4. maí 2022 kl. 16:35,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) aðalmaður
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Afbrigði
1. Ársreikningur Mosfellsbæjar 2021202202325
Önnur umræða um ársreikning Mosfellsbæjar 2021.
Rekstrarreikningur A og B hluta: Rekstrartekjur: 14.436 m.kr. Laun og launatengd gjöld 6.952 m.kr. Hækkun lífeyrisskuldbindingar 527 m.kr. Annar rekstrarkostnaður 6.010 mkr. Afskriftir 522 m.kr. Fjármagnsgjöld 961 m.kr. Tekjuskattur 24,5 m.kr. Rekstrarniðurstaða neikvæð um 562 m.kr. Efnahagsreikningur A og B hluta: Eignir alls: 26.050 m.kr. Skuldir og skuldbindingar: 19.426 m.kr. Eigið fé: 6.625 m.kr.
Samþykkt með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista sat hjá við afgreiðsluna.
***
Bókun D- og V-lista:
Almennur rekstur Mosfellsbæjar gekk vel á árinu 2021 og var í samræmi við þau markmið um þjónustu við íbúa sem sett voru. Skatttekjur voru umtalsvert meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir og þar vega útsvarstekjur mest sem endurspeglar hraðari viðsnúning atvinnulífsins í kjölfar heimsfaraldursins. Hækkun reiknaðrar lífeyrisskuldbindingar og áhrif verðlagshækkana á afkomu sveitarfélagsins eru hins vegar meiri en gert var ráð fyrir í áætlun ársins og draga úr jákvæðum áhrifum á rekstrarniðurstöðu ársins.Veltufé frá rekstri var jákvætt um 1.131 milljónir sem er 645 milljónum betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þetta gerði það að verkum að lántaka varð minni en áætlað var þar sem reksturinn skilaði meiri fjármunum til framkvæmda.
Rekstur málaflokka gekk vel og er í góðu samræmi við fjárhagsáætlun. Þá voru umfangsmiklar framkvæmdir í gangi á árinu bæði til þess að geta tekið við fjölgun íbúa og til að byggja frekar upp innviði sveitarfélagsins.
Ársreikningur fyrir árið 2021 varpar ljósi á sterka stöðu Mosfellsbæjar til að mæta þeirri fjárhagslegu ágjöf sem heimsfaraldurinn olli. Skatttekjur jukust á árinu umfram áætlanir sem endurspeglar hraðari viðsnúning atvinnulífsins í kjölfar heimsfaraldursins. Á móti vegur að tryggingastærðfræðileg úttekt leiðir til þess að lífeyrisskuldbindingar hækka sem hefur áhrif á niðurstöður ársins. Við viljum nota tækifærið og þakka starfsfólki Mosfellsbæjar, fyrir þeirra þátt í þeim árangri sem við höfum náð.
***
Bókun S-lista
Niðurstaða ársreiknings 2021 er ásættanleg. Rekstrarumhverfið hefur tekið nokkrum breytingum á árinu með hækkun útsvarstekna og aukinni verðbólgu. Mosfellingum fjölgar enn og útsvarstekjur aukast en jafnframt eykst þjónustuþörf og þörf fyrir innviðauppbyggingu sem taka þarf föstum tökum á nýju kjörtímabili.***
Bókun M-lista
Fulltrúi Miðflokksins hefur lagt fram kæru sem er óafgreidd af hálfu Innanríkisráðuneytisins og snýr að því að vafi leikur á að óhæði endurskoðandans hafi verið staðfest. Nánar má lesa um efni fyrirvarans og ástæður hjásetu í ársreikningnum sjálfum.***
Bókun L-lista
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar ítrekar þakkir til starfsmanna og endurskoðenda Mosfellsæjar sem hafa nú sem endranær undirbúið ársreikningagerðina.Stóra og gleðilega fréttin í þessum ársreikningi eru aukin og óvænt tekjuaukning uppá tæpan milljarð króna, tekjuaukning sem sveiflar okkur úr áætluðu tapi í nánast núllpunkt.
