Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

11. mars 2015 kl. 17:10,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
 • Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
 • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
 • Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
 • Eva Magnúsdóttir (EMa) 1. varabæjarfulltrúi
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson lögmaður


Dagskrá fundar

Fundargerðir til staðfestingar

 • 1. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1201201502019F

  Fund­ar­gerð 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

  • 1.1. Er­indi Kots yl­rækt­ar varð­andi hol­ræ­sa­gjald 201501809

   Ósk íbúa við Æs­ustaða­veg 6 um nið­ur­fell­ingu rot­þró­ar­gjalda. Beiðn­in er lögð fyr­ir bæj­ar­ráð að ósk máls­hefj­anda.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.2. Er­indi Lax­nes - Gjald á rot­þró 201501810

   Um­beð­in um­sögn fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs um er­indi frá Lax­nesi ehf þar sem óskað er eft­ir end­ur­skoð­un á rot­þró­ar­gjöld­um.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.3. Hús­fél.Brekku­tangi 1-15 - Ósk um breikk­un á inn­keyrslu 201501683

   Um­sögn um­hverf­is­sviðs vegna er­ind­is frá íbú­um við Brekku­tanga 1-15 þar sem óskað er eft­ir breikk­un inn­keyrslu­botn­langa svo hægt verði að leggja þar bíl­um langs­um. Bæj­ar­ráð vís­aði mál­inu til um­sagn­ar um­hverf­is­sviðs á 1197. fundi sín­um þann 29. janú­ar 2015.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.4. Samn­ing­ar við Eld­ingu lík­ams­rækt 201412010

   Óskað eft­ir heim­ild til að ganga frá samn­ing­um við Eld­ingu lík­ams­rækt á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.5. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ 201502366

   Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 lögð fram.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.6. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um með­ferð elds og varn­ir gegn gróð­ureld­um 201502193

   Um­beð­in um­sögn um er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um með­ferð elds og varn­ir gegn gróð­ureld­um fylg­ir er­ind­inu.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um stjórn vatna­mála 201502189

   Um­beð­in um­sögn um frum­varp til laga um stjórn vatna­mála.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Íbúa­hreyf­ing­in hef­ur áhyggj­ur af því hvern­ig þetta mál var af­greitt í bæj­ar­ráði. Í svo brýn­um mál­um sem vatns­vernd­ar­mál­um geng­ur ekki að sveit­ar­fé­lög­in kasti frá sér ábyrgð og krefj­ist þess að rík­ið bara borgi. Skv. vatna­til­skip­un ESB, sem frum­varp þetta bygg­ir á, má ekki taka fé fyr­ir rekstri stjórn­ar vatna­mála af fjár­lög­um al­þing­is, held­ur á að inn­heimta gjald í heima­byggð, þ.e. þeir sem nýta og eft­ir at­vik­um menga vatns­auð­lind­ina eiga að greiða gjald­ið. Þessi til­hög­un snýst um að efla um­hverfis­vit­und sveit­ar­fé­laga, orku­fyr­ir­tækja og á end­an­um al­menn­ings, þ.e. á að virka sem hvati til að fólk fari bet­ur með vatn og spari það. Í með­ferð bæj­ar­ráðs fékk mál­efn­ið sjálft ekki neina at­hygli en það er mjög brýnt.$line$Mos­fells­bær hef­ur sjálf­bæra þró­un að leið­ar­ljósi og ætti því að liðka fyr­ir inn­leið­ingu gjalds í þágu vatns­vernd­ar frek­ar en að hafna því að að­hafast.$line$Stað­reynd­in er sú að þeg­ar vatna­til­skip­un ESB var inn­leidd var gildis­töku 9. gr. um gjald­töku frestað. Nú er ver­ið að bæta úr því. Inn­leið­ing verk­efn­is­ins hjá Um­hverf­is­stofn­un hef­ur ver­ið í al­gjör­um járn­um vegna fjár­skorts í 2 ár og tími til komin að Mos­fells­bær, ásamt öðr­um sveit­ar­fé­lög­um taki á mál­inu á mál­efna­leg­an hátt og liðki fyr­ir inn­leið­ingu og inn­heimtu gjalds­ins hið snar­asta.$line$$line$Bók­un full­trúa D-, V- og S- lista:$line$Öll erum við sam­mála um mik­il­vægi vatns­vernd­ar, en frum­varp þetta geng­ur út á að leggja á nýj­an skatt í gegn­um vatns- og frá­veitu­gjöld. Sam­band ís­lenskra sveita­fé­laga hef­ur mót­mælt því og und­ir það tök­um við.$line$$line$Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá.

