14. apríl 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
- Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
- Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
- Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
- Hilmar Stefánsson (HS) 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Skipulagsnefndin vísaði 3. mars 2015 tillögu Hestamannafélagsins um reiðleið við friðlýst svæði meðfram hesthúsahverfinu að vestan og við hverfisverndarsvæði meðfram því að austan, til umhverfisnefndar til umsagnar. Lögð fram umsögn umhverfisnefndar um málið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa áframhaldandi vinnu við málið.
Almenn erindi
2. Tjón vegna óveðurs 14. mars 2015201503370
Bæjarráð samþykkti á 1204. fundi að senda samantekt vegna tjóns af völdum óveðurs þann 14. mars 2015 til skipulagsnefndar til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
3. Undirgöng við Hlíðartún, umsókn um framkvæmdaleyfi201503528
Óskar Gísli Sveinsson deildarstjóri sækir 25. mars 2015 f.h. Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi fyrir gerð undirganga undir Vesturlandsveg við Aðaltún og tengdum framkvæmdum, skv. meðfylgjandi teikningum Kanon arkitekta, VSÓ Ráðgjafar og Landmótunar.
Samþykkt, skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfið.
4. Vefarastræti 15-19, Gerplustræti 16-24, erindi um breytingu á deiliskipulagi201502401
Örn Kjærnested f.h. byggingarfélagsins Bakka óskar eftir breytingum á deiliskipulagi þannig að fyrri breytingar varðandi torg og bílastæði norðan lóðanna verði látnar ganga til baka, og að sett verði bílastæði ofan á hluta af bílakjallara á milli húsanna. Lögð fram endurskoðuð tillaga sbr. bókun á 387. fundi.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum gegn einu að fela skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga fyrir næstu nágrönnum norðan og austan lóðanna.
Bókun fulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna Vefarastrætis 15-19 og Gerplustrætis 16-24: Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar lýsir sig ákaflega mótfallinn framlagðri breytingu á deiliskipulagi þessarar sameiginlegu lóðar húsanna. Tillagan sýnir færslu alls 34 bílastæða inná grænan hluta lóðarinnar og spillir verulega möguleikum íbúanna af notkun hennar til útivistar og næðis. Breytingin mun valda hávaða, ónæði og ólofti og er algerlega á skjön við hugmyndina bak við upprunalegt deiliskipulag lóðarinnar.
Fulltrúi Samfylkingarinnar vísar í fyrri bókun sína og lýsir sig mótfallinn deiliskipulagsbreytingu með bílastæði inni í húsagarði sem rýrir gæði íbúða og lóðar.
5. Háholt 13-15, fyrirspurn um viðbyggingu201501582
Lagður fram tillöguuppdráttur Odds Víðissonar arkitekts f.h. Festis Fasteigna ehf. að stækkun byggingarreits á deiliskipulagi, sbr. bókun nefndarinnar á 385. fundi.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna með breytingum í samræmi við umræður á fundinum.
6. Ástu Sólliljugata 30-32, fyrirspurn um 3 raðhús201504048
Ásgeir Ásgeirsson hjá T.ark teiknistofu spyrst þann 27.03.2015 f.h. lóðarhafa Háholts ehf fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að breyta skilmálum þannig að heimilt verði að byggja á lóðinni þriggja íbúða raðhús í stað parhúss.
Skipulagsnefnd er jákvæð fyrir umsókninni og felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
7. Uglugata 2-22, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201411038
Lögð fram endurskoðuð tillaga Stefáns Hallssonar f.h. lóðarhafa að 8 tveggja hæða raðhúsum og 7 íbúða tveggja hæða fjölbýlishúsi á lóðinni, sbr. bókun á 383. fundi og fyrri umfjallanir.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjendur í samræmi við umræður á fundinum.
8. Reykjavegur 62, fyrirspurn um 3 raðhús201503559
Vigfús Halldórsson f.h. Ástu Maríu Guðbergsdóttur spyrst fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að á lóðinni verði gert ráð fyrir þriggja íbúða raðhúsi sbr. meðfylgjandi tillöguteikningar.
SBH vék af fundi.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa nánari skoðun á málinu.9. Tillaga Samsons Bjarnars Harðarsonar um "grænt skipulag" fyrir Mosfellsbæ.201502411
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um hugsanlega gerð græns skipulags fyrir Mosfellsbæ.
Frestað.
10. Umsagnarbeiðni sýslumanns vegna umsóknar um endurnýjun rekstarleyfis201503565
Lögð fram umsagnarbeiðni sýslumanns dags. 30.3.2015 vegna endurnýjunar á rekstarleyfi heimagistingar að Bæjarási 5. Vísað til nefndarinnar til umsagnar og afgreiðslu af bæjarráði.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við endurnýjun rekstrarleyfis.
Fundargerðir til kynningar
11. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 262201503027F
.
Lagt fram til kynningar.
11.1. Bakkasel/Elliðakotsland 125226, umsókn um byggingarleyfi 201502379
Hákon Árnason Láglandi 2 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja 88 m2 frístundahús úr timbri á lóð nr. 125226 í landi Elliðakots í stað núverandi 20,8 m2 frístundahúss.
Á 260. afgreiðslufundi byggingafulltrúa var óskað eftir afstöðu skipulagsnefndar hvort til álita kæmi að leyfa umbeðnar framkvæmdir.
Á fundi skipulagsnefndar 5. mars 2015 var fjallað um erindið og gerð var eftirfarandi bókun.
"Skipulagsnefnd hafnar erindinu vegna ófullnægjandi gagna".Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.2. Dalsbú - umsókn um byggingarleyfi handrið á þró 201503329
Guðrún Helga Skowronski Dalsbúi Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja öryggishandrið úr timbri og möskvaneti á núverandi haugþró að Dalsbúi í samræmi við framlögð gögn.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.3. Laxatunga 72-80, umsókn um byggingarleyfi 201503288
Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 72-80 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 72: íbúðarrými 126,7 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,8 m2, samtals 719,4 m3.
Stærð húss nr. 74: íbúðarrými 126,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,5 m2, samtals 718,5 m3.
Stærð húss nr. 76: íbúðarrými 126,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,5 m2, samtals 718,5 m3.
Stærð húss nr. 78: íbúðarrými 126,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,5 m2, samtals 718,5 m3.
Stærð húss nr. 80: íbúðarrými 126,6 m2, bílgeymsla/ geymsla 33,4 m2, samtals 717,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.4. Laxatunga 205-207, umsókn um byggingarleyfi 201503292
Morgan ehf Baugakór 4 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum parhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 205 og 207 við Laxatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 205: Íbúðarrými 158,4 m2, bílgeymsla 25,0 m2, samtals 661,2 m3.
Stærð húss nr. 207: Íbúðarrými 158,4 m2, bílgeymsla 25,0 m2, samtals 661,2 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.5. Uglugata 27-29, umsókn um byggingarleyfi 201503351
SVS fjárfestingar ehf Góðakri 5 Garðabæ sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu parhús með innbyggðum bílgeymslum að lóðunum nr. 27 og 29 við Uglugötu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð húss nr. 27: Íbúðarrými 127,4 m2, bílgeymsla 31,1 m2, samtals 639,0 m3.
Stærð húss nr. 31: Íbúðarrými 127,4 m2, bílgeymsla 31,1 m2, samtals 639,0 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.6. Vogatunga 70-76, Umsókn um byggingarleyfi 201503293
Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 70 - 76 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 70: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,6 m2, samtals 685,1 m3.
Stærð húss nr. 72: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 685,1 m3.
Stærð húss nr. 74: íbúðarrými 125,8 m2, bílgeymsla 27,6 m2, samtals 684,4 m3.
Stærð húss nr. 76: íbúðarrými 125,4 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 684,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.7. Vogatunga 78-82, umsókn um byggingarleyfi 201503291
Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 78 - 82 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 78: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 685,1 m3.
Stærð húss nr. 80: íbúðarrými 125,6 m2, bílgeymsla 27,6 m2, samtals 684,4 m3.
Stærð húss nr. 82: íbúðarrými 125,4 m2, bílgeymsla 27,8 m2, samtals 684,4 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.8. Vogatunga 84-88, umsókn um byggingarleyfi 201501739
Morgan ehf Baugakór 4 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 84, 86 og 88 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 84: Íbúðarrými 129,4 m2, bílgeymsla/ geymsla 31,7 m2, samtals 654,0 m3.
Stærð húss nr. 86: Íbúðarrými 131,9 m2, bílgeymsla/ geymsla 28,8 m2, samtals 653,7 m3.
Stærð húss nr. 88: Íbúðarrými 129,2 m2, bílgeymsla/ geymsla 31,5 m2, samtals 653,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.9. Vogatunga 90-94, umsókn um byggingarleyfi 201503290
Húsbyggingar ehf Háholti 14 Mosfellsbæ sækja um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðunum nr. 90-94 við Vogatungu í samræmi við framlögð gögn.
Stærð húss nr. 90: íbúðarrými 140,2 m2, bílgeymsla 23,0 m2, samtals 709,5 m3.
Stærð húss nr. 92: íbúðarrými 140,4 m2, bílgeymsla 22,8 m2, samtals 709,5 m3.
Stærð húss nr. 94: íbúðarrými 140,2 m2, bílgeymsla 22,8 m2, samtals 708,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.
11.10. Þverholt 2 - Lyf og Heilsa - umsókn um byggingarleyfi 201503431
Lyf og heilsa Síðumúla 20 Reykjavík sækja um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á rýmum 08 og 09 á fyrstu hæð þverholts 2 í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir hússins breytast ekki.
Fyrir liggur skriflegt samþykki eigenda hússins.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar á 388. fundi skipulagsnefndar.