28. apríl 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Tillaga að svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðisins 2015-2040 var auglýst skv. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga þann 12. desembar 2014 með athugasemdafresti til 2. febrúar 2014. 43 athugasemdir við tillöguna bárust. Svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl 2015 að senda tillögu að nýju svæðisskipulagi og umhverfismati ásamt breytingartillögum og umsögnum um innkomnar athugasemdir til aðildarsveitarfélaganna til afgreiðslu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að svæðisskipulagi svo breytta ásamt umsögnum um athugasemdir, sbr. 2. mgr. 25. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
2. Litlikriki 3-5, fyrirspurn um þrjár íbúðir í stað tveggja.201503299
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 387 fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
Dóra Lind vék af fundi undir þessum lið.3. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Á fundinn mætti Hulda S Gústafsdóttir frá Landslagi og kynnti tillögu að endurskoðun deiliskipulags hesthúsahverfis og hestaíþróttasvæðis á Varmárbökkum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að óska eftur umsögn Umhverfisstofnunar um fyrirhugað deiliskipulag.
4. Lóð fyrir færanlegar kennslustofur við Æðarhöfða, breyting á deiliskipulagi 2015201503051
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
5. Miðbæjarskipulag, breyting við Þverholt vegna leiguíbúða.201501813
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga þann 12. mars 2015 með athugasemdafresti til 24. apríl 2015. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir tillöguna sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
6. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ.201502411
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um hugsanlega gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.
Samson lagði fram og kynnti ýmis gögn varðandi grænt skipulag. Skipulagsnefnd óskar eftir að garðyrkjudeild Mosfellsbæjar taki saman upplýsingar sem varða grænt skipulag.
7. Dalsbú, Helgadal; erindi um breytingu á deiliskipulagi201504220
Þórmóður Sveinsson arkitekt leggur 20.04.2015 f.h. landeiganda fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi, þar sem gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits á lóð íbúðarhúss við Dalsbú, m.a. til þess að unnt verði að reisa þar gróðurhús.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
8. Hlíðartún 2 og 2a, fyrirspurn um smáhýsi og parhús.201504083
Stefán Þ Ingólfsson arkitekt leggur 5.04.2015 f.h. lóðareiganda fram fyrirspurn í tvennu lagi: Annars vegar um það hvort fallist yrði á að leyfa byggingu þriggja 18 m2 "smáhýsa" til skammtíma útleigu á lóðinni Hlíðartún 2. Hins vegar um breytta aðkomu að Hlíðartúni 2a og byggingu parhúss í stað einbýlishúss sem þar hefur verið gert ráð fyrir. Erindinu fylgja teikningar.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir hugmyndum um smáhýsi en felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga frá umsækjanda um hugmyndir um parhús.
9. Reykjavegur 62, fyrirspurn um 3 raðhús201503559
Lagt fram að nýju, sbr. bókun á fundi 388, erindi Vigfúsar Halldórssonar f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur þar sem spurst er fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
Nefndin er jákvæð gagnvart því að lóðin verði skipulögð fyrir þriggja íbúða einnar hæðar raðhús, enda verði henni skipt upp í þrjár lóðir og byggingarreitur afmarkaður þannig að húsið falli eðlilega inn í húsalínuna við götuna.
10. Grunnskóli v/Æðarhöfða og bílastæði golfvallar, deiliskipulag201504234
Lögð fram drög Sigurðar Einarssonar arkitekts að verkefnislýsingu fyrir deiliskipulag sem á að fjalla um lóð fyrir nýjan grunnskóla við Æðarhöfða og nýja aðkomuleið og bílastæði vestan Þrastarhöfða fyrir golfvöllinn (Hlíðarvöll).
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að leita umsagna um lýsinguna og kynna hana fyrir almenningi sbr. 40. gr. skipulagslaga.
11. Erindi Sýslumanns vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi fyrir Hlégarð201504162
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu óskar 15.04.2015 eftir umsögn Mosfellsbæjar vegna umsóknar um rekstarleyfi fyrir veitingastað í Hlégarði. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfis fyrir Hlégarð.