***
Bókun fulltrúa C-lista
Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Mosfellsbæ þakkar starfsfólki Mosfellsbæjar fyrir vel unnin störf við krefjandi aðstæður í miðjum heimsfaraldri á árinu 2021. Þessi ársreikningur endurspeglar þann veruleika þar sem tekjur dragast saman og skuldir aukast hjá Mosfellsbæ. Skuldaviðmið samkvæmt reglugerð er nú komið í 102% og skuldahlutfall er 133%. Skuldir hafa aukist um 2,6 milljarða á milli ára 2020 og 2021 eða um 16,7% Eru skuldir pr. íbúa með því hæsta sem gerist í nágranasveitarfélögum. Framundan er erfiður tími þar sem gert er ráð fyrir að afborganir skulda verða um 1,5 miljarður á þessu og næsta ári og verðbólga mælist áfram há. Í slíku árferði er geta háar skuldir verið íþyngjandi.Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
- Pétur J. Lockton
- Anna María Axelsdóttir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
- Jóhanna B. Hansen
- FylgiskjalÁrsreikningur 2021 undirritaður seinni umræða.pdfFylgiskjalEndurskoðunarskýrsla - Mosfellsbær_29042022 .pdfFylgiskjalSundurliðunarbók ársreiknings Mosfellsbæjar 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalRekstraryfirlit - janúar til desember 2021 - 13.04.2022.pdfFylgiskjalÁbyrgða- og skuldbindingaryfirlit 2021.pdf
Fundargerð
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1532202204015F
Fundargerð 1532. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Grassláttur og hirðing í Mosfellsbæ 2022-2024 202112358
Lögð fyrir bæjarráð niðurstaða útboðs vegna grassláttar í Mosfellsbæ til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Samkeppni um miðbæjargarð 202111439
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Brúarland - framtíðarnotkun, Nýframkvæmd 202204069
Tillaga um framkvæmdir á Brúarlandi og að fjármálastjóra verði veitt heimild til að gera viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 15.000.000.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Ósk um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna Öldungamóts í blaki í maí 2024 202204089
Umsögn framkvæmdastjóra fræðslu- og frístundasviðs vegna erindis Aftureldingar um afnot af íþróttamannvirkjum að Varmá vegna blakmóts öldunga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Þjóðarleikvangur-Þjóðarhöll fyrir handbolta og körfubolta 202204338
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll - þjóðarleikvang í Mosfellsbæ fyrir handbolta og körfubolta.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk 202204339
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Frítt í Strætó fyrir ungmenni 6. og 7. bekkjar grunnskóla Mosellsbæjar 202204340
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1532. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1533202204027F
Fundargerð 1533. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Frítt í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosellsbæjar 202204340
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um að frítt verði í Strætó fyrir ungmenni í 6. og 7. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum V- og D-lista, fulltrúar C- og S-lista sátu hjá og fulltrúar L- og M-lista greiddu atkvæði gegn afgreiðslunni.
3.2. Endurgjaldslausar skólamáltíðir fyrir 1., 2. og 3. bekk grunnskóla Mosfellsbæjar 202204339
Erindi Sveins Óskars Sigurðssonar, bæjarfulltrúa M-lista, um endurgjaldslausar máltíðir í hádegi fyrir börn í 1., 2. og 3. bekk. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með fimm atkvæðum V- og D-lista, fulltrúar C-, S- og L- lista sátu hjá. Fulltrúar M-lista greiddi atkvæði gegn afgreiðslunni.
3.3. Samkeppni um miðbæjargarð 202111439
Lögð fyrir bæjarráð tillaga um framlengingu samkeppni um miðbæjargarð við Bjarkarholt í Mosfellsbæ. Máli frestað frá síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Vinna við þróun skipulags- og uppbyggingar byggðar í Blikastaðalandi 202004164
Mál rætt sem trúnaðarmál í bæjarráði en trúnaði af afgreiðslu verður aflétt á fundi bæjarstjórnar 4. maí 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga L-, M- og S-lista
Bæjarfulltrúar L, M og S lista leggja til að afgreiðslu samstarfssamnings Mosfellsbæjar og Blikastaðalands ehf. um uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi verði frestað. Bæjarfulltrúarnir telja að málið hafi borið of brátt að og árétta að þeim hafi ekki verið kunnugt um samninginn fyrr en í síðustu viku.Greinargerð
Trúnaður hefur verið á málinu og innihaldi samningsins allt fram að þessum bæjarstjórnarfundi þannig að bæjarfulltrúar hafi ekki getað leitað til utanaðkomandi ráðgjafa um mat á innihaldi samningsins. Um er að ræða samning sem fjallar um mjög mikla hagsmuni Mosfellsbæjar til langrar framtíðar og nauðsynlegt að kjörnir fulltrúar fái nægt ráðrúm til að kynna sér málin.Tillagan felld með fimm atkvæðum V- og D-lista. Tillöguna samþykktu fulltrúar L-, M- og S-lista. Fulltrúi C-lista sat hjá.
