13. febrúar 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal.200611083
Lögð verða fram drög að umsögn, sbr. bókun á 190. fundi, umsögnin verður send á mánudag.
Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Lögð fram drög Umhverfisdeildar að umsögn sbr. bókun á 190. fundi.%0D%0DUmsögn samþykkt með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Almenn erindi
2. Umsókn um leyfi fyrir moldartipp norðan í Helgafelli200701185
Með fundarboði fylgir bréf frá umsækjanda, þar sem lýst er hugmyndum um umfangsminni landmótun en upphafleg umsókn gerði ráð fyrir. Á síðasta fundi var Umhverfisdeild falið að vinna að málinu.
Tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 190 fundi. Lagt fram nýtt bréf frá Herði Gauta Gunnarssyni f.h. Verktaka Magna, þar sem óskað er eftir bráðabirgðaleyfi til að losa allt að 100 þús. m3 uppúrtektarefnis úr Helgafellshverfi á 6 ha svæði norðan undir Helgafelli. Efninu yrði tippað jafnt yfir svæðið í ca 1,5 m þykku lagi þannig að landslag haldist eins og frekast er unnt. Í framkvæmdinni felst einnig lagning vinnuvegar inn eftir norðurhlíðum Helgafells.%0D%0DUmhverfisdeild falið að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
3. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum200701289
Var frestað á 190. fundi
Reynir Viðarsson f.h. Ístaks hf. óskar með bréfi dags. 24. janúar 2007 eftir leyfi til að setja upp starfsmannabúðir fyrir allt að 120 manns til 5 ára austan iðnaðarsvæðisins á Tungumelum skv. meðf. gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni o.fl. Var frestað á 190. fundi. Lögð fram viðbótargreinargerð umsækjanda dags. 12. febrúar.%0D%0DUmhverfisdeild falið að afla frekari upplýsinga og gagna um málið.
4. Stórikriki 59, ósk um breytingu á deiliskipulagi.200607115
Var frestað á 190. fundi
Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu skv. ákvörðun 184. fundar lauk 2. febrúar. Mótmæli dags. 30 janúar bárust frá Þ&L lögmönnum f.h. Marteins Hjaltested lóðarhafa Stórakrika 57. Frestað á 190 fundi.%0D%0DUmhverfisdeild falið að semja drög að svari við athugasemdinni.
5. Stórikriki 56, beiðni um breytingu á deiliskipulagi200612146
Var frestað á 190. fundi
Grenndarkynningu skv. ákvörðun 187. fundar á breytingu á deiliskipulagi (heimilun aukaíbúðar) lauk 2. febrúar. Engin athugasemd barst. Frestað á 190. fundi.%0D%0DNefndin samþykkir breytinguna skv. 2. mgr. 26. greinar skipulags- og byggingarlaga.
6. Helgafellsland, deiliskipulag 3. áfanga200608200
Var frestað á 190. fundi. Með fundarboði fylgir athugasemd Varmársamtakanna, sem ekki fylgdi fundarboði síðasta fundar, en var send nefndarmönnum í tölvupósti.
Athugasemdafresti við tillögu að deiliskipulagi lauk 2. febrúar 2007. Þrjár athugasemdir bárust: Frá Hestamannafélaginu Herði dags. 29. janúar 2007, frá Ragnari Loga Magnasyni dags. 17. janúar 2007 og frá Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna, dags. 2. febrúar 2007. Frestað á 190. fundi.%0D%0DUmhverfisdeild falið að halda fund með stjórn Varmársamtakanna vegna athugasemda þeirra. Deildinni er jafnframt falið að semja drög að svörum við athugasemdunum.
7. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi200701250
Var frestað á 190. fundi
Með bréfi dags. 17. janúar 2007 óska Soffía Vala Tryggvadóttir og Vilhjálmur Ólafsson eigendur lands nr. 208-4621 úr landi Miðdals eftir breytingu á skipulagsskilmálum á þremur lóðum á landinu, þ.e. rýmkun á ákvæði um hússtærðir þannig að byggja megi 110 m2 frístundahús og 20 m2 geymslu. Frestað á 190. fundi.%0D%0DNefndin hafnar erindinu með vísan til fyrri afgreiðslna.
8. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Var frestað á 190. fundi
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007. Frestað á 190. fundi.%0D%0DUmhverfisdeild falið að afla gagna um fyrri athuganir á stækkun hesthúsahverfisins.%0D%0D
9. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsv. 2001-2024200701113
Var frestað á 190. fundi
Birgir H. Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar óskar með bréfi dags. 11. janúar 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um breytingu á svæðisskipulagi. Breytingin felst í nýjum byggðarreit austan Grafarholts við Reynisvatnsás, sem skv. gildandi svæðisskipulagi er í jaðri Græna Trefilsins. Stærð reitsins er um 10 ha og er áformað að reisa á honum 130 - 150 íbúðir. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007. Frestað á 190. fundi.%0D%0DNefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
10. Kvíslartunga 46, umsókn um byggingarleyfi200701287
Var frestað á 190. fundi
Högni Jónsson sækir með bréfi dags. 29.01.2007 um leyfi til að stækka aukaíbúð um 8 fermetra m.v. þá stærð sem deiliskipulagsskilmálar kveða á um (60 m2. Frestað á 190. fundi.%0D%0DFrestað.
11. Kvíslartunga 118,umsókn um stækkun á byggingarreit200702006
Var frestað á 190. fundi
Kjartan Jón Bjarnason sækir með bréfi dags. 1. febrúar 2007 um stækkun á byggingarreit skv. meðf. uppdráttum Arnar Sigurðssonar arkitekts. Frestað á 190. fundi.%0D%0DFrestað.
12. Arnartangi 63, umsókn um stækkun húss200701323
Eyþór Gunnarsson sækir þann 31. janúar 2007 um leyfi til að stækka húss nær lóðarmörkum og inn í garð og stækkun á anddyri skv. meðf. teikningum Arkforms dags. 22. janúar 2007
Eyþór Gunnarsson sækir þann 31. janúar 2007 um leyfi til að stækka húss nær lóðarmörkum og inn í garð og stækkun á anddyri skv. meðf. teikningum Arkforms dags. 22. janúar 2007.%0D%0DNefndin samþykkir að grenndarkynna erindið.
13. Kvíslartunga 90-94, ósk um breytingu á deiliskipulagi.200702022
Einar V. Tryggvason sækir þann 1. febrúar 2007 f.h. RB húsa ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Kvíslartungu 90, 92 og 94 skv. meðf. tillögu.
Einar V. Tryggvason arkitekt sækir þann 1. febrúar 2007 f.h. RB húsa ehf. um breytingu á deiliskipulagi lóðanna Kvíslartungu 90, 92 og 94 skv. meðf. tillöguuppdráttum.%0D%0DFrestað.
14. Flugumýri 24-26, fyrirspurn um viðbyggingu.200702037
Guðjón Magnússon arkitekt spyrst fh. Hestalistar ehf. þann 1. febrúar 2007 fyrir um það hvort leyfi fáist til að reisa 380 fermetra viðbyggingu skv. meðf. teikningum.
Guðjón Magnússon arkitekt spyrst fh. Hestalistar ehf. þann 1. febrúar 2007 fyrir um það hvort leyfi fáist til að reisa 380 fermetra viðbyggingu skv. meðf. teikningum.%0D%0DFrestað.%0D%0D
15. Dalsgarður II, ósk um deiliskipulag200702049
Fróði Jóhannsson óskar þann 26. janúar fyrir sína hönd og systkyna sinna eftir því að fá að deiliskipuleggja annars vegar 4 lóðir á því landi sem eftir er af landi Dalsgarðs II og hinsvegar þrjár lóðir á vestasta hluta lands þeirra upp með Suðurá.
Fróði Jóhannsson óskar þann 26. janúar fyrir sína hönd og systkyna sinna eftir því að fá að deiliskipuleggja annars vegar 4 lóðir á því landi sem eftir er af landi Dalsgarðs II og hinsvegar þrjár lóðir á vestasta hluta lands þeirra upp með Suðurá.%0D%0DFrestað.