6. febrúar 2007 kl. 07:00,
bæjarráðssalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Ísfugls ehf varðandi landnýtingu og breytingu á aðalskipulagi í Þormóðsdal.200611083
Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Gerð verður grein fyrir viðræðum við umsækjendur og heilbrigðiseftirlit, sbr. bókun á 187. fundi.
Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 16.11.2006. Gerð var grein fyrir viðræðum við umsækjendur og heilbrigðiseftirlit, sbr. bókun á 187. fundi.Umhverfisdeild er falið að semja drög að umsögn fyrir næsta fund.
2. Erindi Ístaks hf og Leirvogstungu ehf varðandi vegtengingar200701246
Með bréfi dags. 18.01.2007 óska Loftur Árnason f.h. Ístaks hf og Bjarni Sv. Guðmundsson f.h. Leirvogstungu ehf. eftir liðsinni bæjaryfirvalda gagnvart samgönguyfirvöldum í baráttu fyrir betri gatnamótum við Vesturlandsveg. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 25.01.2007.
Með bréfi dags. 18.01.2007 óska Loftur Árnason f.h. Ístaks hf og Bjarni Sv. Guðmundsson f.h. Leirvogstungu ehf. eftir liðsinni bæjaryfirvalda gagnvart samgönguyfirvöldum í baráttu fyrir betri gatnamótum við Vesturlandsveg í Leirvogstungu. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 25.01.2007.Umræður, umsögn frestað.
3. Háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík, umsögn um tillögu að matsáætlun200701183
Skipulagsstofnun óskar með bréfi dags. 17.01.2007 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Landsnets dags. 16.01.2007 að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 25.01.2007. Með fundarboðinu fylgir örstutt samantekt um matsáætlunina og um athugasemdir sem bárust við drög að matsáætlun, en tillagan í heild (57 bls.) og fylgigögn eru á slóðinni http://www.lh.is/umhverfismat/umhverfi.php
Skipulagsstofnun óskar með bréfi dags. 17.01.2007 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Landsnets dags. 16.01.2007 að matsáætlun ofangreindrar framkvæmdar. Vísað til nefndarinnar til umsagnar af bæjarráði 25.01.2007.Umhverfisdeild falið að semja umsögn í samræmi við umræður á fundinum og senda bæjarráði.
Almenn erindi
4. Deiliskipulag miðbæjar Mosfellsbæjar200504043
Á fundinn kemur Dr. Bjarni Reynarsson og gerir grein fyrir tillögum um skipan rýnihópa og vinnu þeirra. Minnisblað frá honum verður sent nefndarmönnum í tölvupósti á mánudag.
Dr. Bjarni Reynarsson kom á fundinn og gerði grein fyrir hugmyndum sínum um skipan rýnihópa til að fjalla um skipulag miðbæjarins og tilhögun rýnihópavinnunnar.Nefndin óskar eftir að undirbúningi rýnihópavinnunnar verði haldið áfram í samræmi við framlagt minnisblað Bjarna Reynarssonar.
5. Leirvogstunga, kynning á stöðu uppbyggingar íbúðarhverfis200702017
Bjarni Sv. Guðmundsson kemur á fundinn og gerir grein fyrir stöðu framkvæmda í Leirvogstungu.
Á fundinn kom Bjarni Sv. Guðmundsson frá Leirvogstungu ehf. og gerði grein fyrir stöðu framkvæmda í Leirvogstungu.
6. Umsókn um leyfi fyrir moldartipp norðan í Helgafelli200701185
Verktakar Magni sækja með ódagsettu, óundirrituðu bréfi um leyfi til að losa allt að 300.000 rúmmetrum af uppúrtektarefni á 6 ha svæði norðan í Helgafelli og móta úr því "vindbrjót.," skv. meðfylgjandi gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni, Fjölhönnun og Landark ehf. Í framkvæmdinni felst einnig lagning vinnuvegar inn eftir norðurhlíðum Helgafells.
Verktakar Magni sækja með ódagsettu, óundirrituðu bréfi um leyfi til að losa uppúrtektarefni úr Helgafellshverfi á 6 ha svæði norðan í Helgafelli og móta úr því "vindbrjót" skv. meðfylgjandi gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni, Fjölhönnun og Landark ehf. Í framkvæmdinni felst einnig lagning vinnuvegar inn eftir norðurhlíðum Helgafells.Umhverfisdeild falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
7. Umsókn um starfsmannabúðir á Tungumelum200701289
Reynir Viðarsson f.h. Ístaks hf. óskar með bréfi dags. 24. janúar 2007 eftir leyfi til að setja upp starfsmannabúðir fyrir allt að 120 manns til 5 ára austan iðnaðarsvæðisins á Tungumelum skv. meðf. gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni o.fl.
Reynir Viðarsson f.h. Ístaks hf. óskar með bréfi dags. 24. janúar 2007 eftir leyfi til að setja upp starfsmannabúðir fyrir allt að 120 manns til 5 ára austan iðnaðarsvæðisins á Tungumelum skv. meðf. gögnum frá Almennu Verkfræðistofunni o.fl.Frestað.
8. Stórikriki 59, ósk um breytingu á deiliskipulagi.200607115
Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu skv. ákvörðun 184. fundar lauk 2. febrúar. Mótmæli dags. 30 janúar bárust frá Þ&L lögmönnum f.h. Marteins Hjaltested lóðarhafa Stórakrika 57.
