4. júní 2014 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Karl Tómasson Forseti
- Hafsteinn Pálsson (HP) 1. varaforseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 2. varaforseti
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) aðalmaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Þórður Björn Sigurðsson 1. varabæjarfulltrúi
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1166201405014F
Fundargerð 1166. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 628. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Ósk um umsögn að tillögu að starfsleyfi fyrir Sorpu bs. 201304249
Minnisblað umhverfissviðs Mosfellsbæjar vegna nýs starfsleyfis fyrir urðunarstað SORPU bs. í Álfsnesi lagt fyrir bæjarráð. Áætlaður er kynningarfundur í Listasal þann 27. maí næstkomandi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1166. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.2. Lýðræðisstefna Mosfellsbæjar 201206254
Lögð fram greinargerð Lýðræðisstefnu vegna 2013.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1166. fundar bæjarráðs lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
1.3. Nýr skóli við Æðarhöfða 201403051
Óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að viðhafa verðkönnun og útboð vegna jarðvinnu sem og flutning skólastofa frá skólalóð Lágafellsskóla á lóð við Æðarhöfða.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1166. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.4. Erindi Skúla Thorarensen varðandi lögheimili að Laut 201404103
Skúli Thorarensen óskar eftir því að fá að skrá lögheimili sitt að Laut í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1166. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
1.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál 201405156
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um opinber fjármál, 508. mál.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1166. fundar bæjarráðs lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1167201405019F
Fundargerð 1167. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 628. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Tunguvegur - Skeiðholt 201212187
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 2. áfanga Tunguvegar ásamt hringtorgi á mótum Skeiðholts og Þverholts.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.2. Endurgerð lóðar við Lágafellsskóla 201311298
Óskað er heimildar bæjarráðs til að bjóða út endurgerð lóðar við Lágafellsskóla.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.3. Endurgerð lóðar við Varmárskóla 201405291
Óskað er heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út 1. áfanga lóðar við Varmárskóla skv. meðfylgjandi uppdráttum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.4. Erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um hreinsun ofanvatns í Mosfellsbæ 201403460
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis þar sem eftirlitið hvetur til þess að Mosfellsbær láti kortleggja þá staði sem æskilegt er að hreinsa ofanvatn frá íbúðar og iðnaðarhverfum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.5. Erindi Snarks ehf varðandi gerð tónlistarmyndbands 201405018
Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs um erindi Snarks ehf varðandi gerð tónlistarmyndbands sem hefur það að markmiði að auka umhverfisvitund ungs fólks á aldrinum 15-25 ára og auka áhuga þeirra á flokkun og endurvinnslu á sorpi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.6. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi lýsingu á reiðleið 201405260
Erindi Hestamannafélagsins Harðar þar sem óskað er eftir því að sett verði upp lýsingu á reiðleið við Leiruvog.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
2.7. Atvinnuátak 201405281
Atvinnuátak þar sem tiltekinn fjöldi atvinnulausra einstaklinga fær boð um starfstengd úrræði í þrjá mánuði.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1167. fundar bæjarráðs samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 369201405016F
Fundargerð 369. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 628. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Krikahverfi, deiliskipulagsbreytingar 2012 201210297
Gerð var grein fyrir samráði við íbúa um breytingar á hverfistorgi, sem eru einn þáttur í nokkrum deiliskipulagsbreytingum í Krikahverfi, sem undirbúnar hafa verið.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
3.2. Málalisti skipulagsnefndar 201303075
Lagt fram uppfært yfirlit yfir stöðu mála á sviði skipulagsnefndar, sbr. bókun á 368. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
3.3. Gerplustræti 31-37, erindi um deiliskipulagsbreytingu 201405094
Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um eina og að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar, sbr. meðf. teikningar. Frestað á 368. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.4. Vefarastræti 1-5, erindi um deiliskipulagsbreytingu 201405095
Með bréfi mótt. 7. maí 2014 óskar Óli Páll Snorrason f.h. Grafarholts ehf. eftir heimild til að gera tillögu að breytingum á deiliskipulagi, þannig að byggingarreitur minnki, íbúðum fjölgi um þrjár að öll bílastæði á lóð verði ofanjarðar og að stærri hluti svala megi ganga 1,5 m út fyrir bundna byggingarlínu, sbr. meðf. teikningar. Frestað á 368. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.5. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi 200701150
Upprifjun á stöðu málsins, en í mars 2010 lágu fyrir meðf. drög að "þéttingu" byggðar í hverfinu, sem send voru Hestamannafélaginu til umsagnar. Einnig lögð fram uppfærð drög að tillögu dags. í apríl 2014. Frestað á 368. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
3.6. Egilsmói 5, umsókn um byggingarleyfi 201405023
Maríanna Gunnarsdóttir Egilsmóa 5 (Brávöllum) sækir um leyfi til að breyta notkun bílgeymslu í íbúðarrými og stækka íbúðarhúsið að Egilsmóa 5 samkvæmt framlögðum gögnum. Byggingarfulltrúi vísar erindinu til meðferðar hjá skipulagsnefnd með vísan til 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga. Frestað á 368. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.7. Reykjadalur 2, umsókn um byggingarleyfi 201405076
Bára Sigurðardóttir Engjavegi 3 Mosfellsbæ, sækir um leyfi til að stækka íbúðarhúsið í Reykjadal 2 samkvæmt framlögðum gögnum. Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir lóðina. Byggingarfulltrúi óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um erindið, þar sem teikningarnar gera ráð fyrir tveimur íbúðum. Frestað á 368. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.8. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu 201305136
Lagt fram viðbótarerindi Finns Inga Hermannssonar dags. 19.5.2014 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir parhúsum á tveimur lóðanna í stað einbýlishúsa.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.9. Æðarhöfði 2, fyrirspurn um byggingarleyfi 201405258
Fyrirspurn Batterísins arkitekta um byggingarleyfi fyrir 5 færanlegum kennslustofum á lóðinni skv. meðfylgjandi gögnum. Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu nefndarinnar til þess hvort byggingaráformin geti fallið undir 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga um óveruleg frávik frá skipulagi, en stofurnar fara út fyrir byggingarreit gildandi deiliskipulags.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.10. Skuld 124367, umsókn um byggingarleyfi 201405257
Tekið fyrir erindi Guðrúnar Jónsdóttur þar sem spurst er fyrir um leyfi til að breyta bílskúr við íbúðarhúsið Skuld í íbúðarhúsnæði. Byggingarfulltrúi óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar til erindisins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.11. Helgafellshverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Vefarastræti 201401642
Lögð fram ný og breytt tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 628. fundi bæjarstjórnar með sjö atkvæðum.
3.12. Laxnes 1, deiliskipulag reiðleiðar og akvegar. 201206187
Málið tekið til umfjöllunar að beiðni Jóhannesar B Eðvarðssonar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 369. fundar skipulagsnefndar lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
Fundargerðir til kynningar
4. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 245201405017F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Afgreiðsla 245. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Desjamýri 7, umsókn um byggingarleyfi 201403427
Oddsmýri ehf. Réttarhvoli 11 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja þrjú geymsluhús úr timbri á lóðinni nr. 7 við Desjamýri í samræmi við framlögð gögn.
Stærð: Matshluti 01, 1405,9 m2, 4673,6 m3,
matshluti 02, 1403,9 m2, 4670,0 m3,
matshluti 03, 881,0 m2, 3354,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 245. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 628. fundi bæjarstjórnar.
4.2. Laxatunga 65, umsókn um byggingarleyfi 201404364
Viktor Kristmannsson Þingholtsbraut 15 Kópavogi sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús með bílgeymslu og aukaíbúð á lóðinni nr. 65 við Laxatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð: Neðri hæð, aukaíbúð 61,1 m2, aðalíbúð 103,0 m2
efri hæð, íbúð 120,2 m2, bílgeymsla 43,9 m2, samtals 978,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 245. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 628. fundi bæjarstjórnar.
4.3. Svöluhöfði 24, umsókn um byggingarleyfi 201405233
Jóhannes Þorkelsson Svöluhöfða 24 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að stækka úr timbri sólstofu við húsið nr. 24 við Svöluhöfða samkvæmt framlögðum gögnum.
Stækkun sólstofu 9,7 m2, 37,5 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 245. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 628. fundi bæjarstjórnar.
4.4. Æðarhöfði 2, fyrirspurn um byggingarleyfi 201405258
Fyrirspurn Batterísins arkitekta fh. Mosfellsbæjar um byggingarleyfi fyrir 5 færanlegar kennslustofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 2 við Æðarhöfða.
Stofurnar fara lítillega út fyrir byggingarreit gildandi deiliskipulags og er óskað eftir því að frávik sé talið óverulegt sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 245. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 628. fundi bæjarstjórnar.
5. Fundargerð 10. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis201405337
.
Fundargerð 10. fundar Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis frá 26. maí 2014 lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
6. Fundargerð 132. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201405194
.
Fundargerð 132. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16. maí 2014 lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
7. Fundargerð 336. fundar Sorpu bs.201405320
.
Fundargerð 336. fundar Sorpu bs. frá 26. maí 2014 lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
8. Fundargerð 47. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201405251
.
Fundargerð 47. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 2. maí 2014 lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 48. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins201405340
.
Fundargerð 48. fundar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 26. maí 2014 lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.
10. Fundargerð 816. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201405250
.
Fundargerð 816. fundar Samband íslenskra sveitarfélaga frá 16. maí 2014 lögð fram á 628. fundi bæjarstjórnar.