20. janúar 2016 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Júlíusson
Dagskrá fundar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1240201512013F
Fundargerð 1240. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um geðheilbrigðismál 201511169
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög 201504286
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Neyðarstjórn Mosfellsbæjar 201412271
Neyðarstjórn Mosfellsbæjar var kölluð saman vegna slæmrar veðurspár 7. desember 2015. Lögð fram samantekt vegna þeirra viðbragða sem gripið var til í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Bakvaktir í barnaverndarmálum og vegna heimilisofbeldi 201512132
Óskað er eftir samþykki fyrir því að ganga frá samkomulagi við Seltjarnarnesbæ um bakvaktir í barnaverndarmálum og málum vegna heimilisofbeldis í samræmi við framlögð drög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2015 201512148
Umsókn um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Fyrirspurn um færslu ljósastaura og fleira í Kvíslartungu 201507221
Lögð er fyrir áætlun VERKÍS um fækkun ljósastaura í leirvogstunguhverfi ásamt umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Leitað hefur verið álits hjá landslagshönnuði hverfisins, skipulagsráðgjafa sem og Íbúasamtökum Leirvogstungu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Helgafellsskóli 201503558
Framkvæmdastjórar umhverfissviðs og fræðslusviðs mæta á fundinn og greina frá undirbúningi vinnu við Helgafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.8. Skálatúnsheimilið - ósk um skráningu íbúða 201510231
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi um að hluti húseigna Skálatúns verði skráðar sem íbúðir/íbúaðarhúsnæð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. Styrkbeiðni - Uppgræðsla á Mosfellsheiði 201511311
Styrkbeiðni vegna uppgræðslu í beitarhólfinu á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils. Lögð fram umsögn umhverfissviðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Landgræðsla ríkisins verði fengin til að kynna aðgerðir sínar í umræddu beitarhólfi á Mosfellsheiði í bæjarráði áður en bæjarstjórn hafnar endanlega styrkbeiðni hennar.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði bæjarfulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
1.10. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis 201406128
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1240. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1241201512024F
Fundargerð 1241. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi frá eigendum Álafossvegar 20 201511232
Umsögn frá framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi frá eigendum Álafossvegar 20 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Áramótabrenna - Umsagnarbeiðni 201512220
Áramótabrenna - Óskað er umsagnar vegna áramótabrennu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Þrettándabrenna - Umsagnarbeiðni 201512221
Þrettándabrenna - Óskað er umsagnar vegna þréttándabrennu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Desjamýri 8 /Umsókn um lóð 201512246
Desjamýri 8 /Umsókn um lóð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Ósk um útskýringar á frávikum í rekstri vegna ársreikninga 2014 201507182
Svarbréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga um að ekki verði óskað frekari útskýringa á frávikum í rekstri fyrir árið 2014 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. EFS - Ákvæði sveitarstjórnarlaga um miklar fjárfestingar 201510201
Bréf eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Klapparhlíð 1-skemmdir vegna óveðurs 201511173
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna beiðni íbúa við Klapparhlíð 1 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Ósk um endurskoðun á greiðslu sumarlauna 201510018
Umsögn mannauðsstjóra og framkvæmdastjóra fræðslu- og menningarsviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að bæjarstjórn endurskoði þá ákvörðun að lækka sumarlaun tónlistarkennara vegna verkfalls á haustönn 2014 enda hefur sú aðferð ekki verið tíðkuð hingað til. Bæði Garðabær og Seltjarnarnes sýndu þá framsýni að gera tillögu kjaranefndar um að lækka launin ekki að sinni og greiddu tónlistarkennurum sínum sumarlaunin.
Í ljósi þess hversu mikið vægi tónlistin hefur í Mosfellsbæ telur Íbúahreyfingin að kennarar eigi skilið að fá sumarlaunin sín. Eins og fram kemur í erindi þeirra frá 28. september 2015 lögðu þeir á sig mikla og ólaunaða aukavinnu til að bæta nemendum sínum kennslutap. Þeir gerðu það að vísu óumbeðnir en engu að síður sýnir það okkur að þeir bera hag nemenda sinna umfram allt fyrir brjósti og það telur Íbúahreyfingin að bæjarstjórn eigi að meta til fjár.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bókun V- og D-lista:
Afgreiðsla þessa máls var í samræmi við leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem eru samkvæmt verklagslagreglum og kjarasamningum um uppgjör launa í kjölfar verkfalla.