  • 1.8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um fatl­aðs fólks 201502187

   Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um að­bún­að, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöð­um fatl­aðs fólks. Um­sögn fjöl­skyldu­sviðs lögð fram.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.9. Hækk­un á gjaldskrá til sjálf­stætt starf­andi leik­skóla 201502374

   Hækk­un á rekstr­ar­styrk til sjálf­stætt starf­andi leik­skóla.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.10. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um farm­flutn­inga á landi 503. mál 201502342

   Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um farm­flutn­inga á landi.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.11. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um far­þega­flutn­inga á landi í at­vinnu­skyni 201502344

   Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um far­þega­flutn­inga á landi í at­vinnu­skyni.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 1.12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til­laga um or­lof hús­mæðra 201502351

   Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til­laga um or­lof hús­mæðra.

   Niðurstaða þessa fundar:

   Af­greiðsla 1201. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

  • 2. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar - 1202201503002F

   Fund­ar­gerð 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs lögð fram til af­greiðslu á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

   • 2.1. Er­indi Bjarna Thors varð­andi skipt­ingu lóð­ar - Lága­fell 2 201501504

    Um­beð­in um­sögn um skipt­ingu lóð­ar­inn­ar Lága­fells 2 í tvær lóð­ir.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.2. Er­indi frá Yrkju - beiðni um stuðn­ing 201502127

    Um­sókn um fjár­styrk að fjár­hæð kr. 150.000 til að halda áfram starfi Yrkju sem styrk­ir trjá­plönt­un grunn­skóla­barna.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Til­laga full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar fer þess á leit að bæj­ar­stjórn vísi dag­skrárlið 2 í fund­ar­gerð bæj­ar­ráðs nr. 1202 til­baka til ráðs­ins. Ástæð­an er að fram hafa kom­ið upp­lýs­ing­ar sem ekki lágu fyr­ir þeg­ar bæj­ar­ráð tók ákvörð­un um að hafna styrk­beiðni Yrkju skóg­rækt­ar­sjóðs. Við eft­ir­grennsl­an kom í ljós að Varmár­skóli hef­ur ver­ið með í Yrkju frá upp­hafi (1992), nema árin 98-99 og 2001. Lága­fells­skóli kem­ur inn 2005 og hef­ur ver­ið með sam­fellt síð­an. Þetta hafa ver­ið 400-600 plönt­ur til beggja skól­anna und­an­farin ár, í heild­ina tæp­lega 13.000 plönt­ur.$line$Hing­að til hef­ur Yrkja út­hlutað plönt­um til skóla­barna í Mos­fells­bæ end­ur­gjalds­laust. Nú á sjóð­ur­inn við fjár­hags­örð­ug­leika að stríða og reyn­ir að forða því að það bitni á skóg­rækt­ar­starfi grunn­skóla­nem­enda í Mos­fells­bæ með því að óska eft­ir fjár­fram­lagi sem mið­að við þýð­ingu verk­efn­is­ins er ekki hátt. Að mati Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar er hér um að ræða göf­ugt starf sem á sér langa hefð. Því má ekki spilla. $line$Í ljósi þess hvern­ig þetta mál er vax­ið ósk­ar Íbúa­hreyf­ing­in eft­ir því að styrk­beiðni Yrkju verði vísað aft­ur til bæj­ar­ráðs og ákvörð­un­in end­ur­skoð­uð. $line$Þess má að lok­um geta að Varmár­skóli sendi ný­ver­ið ár­lega um­sókn sína til Yrkju. $line$$line$Til­lag­an er felld með átta at­kvæð­um gegn einu at­kvæði Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar.$line$$line$Bók­un D-, V og S-lista:$line$Tök­um und­ir það að verk­efni Yrkju er göf­ugt. Bæj­ar­ráð fylgdi við þessa af­greiðslu um­sögn fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs sem ekki mæl­ir með styrk­veit­ingu enda kem­ur þar fram að skól­arn­ir geta fjár­magn­að sín plöntu­kaup sjálf­ir. Af­staða bæj­ar­ráðs leið­ir ekki til þess að skógrækt grunn­skóla­barna legg­ist af.$line$$line$Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá.

   • 2.3. Er­indi Li­ons­klúbbs Mos­fells­bæj­ar varð­andi ósk um stuðn­ing vegna Li­ons­þings 201502191

    Ósk Li­ons­klúbbs Mos­fells­bæj­ar um stuðn­ing vegna Li­ons­þings 2016.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.4. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans-ósk um sam­st­arf bæj­ar­yf­ir­valda í mál­efn­um er varða heim­il­isof­beldi 201412143

    Er­indi Lög­reglu­stjór­ans-ósk um sam­st­arf bæj­ar­yf­ir­valda í mál­efn­um er varða heim­il­isof­beldi. Um­sagn­ir starfs­manna lagð­ar fram.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.5. Er­indi Nor­ræna fé­lags­ins varð­andi sum­arstörf fyr­ir Nor­djobb sum­ar­ið 2015 201502309

    Nor­ræna fé­lag­ið ósk­ar eft­ir því að Mos­fells­bær ráði tvo sum­ar­starfs­menn í nafni verk­efn­is­ins Nor­djobb.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.6. Ný und­ir­göng við Hlíð­ar­tún 201412139

