Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

30. september 2020 kl. 16:30,
í fjarfundi


Fundinn sátu

 • Bjarki Bjarnason (BBj) forseti
 • Lovísa Jónsdóttir (LJó) 1. varaforseti
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
 • Ásgeir Sveinsson (ÁS) aðalmaður
 • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
 • Haraldur Sverrisson aðalmaður
 • Michele Rebora (MR) 2. varamaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG) aðalmaður
 • Þóra Margrét Hjaltested þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Þóra M. Hjaltested lögmaður Mosfellsbæjar


Dagskrá fundar

Fundargerð

 • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1458202009023F

  Fund­ar­gerð 1458. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1459202009030F

   Fund­ar­gerð 1459. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 3. Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 297202009013F

    Fund­ar­gerð 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3.1. Covid-19 stöðu­skýrsla fjöl­skyldu­sviðs 202004005

     Sam­an­tekt um stöðu mála­flokka fjöl­skyldu­sviðs á tím­um Covid 19.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.2. Skipu­lag fjöl­skyldu­sviðs 2020081082

     Minn­is­blað um breyt­ing­ar á skipu­lagi fjöl­skyldu­sviðs lagt fram.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.3. Íþrótta- og tóm­stunda­styrk­ir til barna á tekju­lág­um heim­il­um 202007154

     Íþrótta- og tóm­stunda­styrk­ir til barna á tekju­lág­um heim­il­um, upp­lýs­ing­ar um að­gerð­ir stjórn­valda.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.4. Gæða­við­mið í fé­lags­þjón­ustu við fatlað fólk 202008954

     Gæða­við­mið í fé­lags­þjón­ustu við fatlað fólk kynnt.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.5. NPA samn­ing­ar og lög um op­in­ber inn­kaup 202007008

     Minn­is­blað Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um áltia­efni í sam­spili laga um op­in­ber inn­kaup og reglu­gerð­ar um NPA lagt fram til kynn­ing­ar.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.6. Heim­sókn öld­unga­ráðs til fjöl­skyldu­nefnd­ar 202009217

     Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar mæt­ir á fund fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­kvæmt 3. mgr. 5. gr. sam­þykkt­ar fyr­ir öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar. Full­trú­ar ráðs­ins eru
     Úlf­hild­ur Geirs­dótt­ir, Jó­hanna B. Magnús­dótt­ir, Ingólf­ur Hrólfs­son, Jón­as Sig­urðs­son, Krist­björg Stein­gríms­dótt­ir og Svala Árna­dótt­ir.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.7. Stefna í mál­efn­um eldri borg­ara 201801343

     Öld­ungaráð kynn­ir for­gangs­röðun að­gerða fyr­ir árið 2021 að mati ráðs­ins.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.8. Trún­að­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 1398 202009015F

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.9. Barna­vernd­ar­mála­fund­ur 2018-2022 - 718 202009017F

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 297. fund­ar fjöl­skyldu­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 4. Um­hverf­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 212202009020F

     Fund­ar­gerð 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 4.1. Stíg­ur með­fram Varmá 201511264

      Lögð fram loka­drög að um­hverf­is­skipu­lagi Var­már og verk­efn­istil­laga fyr­ir breyt­ingu á deili­skipu­lagi frá Reykjalund­ar­vegi að Húsa­dal, sem hluta að var­an­leg­um úr­bót­um á göngu­stíg­um og bakk­arofi í Varmá. Skipu­lags­full­trúi kem­ur á fund­inn.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.2. Frið­land við Varmárósa, end­ur­skoð­un á mörk­um 202002125

      Lögð fram til­laga að áform­um um stækk­un friðlands við Varmárósa og inn­komn­ar at­huga­semd­ir eft­ir fyrra aug­lýs­inga­ferli.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.3. Gerð stjórn­un­ar- og verndaráætl­ana fyr­ir frið­lýst svæði í Mos­fells­bæ 201912163