Stærstur hluti af starfi tónlistarskólakennara fer fram að vetri, en launagreiðslur eru jafnaðargreiðslur sem dreift er allt árið um kring. Að loknu verkfalli er reiknað út hve stór hluti af árlegu starfi hefur hefur ekki verið unninn. Það hefur því áhrif á heildarlaunagreiðslur á árinu og því skerðast greiðslur að sumri til hlutfallslega. Ef hins vegar kennarar eru beðnir um að vinna að verkefnum að afloknu verkfalli sem annars hefði átt að vinna á verkfallstíma er rétt að greiða fyrir það yfirvinnugreiðslur. Greitt var fyrir þá vinnu sem var umfram vinnuskyldu tónlistarskólakennara með yfirvinnugreiðslum að meðtöldu orlofi.Bókun S-lista Samfylkingar:
Verkföll hafa þær afleiðingar að starfsfólk missir laun og vinnuveitendur missa vinnuframlag starfsmanna. Vinnudeilur bitna síðan því miður oftast á fólki sem á ekki beina aðkomu að deilunni. Launauppgjör vegna afleiðinga verkfalla fer fram samkvæmt þeim reglum sem um það gildir og fram koma í minnisblöðum embættismanna Mosfellsbæjar.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson2.9. Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla 201511211
Umsögn vegna erindis umhverfisnefndar Varmárskóla lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að nauðsynlegt sé að beina erindi umhverfisnefndar Varmárskóla í rétta farvegi í stjórnsýslunni, í stað þess að vísa erindinu til baka til skólastjóra og leggur til að erindinu verði vísað til umhverfissviðs og umhverfisnefndar til umræðu og úrlausnar.Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
Bókun S-lista Samfylkingar:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar eru sammála þeirri skoðun bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar að nauðsynlegt sé að beina erindi umhverfisnefndar Varmárskóla í réttan farveg innan stjórnsýslunnar og með það í huga teljum við rétt að beina erindinu til skólastjóra Varmárskóla sem veiti því brautargengi inn í stjórnsýslu bæjarins.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun bæjarfulltrúa D- og V-lista:
Bæjarfulltrúar D- og V- lista taka heilshugar undir bókun S-lista.Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum gegn einu atkvæði fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar.
2.10. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um framkvæmdir við Baugshlíð 201511270
Samantekt framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna fyrirspurnar Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi umferðaröryggi við Baugshlíð lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.11. Rekstur Hamra hjúkrunarheimilis 201406128
Minnisblað um rekstur Hamra hjúkrunarheimilis lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1241. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1242201601003F
Fundargerð 1242. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög 201512341
Umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir 201512342
Umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur 201512343
Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Leiguíbúðir í Mosfellsbæ 201409371
Drög að samkomulagi og úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar lóða við Þverholt 21-23 og 27-29 lögð fyrir bæjarráð til samþykktar ásamt minnisblaði.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar hefur efasemdir um hvernig staðið er að úthlutun lóða í eigu Mosfellsbæjar við Þverholt 21-23 og 27-29 en lóðirnar voru auglýstar án þess að fyrir lægju úthlutunarskilmálar, eins og gert er ráð fyrir í úthlutunarreglum Mosfellsbæjar frá árinu 2011. Íbúahreyfingin gerir einnig athugasemdir við að bæjarfulltrúum skuli ekki hafa verið tjáð að ekki stæði til að fara eftir úthlutunarreglum bæjarfélagsins við sölu á lóðunum.
Að öðru leyti tekur Íbúahreyfingin leiguíbúðum í miðbæ Mosfellsbæ fagnandi.Bókun S-, V- og D- lista:
Þverpólitísk sátt hefur ríkt um það innan bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að mikilvægt sé að fjölga leiguíbúðum í Mosfellsbæ. Skipuð var nefnd bæjarfulltrúa og embætismanna til að leita leiða til að fjölga leiguíbúðum hér í bæ. Niðurstaða þess starfshóps var að nýta lóðir við Þverholt. Þegar fyrir lágu breytingar á deiliskipulagi lóðarinnar óskaði sveitarfélagið eftir samstarfsaðilum til að byggja umræddar íbúðir í samræmi við samþykkt skipulag og pólitískan vilja bæjarstjórnar um að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu.
