27. október 2021 kl. 16:34,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varabæjarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) aðalmaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Margrét Guðjónsdóttir (MGu) 1. varabæjarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) 1. varaforseti
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) 2. varaforseti
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Fundargerð
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1507202110011F
Fundargerð 1507. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Ósk Golfklúbbs Mosfellsbæjar um viðræður um framtíðarsýn Golfklúbbs Mosfellsbæjar fyrir Hlíðavöll 202109643
Erindi Golfklúbbs Mosfellsbæjar þar sem óskað er viðræðna til að kynna hugmyndir og framtíðarsýn Hlíðavallar, dags. 23. september 2021. Frestað erindi á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis-gisting í fl. II - Hraðastaðavegur 11 202109596
Umsagnarbeiðni vegna nýs rekstrarleyfis fyrir gistingu í II. fl. við Hraðastaðaveg 11. Máli frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Ákvörðun um greiðslu gatnagerðargjalda á Laugabóli kærð til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis 202012241
Úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dags. 28. september 2021 lagður fram til kynningar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að rétt hafi verið að innheimta gatnagerðargjald af uppbyggingunni og kröfu um ógildingu hafnað. Ráðuneytið bendir þó á að kærandi hefði átt að fá helmingsafslátt af gjaldinu skv. gjaldskránni og þeim tilmælum beint til Mosfellsbæjar að endurgreiða það sem oftekið var. Þá er vísað frá öllum kröfum tengdum aðal- og deiliskipulagi. Máli frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar millilofts í húsnæðinu Bugðufljóti 9 202109105
Umbeðin umsögn lögð fram til kynningar. Frestað á síðasta fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Krafa um NPA þjónustu 202011017
Dómur landsréttar í málinu lagður fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar og samþykktir um stjórn sveitarfélaga 202109083
Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna nýrra leiðbeininga um fjarfundi sveitarstjórna og um ritun fundargerða ásamt nýrri fyrirmynd að samþykktum um stjórn sveitarfélaga, dags. 4. október 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. SSH Starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2022 202110084
Erindi svæðisskipulagsstjóra, dags. 05.10.2021, þar sem lögð er fram til kynningar starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar 2022.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Stríðsminjasetur 202105155
Umbeðin umsögn lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1507. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1508202110018F
Lovísa Jónsdóttir vék af fundi undir máli nr. 2, umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Blik bistro og grill.
Fundargerð 1508. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 792. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum.
2.1. Fjárhagsáætlun vegna verkefna samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýttingu höfuðborgarsvæðisins 202002266
Erindi samráðshóps um vatnsvernd og vatnsnýtingu varðandi fjárhagsáætlun verkefna samráðshópsins, dags. 12.10.2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis Blik bistro og grill 202110161
Erindi sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar um umsókn Blikastaðakró ehf., f.h. Blik Bistro & Grill, um rekstrarleyfi, dags. 11.10.2021. Þá er tilkynnt að Blik veitingar ehf. hafi hætt starfsemi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Krafa um endurákvörðun fasteignaskatts lagðan á Veitur ohf 202110149
Erindi Veitna þar sem krafist er endurákvörðunar fasteignaskatts lagðan á Veitur á árunum 2016-2021 vegna jarðhitahlunninda sem fylgja fasteigninni Dælustöðvarvegi 6, dags. 08.10.2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Erindi frá SSH, varðandi niðurstöðu 529. stjórnarfundar SSH varðandi áfanga- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins 202110277
Erindi frá SSH, dags. 11. október 2021, varðandi áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins lagt fram. Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri mætir á fundinn og kynna erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Stefna Mosfellsbæjar um forvarnir gegn einelti, áreitni og vanlíðan á vinnustað. 201712169
Tillaga um breytingu á stefnu og viðbragðsáætlun Mosfellsbæjar um einelti og áreitni er lýtur að skilgreiningum og boðleiðum varðandi tilkynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Jöfnunarsjóður - drög að breytingu á reglugerð nr. 1088/2012 202110132
Erindi frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem vakin er athygli á drögum að breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Heimild til að leggja rafstreng í landi Selholts 202109439
Erindi Verkís ehf., f.h. Veitna, þar sem óskað er heimildar til að leggja rafstreng í landi Selholts L204589.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1508. fundar bæjarráðs samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Lýðræðis- og mannréttindanefnd - 22202110019F
Fundargerð 22. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar lögð fram til afgreiðslu á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar 2021 202105255
Umræður um framkvæmd jafnréttisdags Mosfellsbæjar 2021.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Mosfellsbær barnvænt sveitarfélag 2020081051
