9. september 2019 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Kristbjörg Steingrímsdóttir (KS) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Úlfhildur Geirsdóttir aðalmaður
- Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir embættismaður
- Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
- Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Kynning fyrir öldungaráð frá Ólöfu Sívertsen201909151
Ólöf Sívertsen fjallar um heilsueflandi samfélag og tengingu þess við eldri borgara.
Ólöf Sívertsen kynnti fyrir ráðinu heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ og mikilvægi þess fyrir eldri borgara.
2. Þingsályktun um hagsmunafulltrúa aldraðra, 825. mál201905237
Erindi Velferðarnefndar Alþingsi-tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra sbr. 825 mál. Bæjarráð 1400. fundur (23.5.2019) vísar tillögunni til umsagnar öldungaráðs.
Öldungaráð þakkar bæjarráði fyrir beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraða og er jákvætt gagnvart slíkum fulltrúa. Ráðið vill jafnframt benda á að nú sé orðið of seint að veita umsögn um málið þar sem umsagnir áttu að berast fyrir 3. júní.
3. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Umræðu haldið áfram um drög að stefnu í málefnum eldri borgara.
Umræðu haldið áfram um stefnu Mosfellsbæjar í málefnum eldri borgara. Ákveðið að meðlimir sendi á Sigurbjörgu punkta sem verða teknir saman til að útbúa beinagrind fyrir stefnuna.
Óskað verður eftir að Unnur Ingólfs komi á næsta fund með tölulegar upplýsingar um nýtingu þjónustu.