      Lögð fram loka­gögn stjórn­un­ar- og verndaráætl­ana fyr­ir Ála­foss og Tungu­foss, ásamt að­gerðaráætl­un­um og grein­ar­gerð­um við inn­send­ar at­huga­semd­ir.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.4. Sam­göngu­vika í Mos­fells­bæ 2020 202009190

      Hug­mynd­ir að dagskrá fyr­ir Sam­göngu­viku í Mos­fells­bæ 2020 lagð­ar fram til kynn­ing­ar

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.5. Starfs­leyf­istil­laga fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöðu SORPU bs. í aug­lýs­ingu 202009206

      Er­indi Um­hverf­is­stofn­un­ar um aug­lýs­ingu á starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU bs. í Álf­nesi. Frest­ur til að skila at­huga­semd­um við til­lög­una er til og með 2. októ­ber 2020.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Til­laga bæj­ar­full­trúa L-lista:
      Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar fel­ur um­hverf­is­sviði að skoða mál­ið nán­ar og nýta sér um­sagna­rétt vegna til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð.

      Til­laga bæj­ar­full­trúa L-lista felld með sjö at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar L- og M-lista greiddu at­kvæði með til­lög­unni.

      Bók­un bæj­ar­full­trúa L-lista:
      Bæj­ar­full­trúi L-list­ans Mos­fells­bæj­ar ít­rek­ar efa­semd­ir sín­ar varð­andi til­lögu að starfs­leyfi fyr­ir gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU og hvet­ur til þess að láta ekki "tækni­leg" at­riði og ósk­hyggju blinda sig. Það er jafn­framt afar sorg­legt að at­huga­semd­un­um sé stillt upp sem að­för að fram­gangi GAJA, því fer fjarri.

      Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista:
      Þessi áform SORPU geta skap­að íbú­um Mos­fells­bæj­ar tjón með áfram­hald­andi óþef og illa lykt­andi um­hverfi í okk­ar fal­lega bæj­ar­fé­lagi. Munu íbú­ar bæj­ar­ins eiga á hættu að áfram­hald­andi óþæg­indi stafi frá urð­un­ar­stöð­um á Álfs­nesi. Einn­ig er raun­veru­leg hætta á að þessi áform SORPU gætu stuðlað að enn frek­ari töf­um við upp­bygg­ingu og lagn­ingu 2. áfanga Sunda­braut­ar á svæð­inu sem á eft­ir að fara í um­hverf­is­mat og end­an­lega hönn­un hvað legu henn­ar varð­ar um Álfsnes.

      Bók­un bæj­ar­full­trúa C-, D-, S- og V-lista:
      Bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista lýs­ir al­gjörri van­þekk­ingu hans á mál­inu. Bygg­ing gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar er eitt stærsta ein­staka um­hverf­is­verk­efn­ið sem ráð­ist hef­ur ver­ið í hér­lend­is á liðn­um árum. Hún er með­al ann­ars reist til þess að koma í veg fyr­ir þau óþæg­indi sem að íbú­ar Mos­fells­bæj­ar hafa orð­ið fyr­ir af urð­un­ar­staðn­um í Álfs­nesi und­an­farna ára­tugi. Eins og bæj­ar­full­trúa M-lista ætti að vera full­kunn­ugt um hef­ur sér­stak­lega ver­ið gert ráð fyr­ir legu Sunda­braut­ar um Álfsnes og bygg­ing­ar­stað­ur gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar sér­stak­lega stað­sett­ur með til­liti til Sunda­braut­ar. Bók­an­ir sem þess­ar er ann­að hvort sett­ar fram af full­kom­inni van­þekk­ingu eða til þess að reyna að slá ryki í augu bæj­ar­búa.

      Gagn­bók­un bæj­ar­full­trúa L-lista:
      Rétt er að taka und­ir bók­un C, D, S og V-lista að gas- og jarð­gerð­ar­stöðin sem ris­ið hef­ur í Álfs­nesi er gríð­ar­lega mik­il­væg­ur áfangi í með­höndl­un úr­gangs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og Ís­landi öllu.

