11. mars 2015 kl. 17:10,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Eva Magnúsdóttir (EMa) 1. varabæjarfulltrúi
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1201201502019F
Fundargerð 1201. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 645. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Kots ylræktar varðandi holræsagjald 201501809
Ósk íbúa við Æsustaðaveg 6 um niðurfellingu rotþróargjalda. Beiðnin er lögð fyrir bæjarráð að ósk málshefjanda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Erindi Laxnes - Gjald á rotþró 201501810
Umbeðin umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi frá Laxnesi ehf þar sem óskað er eftir endurskoðun á rotþróargjöldum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Húsfél.Brekkutangi 1-15 - Ósk um breikkun á innkeyrslu 201501683
Umsögn umhverfissviðs vegna erindis frá íbúum við Brekkutanga 1-15 þar sem óskað er eftir breikkun innkeyrslubotnlanga svo hægt verði að leggja þar bílum langsum. Bæjarráð vísaði málinu til umsagnar umhverfissviðs á 1197. fundi sínum þann 29. janúar 2015.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Samningar við Eldingu líkamsrækt 201412010
Óskað eftir heimild til að ganga frá samningum við Eldingu líkamsrækt á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ 201502366
Umsókn um lóð við Desjamýri 2 lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum 201502193
Umbeðin umsögn um erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum fylgir erindinu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála 201502189
Umbeðin umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Íbúahreyfingin hefur áhyggjur af því hvernig þetta mál var afgreitt í bæjarráði. Í svo brýnum málum sem vatnsverndarmálum gengur ekki að sveitarfélögin kasti frá sér ábyrgð og krefjist þess að ríkið bara borgi. Skv. vatnatilskipun ESB, sem frumvarp þetta byggir á, má ekki taka fé fyrir rekstri stjórnar vatnamála af fjárlögum alþingis, heldur á að innheimta gjald í heimabyggð, þ.e. þeir sem nýta og eftir atvikum menga vatnsauðlindina eiga að greiða gjaldið. Þessi tilhögun snýst um að efla umhverfisvitund sveitarfélaga, orkufyrirtækja og á endanum almennings, þ.e. á að virka sem hvati til að fólk fari betur með vatn og spari það. Í meðferð bæjarráðs fékk málefnið sjálft ekki neina athygli en það er mjög brýnt.$line$Mosfellsbær hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi og ætti því að liðka fyrir innleiðingu gjalds í þágu vatnsverndar frekar en að hafna því að aðhafast.$line$Staðreyndin er sú að þegar vatnatilskipun ESB var innleidd var gildistöku 9. gr. um gjaldtöku frestað. Nú er verið að bæta úr því. Innleiðing verkefnisins hjá Umhverfisstofnun hefur verið í algjörum járnum vegna fjárskorts í 2 ár og tími til komin að Mosfellsbær, ásamt öðrum sveitarfélögum taki á málinu á málefnalegan hátt og liðki fyrir innleiðingu og innheimtu gjaldsins hið snarasta.$line$$line$Bókun fulltrúa D-, V- og S- lista:$line$Öll erum við sammála um mikilvægi vatnsverndar, en frumvarp þetta gengur út á að leggja á nýjan skatt í gegnum vatns- og fráveitugjöld. Samband íslenskra sveitafélaga hefur mótmælt því og undir það tökum við.$line$$line$Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
1.8. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks 201502187
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum fatlaðs fólks. Umsögn fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.9. Hækkun á gjaldskrá til sjálfstætt starfandi leikskóla 201502374
Hækkun á rekstrarstyrk til sjálfstætt starfandi leikskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.10. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi 503. mál 201502342
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farmflutninga á landi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni 201502344
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra 201502351
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1201. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1202201503002F
Fundargerð 1202. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 645. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Bjarna Thors varðandi skiptingu lóðar - Lágafell 2 201501504