    Óskað er heim­ild­ar bæj­ar­ráðs til þess að ganga frá sam­komu­lagi við Vega­gerð­ina um fram­kvæmd und­ir­ganga við Hlíð­ar­tún í sam­ræmi við með­fylgj­andi drög.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um seink­un klukk­unn­ar og bjart­ari morgna 201503012

    Beiðni um um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um seink­un klukk­unn­ar og bjart­ari morgna.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.8. Upp­taka bæj­ar­stjórn­ar­funda 201503028

    Lögð fram til sam­þykkt­ar drög að sam­komu­lagi vegna upp­töku bæj­ar­stjórn­ar­funda.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.9. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ 201502366

    Um­sókn Matth­ía­s­ar ehf. um lóð við Desja­mýri 2. Upp­lýs­ing­ar um­sækj­anda um bygg­ingaráform og starf­semi lagð­ar fram.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.10. Um­sókn um lóð við Desja­mýri 2 í Mos­fells­bæ 201502416

    Um­sókn Heima­bæj­ar ehf. um lóð við Desja­mýri 2 lögð fram. Þeg­ar hef­ur ver­ið óskað sömu upp­lýs­inga frá um­sækj­anda og óskað var frá Matth­íasi ehf. og verð­ur þeim kom­ið inn á fund­argátt um leið og þær berast.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.11. Um­sókn um lóð Desja­mýri 4 201503032

    Um­sókn Braut­argils ehf. um lóð við Desja­mýri 4 lögð fram. Þeg­ar hef­ur ver­ið óskað sömu upp­lýs­inga frá um­sækj­anda og óskað var frá um­sækj­anda um Desja­mýri 2 og verð­ur þeim kom­ið inn á fund­argátt um leið og þær berast.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 2.12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til­laga um or­lof hús­mæðra 201502351

    Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til­laga um or­lof hús­mæðra. Um­sögn fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs lögð fram.

    Niðurstaða þessa fundar:

    Af­greiðsla 1202. fund­ar bæj­ar­ráðs sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

   • 3. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 385201502021F

    Fund­ar­gerð 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

    • 3.1. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu 201311251

     Lagð­ar fram til um­ræðu tvær hug­mynd­ir að út­færslu Ála­foss­veg­ar sem botn­langa. Frestað á 381. og 382. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.2. Er­indi Strætó bs - beiðni um kynn­ingu fyr­ir bæj­ar­ráð vegna skýrslu Mann­vits 201411109

     Bæj­ar­ráð hef­ur vísað skýrslu Mann­vits um mögu­lega Flex þjón­ustu Strætós bs. til nefnd­ar­inn­ar til um­sagn­ar. Fram­hald um­ræðu á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.3. Bræðra­tunga, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201412082

     Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir bíl­skúr og geymsl­um var grennd­arkynnt 5. janú­ar 2015 með bréfi til þriggja að­ila auk um­sækj­anda, með at­huga­semda­fresti til 3. fe­brú­ar 2015. Ein at­huga­semd barst. Af­greiðslu var frestað á 384. fundi. Gerð var grein fyr­ir við­ræð­um við máls­að­ila.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.4. Vefara­stræti 1-5 ósk um breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um 201501589