Verkefnið var auglýst í helstu dagblöðum og í kjölfarið var skipuð valnefnd fagfólks til að fara yfir innsendar tillögur. Niðurstaða þess hóps var að leggja til við bæjarráð að ganga til samninga við Ris. Á umræddum bæjarráðsfundi var bæjarstjóra falið að undirrita samkomulag við Ris um úthlutun lóðanna á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga og úthlutunarskilmála. Bæði í deiliskipulagi og úthlutunarskilmálum er tilgreint sérstaklega að um sé að ræða leiguíbúðir.
Bæjarfulltrúar S, V og D lista fagna mjög þessari niðurstöðu og telja að hér sé um að ræða mikilvægt mál fyrir sveitarfélagið til lengri tíma litið. Teljum við að umrætt mál hafi í alla staði verið unnið faglega enda notast við ráðgjöf færra lögfræðinga, arkitekta og embætismanna. Því er algjörlega vísað á bug að ekki hafi verið farið eftir úthlutunarreglum bæjarins í þessu máli. Ómálefnalegt er með öllu að kasta rýrð á umrætt ferli sem hefur verið unnið faglega.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að það sé til lítils að búa til reglur ef ekki er farið eftir þeim. Útboð í anda úthlutunarreglnanna átti sér ekki stað. Úthlutunarskilmálana fékk bæjarráð fyrst í hendur í janúar 2016 en lóðirnar voru auglýstar í ágúst 2015 og er sú málsmeðferð ekki í samræmi við reglurnar.Bókun S-, V- og D- lista:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar miskilur augljóslega það ferli sem hér um ræðir.Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Að gefnu tilefni óskar bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar eftir að 1. gr. úthlutunarreglna Mosfellsbæjar verði færð til bókar í fundargerð en hún hljóðar svo:
“Áður en byggingarlóðir (lóð) eru tilbúnar til úthlutunar og áður en þær eru auglýstar lausar til umsóknar, skal Tækni- og umhverfissvið semja úthlutunarskilmála er skilgreina réttindi og skyldur þeirra lóðarhafa er byggja á viðkomandi lóðum. Úthlutunarskilmálarnir skulu auglýstir samhliða lóðunum sjálfum og skulu vera aðgengilegir um leið og umsóknarfrestur hefst."Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.5. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um lyfsöluleyfi 201512375
Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um lyfsöluleyfi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu 201512389
Ósk um heimild til efnistöku í Seljadalsnámu, þar til námuvinnslan verður boðin út.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur að setja eigi hagsmuni íbúa á svæðinu í afgerandi forgang í stað þess að leyfa áframhaldandi efnistöku.
Það eru íbúarnir í þessu sveitarfélagi sem skipta mestu máli og við erum til þess hér að gæta hagsmuna þeirra í nútíð og framtíð.
