26. nóvember 2015 kl. 17:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Örn Jónasson (ÖJ) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Sigurður B Guðmundsson aðalmaður
- Steinunn Dögg Steinsen (SDS) aðalmaður
- Ursula Elísabet Junemann (UEJ) aðalmaður
- Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir (ESÓ) 1. varamaður
- Sigurður L Einarsson 1. varamaður
- Helga Kristín Auðunsdóttir 2. varamaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) 1. varamaður
- Hildur Margrétardóttir (HMa) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Tómas Guðberg Gíslason umhverfissvið
- Bjarni Ásgeirsson umhverfissvið
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Aldís Stefánsdóttir (ASt) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Óskar Þór Þráinsson skjalastjóri
Fundargerð ritaði
Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019.201507096
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 11 lögð fram til kynningar.
2. Rekstur grenndargámakerfis sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins201511012
Drög að samningum SORPU bs. og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um rekstur grenndargámakerfis og skiptingu kostnaðar
Drög að nýjum samningum um grenndargámakerfi, rekstur og skiptingu kostnaðar milli sveitarfélaga lagt fram til kynningar. Farið yfir tillögur að mögulegum nýjum staðsetningum grenndargáma. Umhverfisnefnd mælist til þess að aðgengi og staðsetning grenndargámastöðva verði bætt.
3. Stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ201505227
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
Farið yfir drög að stefnumótun friðlýstra svæða. Umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti framlögð drög. Umhverfissviði falið að vinna verkáætlun í framhaldinu og leggja fyrir umhverfisnefnd.
Bókun fulltrúa M-lista:
Fulltrúi M- listans lýsir áhyggjur yfir því hve lítið fjármagn er sett í umhverfismálin. Á heimasíðu Mos. má lesa ?Mosfellsbær hefur metnaðarfulla stefnu í umhverfismálum og skipar umhverfið stóran sess í lífi bæjarbúa?
Í Mosfellsbænum eru 4 friðlýst svæði (Varmárósar, Tungufoss, Álafoss og fólkvangurinn Bringur). Fleiri svæði eru á náttúruminjaskrá (Leiruvogur, óshólmar Leirvogsár, Úlfarsá og Blikastaðakró, Tröllafoss og Varmá).
Öll þessi svæði þurfa eftirlit og vöktun. Bæjarbúar ættu að vera upplýst um þær náttúruperlar sem eru innan bæjarmarka, bæði með upplýsingarskiltum og á heimasíðunni. Á heimasíðunni er hins vegar lítið að finna um friðlýstu svæðin nema um Varmárósa. Aðgengi að sumum þessara svæða þarf að bæta verulega. Til dæmis vantar góður göngustígur sunnan megin við Tungufoss. Stígurinn meðfram Varmána er illa farinn eftir flóð s.l. vetur og þarfnast lagfæringar.
Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis má sjá að síðasta úttekt á ám í Mosfellsbæ var gerð 2009. Varmá, Úlfarsá og einnig Kaldakvísl fengu þá ekki góða einkunn það sem gerlar og áburðaefni snertir.
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
4. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags200701150
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum, sem skipulagsnefnd bókaði að kynnt skyldi fyrir umhverfisnefnd. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. nóvember s.l.
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi fyrir hesthúsahverfi á Varmárbökkum. Ábending kom fram um að afmörkun svæðis næði innfyrir friðlandið á norðvesturhluta svæðisins. Leiðrétta þarf þetta atriði á endanlegum uppdrætti.
- FylgiskjalHestaithrottasv_dsktillaga_sept-2015.pdfFylgiskjalHestaithrottasv_skyringarm_sept-2015.pdfFylgiskjalHestahv_greinarg_okt-15.pdfFylgiskjalTillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis Harðar við hlið friðlands við Varmárósa.pdfFylgiskjal14078 -Athafnasvæði hestamanna í Mosfellsbæ-jaðrar -memo 20150713-.pdf
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu um landsskipulagsstefnu 2015-2026201509458
Skipulagsnefnd hefur beint því til umhverfisnefndar að hún taki málið til skoðunar.
Lagt fram til kynningar.