Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

9. desember 2015 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) varaformaður
  • Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
  • Dóra Lind Pálmarsdóttir (DLP) aðalmaður
  • Samson Bjarnar Harðarson (SBH) aðalmaður
  • Gunnlaugur Johnson (GJo) áheyrnarfulltrúi
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Gerplustræti 13-23, fyr­ir­spurn um hækk­un húsa og við­bóta­r­í­búð­ir201511049

    Halla Hamar spyrst fyrir hönd lóðarhafa fyrir um möguleika á að breyta deiliskipulagi þannig að húsin nr. 13-23 verði 5 hæða í stað 4-ra, og á fimmtu hæðinni verði ein "lúxusíbúð" í hverju húsi. Með erindinu fylgja teikningar.

    Skipu­lags­nefnd er nei­kvæð fyr­ir fyr­ir­spurn­inni.

  • 2. Há­eyri, ósk um sam­þykkt deili­skipu­lags2015081086

    Gerð var grein fyrir viðræðum við umsækjanda og lögð fram umsögn verkfræðistofunnar Eflu um umferðar- og aðkomumál.

    Nefnd­in heim­il­ar um­sækj­anda að láta vinna og leggja fram end­ur­skoð­aða til­lögu að deili­skipu­lagi út frá því sem fram kem­ur í minn­is­blaði Eflu. Jafn­framt fel­ur nefnd­in um­hverf­is­sviði að skoða mögu­leika á gerð göngu- og hjól­reiða­stígs með­fram Reykjalund­ar­vegi.

  • 3. Reykja­veg­ur 62, fyr­ir­spurn um 3 rað­hús201503559

    Tillaga að deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Athugasemd barst frá Bjarneyju Einarsdóttur og Páli Helgasyni varðandi umferðaröryggi á Reykjavegi.

    Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa gildis­töku deili­skipu­lags­ins. Jafn­framt fel­ur nefnd­in um­hverf­is­sviði að vinna minn­is­blað um um­ferðarör­ygg­is­mál á Reykja­vegi.

  • 4. Gerplustræti 7-11 ósk um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201509466

    Tillaga að breytingum á deiliskipulagi lóðarinnar var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Engin athugasemd barst.

    Nefnd­in sam­þykk­ir til­lög­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa gildis­töku deili­skipu­lags­breyt­ing­ar­inn­ar. Nefnd­in bend­ir þó á að yf­ir­fara þarf hæð­ar­setn­ingu bíla­stæða á skýr­ing­ar­gögn­um.

    • 5. Hestaí­þrótta­svæði Varmár­bökk­um, end­ur­skoð­un deili­skipu­lags200701150

      Tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðisins var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 13.10.2015 með athugasemdafresti til 24.11.2015. Lagðar fram fjórar athugasemdir sem bárust og bókun umhverfisnefndar frá 26.11.2015.

      Nefnd­in vís­ar fram­komn­um at­huga­semd­um til um­sagn­ar skipu­lags­höf­unda.

    • 6. Lok­un Að­al­túns við Vest­ur­landsveg, und­ir­skriftal­isti íbúa201510292

      Lagt fram minnisblað verkfræðistofunnar Eflu um umferðarmál í Hlíðartúnshverfi og hugsanlega lokun tengingar Aðaltúns við Vesturlandsveg.

      Skipu­lags­nefnd fel­ur um­hverf­is­sviði að skoða mögu­leika á lok­un teng­ing­ar Að­al­túns við Vest­ur­landsveg.

    • 7. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

      Framkvæmdastjóri umhverfissviðs gerir grein fyrir stöðu málsins.

      Frestað.

    • 8. Úr landi Mið­dals, lnr. 125337, er­indi um or­lofs­þorp201309070

      Lögð fram endurskoðuð verkefnislýsing fyrir skipulagið, en nauðsynlegt reyndist að endurskoða fyrirliggjandi drög vegna lagabreytinga og með tilliti til þess að breyta þarf aðalskipulagi samhliða deiliskipulaginu.

      Nefnd­in sam­þykk­ir verk­efn­is­lýs­ing­una svo breytta og fel­ur skipu­lags­full­trúa að kynna hana skv. 40 gr. skipu­lagslaga. At­hygli ná­granna verði sér­stak­lega vakin á verk­efn­is­lýs­ing­unni.

    • 9. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

      Lögð fram drög að svörum við athugasemdum sem bárust á auglýsingartíma tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

      Frestað.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.