***
Tillaga V- og D-lista
Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum bæjarfulltrúa D- og V-lista fyrirliggjandi samstarfssamning um uppbyggingu byggðar í Blikastaðalandi. Bæjarstjórn samþykkir jafnframt með fimm atkvæðum D- og V-lista að fela bæjarstjóra að undirrita samstarfssamninginn fyrir hönd Mosfellsbæjar. Bæjarfulltrúar C-, S- og M-lista sátu hjá. Fulltrúi L-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.***
Bókun C-lista
Þessi samningur er einn stærsti samningur sem Mosfellsbær hefur gert og er ábyrgð bæjarfulltrúa mikil að vanda til verka. Í aðdraganda þessa samnings fengum við bæjarfulltrúar rúma viku til þess að taka afstöðu til samningsins og vorum bundin trúnaði um innihald samningsins á þeim tíma. Samningaviðræður við landeiganda hafa staðið yfir um tíma og hafa bæjarfulltrúar aldrei verið kallaðir til og upplýstir um gang mála. Viðreisn gagnrýnir þessi vinnubrögð harðlega. Eðlilegra hefði verið að upplýsa bæjarfulltrúa um gang mála og skapa þannig samstöðu meðal bæjarfulltrúa. Viðreisn vill standa fyrir breyttum vinnubrögðum og breiðari samstöðu í stórum ákvarðanatökum.Það er hins vegar fagnaðarefni að samningur um uppbyggingu Blikastaðalands er í höfn. Það er gríðarlegt hagsmunamál að vel takist til við uppbyggingu Blikastaðalands og fagnaðarefni að náðst hafa samningar um sterka aðkomu landeigenda við uppbyggingu innviða. Framundan eru spennandi tímar í stækkandi sveitarfélagi. Mikilvægt er að samningur þessi komi ekki í veg fyrir uppbyggingu á öðrum byggingarreitum í sveitarfélaginu þar sem óráðlegt er að leggja öll eggin í sömu körfuna.
***
Bókun M-lista
Samstarfssamningur á milli Blikastaða ehf og Mosfellsbæjar þarf að meta og greina af óháðum aðila sbr. 1. og 2. mgr. 66. gr. sveitarstjórnarlaga. Það hefur ekki verið gert. Málsmeðferð og afgreiðsla þessa máls hefur reynst afar óheppileg. Ekki er séð að aðrir þróunaraðilar fái sömu tækifæri svo að jafnræðis sé gætt gagnvart öðrum sem þegar eru á byggingamarkaði innan bæjarfélagsins. Því sit ég hjá undir afgreiðslu þessa máls.***
Bókun L-lista
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar vísar til ræðu sinnar hér fyrr á fundinum, hvar í ræðunni hann reyfaði og vitnaði m.a. til lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar um virka aðkomu íbúa að öllum grundvallar stefnumótunum/framkvæmdum, þar sem hann mótmælti þeim leyndarhjúp sem hvíldi yfir samningsgögnum allt þar til komið var á þennan fund. Bæjarfulltrúinn telur að nauðsynlegt hafi verið að hafa fleiri valkosti til samanburðar og þar sem hann óttast að þetta stóra verkefni dragi um of úr mætti bæjarins til að endurbæta og viðhalda þeim þjónustustofnunum sem við þegar erum með í dag.Það er mikið talað um að hið lýðræðislega ferli og samráði við íbúa eigi eftir að fara fram. Til hvers erum við að gera samning núna ef allt samráð á eftir að fara fram og hvað gerum við ef mál þróast þannig að samningsákvæði samningsins verða ekki skipulagslega uppfyllt?
Bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar greiðir í ljósi alls þessa atkvæði gegn staðfestingu samningsins.
***
Bókun S-lista
Fulltrúi S-lista situr hjá við afgreiðslu málsins vegna skorts á aðkomu kjörinna fulltrúa og upplýsingaflæðis til þeirra í aðdraganda þess samnings sem hér liggur fyrir. Sá trúnaður sem hefur ríkt um samninginn frá því kjörnir fulltrúar fengu hann í hendur hefur komið í veg fyrir að hægt væri að leita álits utanaðkomandi sérfræðinga á samningnum sem er flókinn og snýst um mjög mikla hagsmuni Mosfellsbæjar til langrar framtíðar.***
Bókun V- og D-lista
Íbúðabyggð á Blikastaðalandinu hefur lengi verið á aðalskipulagi Mosfellsbæjar og það er fagnaðarefni að þetta mikilvæga uppbyggingarverkefni sé nú leitt til farsælla lykta. Samningurinn tryggir farsæla uppbyggingu hér í Mosfellsbæ, uppbyggingu sem er til þess fallin að efla þjónustu og lífsgæði Mosfellinga og efla samfélag okkar á alla lund. Um er að ræða tímamótasamning um þátttöku landeigenda í uppbyggingu innviða og samningurinn mun því varða veginn þegar kemur að uppbyggingarsamningum í framtíðinni. Þá verður ekki framhjá því litið að uppbygging á landi Blikastaða verður lykilþáttur í að tryggja gott lóðaframboð á höfuðborgarsvæðinu sem mætir þeirri eftirspurn eftir húsnæði í Mosfellsbæ sem við höfum fundið svo vel fyrir í okkar vexti síðustu ár. Blikastaðir eru mikilvægur hluti bæjarins okkar og það verður mjög ánægjulegt að sjá nýtt og skemmtilegt hverfi byggjast upp á þessu fallega landi milli fjalls og fjöru á næstu árum.***
Vegna bókana sem hér hafa verið lagðar fram vilja bæjarfulltrúar V- og D-lista taka eftirfarandi fram:
Með bréfi Landeyjar, eiganda Blikastaðalands, sem móttekið var þann 15. apríl 2020, var þess óskað að hafin verði vinna um þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.
Erindið var lagt fyrir bæjarráð á 1440. fundi þann 22. apríl 2020 þar sem samþykkt var með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra að bjóða forsvarsmönnum Landeyjar á fund bæjarstjórnar og skipulagsnefndar þar sem fyrirhuguð byggingaráform á Blikastaðalandi verði kynnt. Fór sá kynningarfundur fram þann 6. maí 2020 þar sem fulltrúar Landeyjar og ráðgjafar þeirra hjá Alta kynntu fyrstu hugmyndir um mögulega þróun íbúðabyggðar á landi Blikastaða auk þess sem möguleg næstu skref voru reifuð.
Á 1456. fundi bæjarráðs þann 3. september 2020 var lögð fyrir tillaga um skipan stýrihóps og rýnihópa vegna undirbúnings þróunar-, skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands. Skipan hópanna var samþykkt á fundinum en í bókun kemur fram að hlutverk hópanna hafi verið að rýna forsendur, áherslur og tillögur að mismunandi stigum í ferlinu þannig að þær falli sem best að stöðu, framtíðarsýn og stefnu Mosfellsbæjar
Á 1497. fundi bæjarráðs þann 15. júlí 2021 var lagt fram minnisblað um stöðu rýnihópa vegna uppbyggingar Blikastaðalands sem samþykkt var af bæjarráði. Jafnframt var samþykkt að vísa málinu til skipulagsnefndar til frekari úrvinnslu varðandi vinnu við rammaskipulag og nauðsynlegar breytingar á Blikastaðalandi samhliða endurskoðun aðalskipulags. Fyrirvari var gerður um að samkomulag næðist um uppbyggingu landsins.
Í framangreindu minnisblaði stýrihóps og rýnihópa 1 og 2 dags. 12. júlí 2021 var m.a. lagt til að nýjar eignir innan Blikastaða verði á bilinu 3.500 til 3.700.
