2. desember 2015 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) Forseti
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) 1. varaforseti
- Bjarki Bjarnason (BBj) 2. varaforseti
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Theódór Kristjánsson (TKr) aðalmaður
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) aðalmaður
- Ólafur Ingi Óskarsson (ÓIÓ) aðalmaður
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður S. Júlíusson
Dagskrá fundar
Fundargerðir til staðfestingar
1. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1236201511019F
Fundargerð 1236. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
1.1. Erindi Freyju Leópoldsdóttur varðandi niðurgreiðslur til leikskóla utan Mosfellsbæjar 201410188
Erindi Freyju Leópoldsdóttur varðandi niðurgreiðslur til leikskóla utan Mosfellsbæjar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1236. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.2. Erindi Karls Pálssonar vegna lóðar við Hafravatn 201509161
Karl Pálsson, sem er með landskika á leigu norðan Hafravatns, hefur óskað eftir að honum verði heimilað að byggja á landinu eða að leigurétturinn verði keyptur af honum. Bæjarráð vísaði erindinu til skipulagsnefndar til umsagnar, umsögn nefndarinnar frá 400. fundi lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1236. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.3. Erindi PwC um staðsetningu þrívíddar Íslandslíkans 201511100
Erindi PwC um um staðsetningu þvívíddar Íslandslíkans
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1236. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.4. Erindi Reykjavíkurborgar um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar 201510358
Reykjavíkurborg óskar eftir að gert verði samkomulag um breytingu á staðarmörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Umsögn lögmanns lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1236. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.5. Malbikunarstöðin Höfði - Seljadalsnáma 201510149
Umsagnir starfsmanna um erindi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. lagðar fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1236. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
1.6. Samhjálp - ósk um niðurfellingu gjalda 201510286
Tillaga bæjarstjóra um styrk á móti gjöldum lögð fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1236. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2. Bæjarráð Mosfellsbæjar - 1237201511027F
Fundargerð 1237. fundar bæjarráðs lögð fram til afgreiðslu á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
2.1. Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um geðheilbrigðismál 201511169
Erindi Alþingis varðandi tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga 201511152
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.3. Gjaldskrá SHS 201511234
Gjaldskrá SHS lögð fram til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.4. Klapparhlíð 1-skemmdir vegna óveðurs 201511173
Ósk um framgang í bæjarstjórn vegna flóðs í bílakjallara.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.5. Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla 201511211
Erindi frá umhverfisnefnd Varmárskóla lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.6. Erindi frá eigendum Álafossvegar 20 201511232
Erindi frá eigendum Álafossvegar 20 lagt fram.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.7. Stígur meðfram Varmá. 201511264
Minnisblað vegna stígs meðfram Varmá lagt fram ásamt myndum.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.8. Erindi Önnu Sigríðar Guðnadóttur um framkvæmdir við Baugshlíð 201511270
Anna Sigríður Guðnadóttir óskar eftir að erindi þetta verði tekið á dagskrá fundarins.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
2.9. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019. 201507096
Ræddar verða breytingar á fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir 2. umræðu vegna nýrrar þjóðhagsspár.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 1237. fundar bæjarráðs samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3. Fræðslunefnd Mosfellsbæjar - 313201511020F
Fundargerð 313. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
3.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 201507096
Fjárhagsáætlun fræðslunefndar lögð fram
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. fundar fræðslunefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.2. Fjöldi barna í mötuneyti og frístund haustið 2015 201510098
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. fundar fræðslunefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.3. Breyting á aðalnámskrá framhaldsskóla 201511055
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. fundar fræðslunefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
3.4. Grunnskólar - kjarasamningar kennara - starfsandi í kjölfar innleiðingar vinnumats. 201511226
Hildur Margrétardóttir hefur óskað eftir að málið verði tekið á dagskrá.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 313. fundar fræðslunefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4. Menningarmálanefnd Mosfellsbæjar - 194201511024F
Fundargerð 194. fundar menningarmálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
4.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 201507096
Fjárhagsáætlun menningar- og vinarbæjarmála lögð fram
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.2. Hlégarður 201404362
Bæjarstjórn samþykkti að reglur um notkun Hlégarðs yrðu endurskoðaðar og skýrðar nánar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.3. Umræður um reglur er varða kaup á listaverkum og uppsetningu þeirra í sveitarfélaginu 201510239
Ósk frá fulltrúa Íbúahreyfingar um mál á dagskrá
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
4.4. Menningarviðburðir á aðventu 2015 201510283
Lagt fram til upplýsinga
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 194. fundar menningarmálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5. Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar - 401201511023F
Fundargerð 401. fundar skipulagsnefndar lögð fram til afgreiðslu á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
5.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019. 201507096
Lagt fram yfirlit með samanburði á fjárhagsáætlun áranna 2015 og 2016 ásamt greinargerð framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun 2016 fór fram í bæjarstjórn 18. nóvember s.l.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 401. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.2. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs 201311089