Umræða um stöðu vinnu við verkefnið barnvæn sveitarfélög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 22. fundar lýðræðis- og mannréttindanefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 222202110017F
Fundargerð 222. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Loftslagsstefna fyrir höfuðborgarsvæðið 202106232
Kynning á minnisblaði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega loftslagsstefnu fyrir höfuðborgarsvæðið. Jón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri höfuðborgarsvæðisins mætir á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 222. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Lýðheilsu- og forvarnastefna 201904174
Íþrótta- og tómstundanefnd vísar drögum að nýrri Lýðheilsu- og forvarnarstefnu áfram til kynningar hjá nefndum bæjarins, áður en henni verður vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar. Tómstunda- og forvarnarfulltrúi Mosfellsbæjar mætir á fundinn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 222. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.3. Sameiginleg svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi 202109427
Bréf Sorpu bs. varðandi sameiginlega svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 á Suðvesturlandi, dags. 17.09.21. Í bréfinu kemur fram að lögð hafi verið fram tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032 sem taki til starfssvæða fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Frestur til athugasemda er til 29. október nk.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa málinu til umsagnar umhverfissviðs og umhverfisnefndar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 222. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Friðlýsing Blikastaðakróar og Leiruvogs 202105156
Lagðar fram til kynningar innsendar athugasemdir við fyrirætlanir um friðlýsingu Leiruvogs og Blikastaðakróar, ásamt svör Umhverfisstofnunar við athugsemdum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 222. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalBlikastaðakró_Leiruvogur. Minjastofnun.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Athugasemdir Skotvís.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Sigurjón Magnússon.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur. Vegagerðin.pdfFylgiskjalBlikastaðakró-Leiruvogur-Skerjafjörður. Geir Sverrisson.pdfFylgiskjalBlikastaðarkró-Leiruvogur. Hafró gerir ekki aths..pdfFylgiskjalFlugklúbbur_Staðsetning flugbrauta.pdfFylgiskjalFlugklúbbur_t-póstur.pdfFylgiskjalÁform um friðlýsingu Grafarvogs innan Gullinbrúar og Blikastaðakróar-Leiruvogs.pdfFylgiskjaldrög_Blikastaðakró-Leiruvogur. Umsögn um athugasemdir við áform.pdfFylgiskjalBreytt mörk.pdf
6. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 396202110016F
Fundargerð 396. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Ytra mat á Krikaskóla 202005221
Kynning á framkvæmda ytra mats Krikaskóla, haustið 2021
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 396. fundar fræðslunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- Fylgiskjal210707 Sjálfsmatsskýrsla Krikaskóla 2020-21.pdfFylgiskjal210919 Skólanámskrá Krikaskóla - almennur hluti.pdfFylgiskjalSkólanámskrá Krikaskóla árgangar 1-4 bekkur útg1.pdfFylgiskjalSkólanámskrá Krikaskóla námssvið og námsgreinar 1-4 bekkur útg1.pdfFylgiskjalStarfsáætlun Krikaskóla 2021-2022 - útg1.pdf
6.2. Leikskólinn Hlíð- skólanámskrá 2021 202110300
Kynning á nýrri skólanámskrá ungbarnaleikskólans Hlíðar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 396. fundar fræðslunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Skólaskylda grunnskólabarna í Mosfellsbæ 2021-22 202110219
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 396. fundar fræðslunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Klörusjóður 202001138
Styrkþegi frá 2020, Kristín Einarsdóttir kynnir verkefnið lestrarkortsapp.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 396. fundar fræðslunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 552202110020F
Fundargerð 552. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Helgafellshverfi 5. áfangi - nýtt deiliskipulag 201811024
Lagt er fram til kynningar og afgreiðslu nýtt deiliskipulag fyrir 5. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 552. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Helgafellshverfi 5. áfangi - götuheiti 201811024
Lagt er fram til umfjöllunar minnisblað vegna nafngiftar á götu 5. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 552. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Helgafellshverfi 6. áfangi - nýtt deiliskipulag 202101267
Lögð er fram til kynningar og afgreiðslu skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags 6. áfanga Helgafellshverfis.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 552. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Háeyri 1-2 - breyting á deiliskipulagi 202108920
Lagt er fram minnisblað og umsögn skipulagsfulltrúa, vegna erindis um deiliskipulagsbreytingu fyrir Háeyri 1-2, í samræmi við afgreiðslu á 549. fundi nefndarinnar.
Erindi lagt fram til afgreiðslu.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 552. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.5. Leirvogstunguhverfi - endurskoðun deiliskipulags 202106088
Skipulagsnefnd samþykkti á 546. fundi sínum að auglýsa deiliskipulagsbreytingu vegna gatna, stíga og lóða í Leirvogstunguhverfi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan var aðgengileg á vef sveitarfélagsins og auglýst í Mosfellingi og Lögbirtingarblaðinu.
Athugasemdafrestur var frá 26.08.2021 til og með 10.10.2021.
