19. febrúar 2019 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Þórunn Magnea Jónsdóttir (ÞMJ) áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Áheyrnarfulltrúar véku af fundi að lokinni umfjöllun um almenn mál og trúnaðarmál. Sigurbjörg Fjölnisdóttir verkefnastjóri gæða- og þróunarmála sat fundinn. Berglind Ósk B. Filippíudóttir deildarstjóri barnaverndar og ráðgjafardeildar sat fundinn vegna umfjöllunar um barnaverndarmál.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks - endurnýjun samnings201805333
Drög að þjónustulýsingu vegna akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlagða þjónustulýsingu vegna ferðaþjónustu fatlaðs fólks og sameiginlegar reglur um ferðaþjónustu fatlaðs fólks sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
- FylgiskjalÞjónustulýsing 2019 með breytingum.pdfFylgiskjalSameiginlegar reglur 2019 með breytingum.pdfFylgiskjalMinnisblað v. þjónustulýsingar ferðaþjónustu fatlaðs fólks og sameiginlegar reglur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.pdfFylgiskjalAths. ÖBÍ við reglur og þjón.lýs. akstursþjón. fatl. fólks 300119.pdf
2. Neyðarskýli Reykjavíkurborgar, gistináttagjald201811349
Drög að samningi Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar um gistináttargjald í neyðarskýlum borgarinnar.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórna að gengið verði til samninga við velferðarsvið Mosfellsbæjar um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir utangarðsfólk.
3. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Drög að stefnu í málaflokki eldri borgara, máli vísað af 278. fundi fjölskyldunefndar til frekari umfjöllunar.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta frekari umfjöllun um málið.
Fundargerðir til staðfestingar
4. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 1245201902024F
Fundargerð 1245 trúnaðarmálafundar afgreidd á 279. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.