Umbeðin umsögn um skiptingu lóðarinnar Lágafells 2 í tvær lóðir.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Erindi frá Yrkju - beiðni um stuðning 201502127
Umsókn um fjárstyrk að fjárhæð kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrkir trjáplöntun grunnskólabarna.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar fer þess á leit að bæjarstjórn vísi dagskrárlið 2 í fundargerð bæjarráðs nr. 1202 tilbaka til ráðsins. Ástæðan er að fram hafa komið upplýsingar sem ekki lágu fyrir þegar bæjarráð tók ákvörðun um að hafna styrkbeiðni Yrkju skógræktarsjóðs. Við eftirgrennslan kom í ljós að Varmárskóli hefur verið með í Yrkju frá upphafi (1992), nema árin 98-99 og 2001. Lágafellsskóli kemur inn 2005 og hefur verið með samfellt síðan. Þetta hafa verið 400-600 plöntur til beggja skólanna undanfarin ár, í heildina tæplega 13.000 plöntur.$line$Hingað til hefur Yrkja úthlutað plöntum til skólabarna í Mosfellsbæ endurgjaldslaust. Nú á sjóðurinn við fjárhagsörðugleika að stríða og reynir að forða því að það bitni á skógræktarstarfi grunnskólanemenda í Mosfellsbæ með því að óska eftir fjárframlagi sem miðað við þýðingu verkefnisins er ekki hátt. Að mati Íbúahreyfingarinnar er hér um að ræða göfugt starf sem á sér langa hefð. Því má ekki spilla. $line$Í ljósi þess hvernig þetta mál er vaxið óskar Íbúahreyfingin eftir því að styrkbeiðni Yrkju verði vísað aftur til bæjarráðs og ákvörðunin endurskoðuð. $line$Þess má að lokum geta að Varmárskóli sendi nýverið árlega umsókn sína til Yrkju. $line$$line$Tillagan er felld með átta atkvæðum gegn einu atkvæði Íbúahreyfingarinnar.$line$$line$Bókun D-, V og S-lista:$line$Tökum undir það að verkefni Yrkju er göfugt. Bæjarráð fylgdi við þessa afgreiðslu umsögn framkvæmdastjóra fræðslusviðs sem ekki mælir með styrkveitingu enda kemur þar fram að skólarnir geta fjármagnað sín plöntukaup sjálfir. Afstaða bæjarráðs leiðir ekki til þess að skógrækt grunnskólabarna leggist af.$line$$line$Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
2.3. Erindi Lionsklúbbs Mosfellsbæjar varðandi ósk um stuðning vegna Lionsþings 201502191
Ósk Lionsklúbbs Mosfellsbæjar um stuðning vegna Lionsþings 2016.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi 201412143
Erindi Lögreglustjórans-ósk um samstarf bæjaryfirvalda í málefnum er varða heimilisofbeldi. Umsagnir starfsmanna lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Erindi Norræna félagsins varðandi sumarstörf fyrir Nordjobb sumarið 2015 201502309
Norræna félagið óskar eftir því að Mosfellsbær ráði tvo sumarstarfsmenn í nafni verkefnisins Nordjobb.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Ný undirgöng við Hlíðartún 201412139
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að ganga frá samkomulagi við Vegagerðina um framkvæmd undirganga við Hlíðartún í samræmi við meðfylgjandi drög.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna 201503012
Beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um seinkun klukkunnar og bjartari morgna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Upptaka bæjarstjórnarfunda 201503028
Lögð fram til samþykktar drög að samkomulagi vegna upptöku bæjarstjórnarfunda.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ 201502366
Umsókn Matthíasar ehf. um lóð við Desjamýri 2. Upplýsingar umsækjanda um byggingaráform og starfsemi lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.10. Umsókn um lóð við Desjamýri 2 í Mosfellsbæ 201502416
Umsókn Heimabæjar ehf. um lóð við Desjamýri 2 lögð fram. Þegar hefur verið óskað sömu upplýsinga frá umsækjanda og óskað var frá Matthíasi ehf. og verður þeim komið inn á fundargátt um leið og þær berast.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.11. Umsókn um lóð Desjamýri 4 201503032
Umsókn Brautargils ehf. um lóð við Desjamýri 4 lögð fram. Þegar hefur verið óskað sömu upplýsinga frá umsækjanda og óskað var frá umsækjanda um Desjamýri 2 og verður þeim komið inn á fundargátt um leið og þær berast.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra 201502351
