Mál númer 200701150
- 30. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #668
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi hestaíþróttasvæðisins á Varmárbökkum og drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma 13.10.2015 til 24.11.2015.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit að óskað verði eftir umsögn Náttúrufræðistofnunar áður en bæjarstjórn samþykkir nýtt deiliskipulag hestaíþróttasvæðisins á Varmárbökkum. Skv. 57. gr. nýrra náttúruverndarlaga skulu stjórnvöld við töku hvers kyns ákvarðana sem áhrif geta haft á friðuð vistkerfi, vistgerðir eða tegundir sýna sérstaka aðgát svo ekki verði gengið gegn markmiðum friðunar og leita umsagnar stofnunarinnar áður en tekin ákvörðun um framkvæmd.
Einnig verði forsendum verndarinnar lýst og mótvægisaðgerðir endurskoðaðar.
Sigrún H PálsdóttirTillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 409. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 668. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur ótækt að bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykki deiliskipulag hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum án þess að fyrir liggi umsögn Náttúrufræðistofnunar. Í skipulagsgögnum eru engar haldbærar mótvægisaðgerðir að finna sem tryggja að friðlandinu verði ekki spillt. Það er ljóst að “létt kaðalgirðing" heldur hvorki lausum hundum, né hrossum sem sleppa út úr girðingu frá friðlýsta svæðinu. Eitt fjörugt hross gæti, ef blautt er á, valdið þar miklum skaða.
Engin grein er gerð fyrir forsendum náttúruverndar og friðunar á svæðinu í gögnunum og engin varnaðarorð höfð uppi um umgengni á svæðinu í greinargerð. Úr því þarf að bæta.
Sigrún H. PálsdóttirBókun D-, V- og S-lista
Deiliskipulagið tekur ekki til friðlandsins sem strangar reglur gilda um og fjallað er um í auglýsingu nr. 710 frá 7. mars 2012 um friðland við Varmárósa í Mosfellsbæ.
Við vinnslu þessa máls hefur skipulagsnefnd og starfsmenn umhverfissviðs vandað til verks og nú liggur fyrir að skipulagið mun fara til Skipulagsstofnunar, sem þarf að staðfesta það og það er réttur ferill þessa máls. - 17. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #409
Lögð fram endurskoðuð tillaga að deiliskipulagi hestaíþróttasvæðisins á Varmárbökkum og drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma 13.10.2015 til 24.11.2015.
Skipulagsnefnd samþykkir framlögð drög að svörum, og samþykkir jafnframt deiliskipulagið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á gögnum eftir umfjöllun um athugasemdir á auglýsingartíma, en með þeirri breytingu til viðbótar að í stað heitisins Skólabraut komi Harðarbraut. Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku skipulagsins.
- 16. mars 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #667
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni Hestamannafélagsins Harðar, þar sem fram kemur afstaða stjórnar hestamannafélagsins til þriggja atriða varðandi deiliskipulag svæðisins sem borin voru undir stjórnina í framhaldi af athugasemdum sem gerðar voru við auglýsta tillögu. Athugasemdirnar lagðar fram að nýju ásamt umsögnum skipulagshöfunda.
Afgreiðsla 408. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 667. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 8. mars 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #408
Lagðir fram tölvupóstar frá formanni Hestamannafélagsins Harðar, þar sem fram kemur afstaða stjórnar hestamannafélagsins til þriggja atriða varðandi deiliskipulag svæðisins sem borin voru undir stjórnina í framhaldi af athugasemdum sem gerðar voru við auglýsta tillögu. Athugasemdirnar lagðar fram að nýju ásamt umsögnum skipulagshöfunda.
Nefndin ítrekar bókun sína frá 12. janúar s.l. um breytingar á skipulagsgögnum í samræmi við umsögn skipulagshöfunda en tekið verði tillit til afstöðu stjórnar hestamannafélagsins varðandi þau atriði sem borin voru undir hana. Endurskoðuð tillaga og drög að svörum við athugasemdum verði lögð fyrir næsta fund.
