28. apríl 2021 kl. 13:00,
Bókasafni Mosfellsbæjar
Fundinn sátu
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
- Kristbjörg Steingrímsdóttir (KS) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Úlfhildur Geirsdóttir aðalmaður
- Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir varamaður
- Elva Hjálmarsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði
Elva Hjálmarsdótir Ráðgjafi á fjölskyldusviði
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fyrirspurn vegna viðbyggingar við Hamra og Eirhamra - öldungaráð202104295
Fyrirspurn varðandi áform um viðbyggingar við Hamra og Eirhamra tekin til umræðu.
Fyrirspurn Ingólfs Hrólfssonar rædd og ráðið óskar eftir frekari umræðu og upplýsingagjöf. Formanni og starfsmanni Mosfellsbæjar falið að óska eftir aðilum á næsta fund sem hafa upplýsingar um málið.
2. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Aðgerðaráætlun vegna 1. þáttar stefnu í málefnum eldri borgara - heilbrigt líf
Farið yfir aðgerðaráætlun fyrsta þáttar í stefnu í málefnum eldri borgara - heilbrigt líf. Starfsmaður nefndarinnar mun óska eftir kynningu hjá sveitarfélagi sem samþætt hefur félags- og heilbrigðisþjónustu.
Einnig mun starfsmaður nefndarinnar óska eftir dagskrá dagdvalar á Eirhömrum í Mosfellsbæ til kynningar fyrir öldungaráð.