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp tillaga um orlof húsmæðra. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1202. fundar bæjarráðs samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 385201502021F
Fundargerð 385. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 645. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu 201311251
Lagðar fram til umræðu tvær hugmyndir að útfærslu Álafossvegar sem botnlanga. Frestað á 381. og 382. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Erindi Strætó bs - beiðni um kynningu fyrir bæjarráð vegna skýrslu Mannvits 201411109
Bæjarráð hefur vísað skýrslu Mannvits um mögulega Flex þjónustu Strætós bs. til nefndarinnar til umsagnar. Framhald umræðu á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Bræðratunga, umsókn um byggingarleyfi 201412082
Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr og geymslum var grenndarkynnt 5. janúar 2015 með bréfi til þriggja aðila auk umsækjanda, með athugasemdafresti til 3. febrúar 2015. Ein athugasemd barst. Afgreiðslu var frestað á 384. fundi. Gerð var grein fyrir viðræðum við málsaðila.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Vefarastræti 1-5 ósk um breytingar á skipulagsskilmálum 201501589
Lagður fram breyttur uppdráttur að breytingum á deiliskipulagi, með breyttu fyrirkomulagi bílastæða, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar tekur undir bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar í skipulagsnefnd þess efnis að breytingar á skipulagsskilmálum við Vefarastræti 1-5 brjóti í bága við samþykkt deiliskipulag. Breytingin felur í sér að bílastæðum fjölgar ofanjarðar á kostnað grænna svæða. Hér á líka enn og aftur að spara á kostnað lífsgæða íbúa með því að fjarlægja stiga- og lyftuhús. Í staðinn kemur svalagangahús og stórfurðulegar umferðarleiðir um húsið sem hefur í för með sér mikið ónæði fyrir íbúa í a.m.k. 14 íbúðum. $line$Í umsögn skipulagshöfundar um breytingar á skipulagsskilmálum á miðsvæði 2013 segir að samþykkt deiliskipulag kveði á um að 50% bílastæða séu í bílageymslum neðanjarðar og er það "gert til að forðast lítt aðlaðandi og víðáttumiklar bílastæðabreiður." Einnig segir í umsögninni: "Í samþykktum deiliskipulagsskilmálum er lögð rík áhersla á gæði húshönnunar í hverfinu vegna sérstakra aðstæðna, legu og þéttleika fyrirhugaðrar byggðar í suðurhlíðum Helgafells sem verður mjög áberandi í bæjarmynd Mosfellsbæjar."$line$Gegn þessum skilmálum er verið að brjóta. Helgafellsland hefur lengi verið talið eitt fallegasta byggingarland á höfuðborgarsvæðinu. Helgafellsland blasir við öllum sem um bæinn fara og hefur skipulagið því mikla þýðingu fyrir bæjarmyndina og er ámælisvert að fulltrúum D- og V-lista skuli þykja sjálfsagt að virða það að vettugi.$line$$line$Bókun fulltrúa D- og V-lista:$line$Fulltrúar D- og V- lista er hjartanlega sammála því að Helgafellsland er eitt fallegasta byggingarland á höfuðborgarsvæðinu. $line$Í umræddu máli er verið að óska eftir breytingu á svokölluðu bílastæðabókhaldi í samræmi við fyrri samþykktir skipulagsnefndar sem lúta að því að minni íbúðir allt upp að 70 fm í stað 60 fm áður þurfi ekki að hafa bílastæði í kjallara. Auk þess gerir breytingin ráð fyrir að fækka stigagöngum úr þremur í tvo, lóðarhafi óskar eftir því vegna þess að hann telur að með þeirri breytingu sé hægt að lækka byggingarkostnað en markaðurinn kallar eftir hagkvæmara húsnæði sem gerir þannig fleirum kleift að koma þaki yfir höfuðið.$line$Rangt er farið með í bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar um að verið sé að fjölga bílastæðum á kostnað grænna svæða, svo er ekki. Í þessu erindi er verið að stækka lóðina og setja innan hennar stæði sem áður voru í eigu bæjarins.$line$Umræðu um svalaganga og hvort það sé skerðing á gæðum íbúa höfum við tekið áður á vettvangi skipulagsnefndar og bæjarstjórnar en það er ekkert í deiliskipulagi Helgafellshverfi sem bannar slíkar lausnir auk þess sem skoðanir manna á gæðum slíkra bygginga eru mismunandi. $line$$line$Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með átta atkvæðum. Fulltrúi M-lista Íbúahreyfingarinnar situr hjá.