Íbúahreyfingin ítrekar því þá ósk sína að íbúar í nágrenni námunnar njóti forgangs fram yfir þá sem þarna vilja taka efni. Umferð þungaflutningabíla er mjög íþyngjandi fyrir þá og felur í sér rykmengun, hávaða og eyðileggingu á vegum. Á meðan að Hafravatnsvegur er ekki malbikaður er þessi efnistaka á engan hátt verjandi.Bókun V- og D- lista:
Bæjarfulltrúar verða ávallt að horfa til hagsmuna heildarinnar. Í umræddu máli er verið að vinna málið faglega og óskað umsagna fagaðila um umrætt erindi. Með því uppfyllir bæjarstjórn þá meginreglu stjórnsýslulaganna sem er rannsóknarskyldan. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort efnisvinnslu verði hætt í Seljadal en þar er efnisvinnsla samkvæmt aðalskipulagi. Bæjarfulltrúar V og D lýsa yfir furðu sinni við ófaglega afstöðu bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar. Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar virðist vilja ganga framhjá faglegu og eðlilegu ferli og taka afstöðu áður en mál er fullupplýst.Bókun S-lista Samfylkingar:
Það mál sem hér er til umræðu er á því stigi að verið er að afla upplýsinga og gagna til þess að hægt sé að komast að niðurstöðu varðandi framgang erindisins frá Höfða. Engin ákvörðun hefur verið tekin, hvorki af eða á og verður ekki fyrr en að lokinni faglegri skoðun.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonBókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bókanir D- , S- og V-lista eiga að mati Íbúahreyfingarinnar ekki við rök að styðjast. Búið er að meta magn efnis í námunni og vinna mat á umhverfisáhrifum, fá álit Skipulagsstofnunar o.fl. Rannsóknarskyldu hefur því núþegar verið fullnægt. Það eina sem eftir stendur er að taka pólitíska ákvörðun um framhaldið.Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um framkvæmdir við Baugshlíð 201511270
Samantekt framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna fyrirspurnar Önnu Sigríðar Guðnadóttur varðandi umferðaröryggi við Baugshlíð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Stofnun Ungmennahúss 201512070
Bæjarstjórn vísaði tillögu bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar um að á árinu 2016 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss til bæjarráðs.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1242. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1243201601007F
Fundargerð 1243. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Samningur Reykjavíkurborgar við Mosfellsbæ um leikskólapláss 201510361
Drög að samningi við Reykjavíkurborg um leikskólavist fyrir börn á Fitjum og í Varmadal lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Merki Mosfellsbæjar - reglur um notkun 201601156
Erindi tekið á dagskrá að ósk bæjarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Tímabundið áfengisleyfi - Þorrablót Aftureldingar 201601190
Óskað eftir umsögn vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi í tengslum við Þorrablót Aftureldingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Samræmdar reglur sveitarfélaga um afmörkun lóða fyrir orkufyrirtæki 201601191
Óskað eftir afstöðu Mosfellsbæjar vegna vinnu við sæmræmingu reglna fyrir sveitarfélög um afmörkun lóða fyrir orkufyrirtæki.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur 201512343
Umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Dómsmálið Pálmatré/Verkland gegn Mosfellsbæ 201510328
Lögð fram stefna Pálmatrés/Verklands á hendur Mosfellsbæ til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2015 - 2018 201405028
Lagt fram minnisblað um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2015 vegna nýgerðra kjarasamninga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1243. fundar bæjarráðs samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 315201512014F
Fundargerð 315. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla 201511055
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.2. Fjöldi barna í mötuneyti og frístund haustið 2015 201510098
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.3. Breyting á reglum um frístundasel 201506081
Breyting á reglum lagðar fram til samþykktar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.4. Brúarland sem skólahúsnæði 201503529
Minnisblað um nýtingu Brúarlands.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur mikilvægt að haft sé samráð við foreldrasamfélagið áður en ákvörðun er tekin um nýtingu Brúarlands sem skólahúsnæðis.Bókun V- og D- lista:
Eftirfarandi kemur fram í minnisblaði undir þessu máli og hefur það verið haft að leiðarljósi við vinnslu málsins:
Skólastjórar Varmárskóla hafa lagt áherslu á að eiga samráð við skólaráð skólans um framgang þessa verkefnis, en þar sitja fulltrúar foreldra, kennara ásamt stjórnendum.Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.5. Helgafellsskóli 201503558
Farið yfir stöðu mála varðandi þarfagreiningu og útboð á hönnun Helgafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
5.6. Grunnskólar - kjarasamningar kennara - starfsandi í kjölfar innleiðingar vinnumats. 201511226
Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar telur þá málsmeðferð með öllu óviðunandi að vísa frá erindi fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í fræðslunefnd um að ræða starfsanda í grunnskólum sveitarfélagsins í kjölfar nýrra kjarasamninga. Kennarar voru ekki sáttir við hvernig staðið var að innleiðingu vinnumats og kvörtuðu undan slæmum starfsanda sem svo sannarlega er á verksviði fræðslunefndar að fjalla um.