Grenndarkynningu á deiliskipulagsbreytingu skv. ákvörðun 184. fundar lauk 2. febrúar. Mótmæli dags. 30 janúar bárust frá Þ&L lögmönnum f.h. Marteins Hjaltested lóðarhafa Stórakrika 57.Frestað.
9. Stórikriki 56, beiðni um breytingu á deiliskipulagi200612146
Grenndarkynningu skv. ákvörðun 187. fundar á breytingu á deiliskipulagi (heimilun aukaíbúðar) lauk 2. febrúar. Engin athugasemd barst.
Grenndarkynningu skv. ákvörðun 187. fundar á breytingu á deiliskipulagi (heimilun aukaíbúðar) lauk 2. febrúar. Engin athugasemd barst.Frestað.
10. Helgafellsland, deiliskipulag 3. áfanga200608200
Athugasemdafresti við tillögu að deiliskipulagi lauk 2. febrúar 2007. Tvær athugasemdir bárust; frá Hestamannafélaginu Herði dags. 29. janúar 2007 og frá Ragnari Loga Magnasyni dags. 17. janúar 2007.
Athugasemdafresti við tillögu að deiliskipulagi lauk 2. febrúar 2007. Þrjár athugasemdir bárust: Frá Hestamannafélaginu Herði dags. 29. janúar 2007, frá Ragnari Loga Magnasyni dags. 17. janúar 2007 og frá Berglindi Björgúlfsdóttur f.h. Varmársamtakanna, dags. 2. febrúar 2007.Frestað.
11. Hamrabrekka Miðdalslandi - ósk um breytingu á deiliskipulagi200701250
Með bréfi dags. 17. janúar 2007 óska Soffía Vala Tryggvadóttir og Vilhjálmur Ólafsson eigendur lands nr. 208-4621 úr landi Miðdals eftir breytingu á skipulagsskilmálum á þremur lóðum á landinu, þ.e. rýmkun á ákvæði um hússtærðir þannig að byggja megi 110 m2 frístundahús og 20 m2 geymslu.
Með bréfi dags. 17. janúar 2007 óska Soffía Vala Tryggvadóttir og Vilhjálmur Ólafsson eigendur lands nr. 208-4621 úr landi Miðdals eftir breytingu á skipulagsskilmálum á þremur lóðum á landinu, þ.e. rýmkun á ákvæði um hússtærðir þannig að byggja megi 110 m2 frístundahús og 20 m2 geymslu.Frestað.
12. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.
Með bréfi dags. 15. janúar 2007 óska Marteinn Hjaltested og Guðjón Magnússon f.h. Hestamannafélagsins Harðar eftir því að kannað verði með hvaða hætti hægt sé að stækka hesthúsahverfið við Varmá. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.Frestað.
13. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsv. 2001-2024200701113
Birgir H. Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar óskar með bréfi dags. 11. janúar 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um breytingu á svæðisskipulagi. Breytingin felst í nýjum byggðarreit austan Grafarholts við Reynisvatnsás, sem skv. gildandi svæðisskipulagi er í jaðri Græna Trefilsins. Stærð reitsins er um 10 ha og er áformað að reisa á honum 130 - 150 íbúðir. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.
Birgir H. Sigurðsson f.h. Reykjavíkurborgar óskar með bréfi dags. 11. janúar 2007 eftir athugasemdum og ábendingum Mosfellsbæjar vegna áforma um breytingu á svæðisskipulagi. Breytingin felst í nýjum byggðarreit austan Grafarholts við Reynisvatnsás, sem skv. gildandi svæðisskipulagi er í jaðri Græna Trefilsins. Stærð reitsins er um 10 ha og er áformað að reisa á honum 130 - 150 íbúðir. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði 18. janúar 2007.Frestað.
14. Kvíslartunga 46, umsókn um byggingarleyfi200701287
Högni Jónsson sækir með bréfi dags. 29.01.2007 um leyfi til að stækka aukaíbúð um 8 fermetra m.v. þá stærð sem deiliskipulagsskilmálar kveða á um (60 m2).
Högni Jónsson sækir með bréfi dags. 29.01.2007 um leyfi til að stækka aukaíbúð um 8 fermetra m.v. þá stærð sem deiliskipulagsskilmálar kveða á um (60 m2).Frestað.
15. Kvíslartunga 118,umsókn um stækkun á byggingarreit200702006
Kjartan Jón Bjarnason sækir með bréfi dags. 1. febrúar 2007 um stækkun á byggingarreit skv. meðf. uppdráttum Arnar Sigurðssonar arkitekts.
Kjartan Jón Bjarnason sækir með bréfi dags. 1. febrúar 2007 um stækkun á byggingarreit skv. meðf. uppdráttum Arnar Sigurðssonar arkitekts.Frestað.
16. Helgafellsbyggð, ums. um framkvæmdaleyfi 1. verkáfanga200612050
Á fundinn kom Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri og gerði grein fyrir samskiptum við Umhverfisstofnun vegna ummæla lögfræðings stofnunarinnar í fjölmiðlum, þess efnis að Mosfellsbær hefði brotið lög með því að leita ekki umsagnar stofnunarinnar í tengslum við veitingu framkvæmdaleyfis fyrir tengibraut í Helgafellslandi.Það er sameiginleg niðurstaða Umhverfisstofnunar og Mosfellsbæjar að aðferðafræði Mosfellsbæjar í þessu máli hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur.