Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. apríl 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

    Tillaga að svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 var auglýst skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga þann 12. desembar 2014 með athugasemdafresti til 2. febrúar 2014. 43 athugasemdir við tillöguna bárust. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl 2015 að senda tillögu að nýju svæðisskipulagi og umhverfismati ásamt breytingartillögum og umsögnum um innkomnar athugasemdir til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.

    Skipu­lags­nefnd legg­ur til við bæj­ar­stjórn að hún sam­þykki til­lögu að svæð­is­skipu­lagi svo breytta ásamt um­sögn­um um at­huga­semd­ir, sbr. 2. mgr. 25. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um um­hverf­is­mat áætl­ana nr. 105/2006.

    • 2. Litlikriki 3-5, fyr­ir­spurn um þrjár íbúð­ir í stað tveggja.201503299

      Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 387 fundi.

      Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna til­lög­una skv. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.
      Dóra Lind vék af fundi und­ir þess­um lið.

      • 3. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi200701150

        Á fundinn mætti Hulda S Gústafsdóttir frá Landslagi og kynnti tillögu að endurskoðun deiliskipulags hesthúsahverfis og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum.

        Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að óska eft­ur um­sögn Um­hverf­is­stofn­un­ar um fyr­ir­hug­að deili­skipu­lag.

        • 4. Lóð fyr­ir fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur við Æð­ar­höfða, breyt­ing á deili­skipu­lagi 2015201503051

          Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.

          Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una sbr. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar.

          • 5. Mið­bæj­ar­skipu­lag, breyt­ing við Þver­holt vegna leigu­íbúða.201501813

            Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.

            Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una sbr. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar.

            • 6. Til­laga Sam­sons Bjarn­ars Harð­ar­son­ar um "grænt skipu­lag" fyr­ir Mos­fells­bæ.201502411

              Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um hugsanlega gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.

              Sam­son lagði fram og kynnti ýmis gögn varð­andi grænt skipu­lag. Skipu­lags­nefnd ósk­ar eft­ir að garð­yrkju­deild Mos­fells­bæj­ar taki sam­an upp­lýs­ing­ar sem varða grænt skipu­lag.

              • 7. Dals­bú, Helga­dal; er­indi um breyt­ingu á deili­skipu­lagi201504220

                Þórmóður Sveinsson arkitekt leggur 20.04.2015 f.h. landeiganda fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits á lóð íbúðarhúss við Dalsbú, m.a. til þess að unnt verði að reisa þar gróðurhús.

                Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að grennd­arkynna til­lög­una sbr. 2. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga.

                • 8. Hlíð­ar­tún 2 og 2a, fyr­ir­spurn um smá­hýsi og par­hús.201504083

                  Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur 5.04.2015 f.h. lóðareiganda fram fyrirspurn í tvennu lagi: Annars vegar um það hvort fallist yrði á að leyfa byggingu þriggja 18 m2 "smáhýsa" til skammtíma útleigu á lóðinni Hlíðartún 2. Hins vegar um breytta aðkomu að Hlíðartúni 2a og byggingu parhúss í stað einbýlishúss sem þar hefur verið gert ráð fyrir. Erindinu fylgja teikningar.

                  Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir hug­mynd­um um smá­hýsi en fel­ur skipu­lags­full­trúa að afla frek­ari upp­lýs­inga frá um­sækj­anda um hug­mynd­ir um par­hús.

                  • 9. Reykja­veg­ur 62, fyr­ir­spurn um 3 rað­hús201503559

                    Lagt fram að nýju, sbr. bókun á fundi 388, erindi Vigfúsar Halldórssonar f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur þar sem spurst er fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.

                    Nefnd­in er já­kvæð gagn­vart því að lóð­in verði skipu­lögð fyr­ir þriggja íbúða einn­ar hæð­ar rað­hús, enda verði henni skipt upp í þrjár lóð­ir og bygg­ing­ar­reit­ur af­mark­að­ur þann­ig að hús­ið falli eðli­lega inn í húsalín­una við göt­una.

                    • 10. Grunn­skóli v/Æð­ar­höfða og bíla­stæði golf­vall­ar, deili­skipu­lag201504234

                      Lögð fram drög Sigurðar Einarssonar arkitekts að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag sem á að fjalla um lóð fyrir nýjan grunnskóla við Æðarhöfða og nýja aðkomuleið og bílastæði vestan Þrastarhöfða fyrir golfvöllinn (Hlíðarvöll).

                      Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að leita um­sagna um lýs­ing­una og kynna hana fyr­ir al­menn­ingi sbr. 40. gr. skipu­lagslaga.

                      • 11. Er­indi Sýslu­manns vegna um­sókn­ar um nýtt rekstr­ar­leyfi fyr­ir Hlé­garð201504162

                        Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar 15.04.2015 eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir veitingastað í Hlégarði. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.

                        Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd við veit­ingu rekstr­ar­leyf­is fyr­ir Hlé­garð.