Íbúahreyfingin telur að efna eigi til skoðanakönnunar meðal kennara um stöðu þessa máls í grunnskólunum.Bókun V- og D- lista:
Mikilvægt er að virða stjórnsýslu innan bæjarins, bæjarráð fer með starfsmannamál samkvæmt samþykktum bæjarins, því er málsmeðferðartillaga formanns fræðslunefndar eðlileg. Bæjarfulltrúar D- og V- lista taka undir mikilvægi þess að starfsandi sé góður innan grunskólanna.Bókun S-lista Samfylkingar:
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar eru ósammála þeirri túlkun að umræða um starfsanda í grunnskólum bæjarins eigi ekki heima á vettvangi fræðslunefndar og þar af leiðinni ósammála afgreiðslu meirihluta nefndarinnar á málinu.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonAfgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 403201512021F
Fundargerð 403. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Miðsvæði 401-M norðan Krikahverfis, tillaga að breytingu á aðalskipulagi 2015082065
Tillaga að breytingu á aðalskipulagi hefur verið kynnt fyrir svæðisskipulagsnefnd og nágrannasveitarfélögum. Svör hafa borist frá sveitarfélaginu Ölfusi og svæðisskipulagsnefnd. Ákveða þarf tímasetningu og tilhögun almenns fundar sbr. bókun á 399. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.2. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu 201311251
Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir stöðu málsins. Frestað á 402. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.3. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags 200701150
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda um fjórar athugasemdir sem bárust við auglýsta tillögu og um bókun umhverfisnefndar frá 26.11.2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.4. Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, RÚV reitur 201512369
Reykjavíkurborg tilkynnir með bréfi dags. 22.12.2015 um kynningu á verkefnislýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi útvarpsreit.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.5. Að Suður Reykjum, deiliskipulag fyrir stækkun alifuglabús 201405114
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi dags. 30.12.2015, unnin af Bjarna Snæbjörnssyni arkitekt fyrir Reykjabúið, og yfirlýsing lóðarhafa íbúðarlóðar varðandi lóðarmörk.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.6. Umsókn um lóð Desjamýri 5 201509557
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi varðandi Desjarmýri 5, unnin af Umhverfissviði skv. ósk Oddsmýrar ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.7. Gerplustræti 31-37, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi 201601149
Gylfi Guðjónsson arkitekt f.h. lóðarhafa Mannverk ehf spyrst fyrir um möguleika á breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi frumdrögum að húsi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.8. Desjamýri 8, fyrirspurn um breytingu á byggingarreit/staðsetningu húss. 201601173
Guðmundur Hreinsson hjá togt ehf. spyrst fyrir hönd umsækjanda um lóðina fyrir um möguleika á því að færa byggingarreit samkvæmt meðfylgjandi teikningu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.9. Funabakki 2/Umsókn um byggingarleyfi 201512361
Gunnar Pétursson Bjargartanga 16 hefur sótt um leyfi til að byggja 15 m2 hlöðu úr timbri við vesturenda hesthússins að Funabakka 2. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.10. Flugumýri 2-10, ósk um bann við lagningu bifreiða. 201601176
Forsvarsmenn fjögurra fyrirtækja í Flugumýri 8 óska eftir því að bifreiðastöður verði bannaðar í botnlanganum Flugumýri 2-10.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 315. fundar fræðslunefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista situr hjá.
6.11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 279 201601006F
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 403. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Þróunar- og ferðamálanefnd - 54201601008F
Fundargerð 54. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Stefna í þróunar- og ferðamálum 201601269
Vinnufundur vegna endurskoðunar stefnu í Þróunar- og ferðamálum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 54. fundar þróunar-og ferðamálanefndar samþykkt á 663. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 279201601006F
Fundargerð 279. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 663. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Desjamýri 6 /Umsókn um byggingarleyfi 201511029
Alefli ehf. Völuteigi 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja iðnaðarhúsnæði úr steinsteypu og stáli á lóðinni nr. 6 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss. 1. hæð 450,8 m2, 2. hæð 180,4 m2, 3133,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 663. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Funabakki 2/Umsókn um byggingarleyfi 201512361
Gunnar Pétursson Bjargartanga 16 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja 15 m2 hlöðu úr timbri við vesturhluta hesthússins að Funabakka 2 í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 663. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Háholt 13-15-Umsókn um byggingarleyfi 201511063
Festi fasteignir ehf Skarfagörðum 2 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka úr steinsteypu, timbri og stáli húsið nr. 13 - 15 við Háholt í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun húss 141,6 m2, 580,6 m3.
Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12.06.2015 var gerð eftirfarandi bókun: Þar sem engar athugasemdir voru gerðar við tillöguna og með vísan í 2. gr. í viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt nr. 596/2011 skoðast tillagan samþykkt og mun skipulagsfulltrúi annast gildistöku hennar.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 663. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Þrastarhöfði 57/Umsókn um byggingarleyfi 201512253
Guðjón Kr. Guðjónsson Þrastarhöfða 57 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir innri fyrirkomulagsbreytingum í húsinu nr. 57 við þrastarhöfða í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 279. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 663. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 232. fundar Strætó bs201512180
Fundargerð 232. fundar Strætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 232 frá 4. desember 2015.pdfFylgiskjal2015 12 04 - Samþykkt fjárhagsáætlun 2016-2020.pdfFylgiskjalMinnsiblað vegna heimsóknar til Movia nóv 2015.pdfFylgiskjalStjórnarfundur 232 4 desember 2015.pdfFylgiskjalStrætó Bréf til stjórnar Strætó bs. 1.12.2015.pdfFylgiskjalStrætó erindi frá Metan.pdf
10. Fundargerð 234. fundar Strætó bs201601278
Fundargerð 234. fundar Strætó bs
Lagt fram.
11. Fundargerð 357. fundar Sorpu bs201512216
Fundargerð 357. fundar Sorpu bs
Lagt fram.
- FylgiskjalFylgigögn með fundargerð.pdfFylgiskjal4025445_Leirvogstunga_Sorpa_301115.pdfFylgiskjalErindisbréf innri endurskoðunar SORPU_16.12.2015.pdfFylgiskjalLyktarskýrsla SORPA bs. (11122015).pdfFylgiskjalRE Breyttar forsendur fjárhagsáætlunar 2016-2020_Svar SORPU.pdfFylgiskjalÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.pdfFylgiskjalÚrskurður-273-2015.pdfFylgiskjalFundargerð 357. Stjórnarfundar SORPU bs..pdfFylgiskjalFundargerð 357 stjórnarfundar 14.12.15.pdf
12. Fundargerð 424. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu201512217
Fundargerð 424. fundar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
- FylgiskjalSSH_4_Borgarlina_fjarhagsstada_nov_2015.pdfFylgiskjalSSH_4_Soknaraaetlun_Markadssetning_SSH_fundur_3_des_2015.pdfFylgiskjalSSH_3_samstarfssamningur_v_hradlestar.pdfFylgiskjalSSH_6_Samthykkt_stjornar_SSH_v_kjarasamninga_kennara-2015_06_01_Lokaeintak.pdfFylgiskjalSSH_6_Konnun_a_framkvæmd_kjarasamnings-eftir sveitarfelogum.pdfFylgiskjalSSH_6_Bref_fra_KI_til_kennara_okt_2015.pdfFylgiskjalSSH_1_Skipulag_Ferðaþjónusta_fatlaðs_fólks_2015_12_04_f_stjorn_SSH.pdfFylgiskjalSSH_6_151201_Samant_fraedslustjóra_SSH_v_innleidingar_nys_kjarasamnings_eftir fund (1).pdfFylgiskjalSSH_5_Namsvist_utan_logheimilissveitarfelags-minnisblad.pdfFylgiskjalSSH Stjórn -fundargerðir nr. 424.pdfFylgiskjalSSH_Stjorn_424_fundur_2015_12_07.pdf
13. Fundargerð 425. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu201601367
Fundargerð 425. fundar Samtaka sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu
Lagt fram.