     Lagð­ur fram breytt­ur upp­drátt­ur að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, með breyttu fyr­ir­komu­lagi bíla­stæða, sbr. bók­un á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Bæj­ar­full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar tek­ur und­ir bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar í skipu­lags­nefnd þess efn­is að breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um við Vefara­stræti 1-5 brjóti í bága við sam­þykkt deili­skipu­lag. Breyt­ing­in fel­ur í sér að bíla­stæð­um fjölg­ar of­anjarð­ar á kostn­að grænna svæða. Hér á líka enn og aft­ur að spara á kostn­að lífs­gæða íbúa með því að fjar­lægja stiga- og lyftu­hús. Í stað­inn kem­ur svala­ganga­hús og stór­furðu­leg­ar um­ferð­ar­leið­ir um hús­ið sem hef­ur í för með sér mik­ið ónæði fyr­ir íbúa í a.m.k. 14 íbúð­um. $line$Í um­sögn skipu­lags­höf­und­ar um breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um á mið­svæði 2013 seg­ir að sam­þykkt deili­skipu­lag kveði á um að 50% bíla­stæða séu í bíla­geymsl­um neð­anjarð­ar og er það "gert til að forð­ast lítt að­lað­andi og víð­áttu­mikl­ar bíla­stæða­breið­ur." Einn­ig seg­ir í um­sögn­inni: "Í sam­þykkt­um deili­skipu­lags­skil­mál­um er lögð rík áhersla á gæði hús­hönn­un­ar í hverf­inu vegna sér­stakra að­stæðna, legu og þétt­leika fyr­ir­hug­aðr­ar byggð­ar í suð­ur­hlíð­um Helga­fells sem verð­ur mjög áber­andi í bæj­ar­mynd Mos­fells­bæj­ar."$line$Gegn þess­um skil­mál­um er ver­ið að brjóta. Helga­fells­land hef­ur lengi ver­ið tal­ið eitt fal­leg­asta bygg­ing­ar­land á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Helga­fells­land blas­ir við öll­um sem um bæ­inn fara og hef­ur skipu­lag­ið því mikla þýð­ingu fyr­ir bæj­ar­mynd­ina og er ámæl­is­vert að full­trú­um D- og V-lista skuli þykja sjálf­sagt að virða það að vett­ugi.$line$$line$Bók­un full­trúa D- og V-lista:$line$Full­trú­ar D- og V- lista er hjart­an­lega sam­mála því að Helga­fells­land er eitt fal­leg­asta bygg­ing­ar­land á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. $line$Í um­ræddu máli er ver­ið að óska eft­ir breyt­ingu á svo­köll­uðu bíla­stæða­bók­haldi í sam­ræmi við fyrri sam­þykkt­ir skipu­lags­nefnd­ar sem lúta að því að minni íbúð­ir allt upp að 70 fm í stað 60 fm áður þurfi ekki að hafa bíla­stæði í kjall­ara. Auk þess ger­ir breyt­ing­in ráð fyr­ir að fækka stiga­göng­um úr þrem­ur í tvo, lóð­ar­hafi ósk­ar eft­ir því vegna þess að hann tel­ur að með þeirri breyt­ingu sé hægt að lækka bygg­ing­ar­kostn­að en mark­að­ur­inn kall­ar eft­ir hag­kvæm­ara hús­næði sem ger­ir þann­ig fleir­um kleift að koma þaki yfir höf­uð­ið.$line$Rangt er far­ið með í bók­un full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar um að ver­ið sé að fjölga bíla­stæð­um á kostn­að grænna svæða, svo er ekki. Í þessu er­indi er ver­ið að stækka lóð­ina og setja inn­an henn­ar stæði sem áður voru í eigu bæj­ar­ins.$line$Um­ræðu um svala­ganga og hvort það sé skerð­ing á gæð­um íbúa höf­um við tek­ið áður á vett­vangi skipu­lags­nefnd­ar og bæj­ar­stjórn­ar en það er ekk­ert í deili­skipu­lagi Helga­fells­hverfi sem bann­ar slík­ar lausn­ir auk þess sem skoð­an­ir manna á gæð­um slíkra bygg­inga eru mis­mun­andi. $line$$line$Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með átta at­kvæð­um. Full­trúi M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá.

    • 3.5. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ 201301573

     Fram­hald um­ræðu á 384. fundi. Lagt fram minn­is­blað skipu­lags­full­trúa, sbr. bók­un á sama fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.6. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2015 201501800

     Lögð fram til­laga að starfs­áætlun, sbr. um­ræðu á 383. fundi. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.7. Að­al­skipu­lag, ákvörð­un um end­ur­skoð­un á nýju kjör­tíma­bili. 201502229

     Skv. 35. gr. skipu­lagslaga skal sveit­ar­stjórn meta í upp­hafi hvers kjör­tíma­bils hvort þörf sé á end­ur­skoð­un að­al­skipu­lags sveit­ar­fé­lags­ins, og skal ákvörð­un liggja fyr­ir áður en 12 mán­uð­ir hafa lið­ið frá sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Lagð­ir fram minn­ispunkt­ar skipu­lags­full­trúa um að­al­skipu­lag­ið. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.8. Er­indi um fjölg­un íbúða við Bröttu­hlíð 201502234

     Lögð fram fyr­ir­spurn í formi til­lögu­teikn­ing­ar að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, sem ger­ir ráð fyr­ir að í stað 8 ein­býl­islóða og 5 íbúða á lóð Lágu­hlíð­ar sam­kvæmt gild­andi skipu­lagi komi rað­hús með sam­tals 16 íbúð­um og fimm fjór­býl­is­hús. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.9. Lands­skipu­lags­stefna 2015-2026 201502015

     Lagð­ar fram um­sagn­ir Sam­bands ís­lenskra Sveit­ar­fé­laga og Svæð­is­skipu­lags­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins til Skipu­lags­stofn­un­ar um til­lögu að lands­skipu­lags­stefnu 2015-2026, en at­huga­semda­fresti um til­lög­una lauk 8. fe­brú­ar s.l. Til­lag­an ligg­ur frammi á vef Skipu­lags­stofn­un­ar: http://www.skipu­lags­stofn­un.is/skipu­lags­stofn­un/frett­ir/nr/1077. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.10. Stórikriki 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502146

     Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir og Ág­úst Sæ­land Stórakrika 14 Mos­fells­bæ sækja um leyfi til að breyta bíl­geymslu húss­ins að Stórakrika 14 þann­ig að þar verði inn­réttað íbúð­ar­rými með eld­húsi. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir áliti skipu­lags­nefnd­ar á er­ind­inu. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.11. Há­holt 13-15, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu 201501582

     Lögð fram ný fyr­ir­spurn Odds Víð­is­son­ar arki­tekts f.h. Fest­is Fast­eigna ehf. um stærri við­bygg­ingu en gert hafði ver­ið ráð fyr­ir í fyrri fyr­ir­spurn, sem nefnd­in svar­aði já­kvætt á 383. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.12. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi 200701150

     Á 366. fundi bók­aði nefnd­in að meðf. til­laga að reið­leið­um aust­an og vest­an hest­húsa­hverf­is­ins skyldi tekin inn í end­ur­skoð­un deili­skipu­lags svæð­is­ins, sem nú er unn­ið að.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.13. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi 201410126

     Lögð fram til­laga Odds Víð­is­son­ar arki­tekts f.h. LL06 ehf. að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi og skil­mál­um fyr­ir lóð­irn­ar Vefara­stræti 32-38 og 40-46, sbr. bók­un á 383. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.14. Vefara­stræti 15-19, Gerplustræti 16-26, er­indi um breyt­ingu á deili­skipu­lagi 201502401

     Örn Kjærnested f.h. bygg­ing­ar­fé­lags­ins Bakka ósk­ar eft­ir breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. með­fylgj­andi drög­um. Í drög­un­um felst að fyrri breyt­ing­ar varð­andi torg og bíla­stæði norð­an lóð­anna verði látn­ar ganga til baka, og að sett verði bíla­stæði ofan á hluta af bíla­kjall­ara á milli hús­anna.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.15. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014 201501643

     Lögð fram þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014 til kynn­ing­ar. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.16. Bygg­ing­ar­list­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar 201206011

     Í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og sam­þykkt bygg­ing­ar­list­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar" (bls. 12 í grein­ar­gerð). Lögð fram til kynn­ing­ar dæmi um sam­þykkt­ar bygg­ing­ar­list­ar­stefn­ur og gögn um op­in­bera menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð. Frestað á 384. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.17. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502379

     Há­kon Árna­son Láglandi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja 88 m2 frí­stunda­hús úr timbri á lóð nr. 125266 í landi Ell­iða­kots í stað nú­ver­andi 20,8 m2 frí­stunda­húss. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag fyr­ir lóð­ina.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.18. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502380

     Páll Amm­endr­up sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja úr timbri 93 m2 frí­stunda­hús á lóð­inni nr. 125593 í landi Lax­ness sam­kvæmt meðf. teikn­ing­um. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar með vís­an til ákvæða að­al­skipu­lags um stök frí­stunda­hús utan svæða fyr­ir frí­stunda­byggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð nú­ver­andi húss er 68,9 m2.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.19. Suð­ur-Reyk­ir, lóð nr. 8 lnr. 218499, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502384

     Guð­mund­ur Jóns­son sæk­ir um leyfi til að breyta nú­ver­andi pökk­un­ar­húsi úr timbri í íbúð­ar­hús og nú­ver­andi geymslu í hest­hús. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar þar sem lóð­in er ekki á deili­skipu­lögðu svæði.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.20. í Úlfars­fellslandi 125500, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502296

     Har­ald­ur Val­ur Har­alds­son sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja og stækka upp í 48 m2 nú­ver­andi báta­skýli á lóð­inni sem er við Hafra­vatn. Stærð nú­ver­andi báta­skýl­is er 18,6 m2. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar þar sem lóð­in er ekki inn­an deili­skipu­lags og með vís­an í gr. 5.3.2.14 í skipu­lags­reglu­gerð.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.21. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ. 201502411

     Lögð fram til­laga Sam­sons B Harð­ar­son­ar nefnd­ar­manns um gerð græns skipu­lags fyr­ir Mos­fells­bæ.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 3.22. Bjarg v/Varmá, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu 201501793

     Lögð fram af­stöðu­mynd og sneið­ing­ar í fram­haldi af fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu, sbr. bók­un á 383. fundi.