3.5. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ 201301573
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.6. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2015 201501800
Lögð fram tillaga að starfsáætlun, sbr. umræðu á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.7. Aðalskipulag, ákvörðun um endurskoðun á nýju kjörtímabili. 201502229
Skv. 35. gr. skipulagslaga skal sveitarstjórn meta í upphafi hvers kjörtímabils hvort þörf sé á endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins, og skal ákvörðun liggja fyrir áður en 12 mánuðir hafa liðið frá sveitarstjórnarkosningum. Lagðir fram minnispunktar skipulagsfulltrúa um aðalskipulagið. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.8. Erindi um fjölgun íbúða við Bröttuhlíð 201502234
Lögð fram fyrirspurn í formi tillöguteikningar að breytingum á deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir að í stað 8 einbýlislóða og 5 íbúða á lóð Láguhlíðar samkvæmt gildandi skipulagi komi raðhús með samtals 16 íbúðum og fimm fjórbýlishús. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.9. Landsskipulagsstefna 2015-2026 201502015
Lagðar fram umsagnir Sambands íslenskra Sveitarfélaga og Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins til Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026, en athugasemdafresti um tillöguna lauk 8. febrúar s.l. Tillagan liggur frammi á vef Skipulagsstofnunar: http://www.skipulagsstofnun.is/skipulagsstofnun/frettir/nr/1077. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.10. Stórikriki 14, umsókn um byggingarleyfi 201502146
Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland Stórakrika 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að breyta bílgeymslu hússins að Stórakrika 14 þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.11. Háholt 13-15, fyrirspurn um viðbyggingu 201501582
Lögð fram ný fyrirspurn Odds Víðissonar arkitekts f.h. Festis Fasteigna ehf. um stærri viðbyggingu en gert hafði verið ráð fyrir í fyrri fyrirspurn, sem nefndin svaraði jákvætt á 383. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.12. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi 200701150
Á 366. fundi bókaði nefndin að meðf. tillaga að reiðleiðum austan og vestan hesthúsahverfisins skyldi tekin inn í endurskoðun deiliskipulags svæðisins, sem nú er unnið að.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.13. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi 201410126
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.14. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-26, erindi um breytingu á deiliskipulagi 201502401
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.15. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.16. Byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar 201206011
Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og samþykkt byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar" (bls. 12 í greinargerð). Lögð fram til kynningar dæmi um samþykktar byggingarlistarstefnur og gögn um opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð. Frestað á 384. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.17. Bakkasel/Elliðakotsland 125226, umsókn um byggingarleyfi 201502379
Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125266 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.18. Í Laxneslandi, Dalakofi, umsókn um byggingarleyfi 201502380
Páll Ammendrup sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness samkvæmt meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar með vísan til ákvæða aðalskipulags um stök frístundahús utan svæða fyrir frístundabyggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð núverandi húss er 68,9 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.19. Suður-Reykir, lóð nr. 8 lnr. 218499, umsókn um byggingarleyfi 201502384
Guðmundur Jónsson sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðu svæði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.20. í Úlfarsfellslandi 125500, umsókn um byggingarleyfi 201502296