      Gas- og jarð­gerð­ar­stöð­inni er hins veg­ar ekki ætlað að leysa alla urð­un af hólmi, held­ur ein­ung­is að vinna úr líf­ræn­um hluta al­menns heim­il­isúr­gangs frá sorp­hirðu sveit­ar­fé­lag­anna. Eft­ir standa um 100.000 tonn af úr­gangi á ári sem berast nú til urð­un­ar­stað­ar í Álfs­nesi og sveit­ar­fé­lög­in munu áfram þurfa að fást við, þrátt fyr­ir til­komu GAJA. Það er því bæði óná­kvæmt og jafn­vel óá­byrgt að taka það ekki fram.

      Gagn­bók­un bæj­ar­full­trúa M-lista:
      Bók­un bæj­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, Sam­fylk­ing­ar og Við­reisn­ar upp­lýs­ir vel hve illa full­trú­ar þess­ara flokka eru inn í um­ræðu líð­andi stund­ar varð­andi minja­vernd á Álfs­nesi. Eft­ir stend­ur sú stað­reynd að með deili­skipu­lagi sam­þykktu árið 2015 var gas- og jarð­gerð­ar­stöð SORPU stað­sett þann­ig að fækka kost­um um legu braut­ar­inn­ar sbr. skýrslu Minja­safns Reykja­vík­ur 2008. Það er ljóst að 2. áfangi Sunda­braut­ar mun liggja um Álfsnes og hef­ur enn ekki far­ið í um­hverf­is­mat. Því og þess vegna er lega henn­ar ekki end­an­lega komin í ljós m.a. í ljósi þess sem fram hef­ur kom­ið í op­in­berri um­ræðu. Þá ligg­ur ljóst fyr­ir að með urð­un­ar­stað, þar sem SORPA vill nú bæta við á Álfs­nesi, gæti slíkt skap­að auk­ið flækj­ust­ig í tengsl­um við legu Sunda­braut­ar, hönn­un og skipu­lag. End­an­legri hönn­un á legu braut­ar­inn­ar er ekki lok­ið og all­ar fram­kvæmd­ir á Álfs­nesi munu auka hættu á að Sunda­braut verði ekki lögð á svæð­inu. Bók­an­ir fram­an­greindra flokka er ekki til þess fallin að lýsa vel áform­um þeirra við að standa vörð um hags­muna­mál Mos­fell­inga og stuðn­ing við lagn­ingu Sunda­braut­ar.

      Bók­un bæj­ar­full­trúa C-, D-, S- og V-lista:
      Sam­kvæmt eig­enda­sam­komu­lagi sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem und­ir­ritað var í júlí 2020 mun urð­un í Álfs­nesi hætta fyr­ir fullt allt árið 2023. Urð­un líf­ræns úr­gangs verð­ur hætt í lok árs 2021 og á því ári má að­eins urða 6000 tonn af líf­ræn­um úr­gangi. Eig­enda­sam­komu­lag­ið kveð­ur á um að urð­un í Álfs­nesi verði hætt og að­r­ar leið­ir farn­ar. Það er ábyrgð­ar­hluti að halda öðru fram. Við ít­rek­um að Sunda­braut og Minja­vernd koma starfs­leyfi Gas- og jarð­gerð­ar­stöðv­ar ekki við. Það væri nær að bæj­ar­full­trú­ar L og M lista stæðu með öðr­um í bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar við að verja hags­muni Mos­fell­inga varð­andi úr­gangs­mál í Álfs­nesi.


      Af­greiðsla 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sjö at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi L-lista greiddi at­kvæði gegn af­greiðsl­unni og bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá.