     Niðurstaða þessa fundar:

     Af­greiðsla 385. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

    • 4. Skipu­lags­nefnd Mos­fells­bæj­ar - 386201503003F

     Fund­ar­gerð 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar lögð fram til af­greiðslu á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

     • 4.1. Upp­bygg­ing skóla­mann­virkja og skóla­hverfi í Mos­fells­bæ 201301573

      Fram­hald um­ræðu á 384. fundi. Lagt fram minn­is­blað skipu­lags­full­trúa, sbr. bók­un á sama fundi, og minn­is­blað Gylfa Guð­jóns­son­ar arki­tekts um skóla­mál í að­al­skipu­lagi. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Til­laga full­trúa M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:$line$Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar legg­ur til að áfram verði kann­að hvern­ig upp­bygg­ingu og for­gangs­röðun skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ verði best háttað á næstu árum. Hús­næð­is­vandi Varmár­skóla sem er einn stærsti skóli lands­ins og jafn­framt elsti skóli sveit­ar­fé­lags­ins er óleyst­ur. Skól­inn er alltof stór og stefn­ir í 932 nem­end­ur 2018. Þeirri spurn­ingu er ósvarað hvern­ig D- og V-listi hyggjast leysa það mál og því með öllu ótíma­bært að slá vel ígrund­að­ar til­lög­ur for­eldra­sam­fé­lags­ins í Mos­fells­bæ út af borð­inu á þeim afar hæpnu for­send­um að (1) ekki sé ástæða til að breyta að­al­skipu­lagi fyr­ir mið­bæj­ar­skóla og að (2) hefja skuli bygg­ingu Helga­fells­skóla. Skóli við Æð­ar­höfða er ekki á að­al­skipu­lagi og Helga­fells­skóli leys­ir ekki vanda Varmár­skóla.$line$$line$Til­lag­an er felld með sex at­kvæð­um full­trúa D- og V- lista gegn þrem­ur at­kvæð­um S- og M-lista. $line$$line$Bók­un full­trúa S-lista:$line$Bæj­ar­full­trú­ar S lista taka und­ir bók­un full­trúa Sam­fylk­ing­ar í skipu­lags­nefnd. Skipu­lags­nefnd fól emb­ætt­is­mönn­um að yf­ir­fara kynn­ingu FGMos m.t.t. þess hvort tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar stæð­ust og ef svo væri ekki, hvaða áhrif það hefði á hug­mynd­ina. Jafn­framt átti að skoða hvort það væru að­r­ar tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar eða önn­ur at­riði sem vant­aði sem hefðu áhrif á fram­komna hug­mynd. Ekki er hægt að sjá með skýr­um hætti á fram­lögð­um gögn­um að slík skoð­un hafi far­ið fram og er bók­un meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar í raun á skjön við það verk­efni sem nefnd­in sjálf bók­aði um að far­ið yrði í. $line$Að þessu sögðu greiða full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar at­kvæði gegn af­greiðslu máls­ins eins og hún ligg­ur fyr­ir skv. bók­un skipu­lags­nefnd­ar.$line$$line$Bók­un full­trúa D- og V-lista vegna bókun­ar S-lista:$line$Frá því í maí 2014 hef­ur skipu­lags­nefnd haft það verk­efni að skoða skipu­lags­leg­ar for­send­ur mið­bæj­ar­skóla við Sunnukrika. Nefnd­in hef­ur því haft mál­ið til um­fjöll­un­ar í 10 mán­uði og hef­ur það ver­ið á dagskrá alls átta sinn­um. Fundað hef­ur ver­ið með full­trúm for­eldra sem talað hafa fyr­ir bygg­ingu skóla mið­svæð­is í Mos­fells­bæ, mann­fjölda­spár hafa ver­ið rýnd­ar, að­al­skipu­lag­ið hef­ur ver­ið rýnt, hljóð­korta hafa ver­ið aflað, skipulgas­full­trúa hef­ur í tvíg­ang ver­ið fal­ið að yf­ir­fara kynn­ing­ar og gögn frá full­trú­um for­eldra, að­al­skipu­lags­höf­und­ur hef­ur tek­ið sam­an gildi skóla í hverf­um bæj­ar­ins og mik­il­vægi þess að að­al­skipu­lagi sé fylgt.$line$Ljóst er að ít­ar­leg gögn liggja fyr­ir hægt sé að taka af­stöðu til þess hvort skyn­sam­legt sé að byggja mið­svæð­is. Nið­ur­stað­an er að við telj­um ekki ástæðu til að breyta frá ný­sam­þykktu að­al­skipu­lag með upp­bygg­ingu skóla mið­svæð­is.$line$$line$Bók­un D- og V- lista vegna bókun­ar M-lista:$line$Ít­rekað er að verk­efni skipu­lags­nefnd­ar sem hér er bókað und­ir var að fjalla um skipu­lags­leg­ar for­send­ur mið­bæj­ar­skóla en ekki að fjalla al­mennt um upp­bygg­ingu og for­gangs­röðun skóla­mann­virkja í Mos­fells­bæ. $line$Mis­skiln­ings virð­ist gæta í bók­un full­trúa M-lista. Varmár­skóli stefn­ir ekki í að verða 932 barna skóli, börn­um á aust­ur­svæði mun fjölga vegna upp­bygg­ing­ar í Helga­fells­hverfi og Leir­vogstungu. Helga­fells­skóli mun því létta á þörf fyr­ir skóla­hús­næði á aust­ur­svæði. Meiri­hlut­inn legg­ur áherslu á mögu­leika á val­frelsi fyr­ir for­eldra þeg­ar kem­ur að því að velja skóla fyr­ir börn­in sín. $line$Fyr­ir nær­liggj­andi hverfi er Helga­fells­skóli raun­hæf­ur val­kost­ur.$line$$line$Bók­un M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar vegna bókun­ar D- og V-lista: $line$Full­trúa Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar þyk­ir nokk­uð sér­kenni­legt að full­trú­ar D- og V-lista haldi því fram að Varmár­skóli stefni ekki í að verða 932 barna skóli 2018 þar sem þess­ar upp­lýs­ing­ar eru fengn­ar úr skýrslu Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar um stefnu­mót­un um upp­bygg­ingu skóla­hverfa o.s.frv. 2013.$line$Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar mæl­ir með að full­trú­ar D- og V-lista lesi skýrsl­una.$line$$line$Bók­un D- og V-lista vegna bókun­ar M-lista:$line$Um­rædd skýrsla sýn­ir fram á fjölg­un barna á aust­ur­svæði. Skýrsl­an legg­ur áherslu á mik­il­vægi þess að hug­að sé að skóla í Helga­fells­hverfi sam­hliða fjölg­un íbúa á aust­ur­svæði. $line$ $line$Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með sex at­kvæð­um D- og V-lista gegn þrem­ur at­kvæð­um full­trúa M-lista og S-lista.