Haraldur Valur Haraldsson sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka upp í 48 m2 núverandi bátaskýli á lóðinni sem er við Hafravatn. Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki innan deiliskipulags og með vísan í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.21. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ. 201502411
Lögð fram tillaga Samsons B Harðarsonar nefndarmanns um gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.22. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu 201501793
Lögð fram afstöðumynd og sneiðingar í framhaldi af fyrirspurn um viðbyggingu, sbr. bókun á 383. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 385. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 386201503003F
Fundargerð 386. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 645. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Uppbygging skólamannvirkja og skólahverfi í Mosfellsbæ 201301573
Framhald umræðu á 384. fundi. Lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, sbr. bókun á sama fundi, og minnisblað Gylfa Guðjónssonar arkitekts um skólamál í aðalskipulagi. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Tillaga fulltrúa M-lista Íbúahreyfingarinnar:$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að áfram verði kannað hvernig uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja í Mosfellsbæ verði best háttað á næstu árum. Húsnæðisvandi Varmárskóla sem er einn stærsti skóli landsins og jafnframt elsti skóli sveitarfélagsins er óleystur. Skólinn er alltof stór og stefnir í 932 nemendur 2018. Þeirri spurningu er ósvarað hvernig D- og V-listi hyggjast leysa það mál og því með öllu ótímabært að slá vel ígrundaðar tillögur foreldrasamfélagsins í Mosfellsbæ út af borðinu á þeim afar hæpnu forsendum að (1) ekki sé ástæða til að breyta aðalskipulagi fyrir miðbæjarskóla og að (2) hefja skuli byggingu Helgafellsskóla. Skóli við Æðarhöfða er ekki á aðalskipulagi og Helgafellsskóli leysir ekki vanda Varmárskóla.$line$$line$Tillagan er felld með sex atkvæðum fulltrúa D- og V- lista gegn þremur atkvæðum S- og M-lista. $line$$line$Bókun fulltrúa S-lista:$line$Bæjarfulltrúar S lista taka undir bókun fulltrúa Samfylkingar í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd fól embættismönnum að yfirfara kynningu FGMos m.t.t. þess hvort tölulegar upplýsingar stæðust og ef svo væri ekki, hvaða áhrif það hefði á hugmyndina. Jafnframt átti að skoða hvort það væru aðrar tölulegar upplýsingar eða önnur atriði sem vantaði sem hefðu áhrif á framkomna hugmynd. Ekki er hægt að sjá með skýrum hætti á framlögðum gögnum að slík skoðun hafi farið fram og er bókun meirihluta nefndarinnar í raun á skjön við það verkefni sem nefndin sjálf bókaði um að farið yrði í. $line$Að þessu sögðu greiða fulltrúar Samfylkingarinnar atkvæði gegn afgreiðslu málsins eins og hún liggur fyrir skv. bókun skipulagsnefndar.$line$$line$Bókun fulltrúa D- og V-lista vegna bókunar S-lista:$line$Frá því í maí 2014 hefur skipulagsnefnd haft það verkefni að skoða skipulagslegar forsendur miðbæjarskóla við Sunnukrika. Nefndin hefur því haft málið til umfjöllunar í 10 mánuði og hefur það verið á dagskrá alls átta sinnum. Fundað hefur verið með fulltrúm foreldra sem talað hafa fyrir byggingu skóla miðsvæðis í Mosfellsbæ, mannfjöldaspár hafa verið rýndar, aðalskipulagið hefur verið rýnt, hljóðkorta hafa verið aflað, skipulgasfulltrúa hefur í tvígang verið falið að yfirfara kynningar og gögn frá fulltrúum foreldra, aðalskipulagshöfundur hefur tekið saman gildi skóla í hverfum bæjarins og mikilvægi þess að aðalskipulagi sé fylgt.$line$Ljóst er að ítarleg gögn liggja fyrir hægt sé að taka afstöðu til þess hvort skynsamlegt sé að byggja miðsvæðis. Niðurstaðan er að við teljum ekki ástæðu til að breyta frá nýsamþykktu aðalskipulag með uppbyggingu skóla miðsvæðis.