Eins og sjá má hefur þetta mikilvæga mál verið í vinnslu stóran hluta kjörtímabilsins og komið með ýmsum hætti inn í stjórn, ráð og nefndir bæjarins. Það er því mjög eðlilegt að bæjarstjórn ljúki þessu máli með gerð samnings um uppbyggingu landsins. Hann liggur nú fyrir og er hagstæður fyrir Mosfellsbæ.
- FylgiskjalSamstarfssamningur - Blikastaðaland - undirritað eintak.pdfFylgiskjalSamkomulag um skipulag og uppbyggingu íbúðasvæðis í landi BlikastaðaFylgiskjalFskj. 1 Forsögn að rammaskipulagi maí 2019.pdfFylgiskjalFskj. 1 samantekt á forsögn að rammaskipulagi fyrir rýni Mosfellsbæjar september 2020.pdfFylgiskjalFskj. 2 Minnisblad vegna óskar Landeyjar um að hefja vinnu um þróunar- skipulags- og uppbyggingarvinnu vegna Blikastaðalands.pdfFylgiskjalFskj. 3 Niðurstaða vinnu stýrihóps og rýnihópa vegna óskar Landeyjar um þróunar- skipulags- og uppbyggingu vegna Blika.pdfFylgiskjalYfirlit yfir viðauka og kvaðir í samningi.pdfFylgiskjalMinnisblað - upplýsingar vegna samnings.pdfFylgiskjal20220427-fyrirspurn SÓS.pdfFylgiskjal20220504-blikastadirehf-mosfellsb-samstarfssamningur-sveinnoskarsigurdsson2.pdf
3.5. Atvinnusvæði í landi Blikastaða 201805153
Samkomulag við Reiti - þróun ehf. um uppbyggingu á atvinnusvæði í Blikastaðalandi lagt fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Íþróttamiðstöð að Varmá - Þjónustubygging, Nýframkvæmd 202201171
Ósk um heimild til útboðs á fullnaðarfrágangi þjónustubyggingar Íþróttamiðstöðvarinnar að Varmá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Erindi umhverfisráðuneytis - ábending vegna reglugerðar um Hitaveitu Mosfellsbæjar 202203362
Lögð fyrir bæjarráð tillaga að uppfærðri reglugerð um Hitaveitu Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2022 til 2025 202105196
Viðauki I við fjárhagsáætlun ársins 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ-stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra 201812038
Samstarfssamningur um stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra í Mosfellsbæ lagður fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar tekur undir bókun bæjarráðs og fagnar stækkun hjúkrunarheimilisins Hamra.
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Beiðni um mat á lóð - Reykjabraut lnr. 124941 2018084515
Samkomulag um framsal á lóð til Mosfellsbæjar lagt fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1533. fundar bæjarráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 318202204019F
Fundargerð 318. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Lykiltölur fjölskyldunefndar jan-mars 2022 lagðar fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Mosfellsbæ 202003246
Reglur Mosfellbæjar um stuðningsþjónustu lagðar fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Reglur um stuðnings- og stoðþjónustu í Mosfellsbæ 202003246
Reglur Mosfellsbæjar um stoðþjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir lagaðar fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Reglur um úthlutun í frístundaklúbbinn Úlfinn 202204299
Reglur um úthlutun frístundaþjónustu fyrir fötluð börn, Úlfinn, lagðar fyrir til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag 2020081051
Staða á vinnu við verkefnið Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag kynnt. Minnisblað umsjónarmanns barnvæns sveitarfélags frá 4. apríl 2022 lagt fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1543 202204017F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Barnaverndarmálafundur 2018-2022 - 957 202204009F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 318. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 564202204021F
Fundargerð 564. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Vefarastræti 2-6 - leikskóli - deiliskipulagsbreyting 202202161
Skipulagsnefnd samþykkti á fundi sínum að kynna breytingu á deiliskipulagi leikskólalóðarinnar Vefarastrætis 2-6 í Helgafellshverfi. Breytingin var kynnt í Lögbirtingarblaðinu, Mosfellingi og á vef Mosfellsbæjar.
Athugasemdafrestur var frá 24.02.2022 til og með 04.04.2022.
Athugasemdir bárust frá Gunnari Þór Þórðarsyni og Ingu Hallsteinsdóttur, dags. 24.03.2022, Ástbjörgu Jónsdóttur, dags. 31.03.2022, Önnu Margréti Bjarnadóttur, dags. 03.04.2022 og Sighvati Halldórssyni, dags. 04.04.2022.