- 20. janúar 2016
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #663
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda um fjórar athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu og um bókun umhverfisnefndar frá 26.11.2015.
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
- 12. janúar 2016
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #403
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda um fjórar athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu og um bókun umhverfisnefndar frá 26.11.2015.
Nefndin samþykkir að gerðar verði breytingar á deiliskipulagsgögnunum í samræmi við umsögn skipulagshöfunda, að fengnu áliti stjórnar hestamannafélagsins á þeim atriðum sem lagt er til að verði borin undir hana. Jafnframt leggur nefndin til að aðkomugata frá hringtorgi að hesthúsahverfi verði nefnd Harðarbraut.
- 16. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #662
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðisins var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Lagðar fram fjórar athugasemdir sem bárust og bókun umhverfisnefndar frá 26.11.2015.
Afgreiðsla 402. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 662. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. desember 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #402
Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðisins var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Lagðar fram fjórar athugasemdir sem bárust og bókun umhverfisnefndar frá 26.11.2015.
Nefndin vísar framkomnum athugasemdum til umsagnar skipulagshöfunda.
- 2. desember 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #661
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum, sem skipulagsnefnd bókaði að kynnt skyldi fyrir umhverfisnefnd. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. nóvember s.l.
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 26. nóvember 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #165
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum, sem skipulagsnefnd bókaði að kynnt skyldi fyrir umhverfisnefnd. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. nóvember s.l.
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir hesthúsahverfi á Varmárbökkum. Ábending kom fram um að afmörkun svæðis næði innfyrir friðlandið á norðvesturhluta svæðisins. Leiðrétta þarf þetta atriði á endanlegum uppdrætti.
- FylgiskjalHestaithrottasv_dsktillaga_sept-2015.pdfFylgiskjalHestaithrottasv_skyringarm_sept-2015.pdfFylgiskjalHestahv_greinarg_okt-15.pdfFylgiskjalTillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis Harðar við hlið friðlands við Varmárósa.pdfFylgiskjal14078 -Athafnasvæði hestamanna í Mosfellsbæ-jaðrar -memo 20150713-.pdf
- 23. september 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #656
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum.
Afgreiðsla 396. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 656. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 15. september 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #396
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum.
Skipulagsnefnd samþykkir að deiliskipulagstillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga og jafnframt að haldinn verði opinn kynningarfundur á auglýsingartímanum. Tillagan verði einnig lögð fyrir umhverfisnefnd til kynningar.
- 23. júlí 2015
Bæjarráð Mosfellsbæjar #1221
Tekið fyrir að nýju, greint frá vettvangsferð 13. júlí með fulltrúum Umhverfisstofnunar að Varmá við hesthúsahverfið.
Afgreiðsla 393. fundar Skipulagsnefndar samþykkt á 1221. fundi bæjarráðs með þremur atkvæðum.
- 14. júlí 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #393
Tekið fyrir að nýju, greint frá vettvangsferð 13. júlí með fulltrúum Umhverfisstofnunar að Varmá við hesthúsahverfið.
Nefndin felur umhverfissviði og ráðgjöfum að ljúka við gerð tillögu til auglýsingar.
- 19. júní 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #652
Tekið fyrir að nýju, lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. júní 2015.
Afgreiðsla 391. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 652. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 9. júní 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #391
Tekið fyrir að nýju, lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar dags. 4. júní 2015.
Skipulagsnefnd vísar umsögninni til úrvinnslu við deiliskipulag svæðisins.
- 6. maí 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #649
Á fundinn mætti Hulda S Gústafsdóttir frá Landslagi og kynnti tillögu að endurskoðun deiliskipulags hesthúsahverfis og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum.
