ar fræðslu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

              • 7.1. Klöru­sjóð­ur 2022 202202172

                Vinnufund­ur - út­hlut­un úr Klöru­sjóði 2022

                Niðurstaða þessa fundar:

                Af­greiðsla 406. fund­ar fræðslu­nefnd­ar sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

              Fundargerðir til kynningar

              • 8. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 58202204025F

                Fund­ar­gerð 58. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                • 8.1. Kvísl­artunga 134 - breyt­ing á deili­skipu­lagi 202202077

                  Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 559. fundi sín­um að kynna og aug­lýsa til­lögu að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir lóð­ina Kvísl­artungu 134, skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010. Til­lag­an var að­gengi­leg á vef sveita­fé­lags­ins sem og kynnt með bréf­um grennd­arkynn­ing­ar sem send voru á eig­end­ur Kvísl­artungu 53, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132 og 134.
                  At­huga­semda­frest­ur var frá 24.02.2022 til og með 30.03.2022. Eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

                  Niðurstaða þessa fundar:

                  Af­greiðsla 58. af­greiðslufund­ar skipu­lags­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 469202204032F

                  Fund­ar­gerð 469. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                  • 9.1. Lerki­byggð 6 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202203168

                    Sum­ar­byggð ehf. Engja­vegi 10 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu ein­býl­is­hús úr timbri á lóð­inni Lerki­byggð nr. 6, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: Íbúð 65,7 m², 214,8 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 469. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                  • 9.2. Sölkugata 9 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202202200

                    Halldór Ein­ars­son Stórakrika 46 sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu tveggja hæða einý­l­is­hús með inn­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni Sölkugata nr. 9, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                    Stærð­ir: Íbúð 279,9 m², bíl­geymsla 43,8 m², 963,1 m³.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 469. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                  • 9.3. Vind­hóll opið skýli Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 202105157

                    Sig­ur­dór Sig­urðs­son Vindóli sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu opna 135,1 m² tækja­geymslu á lóð­inni Vind­hóll í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

                    Niðurstaða þessa fundar:

                    Af­greiðsla 469. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

                  • 10. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar - 29202204026F

                    Fund­ar­gerð 29. fund­ar öld­unga­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

                    • 10.1. Fyr­ir­spurn vegna við­bygg­ing­ar við Hamra og Eir­hamra - öld­ungaráð 202104295

                      Öld­ungaráð ósk­ar eft­ir kynn­ingu vegna við­bygg­ing­ar við Hamra og Eir­hamra.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 29. fund­ar öld­unga­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                    • 10.2. Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara 201801343

                      Virk þátttaka - Rædd­ar hug­mynd­ir varð­andi op­inn kynn­ing­ar­f­und um mál­efni aldr­aðra haust­ið 2022 þar sem all­ir helstu að­il­ar sem koma að þjón­ustu við eldri borg­ara kynni starf sitt og að­komu að mála­flokkn­um.

                      Niðurstaða þessa fundar:

                      Af­greiðsla 29. fund­ar öld­unga­ráðs sam­þykkt á 804. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

                    • 11. Fund­ar­gerð 3. fund­ar heil­brigð­is­nefnd­ar Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­nes (HEF)202204474

                      Fundargerð 3. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 23:16