- FylgiskjalSSH_Stjorn_425_fundur_2016_01_11.pdfFylgiskjalSSH_05_Minnisbla?? RSK des 2015 um VSK.m.pdfFylgiskjalSSH_04b_2015_12_22_Vegagerd_Heidmerkurvegur.pdfFylgiskjalSSH_04a_Minnisblað_Heiðmerkurvegur.pdfFylgiskjalSSH_03b_Minnisblað_samstarfssamningur_fluglest.m.pdfFylgiskjalSSH_03a_Umsögn_SSK_um_samstarfssam_v_Fluglest-Þróunarfélag_ehf.pdfFylgiskjalSSH_02_Minnisblað_samráðshóps-08-01-2016-III.m.pdfFylgiskjalSSH_02_Lokaskýrsla_framkvæmdaráðs_ferðaþj.fatlaðs_fólks_13.12.2015.pdfFylgiskjalSSH_02_Fundur_01082016_samráðshóps_SSH.pdfFylgiskjalSSH_02_FFF_Tillaga_Stjornsyslulegt_fyrirkomulag_2015_01_11_pg_v2.m.pdfFylgiskjalSSH_02_1501012_Minnisblað_FFF_tillaga_ad_stjornsyslul_fyrirk.lagi_2016_01_11_pg_v2.m.pdfFylgiskjalSSH_01f_Tillaga_stjorn_frumvarp_tekjustofnalog_serstakur_skattur_2016_01_16.pdfFylgiskjalSSH_01d_Samband_ Fundargerd_stjórnar_2015_12_11.pdfFylgiskjalSSH_01c_Umsögn_SIS_366.mál.pdfFylgiskjalSSH_01c_Umsögn_SIS_263.mál.pdfFylgiskjalSSH_01b_Framlag_v_bankaskatts_2015.pdfFylgiskjalSSH_01b_Framlag_v_bankaskatts_2014.pdfFylgiskjalSSH_01a_1601002_Minnisblað_serstakt_framlag_ur_ jofnunarsjodi_2016_01_11_pg.pdfFylgiskjalSSH_01a_0290_Breyting_a_lögum_tekjustofna_sveitarfel_frumvarp.pdfFylgiskjalSSH Stjórn -fundargerðir nr. 425.pdf
14. Fundargerð 348. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins201512247
Fundargerð 348. fundar Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
15. Fundargerð 833. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201512267
Fundargerð 833. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
16. Fundargerð 834. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201512268
Fundargerð 834. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
17. Fundargerð 21. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis201512306
Fundargerð 21. fundar Heilbrigðisnefndar Kjósarsvæðis
Lagt fram.
18. Fundargerð 151. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201512327
Fundargerð 151. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð 151. stjórnarfundar.pdfFylgiskjalSHS 151 2.1 Skoðun IE á starfslokasamningum.pdfFylgiskjalSHS 151 4.1 Siðareglur stjórnar SHS.pdfFylgiskjalSHS 151 5.1 Bréf frá MVS v. brunavarnaáætlunar.pdfFylgiskjalSHS 151 6.1.1 LSS Beiðni um fund.pdfFylgiskjalSHS 151 Fundargerð stjórnarfundar 18.12.15.pdf
19. Fundargerð 63. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201512330
Fundargerð 63. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
- FylgiskjalSSK_Skjal_3_umsogn_um_athugasemdir_asamt_fylgigognum.pdfFylgiskjalSSK_Skjal_2_innkomnar_athugasemdir.pdfFylgiskjalSSK_Skjal_1c_breytingaskjal_med_auglystri_tillogu.pdfFylgiskjalSSK_Skjal_1b_umhverfisskyrsla_med_auglystri_tillogu.pdfFylgiskjalSSK_Skjal_1a_auglyst_svaedisskipulagstillaga.pdfFylgiskjalHB2040-2015-06-30-WEB_Undirritad.pdfFylgiskjalFW: SSK fundargerð 63. fundar 27.11.2015.pdfFylgiskjalSSK_63.fundargerd_11.12.2015.pdf
20. Fundargerð 233. fundar Strætó bs201512348
Fundargerð 233. fundar Strætó bs
Lagt fram.
- FylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 233 frá 18. desember 2015.pdfFylgiskjalRE: Strætó - fundargerð stjórnar nr. 233 frá 18. desember 2015.pdfFylgiskjalFerðaþónusta fatlaðra 18 des 2015 Strætó.pdfFylgiskjalLokskýrsla framkvæmdaráðs ferðaþjónustu fatlaðs fólks 13.desember 2015.pdfFylgiskjalMælaborð jan-nóv 2015.pdfFylgiskjalStjórnarfundur 233 18 desember 2015.pdfFylgiskjalStrætó - Nefndarálit meirihluta við fjárlagafrumvarp 2016.pdfFylgiskjalStrætó Minnisblað bónuskerfi framhald 18122015.pdfFylgiskjalStrætó Minnsiblað akstur á aðfanga- og gamlársdag 15.12.2015.pdf