     • 4.2. Starfs­áætlun Skipu­lags­nefnd­ar 2015 201501800

      Lögð fram til­laga að starfs­áætlun, sbr. um­ræðu á 383. fundi. Frestað á 384. og 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.3. Stórikriki 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502146

      Unn­ur Gunn­ars­dótt­ir og Ág­úst Sæ­land sækja um leyfi til að breyta bíl­geymslu húss­ins þann­ig að þar verði inn­réttað íbúð­ar­rými með eld­húsi. Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki. Bygg­ing­ar­full­trúi ósk­ar eft­ir áliti skipu­lags­nefnd­ar á er­ind­inu. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.4. Vefara­stræti 32-38 og 40-46 - fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi 201410126

      Lögð fram til­laga Odds Víð­is­son­ar arki­tekts f.h. LL06 ehf. að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi og skil­mál­um fyr­ir lóð­irn­ar Vefara­stræti 32-38 og 40-46, sbr. bók­un á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.5. Vefara­stræti 15-19, Gerplustræti 16-26, er­indi um breyt­ingu á deili­skipu­lagi 201502401

      Örn Kjærnested f.h. bygg­ing­ar­fé­lags­ins Bakka ósk­ar eft­ir breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. með­fylgj­andi drög­um. Í drög­un­um felst að fyrri breyt­ing­ar varð­andi torg og bíla­stæði norð­an lóð­anna verði látn­ar ganga til baka, og að sett verði bíla­stæði ofan á hluta af bíla­kjall­ara á milli hús­anna. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.6. Þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014 201501643

      Lögð fram þjón­ustu­könn­un sveit­ar­fé­laga 2014 til kynn­ing­ar. Frestað á 384. og 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.7. Bygg­ing­ar­list­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar 201206011

      Í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2011-2030 er ákvæði um að "samin verði og sam­þykkt bygg­ing­ar­list­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar" (bls. 12 í grein­ar­gerð). Lögð fram til kynn­ing­ar dæmi um sam­þykkt­ar bygg­ing­ar­list­ar­stefn­ur og gögn um op­in­bera menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð. Frestað á 384. og 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.8. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502379

      Há­kon Árna­son Láglandi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja 88 m2 frí­stunda­hús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Ell­iða­kots í stað nú­ver­andi 20,8 m2 frí­stunda­húss. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar þar sem ekki er í gildi deili­skipu­lag fyr­ir lóð­ina. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.9. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502380

      Páll Amm­endr­up sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja úr timbri 93 m2 frí­stunda­hús á lóð­inni nr. 125593 í landi Lax­ness sam­kvæmt meðf. teikn­ing­um. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar með vís­an til ákvæða að­al­skipu­lags um stök frí­stunda­hús utan svæða fyr­ir frí­stunda­byggð (gr. 4.11 bls. 46). Stærð nú­ver­andi húss er 68,9 m2. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.10. Suð­ur-Reyk­ir, lóð nr. 8 lnr. 218499, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502384

      Guð­mund­ur Jóns­son Reykj­um Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta nú­ver­andi pökk­un­ar­húsi úr timbri í íbúð­ar­hús og nú­ver­andi geymslu í hest­hús. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar þar sem lóð­in er ekki á deili­skipu­lögðu svæði. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.11. í Úlfars­fellslandi 125500, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502296