Afgreiðsla 389. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 649. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 28. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #389
Á fundinn mætti Hulda S Gústafsdóttir frá Landslagi og kynnti tillögu að endurskoðun deiliskipulags hesthúsahverfis og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftur umsögn Umhverfisstofnunar um fyrirhugað deiliskipulag.
- 22. apríl 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #648
Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfisnefndar um málið.
Afgreiðsla 388. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 648. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 14. apríl 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #388
Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfisnefndar um málið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við málið.
- 25. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #646
Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar.
Afgreiðsla 158. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 646. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 19. mars 2015
Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar #158
Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar.
Umhverfisnefnd leggur áherslu á að ef ráðist verður í þessar framkvæmdir að fyllstu varúðar verði gætt í umgengni við viðkvæma náttúru. Annar reiðstígurinn myndi liggja næst friðlýstu svæði og eystri stígurinn lægi á bökkum Varmár sem er á náttúruminjaskrá og nýtur hverfisverndar. Jafnframt bendir nefndin á að deiliskipulagið verði sent til Umhverfisstofnunar vegna fyrirhugaðrar stígagerðar. Samþykkt með fjórum atkvæðum.
- 11. mars 2015
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #645
Á 366. fundi bókaði nefndin að meðf. tillaga að reiðleiðum austan og vestan hesthúsahverfisins skyldi tekin inn í endurskoðun deiliskipulags svæðisins, sem nú er unnið að.
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- 3. mars 2015
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #385
Á 366. fundi bókaði nefndin að meðf. tillaga að reiðleiðum austan og vestan hesthúsahverfisins skyldi tekin inn í endurskoðun deiliskipulags svæðisins, sem nú er unnið að.
Skipulagsnefndin vísar tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar.
- 4. júní 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #628
Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014. Frestað á 368. fundi.
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
- 27. maí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #369
Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014. Frestað á 368. fundi.
Skipulagsnefnd felur embættismönnum að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
- 21. maí 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #627
Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014.
Afgreiðsla 368. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 627. fundi bæjarstjórnar.
- 13. maí 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #368
Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014.
Frestað.
- 23. apríl 2014
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #625
Lagt fram bréf frá Sæmundi Eiríkssyni f.h. reiðveganefndar Harðar, þar sem óskað er eftir því að reiðvegir vestan og austan hesthúsahverfisins skv. meðfylgjandi uppdrætti verði teknir inn í heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.
Afgreiðsla 366. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 625. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 15. apríl 2014
Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar #366
Lagt fram bréf frá Sæmundi Eiríkssyni f.h. reiðveganefndar Harðar, þar sem óskað er eftir því að reiðvegir vestan og austan hesthúsahverfisins skv. meðfylgjandi uppdrætti verði teknir inn í heildarendurskoðun á deiliskipulagi svæðisins.
Nefndin samþykkir að gert verði ráð fyrir umræddum reiðvegum í væntanlegum tillögum að skipulagi hverfisins og þá verði sérstaklega hugað að mikilvægi Varmár.
- 10. mars 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #531
Lögð verða fram drög að tillögu um fjölgun hesthúsa í hverfinu, unnin af Landslagi ehf. (Ath. drögin verða send í tölvupósti og sett á fundargátt um hádegi á mánudag.)
Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 531. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 10. mars 2010
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #531
Lögð verða fram drög að tillögu um fjölgun hesthúsa í hverfinu, unnin af Landslagi ehf. (Ath. drögin verða send í tölvupósti og sett á fundargátt um hádegi á mánudag.)
Afgreiðsla 272. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 531. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
- 2. mars 2010
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #272
Lögð verða fram drög að tillögu um fjölgun hesthúsa í hverfinu, unnin af Landslagi ehf. (Ath. drögin verða send í tölvupósti og sett á fundargátt um hádegi á mánudag.)
