21. október 2019 kl. 17:15,
í Kjarna
Fundinn sátu
- Svala Árnadóttir (SÁ) aðalmaður
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
- Ingólfur Hrólfsson aðalmaður
- Gríma Huld Blængsdóttir aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Úlfhildur Geirsdóttir aðalmaður
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir embættismaður
- Snjólaug Sigurðardóttir varamaður
- Sigurlaug S Einarsdóttir (SSE) varamaður
- Margrét Jakobína Ólafsdóttir (MJÓ) varamaður
Fundargerð ritaði
Sigurbjörg Fjölnisdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Beiðni um umsögn öldungaráðs, umsókn Sinnum um starfsleyfi201909297
Beiðni um umsögn vegna umsóknar Sinnum um starfsleyfi vegna reksturs félagslegrar þjónustu
Öldungaráð Mosfellsbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu en að Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar veiti Sinnum starfsleyfi vegna félagsþjónustu.
2. Stefna í málefnum eldri borgara201801343
Haldið áfram að fjalla um stefnu í málefnum eldri borgara
Öldungaráð óskar þess að þær athugasemdir sem hafa komið fram vegna draga að stefnu verði settar í heildstætt form með drögum að stefnu og kynntar aftur á næsta fundi öldungaráðs.
3. Heimaþjónusta í Mosfellsbæ201603286
Félags- og heilbrigðisþjónusta í Mosfellsbæ. Samantekt um fyrirkomulag þjónustu við eldri borgara. Máli vísað til öldungaráðs til kynningar af bæjarráði Mosfellsbæjar.
Öldungaráð Mosfellsbæjar gerir eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020:
Stöðugildum við heimaþjónustu aldraða verði fjölgað um tvö og verða þau nýtt til að mæta þörf fyrir aðstoð við persónulega umhirðu og heimilishald annað en heimilisþrif sem og að stuðla að því að rjúfa félagslega einangrun aldraðra þar sem um hana er að ræða.