      Har­ald­ur Val­ur Har­alds­son sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja og stækka upp í 48 m2 nú­ver­andi báta­skýli á lóð­inni sem er við Hafra­vatn. Stærð nú­ver­andi báta­skýl­is er 18,6 m2. Bygg­ing­ar­full­trúi vís­ar er­ind­inu til skipu­lags­nefnd­ar þar sem lóð­in er ekki inn­an deili­skipu­lags og með vís­an í gr. 5.3.2.14 í skipu­lags­reglu­gerð. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.12. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ. 201502411

      Lögð fram til­laga Sam­sons B Harð­ar­son­ar nefnd­ar­manns um gerð græns skipu­lags fyr­ir Mos­fells­bæ. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.13. Bjarg v/Varmá, fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu 201501793

      Lögð fram af­stöðu­mynd og sneið­ing­ar í fram­haldi af fyr­ir­spurn um við­bygg­ingu, sbr. bók­un á 383. fundi. Frestað á 385. fundi.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     • 4.14. Lóð fyr­ir fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur við Æð­ar­höfða, breyt­ing á deili­skipu­lagi 2015 201503051

      Lögð fram til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi, unn­in af Teikni­stofu arki­tekta. Breyt­ing­ar eru þær að bygg­ing­ar­reit­ur stækk­ar til vest­urs og nýt­ing­ar­hlut­fall hækk­ar úr 0,12 í 0,22.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Af­greiðsla 386. fund­ar skipu­lags­nefnd­ar sam­þykkt á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar með níu at­kvæð­um.

     Fundargerðir til kynningar

     • 5. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 260201502020F

      ,

      Fund­ar­gerð 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar eins og ein­stök er­indi bera með sér.

      • 5.1. Ak­ur­holt 14, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502387

       Bogi Ara­son Ak­ur­holti 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að stækka úr timbri og gleri áð­ur­sam­þykkta sól­stofu við hús­ið nr. 14 við Ak­ur­holt sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
       Stækk­un sól­stofu 7,0 m2, 19,1 m3.
       Stærð sól­stofu eft­ir breyt­ingu 35,2 m2, 113,0 m3.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 5.2. Bakka­sel/Ell­iða­kots­land 125226, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502379

       Há­kon Árna­son Láglandi 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja 88 m2 frí­stunda­hús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Ell­iða­kots í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Á lóð­inni stend­ur nú 20,8 m2 frí­stunda­hús.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 5.3. Í Lax­neslandi, Dala­kofi, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502380

       Páll Amm­endr­up Geitlandi 29 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja úr timbri 93 m2 frí­stunda­hús á lóð­inni nr. 125593 í landi Lax­ness í sam­ræmi við fram­lögð gögn.

       Stærð nú­ver­andi húss er 68,9 m2.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 5.4. Leir­vogstunga 14, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502197

       VK verk­fræði­stofa Braut­ar­holti 10 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á hús­inu nr. 14 við Leir­vogstungu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Heildr­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 5.5. Skóla­braut 2-4, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502226

       Kristján Ás­geirs­son arki­tekt fh. Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um leyfi fyr­ir smá­vægi­leg­um fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um og reynd­arteikn­ing­um fyr­ir fim­leika­hús­ið að Skóla­braut 2 -4 í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
       Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 5.6. Suð­ur- Reyk­ir, lóð 8, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502384

       Guð­mund­ur Jóns­son Reykj­um Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta áð­ur­byggðu pökk­un­ar­húsi úr timbri í íbúð­ar­hús og áður byggðri geymslu í hest­hús.
       Um er að ræða hús á lóð nr 8, lnr. 218499 í landi Reykja.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 5.7. í Úlfars­fellslandi 125500, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201502296

       Har­ald­ur Val­ur Har­alds­son Hrafns­höfða 14 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að end­ur­byggja og stækka úr timbri nú­ver­andi báta­skýli á lóð­inni nr.125500 í landi Úlfars­fells við Hafra­vatn.
       Stærð nú­ver­andi báta­skýl­is er 18,6 m2 en sótt er um leyfi til að end­ur­byggt báta­skýli verði 48,0 m2.

       Niðurstaða þessa fundar:

       Af­greiðsla 260. af­greiðslufund­ar bygg­ing­ar­full­trúa lögð fram til kynn­ing­ar á 645. fundi bæj­ar­stjórn­ar.

      • 6. Fund­ar­gerð 213. fund­ar Strætó bs.201503011

       Fundargerð 213. fundar Strætó bs.

       Lagt fram.

       • 7. Fund­ar­gerð 347. fund­ar Sorpu bs.201503101

        Fundargerð 347. fundar Sorpu bs.

        Lagt fram.

        • 8. Fund­ar­gerð 825. fund­ar Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga201503103

         Fundargerð 825. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga

         Lagt fram.

         • 9. Fund­ar­gerð 826. fund­ar Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga201503104

          Fundargerð 826. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga

          Lagt fram.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.