<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV><SPAN class=xpbarcomment>Lögð fram drög að tillögu um fjölgun hesthúsa í hverfinu, unnin af Landslagi ehf. </SPAN></DIV>%0D<DIV><SPAN class=xpbarcomment>Skipulagsnefnd samþykkir að senda deiliskipulagstillöguna til umsagnar hestamannafélagsins Harðar.</SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 4. nóvember 2009
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #522
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 230. fundi. Gerð verður grein fyrir breyttum hugmyndum um "þéttingu byggðar" á hesthúsasvæðinu.
<DIV>Lagt fram á 522. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 4. nóvember 2009
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #522
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 230. fundi. Gerð verður grein fyrir breyttum hugmyndum um "þéttingu byggðar" á hesthúsasvæðinu.
<DIV>Lagt fram á 522. fundi bæjarstjórnar.</DIV>
- 27. október 2009
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #264
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 230. fundi. Gerð verður grein fyrir breyttum hugmyndum um "þéttingu byggðar" á hesthúsasvæðinu.
<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV>%0D<DIV><SPAN class=xpbarcomment>Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 230. fundi. </SPAN></DIV>%0D<DIV><SPAN class=xpbarcomment>Gerð var grein fyrir breyttum hugmyndum um "þéttingu byggðar" á hesthúsasvæðinu.</SPAN></DIV></DIV></DIV></DIV></DIV>
- 21. maí 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #491
Lagður fram tillöguuppdráttur Landslags ehf. að stækkun hesthúsahverfis, sbr. bókun á 192. fundi.
Frestað á 491. fundi bæjarstjórnar.
- 21. maí 2008
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #491
Lagður fram tillöguuppdráttur Landslags ehf. að stækkun hesthúsahverfis, sbr. bókun á 192. fundi.
Frestað á 491. fundi bæjarstjórnar.
- 13. maí 2008
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #229
Lagður fram tillöguuppdráttur Landslags ehf. að stækkun hesthúsahverfis, sbr. bókun á 192. fundi.
Lagður fram tillöguuppdráttur Landslags ehf. að stækkun hesthúsahverfis, sbr. bókun á 192. fundi.%0DFrestað.
- 28. febrúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #461
Lögð verða fram gögn um fyrri athuganir á stækkun hverfisins, sbr bókun á 191. fundi.
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
- 28. febrúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #461
Var frestað á 190. fundi
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
- 28. febrúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #461
Lögð verða fram gögn um fyrri athuganir á stækkun hverfisins, sbr bókun á 191. fundi.
Afgreiðsla 192. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
- 28. febrúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #461
Var frestað á 190. fundi
Afgreiðsla 191. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest með sjö atkvæðum.
- 20. febrúar 2007
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #192
Lögð verða fram gögn um fyrri athuganir á stækkun hverfisins, sbr bókun á 191. fundi.
Lögð fram gögn um fyrri athuganir á stækkun hverfisins, sbr bókun á 191. fundi.%0D%0DNefndin óskar eftir því við skipulagshöfunda hesthúsahverfis að þeir skoði nánar möguleika á stækkun hverfisins á svæði sem merkt er nr. 2 á framlögðum uppdrætti.
- 14. febrúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #460
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.
Frestað.
- 14. febrúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #460
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.
Frestað.
- 13. febrúar 2007
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #191
Var frestað á 190. fundi
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007. Frestað á 190. fundi.%0D%0DUmhverfisdeild falið að afla gagna um fyrri athuganir á stækkun hesthúsahverfisins.%0D%0D
- 6. febrúar 2007
Skipulags- og byggingarnefnd Mosfellsbæjar #190
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.Frestað.
- 31. janúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #459
Til máls tóku: HBA og RR.%0DAfgreiðsla 809. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
- 31. janúar 2007
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar #459
Til máls tóku: HBA og RR.%0DAfgreiðsla 809. fundar bæjarráðs staðfest með sjö atkvæðum.
- 18. janúar 2007
Bæjarráð Mosfellsbæjar #809
Til máls tóku:HSv,KT,RR,JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar í tengslum við þá vinnu sem er í gangi vegna skoðunar á stækkun hesthúsasvæðisins við Varmá.