Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. september 2019 kl. 17:15,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
  • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
  • Kristbjörg Steingrímsdóttir (KS) aðalmaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Úlfhildur Geirsdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
  • Sigurbjörg Fjölnisdóttir embættismaður
  • Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
  • Jóhanna Borghildur Magnúsdóttir varamaður

Fundargerð ritaði

Sigurbjörg Fjölnisdóttir Verkefnastjóri


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Kynn­ing fyr­ir öld­ungaráð frá Ólöfu Sívertsen201909151

    Ólöf Sívertsen fjallar um heilsueflandi samfélag og tengingu þess við eldri borgara.

    Ólöf Sívertsen kynnti fyr­ir ráð­inu heilsu­efl­andi sam­fé­lag í Mos­fells­bæ og mik­il­vægi þess fyr­ir eldri borg­ara.

    • 2. Þings­álykt­un um hags­muna­full­trúa aldr­aðra, 825. mál201905237

      Erindi Velferðarnefndar Alþingsi-tillaga til þingsályktunar um hagsmunafulltrúa aldraðra sbr. 825 mál. Bæjarráð 1400. fundur (23.5.2019) vísar tillögunni til umsagnar öldungaráðs.

      Öld­ungaráð þakk­ar bæj­ar­ráði fyr­ir beiðni um um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um hags­muna­full­trúa aldr­aða og er já­kvætt gagn­vart slík­um full­trúa. Ráð­ið vill jafn­framt benda á að nú sé orð­ið of seint að veita um­sögn um mál­ið þar sem um­sagn­ir áttu að berast fyr­ir 3. júní.

    • 3. Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara201801343

      Umræðu haldið áfram um drög að stefnu í málefnum eldri borgara.

      Um­ræðu hald­ið áfram um stefnu Mos­fells­bæj­ar í mál­efn­um eldri borg­ara. Ákveð­ið að með­lim­ir sendi á Sig­ur­björgu punkta sem verða tekn­ir sam­an til að út­búa beina­grind fyr­ir stefn­una.
      Óskað verð­ur eft­ir að Unn­ur Ingólfs komi á næsta fund með tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um nýt­ingu þjón­ustu.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15