     • 4.6. Starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar 2020 202009200

      Lögð fram til­laga að starfs­áætlun um­hverf­is­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar fyr­ir vet­ur 2020-2021

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 212. fund­ar um­hverf­is­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 5. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 523202009027F

      Fund­ar­gerð 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 5.1. Bjarta­hlíð 25 - um­sókn um stækk­un lóð­ar 201805176

       Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Björtu­hlíð 25.
       Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.2. Fjölg­un bíla­stæða við Varmár­veg í Helga­fells­hverfi 201905212

       Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Varmár­veg vegna fjölg­un­ar bíla­stæða í götu.
       Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Bók­un C-lista:
       Bæj­ar­full­trúi C-lista Við­reisn­ar tel­ur að fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagstil­laga gangi lengra en til­efni er til. Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir bíla­stæð­um beggja vegna veg­ar­ins við stærsta hluta hans rétt eins og er efst í göt­unni en þar er vel þekkt að mik­il þrengsl geta orð­ið, sér­stak­lega á vet­urna þeg­ar gat­an get­ur nánast orð­ið ein­breið vegna snjóa.

       Í gögn­um máls­ins ligg­ur ein­göngu fyr­ir beiðni frá eig­end­um 7 íbúða í litlu fjöl­býli um bíla­stæði á svæði sem íbú­arn­ir nýttu sem bíla­stæði áður en göngu­stíg­ur var lagð­ur. Verk­fræði­stof­an Efla var feng­in sam­hliða öðru verk­efni til að meta mögu­leika á því að bæta við bíla­stæð­um við Varmár­veg og lagði í des­em­ber 2019 til tvær stað­setn­ing­ar á 10 stæð­um til við­bót­ar.

       Eng­in gögn fylgja mál­inu sem veita skýr­ing­ar á því hvers vegna ekki er far­ið að til­lög­um Eflu og hvers vegna deili­skipu­lagstil­lag­an feli í sér fjölg­un um 38 stæði í stað 10 með til­heyr­andi kostn­að fyr­ir út­svars­greið­end­ur Mos­fells­bæj­ar.


       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi C-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      • 5.3. Hringtorg á gatna­mót­um Langa­tanga og Skeið­holts - deili­skipu­lag 202009115

       Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu vegna hring­torgs á gatna­mót­um Langa­tanga og Skeið­holts.
       Mál­inu var frestað vegna tíma­skorts á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.4. Selja­dals­náma - matsáætlun 201703003

       Í sam­ræmi við sam­þykkt bæj­ar­ráðs þann 09.07.2020 kynnti Mos­fells­bær drög að matsáætlun, unna af Eflu verk­fræði­stofu, fyr­ir hags­muna­að­il­um og íbú­um. At­huga­semda­frest­ur var frá 31.07.2020 til og með 14.08.2020. Tutt­ugu um­sagn­ir bár­ust sem öll­um hef­ur ver­ið svarað efn­is­lega í til­lögu að matsáætlun.
       Lögð er fram til af­greiðslu til­laga að matsáætlun fyr­ir Selja­dals­námu sem senda skal Skipu­lags­stofn­un.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trú­ar C-, L- og M-lista sátu hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      • 5.5. Bratta­hlíð 24-38 - gatna­gerð 201912050

       Lögð er fram ósk Um­hverf­is­sviðs fyr­ir fram­kvæmd­ar­leyfi fyr­ir gatna­gerð í Bröttu­hlíð í sam­ræmi við sam­þykkt deili­skipu­lag.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.6. Þver­holt 25-27 - deili­skipu­lags­breyt­ing 202006390

       Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Þver­holt 25-27 þar sem kvöð er aflétt af lóð­um.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með fimm at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi S-lista greiddi at­kvæði gegn af­greiðsl­unni og bæj­ar­full­trú­ar C-, L- og M-lista sátu hjá.