12. Efri Hvoll - Umsókn um stöðuleyfi f. aðstöðugám fyrir bílstjóra Strætós á lóð OR.201504176
Sótt hefur verið fh. Mosfellsbæjar um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið.
Frestað.
13. Bakkasel í Elliðakotslandi l.nr. 125226 - Umsókn um byggingarleyfi201504159
Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, sbr. meðfylgjandi athugasemdir hans.
Frestað.
14. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ hefur sótt um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á erindinu.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 263201504013F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram til kynningar
15.1. Efri Hvoll 125445 - Umsókn um stöðuleyfi. 201504176
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um stöðuleyfi fyrir aðstöðugám vagnstjóra Strætó á lóð Orkuveitunnar í landi Efra-Hvols lnr. 125445 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki OR vegna fyrirhugaðrar staðsetningar gámsins.
Stærð gámsins er 600 x 245 cm.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 389. fundi skipulagsnefndar.
15.2. Í Elliðakotslandi Brú, umsókn um byggingarleyfi 201411054
Datca ehf Fléttuvöllum 35 Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja / endurbyggja sumarbústað úr forsteyptum einingum á lóð nr. 125216 í landi Elliðakots í samræmi við framlögð gögn.
Á fundi skipulagsnefndar 4. febrúar 2015 var samþykkt eftirfarandi bókun vegna umfjöllunar hennar um málið.
"Nefndin samþykkir framlögð drög að svörum og samþykkir jafnframt að hún gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi veiti byggingarleyfi skv. fyrirliggjandi umsókn þegar hann telur hönnunargögn vera orðin fullnægjandi".
Stærð bústaðs: 133,2 m2, 693,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 389. fundi skipulagsnefndar.
15.3. Leirvogstunga 15, umsókn um byggingarleyfi 201504038
Bjarni S. Guðmundsson Leirvogstungu 15 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu að Leirvogstungu 15 í vinnustofu í samræmi við framlögð gögn.
Stærðir húss og bílgeymslu breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 389. fundi skipulagsnefndar.
15.4. Tjarnarsel lnr. 125163, umsókn um byggingarleyfi 201406267
Ingibjörg Magnúsdóttir Vallarási 2 Reykjavík sækir um leyfi fyrir útlits- stærðar- og fyrirkomulagsbreytingum á sumarbústað úr timbri og steinsteypu í landi Miðdals, lnr. 125163 samkvæmt framlögðum gögnum.
Samkvæmt ákvæðum deiliskipulags er heimilt að byggja 110 m2 bústað og 20 m2 geymsluhús á lóðinni.
Áðursamþykktur bústaður 62,2 m2 265,7 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 105,6 m2 625,3 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 389. fundi skipulagsnefndar.
15.5. Uglugata 48-50 - Umsókn um byggingarleyfi 201503548
Ah. verktakar ehf Vesturási 48 Reykjavík sækja um leyfi fyrir útlits- og fyrirkomulagsbreytingum í húsinu á lóðinni nr. 48 - 50 við Uglugötu í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 389. fundi skipulagsnefndar.
16. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 264201504023F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar
Fundargerð afgreiðslufundar lögð fram til kynningar.
16.1. Bakkasel í Elliðakotslandi l.nr. 125226 - Umsókn um byggingarleyfi 201504159
Hákon Árnason sækir 13.04.2015 um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús skv. meðf. teikningum á leigulóð úr landi Elliðakots.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 389. fundi skipulagsnefndar.
16.2. Brú í Elliðakotslandi - Umsókn um byggingarleyfi 201504250
Konráð Magnússon Fléttuvöllum 35 fh. Datca ehf sækir um byggingarleyfi fyrir breyttri stærð á áðursamþykktum sumarbústað úr forsteyptum einingum á lóð nr 125216 í Elliðakotslandi í samræmi við framlögð gögn en stærð bústaðarins var við umfjöllun skipulagsnefndar og í grenndarkynntum gögnum 129,3 m2.
Stærð bústaðs eftir breytingu er 129,3 m2, 675,0 m3.
Áður samþykktir uppdrættir falli úr gildi.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 389. fundi skipulagsnefndar.