Hjálögð eru drög að svörun athugasemda, hljóðvistarrýni og uppfærð deiliskipulagsgögn þar sem byggingarreitir hafa verið aðlagaðir og skýringarmyndir unnar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Selvatn L192510 - uppskipting lóðar 202204217
Borist hefur erindi frá Bjarka Sigurjónssyni, dags. 08.04.2022, með ósk um skiptingu deiliskipulagðrar frístundalóðar við Krókatjörn í samræmi við gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Blikastaðaland - Deiliskipulag verslunar-, þjónustu- og athafnasvæðis 201908379
Lögð eru fram til kynningar drög og gögn að nýju deiliskipulagi athafnar, verslunar- og þjónustusvæðis í Blikastaðalandi vestan Korpúlfsstaðavegar. Tillagan er unnin af Arkís arkitektum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Vinna við þróun skipulags- og uppbyggingar byggðar í Blikastaðalandi 202004164
Hönnuðir og starfsmenn Alta ráðgjafaþjónustu kynna nýjar hugmyndir og tillögu rammaskipulags fyrir íbúðarbyggð í Blikastaðalandi norðan Korpúlfsstaðavegar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 58 202204025F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.6. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 466 202204003F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.7. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 467 202204010F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 468 202204020F
Fundargerð lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 564. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 405202204024F
Fundargerð 405. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag 2020081051
Staða á vinnu við verkefnið Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag kynnt. Minnisblað umsjónarmanns barnvæns sveitarfélags frá 4. apríl 2022 lagt fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar fræðslunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Úthlutun leikskólaplássa vor 2022 202204424
Staða á vinnu við úthlutun leikskólaplássa vorið 2022. Minnisblað verkefnastjóra frá lagt fyrir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 405. fundar fræðslunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 406202204028F
Fundargerð 406. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Klörusjóður 2022 202202172
Vinnufundur - úthlutun úr Klörusjóði 2022
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 406. fundar fræðslunefndar samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 58202204025F
Fundargerð 58. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Kvíslartunga 134 - breyting á deiliskipulagi 202202077
Skipulagsnefnd samþykkti á 559. fundi sínum að kynna og auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir lóðina Kvíslartungu 134, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var aðgengileg á vef sveitafélagsins sem og kynnt með bréfum grenndarkynningar sem send voru á eigendur Kvíslartungu 53, 120, 122, 124, 126, 128, 130, 132 og 134.
Athugasemdafrestur var frá 24.02.2022 til og með 30.03.2022. Engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 58. afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa lögð fram til kynningar á 804. fundi bæjarstjórnar.
9. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 469202204032F
Fundargerð 469. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Lerkibyggð 6 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202203168
Sumarbyggð ehf. Engjavegi 10 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu einbýlishús úr timbri á lóðinni Lerkibyggð nr. 6, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 65,7 m², 214,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 469. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 804. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Sölkugata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202202200
Halldór Einarsson Stórakrika 46 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu tveggja hæða einýlishús með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Sölkugata nr. 9, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir: Íbúð 279,9 m², bílgeymsla 43,8 m², 963,1 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 469. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 804. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Vindhóll opið skýli Umsókn um byggingarleyfi 202105157
Sigurdór Sigurðsson Vindóli sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu opna 135,1 m² tækjageymslu á lóðinni Vindhóll í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 469. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 804. fundi bæjarstjórnar.
10. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 29202204026F
Fundargerð 29. fundar öldungaráðs lögð fram til afgreiðslu á 804. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
10.1. Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra - öldungaráð 202104295
Öldungaráð óskar eftir kynningu vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar öldungaráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
10.2. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Virk þátttaka - Ræddar hugmyndir varðandi opinn kynningarfund um málefni aldraðra haustið 2022 þar sem allir helstu aðilar sem koma að þjónustu við eldri borgara kynni starf sitt og aðkomu að málaflokknum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 29. fundar öldungaráðs samþykkt á 804. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
11. Fundargerð 3. fundar heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes (HEF)202204474
Fundargerð 3. fundar heilbrigðisnefndar lögð fram til kynningar.