Hjálagðar eru til kynningar innsendar athugasemdir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 552. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til staðfestingar
3. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar - 312202110015F
Fundargerð 312. fundar fjölskyldunefndar lögð fram til afgreiðslu á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Lykiltölur fjölskyldusviðs 202006316
Lykiltölur fjölskyldusviðs jan-sept 2021 lagðar fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 312. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Lýðheilsu- og forvarnastefna 201904174
Drögum að nýrri lýðheilsu- og forvarnarstefnu lögð fyrir til kynningar og umræðu, máli vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 312. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Krafa um NPA þjónustu 202011017
Dómur Landsréttar í málinu lagður fyrir til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 312. fundar fjölskyldunefndar samþykkt á 792. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 451202110010F
Fundargerð 451. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Bugðufljót 13, Umsókn um byggingarleyfi 201805122
Bugðufljót 3 ehf. sækir um leyfi til breytinga áður samþykktra aðaluppdrátta atvinnuhúsnæðis á lóðinni Bugðufljót nr. 13, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 451. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Grundartangi 32-36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202108233
Sóley Rut Jóhannsdóttir Grundartanga 36 sækir, fyrir hönd eigenda Grundartanga 32-36, um leyfi til hækkunar þaks og breytinga innra skipulags rishæðar raðhúsa á lóðinni Grundartangi nr.32-36, í samræmi við framlögð gögn. Umsókn um byggingarleyfi var grenndarkynnt. Athugasemdafrestur var frá 10.03.2021 til og með 09.04.2021., engar athugasemdir bárust. Stærðir eftir breytingu:
Grundartangi 32: Íbúð 106,1 m², 237,27 m³.
Grundartangi 34: Íbúð 135,2 m², 340,4 m³.
Grundartangi 36: Íbúð 106,4 m², 229,8 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 451. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Liljugata 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202109583
Byggingafélagið Bakki ehf. Þverholti 2 sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu fimm íbúða raðhús á einni hæð á lóðinni Liljugata nr. 9-17, í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir hús nr. 9: Íbúð 106,7 m², 295,43 m³.
Stærðir hús nr. 11: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
Stærðir hús nr. 13: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
Stærðir hús nr. 15: Íbúð 106,7 m², 302,25 m³.
Stærðir hús nr. 17: Íbúð 106,7 m², 295,43 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 451. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Reykjahvoll 14 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi 202106333
Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir Sólvallagötu 6 Reykjanesbæ sækir um leyfi til að byggja úr timbri einbýlishús með rishæð ásamt stakstæðri bílgeymslu á lóðinni Reykjahvoll nr. 14 í samræmi við framlögð gögn. Stærðir:
Íbúð 177,0 m², 433,38 m³. Bílgeymsla 40,0 m², 117,49 m³.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 451. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
9. Öldungaráð Mosfellsbæjar - 26202109010F
Fundargerð 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
9.1. Starfsáætlun Öldungaráðs 2021 202102073
Starfsáætlun öldungaráðs Mosfellsbæjar tekin til umræðu og fyrirkomulag fundarhalda rætt.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
9.2. Þjónusta til aldraðra íbúa Mosfellsbæjar - umræður öldungaráðs 202110122
Þjónusta við eldri borgara í Mosfellsbæ tekin til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Samþykkt að vísa niðurstöðu fundarins í þessu máli til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar og afgreiðslu.
Afgreiðsla 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
9.3. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ 201603286
Samþætting félagsþjónustu og heilsugæslu tekin til umræðu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
9.4. Stefna í málefnum eldri borgara 201801343
Eflandi umhverfi - stefna í málefnum eldri borgara
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 26. fundar öldungaráðs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 102. fundar svæðiskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins202110228
Fundargerð 102. fundar svæðiskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar.
Fundargerð 102. fundar svæðiskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjastjórnar Mosfellsbæjar.
11. Fundargerð 230. fundar Slökkviliðs á höfuðborgarsvæðinu202110262
Fundargerð 230. fundar Slökkviliðs á Höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 230.fundar Slökkviliðs á Höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
12. Fundargerð 529. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202110178
Fundargerð 529. fundar Samtaka Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 529. fundar Samtaka Sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
13. Fundargerð 394. fundar samstarfsnefndar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu202110195
Fundargerð 394. fundar starfsnefndar skíðasvæða á Höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 394.fundar starfsnefndar skíðasvæða á Höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
14. Fundargerð 457. fundar Sorpu bs202110315
Fundargerð 457. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 457. fundar Sorpu bs. lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
15. Fundargerð 458. fundar Sorpu bs202110316
Fundargerð 458. fundar Sorpu bs lögð fram til kynningar.
Fundargerð 458. fundar Sorpu bs lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
16. Fundargerð 530. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu202110329
Fundargerð 530. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar.
Fundargerð 530. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.
17. Fundargerð 34. eigendafundar Strætó bs.202110346
Fundargerð 34. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar.
Fundargerð 34. eigendafundar Strætó bs. lögð fram til kynningar á 792. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.