$line$$line$Bókun D- og V- lista vegna bókunar M-lista:$line$Ítrekað er að verkefni skipulagsnefndar sem hér er bókað undir var að fjalla um skipulagslegar forsendur miðbæjarskóla en ekki að fjalla almennt um uppbyggingu og forgangsröðun skólamannvirkja í Mosfellsbæ. $line$Misskilnings virðist gæta í bókun fulltrúa M-lista. Varmárskóli stefnir ekki í að verða 932 barna skóli, börnum á austursvæði mun fjölga vegna uppbyggingar í Helgafellshverfi og Leirvogstungu. Helgafellsskóli mun því létta á þörf fyrir skólahúsnæði á austursvæði. Meirihlutinn leggur áherslu á möguleika á valfrelsi fyrir foreldra þegar kemur að því að velja skóla fyrir börnin sín. $line$Fyrir nærliggjandi hverfi er Helgafellsskóli raunhæfur valkostur.$line$$line$Bókun M-lista Íbúahreyfingarinnar vegna bókunar D- og V-lista: $line$Fulltrúa Íbúahreyfingarinnar þykir nokkuð sérkennilegt að fulltrúar D- og V-lista haldi því fram að Varmárskóli stefni ekki í að verða 932 barna skóli 2018 þar sem þessar upplýsingar eru fengnar úr skýrslu Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar um stefnumótun um uppbyggingu skólahverfa o.s.frv. 2013.$line$Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar mælir með að fulltrúar D- og V-lista lesi skýrsluna.$line$$line$Bókun D- og V-lista vegna bókunar M-lista:$line$Umrædd skýrsla sýnir fram á fjölgun barna á austursvæði. Skýrslan leggur áherslu á mikilvægi þess að hugað sé að skóla í Helgafellshverfi samhliða fjölgun íbúa á austursvæði. $line$ $line$Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með sex atkvæðum D- og V-lista gegn þremur atkvæðum fulltrúa M-lista og S-lista.
4.2. Starfsáætlun Skipulagsnefndar 2015 201501800
Lögð fram tillaga að starfsáætlun, sbr. umræðu á 383. fundi. Frestað á 384. og 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Stórikriki 14, umsókn um byggingarleyfi 201502146
Unnur Gunnarsdóttir og Ágúst Sæland sækja um leyfi til að breyta bílgeymslu hússins þannig að þar verði innréttað íbúðarrými með eldhúsi. Heildarstærðir hússins breytast ekki. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Vefarastræti 32-38 og 40-46 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi 201410126
Lögð fram tillaga Odds Víðissonar arkitekts f.h. LL06 ehf. að breytingum á deiliskipulagi og skilmálum fyrir lóðirnar Vefarastræti 32-38 og 40-46, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.5. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-26, erindi um breytingu á deiliskipulagi 201502401
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi skv. meðfylgjandi drögum. Í drögunum felst að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.6. Þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 201501643
Lögð fram þjónustukönnun sveitarfélaga 2014 til kynningar. Frestað á 384. og 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.7. Byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar 201206011
Í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og samþykkt byggingarlistarstefna Mosfellsbæjar" (bls. 12 í greinargerð). Lögð fram til kynningar dæmi um samþykktar byggingarlistarstefnur og gögn um opinbera menningarstefnu í mannvirkjagerð. Frestað á 384. og 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.8. Bakkasel/Elliðakotsland 125226, umsókn um byggingarleyfi 201502379
Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem ekki er í gildi deiliskipulag fyrir lóðina. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.9. Í Laxneslandi, Dalakofi, umsókn um byggingarleyfi 201502380
Páll Ammendrup sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness samkvæmt meðf. teikningum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar með vísan til ákvæða aðalskipulags um stök frístundahús utan svæða fyrir frístundabyggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð núverandi húss er 68,9 m2. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.10. Suður-Reykir, lóð nr. 8 lnr. 218499, umsókn um byggingarleyfi 201502384
Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta núverandi pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og núverandi geymslu í hesthús. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki á deiliskipulögðu svæði. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.11. í Úlfarsfellslandi 125500, umsókn um byggingarleyfi 201502296