      • 5.7. Varmár­bakk­ar, lóð­ir fyr­ir hest­hús - breyt­ing á deili­skipu­lagi 201809062

       Lögð er fram til kynn­ing­ar og af­greiðslu að nýju upp­færð til­laga að deili­skipu­lags­breyt­ingu fyr­ir Hestaí­þrótta­svæð­ið á Varmár­bökk­um. Til­lag­an tek­ur mið af at­huga­semd­um sem bár­ust við fyrri aug­lýs­ingu skipu­lags­ins og kynnt­ar voru á 514. fundi nefnd­ar­inn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.8. Leir­vogstunga 29 - ósk um stækk­un lóð­ar 202009380

       Borist hef­ur er­indi frá Rún­ari Þór Guð­brands­syni, dags. 27.04.2020, með ósk um stækk­un lóð­ar í Leir­vogstungu 29.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.9. Leir­vogstunga 26 - ósk um stækk­un lóð­ar 202009362

       Borist hef­ur er­indi frá Ingu Dóru Glan Guð­munds­dótt­ur, dags. 21.09.2020, með ósk um stækk­un lóð­ar í Leir­vogstungu 26.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.10. Um­ferð­ar­hraði Ála­fosskvos 202006397

       Lagð­ar eru fram til kynn­ing­ar til­lög­ur Eflu verk­fræði­stofu um um­ferð­ar­úr­bæt­ur í Ála­fosskvos.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.11. Stefna um íbúð­ar­byggð - stak­ir reit­ir - Reykja­vík­ur­borg 202006066

       Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg, dags. 16.09.2020, með ósk um at­huga­semd­ir við aug­lýstri til­lögu vegna breyt­ing­ar á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar 2010-2030 varð­andi skil­grein­ing­ar nýrra reita fyr­ir íbúð­ar­byggð. At­huga­semda­frest­ur er til 28.10.2020.
       Drög sömu til­lögu voru tekin fyr­ir á 519. fundi nefnd­ar­inn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      • 5.12. Sér­stök bú­setu­úr­ræði - breyt­ing­ar­til­laga - Reykja­vík­ur­borg 202006064

       Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg, dags. 16.09.2020, með ósk um at­huga­semd­ir við aug­lýstri til­lögu vegna breyt­ing­ar á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar 2010-2030 þar sem skerpt er á heim­ild­um sem varða sér­stök bú­setu­úr­ræði inn­an mis­mun­andi land­notk­un­ar­svæða að­al­skipu­lags­ins, m.a. varð­andi hús­næð­is­lausn­ir fyr­ir heim­il­is­lausa. At­huga­semda­frest­ur er til 28.10.2020.
       Drög sömu til­lögu voru tekin fyr­ir á 519. fundi nefnd­ar­inn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      • 5.13. Nýi Skerja­fjörð­ur - drög að til­lögu - Reykja­vík­ur­borg 202006068

       Borist hef­ur er­indi frá Reykja­vík­ur­borg, dags. 16.09.2020, með ósk um at­huga­semd­ir við aug­lýstri til­lögu vegna breyt­ing­ar á Að­al­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar 2010-2030 vegna breyt­inga á land­notk­un og fjölg­un íbúða í Skerjafirði. At­huga­semda­frest­ur er til 28.10.2020.
       Drög sömu til­lögu voru tekin fyr­ir á 519. fundi nefnd­ar­inn­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Bæj­ar­full­trúi M-lista sat hjá við at­kvæða­greiðsl­una.

      • 5.14. Súlu­höfði 53 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202007028

       Borist hef­ur er­indi frá Ír­isi Ösp Björns­dótt­ur um bygg­ing­ar­leyfi og fyr­ir­spurn, dags. 23.09.2020.
       Er­ind­inu var vísað til skipu­lags­nefnd­ar, á 410. af­greiðslufundi bygg­ing­ar­full­trúa, til um­sagn­ar vegna ákvæða deili­skipu­lags og hæð­ar húss.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 409 202009031F

       Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      • 5.16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 410 202009035F

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 523. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 768. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

      Fundargerðir til kynningar

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 21:20