27. apríl 2022 kl. 16:15,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
- Kristbjörg Steingrímsdóttir (KS) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Úlfhildur Geirsdóttir aðalmaður
- Jórunn Edda Hafsteinsdóttir (JEH) aðalmaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra - öldungaráð202104295
Öldungaráð óskar eftir kynningu vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnti núverandi stöðu gangvart viðbyggingu Eirhamra. Ráðið ræddi hugmyndir sínar varðandi félagsstarfið og tilvonandi rými.
Öldungaráð leggur til við bæjarstjórn að skipaður verði samráðshópur hagsmuna aðila sem kæmi að skipulagningu verðandi rýmis fyrir félagsstarf eldri borgara.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir
2. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Virk þátttaka - Ræddar hugmyndir varðandi opinn kynningarfund um málefni aldraðra haustið 2022 þar sem allir helstu aðilar sem koma að þjónustu við eldri borgara kynni starf sitt og aðkomu að málaflokknum.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs kynnti hugmynd um að halda opinn kynningarfund um málefni eldri borgara þar sem kynnt verður starfsemi ólíkra aðila er varðar félags- og heilbrigðisþjónustu og tilboð um virkni. Öldungaráð fagnar hugmyndinni og lagt verður upp með að halda fundinn í byrjun september n.k.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir