21. janúar 2020 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) formaður
- Katrín Sif Oddgeirsdóttir varaformaður
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) aðalmaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) áheyrnarfulltrúi
- Valborg Anna Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir fjölskyldusvið
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskydusviðs
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum tilbrigði við útsenda dagskrá og taka fyrir mál nr. 202001284 starfsáætlun fjölskyldusviðs 2020 fyrir.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Akstursþjónusta fatlaðs fólks202001186
Drög að sameiginlegum reglum um akstursþjónustu fatlaðs fólks og sameiginlegri þjónustulýsingu lögð fyrir til umræðu og afgreiðslu
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins með tilliti til þeirra athugasemda sem fram koma í framlögðu minnisblaði. Nefndin vísar þjónustulýsingunni til nánari skoðunar starfsmanna fjölskyldusviðs.
- FylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - sameiginlegar reglur.pdfFylgiskjalDrög að sameiginlegri akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu - þjónustulýsing.pdfFylgiskjalErindi SSH - Akstursþjónusta fatlaðs fólks.pdfFylgiskjalMinnisblað til fjölskyldunefndar vegna breytinga á reglum og þjónustulýsingu.pdf
2. Gjaldskrá akstursþjónustu 2020202001250
Breytingar á gjaldskrá akstursþjónustu fatlaðs fólks lagðar fyrir
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja framlögð drög að gjaldskrá akstursþjónustu með áorðnum breytingum.
3. Ósk um samstarf201912254
Ósk um samstarf
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum að fela starfsmönnum sviðsins að leggja mat á erindi og ósk Heilabrots.
4. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Mál tekið upp frá 279. fundi, ásamt umfjöllun öldungaráðs.
Fjölskyldunefnd samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að teknu tilliti til athugasemda öldungaráðs í 2., 4. og 5. málsgrein. Nefndin samþykkir ennfremur að vísa drögunum með áorðnum breytingum til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. Starfsáætlun fjölskyldunefndar 2020202001284
Drög að framkvæmdaáætlun fjölskyldunefndar 2020. Málið er sett á dagskrá að beiðni fulltrúa C lista með fyrirvara um samþykki fundarins á að málið sé tekið fyrir
Fjölskyldunefnd fór yfir drög að áætlun og samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til frekari vinnslu á næsta fundi.
Fundargerðir til staðfestingar
5. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2946202001020F
Fundargerð 2946. trúnaðarmálafundar lögð fyrir 290. fund fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.
6. Trúnaðarmálafundur 2018-2022 - 2948202001026F
Fundargerð 2948. trúnaðarmálafundar tekin fyrir á 290. fundi fjölskyldunefndar eins og einstök mál bera með sér.