                        • 12. Efri Hvoll - Um­sókn um stöðu­leyfi f. að­stöð­ugám fyr­ir bíl­stjóra Strætós á lóð OR.201504176

                          Sótt hefur verið fh. Mosfellsbæjar um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.

                          Frestað.

                          • 13. Bakka­sel í Ell­iða­kotslandi l.nr. 125226 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201504159

                            Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, sbr. meðfylgjandi athugasemdir hans.

                            Frestað.

                            • 14. Leir­vogstunga 15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201504038

                              Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu.

                              Frestað.

                              Fundargerðir til kynningar

                              • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 263201504013F

                                Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                                Fund­ar­gerð af­greiðslufund­ar lögð fram til kynn­ing­ar

                                • 15.1. Efri Hvoll 125445 - Um­sókn um stöðu­leyfi. 201504176

                                  Lára Gunn­ars­dótt­ir fh. Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um stöðu­leyfi fyr­ir að­stöð­ugám vagn­stjóra Strætó á lóð Orku­veit­unn­ar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                  Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki OR vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stað­setn­ing­ar gáms­ins.
                                  Stærð gáms­ins er 600 x 245 cm.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram til kynn­ing­ar á 389. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                • 15.2. Í Ell­iða­kotslandi Brú, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201411054

                                  Datca ehf Fléttu­völl­um 35 Hafnar­firði sæk­ir um leyfi til að byggja / end­ur­byggja sum­ar­bú­stað úr for­steypt­um ein­ing­um á lóð nr. 125216 í landi Ell­iða­kots í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                  Á fundi skipu­lags­nefnd­ar 4. fe­brú­ar 2015 var sam­þykkt eft­ir­far­andi bók­un vegna um­fjöll­un­ar henn­ar um mál­ið.
                                  "Nefnd­in sam­þykk­ir fram­lögð drög að svör­um og sam­þykk­ir jafn­framt að hún ger­ir ekki at­huga­semd­ir við að bygg­ing­ar­full­trúi veiti bygg­ing­ar­leyfi skv. fyr­ir­liggj­andi um­sókn þeg­ar hann tel­ur hönn­un­ar­gögn vera orð­in full­nægj­andi".
                                  Stærð bú­staðs: 133,2 m2, 693,5 m3.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram til kynn­ing­ar á 389. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                • 15.3. Leir­vogstunga 15, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504038

                                  Bjarni S. Guð­munds­son Leir­vogstungu 15 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að breyta notk­un bíl­geymslu að Leir­vogstungu 15 í vinnu­stofu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                  Stærð­ir húss og bíl­geymslu breyt­ast ekki.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram til kynn­ing­ar á 389. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                • 15.4. Tjarn­ar­sel lnr. 125163, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201406267

                                  Ingi­björg Magnús­dótt­ir Vall­ar­ási 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits- stærð­ar- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á sum­ar­bú­stað úr timbri og stein­steypu í landi Mið­dals, lnr. 125163 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                  Sam­kvæmt ákvæð­um deili­skipu­lags er heim­ilt að byggja 110 m2 bú­stað og 20 m2 geymslu­hús á lóð­inni.
                                  Áð­ur­sam­þykkt­ur bú­stað­ur 62,2 m2 265,7 m3.
                                  Stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu 105,6 m2 625,3 m3.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram til kynn­ing­ar á 389. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                • 15.5. Uglugata 48-50 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201503548

                                  Ah. verk­tak­ar ehf Vesturási 48 Reykja­vík sækja um leyfi fyr­ir út­lits- og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um í hús­inu á lóð­inni nr. 48 - 50 við Uglu­götu í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
                                  Heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram til kynn­ing­ar á 389. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                • 16. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 264201504023F

                                  Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar

                                  Fund­ar­gerð af­greiðslufund­ar lögð fram til kynn­ing­ar.

                                  • 16.1. Bakka­sel í Ell­iða­kotslandi l.nr. 125226 - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504159

                                    Há­kon Árna­son sæk­ir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frí­stunda­hús skv. meðf. teikn­ing­um á leigu­lóð úr landi Ell­iða­kots.

                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                    Lagt fram til kynn­ing­ar á 389. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                  • 16.2. Brú í Ell­iða­kotslandi - Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201504250

                                    Kon­ráð Magnús­son Fléttu­völl­um 35 fh. Datca ehf sæk­ir um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir breyttri stærð á áð­ur­sam­þykkt­um sum­ar­bú­stað úr for­steypt­um ein­ing­um á lóð nr 125216 í Ell­iða­kotslandi í sam­ræmi við fram­lögð gögn en stærð bú­stað­ar­ins var við um­fjöllun skipu­lags­nefnd­ar og í grennd­arkynnt­um gögn­um 129,3 m2.
                                    Stærð bú­staðs eft­ir breyt­ingu er 129,3 m2, 675,0 m3.
                                    Áður sam­þykkt­ir upp­drætt­ir falli úr gildi.

                                    Niðurstaða þessa fundar:

                                    Lagt fram til kynn­ing­ar á 389. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                  Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.