Haraldur Valur Haraldsson sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka upp í 48 m2 núverandi bátaskýli á lóðinni sem er við Hafravatn. Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til skipulagsnefndar þar sem lóðin er ekki innan deiliskipulags og með vísan í gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.12. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ. 201502411
Lögð fram tillaga Samsons B Harðarsonar nefndarmanns um gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.13. Bjarg v/Varmá, fyrirspurn um viðbyggingu 201501793
Lögð fram afstöðumynd og sneiðingar í framhaldi af fyrirspurn um viðbyggingu, sbr. bókun á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.14. Lóð fyrir færanlegar kennslustofur við Æðarhöfða, breyting á deiliskipulagi 2015 201503051
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af Teiknistofu arkitekta. Breytingar eru þær að byggingarreitur stækkar til vesturs og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,12 í 0,22.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 386. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 645. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
5. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 260201502020F
,
Fundargerð 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Akurholt 14, umsókn um byggingarleyfi 201502387
Bogi Arason Akurholti 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri og gleri áðursamþykkta sólstofu við húsið nr. 14 við Akurholt samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun sólstofu 7,0 m2, 19,1 m3.
Stærð sólstofu eftir breytingu 35,2 m2, 113,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar.
5.2. Bakkasel/Elliðakotsland 125226, umsókn um byggingarleyfi 201502379
Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í samræmi við framlögð gögn.
Á lóðinni stendur nú 20,8 m2 frístundahús.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar.
5.3. Í Laxneslandi, Dalakofi, umsókn um byggingarleyfi 201502380
Páll Ammendrup Geitlandi 29 Reykjavík sækir um leyfi til að endurbyggja úr timbri 93 m2 frístundahús á lóðinni nr. 125593 í landi Laxness í samræmi við framlögð gögn.
Stærð núverandi húss er 68,9 m2.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar.
5.4. Leirvogstunga 14, Umsókn um byggingarleyfi 201502197
VK verkfræðistofa Brautarholti 10 Reykjavík sækir um leyfi fyrir smávægilegum útlits og fyrirkomulagsbreytingum á húsinu nr. 14 við Leirvogstungu í samræmi við framlögð gögn.
Heildrstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar.
5.5. Skólabraut 2-4, umsókn um byggingarleyfi 201502226
Kristján Ásgeirsson arkitekt fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi fyrir smávægilegum fyrirkomulagsbreytingum og reyndarteikningum fyrir fimleikahúsið að Skólabraut 2 -4 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar.
5.6. Suður- Reykir, lóð 8, umsókn um byggingarleyfi 201502384
Guðmundur Jónsson Reykjum Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta áðurbyggðu pökkunarhúsi úr timbri í íbúðarhús og áður byggðri geymslu í hesthús.
Um er að ræða hús á lóð nr 8, lnr. 218499 í landi Reykja.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar.
5.7. í Úlfarsfellslandi 125500, umsókn um byggingarleyfi 201502296
Haraldur Valur Haraldsson Hrafnshöfða 14 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að endurbyggja og stækka úr timbri núverandi bátaskýli á lóðinni nr.125500 í landi Úlfarsfells við Hafravatn.
Stærð núverandi bátaskýlis er 18,6 m2 en sótt er um leyfi til að endurbyggt bátaskýli verði 48,0 m2.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 260. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 645. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 213. fundar Strætó bs.201503011
Fundargerð 213. fundar Strætó bs.
Lagt fram.
7. Fundargerð 347. fundar Sorpu bs.201503101
Fundargerð 347. fundar Sorpu bs.
Lagt fram.
8. Fundargerð 825. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga201503103
Fundargerð 825. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
9. Fundargerð 826. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga201503104
Fundargerð 826. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.