Framlengdum athugasemdafresti vegna tillögu að breytingum á deiliskipulagi lauk 20. nóvember 2015. Lagðar fram athugasemdir sem bárust frá eftirtöldum: Einari Páli Kjærnested, Marel Snæ Arnarsyni, Steinunni Huldu Theodórsdóttur, Erni Jónssyni, Kristínu Sigurðardóttur f.h. Íbúasamtaka Leirvogstungu; Lögheimtunni ehf., Elínu Guðnýju Hlöðversdóttur, Hlöðveri Sigurðssyni, Kolfinnu Hagalín Hlöðversdóttur, Maríu Petu H. Hlöðversdóttur, Forum lögmönnum ehf., Ottó Þorvaldssyni og Guðrúnu Elku Róbertsdóttur.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 401. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalFW: Athugasemd við breytingu á deiliskipulagi í Leirvogstungu.pdfFylgiskjalAthugasemd PHH við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd KHH við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd HS við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd EGH við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd Lögheimtunnar við auglýsta tillöguFylgiskjalÍBÚASAMTÖK LEIRVOGSTUNGU - Athugasemd við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd ÖJ við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd SHTh við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd MSA við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd OÞ við breytingu á deiliskipulagiFylgiskjalAthugasemd GER við breytingu á deiliskipulagi
5.3. Fyrirspurn Sorpu bs um lóðarstækkun fyrir móttökustöð 201511050
Bæjarráð lýsti sig 12.11.2015 jákvætt gagnvart því að stækka lóð endurvinnslustöðvar SORPU bs. að Blíðubakka og vísaði erindinu jafnframt til skipulagsnefndar og byggingarfulltrúa til afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 401. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.4. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir starfsemi þyrluþjónustu á Tungubökkum. 201510344
Erindi sem bæjarráð vísaði til nefndarinnar til umsagnar tekið fyrir að nýju, lögð fram viðbótargögn, sbr. bókun á 400. fundi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 401. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
5.5. Umsókn um lóð Desjamýri 5 201509557
Bæjarráð hefur þann 12.11.2015 samþykkt að úthluta lóðinni Desjamýri 5 til Oddsmýrar ehf. og jafnframt að vísa til skipulagsnefndar erindi félagsins að því er varðar breytingar á deiliskipulagi.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 401. fundar skipulagsnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6. Þróunar- og ferðamálanefnd - 53201511018F
Fundargerð 53. fundar þróunar-og ferðamálanefndar lögð fram til afgreiðslu á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
6.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 201507096
Fjárhagsáætlun þróunar- og ferðamála lögð fram til umfjöllunar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 53. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.2. Tjaldstæði Mosfellsbæjar 201203081
Lögð fram rekstrarniðurstaða ársins 2015
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 53. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.3. Verkefni Þróunar- og ferðamálanefndar. 201109430
Framhald af síðasta fundi þar sem Framkvæmdaáætlun stefnu í þróunar og ferðamálum var lögð fram til endurskoðunar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 53. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
6.4. Ferðamálafélag Mosfellsbæjar 201511118
Stjórn Ferðamálafélags Mosfellsbæjar mætir á fundinn undir þessum lið
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 53. fundar þróunar- og ferðamálanefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7. Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar - 165201511022F
Fundargerð 165. fundar umhverfisnefndar lögð fram til afgreiðslu á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
7.1. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019. 201507096
Drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016 fyrir umhverfisdeild lögð fram til kynningar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.2. Rekstur grenndargámakerfis sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins 201511012
Drög að samningum SORPU bs. og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um rekstur grenndargámakerfis og skiptingu kostnaðar
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.3. Stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ 201505227
Lögð fram drög að stefnumótun friðlýstra svæða í Mosfellsbæ.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
7.4. Hestaíþróttasvæði Varmárbökkum, endurskoðun deiliskipulags 200701150
Lögð fram til kynningar tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi svæðis fyrir hesthús og hestaíþróttir á Varmárbökkum, sem skipulagsnefnd bókaði að kynnt skyldi fyrir umhverfisnefnd. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. nóvember s.l.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
- FylgiskjalHestaithrottasv_dsktillaga_sept-2015.pdfFylgiskjalHestaithrottasv_skyringarm_sept-2015.pdfFylgiskjalHestahv_greinarg_okt-15.pdfFylgiskjalTillaga að deiliskipulagi hesthúsahverfis Harðar við hlið friðlands við Varmárósa.pdfFylgiskjal14078 -Athafnasvæði hestamanna í Mosfellsbæ-jaðrar -memo 20150713-.pdf
7.5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu um landsskipulagsstefnu 2015-2026 201509458
Skipulagsnefnd hefur beint því til umhverfisnefndar að hún taki málið til skoðunar.
Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 165. fundar umhverfisnefndar samþykkt á 661. fundi bæjarstjórnar með níu atkvæðum.
Fundargerðir til kynningar
8. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 277201511026F
.
Fundargerð 277. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 661. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
8.1. Langitangi 1, umsókn um byggingarleyfi 201511121
Olíuverslun Íslands Katrínartúni 2 Reykjavík sækir um leyfi til að endurnýja eldsneytistanka og olíuskilju á lóðinni nr. 1 við Langatanga.
Jafnframt er sótt um leyfi til að setja upp tímabundið þrjá ofanjarðarbirgðageyma í samræmi við framlögð gögn á meðan framkvæmdir standa yfir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 277. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 661. fundi bæjarstjórnar.
8.2. Miðkot í Úlfarsfelli / umsókn um byggingarleyfi 201509469
Anna Aradóttir Rauðarárstíg 33 Reykjavík sækir um leyfi til að stækka sumarbústað úr timbri á lóð nr. 175253 í landi Úlfarsfells í samræmi við framlögð gögn.
Stækkun bústaðs 24,0 m2, 77,0 m3.
Stærð bústaðs eftir breytingu 83,9 m2, 301,2 m3.
Á 400. fundi skipulagsnefndar var gerð eftirfarandi bókun: Nefndin gerir ekki athugasemdir við að umbeðið byggingarleyfi verði veitt þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 277. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 661. fundi bæjarstjórnar.
8.3. Skálahlíð 31 / umsókn um byggingarleyfi 201508106
Daníel V. Antonsson Burknavöllum 1C Hafnarfirði sækir um leyfi til að byggja úr forsteyptum einingum einbýlishús og bílgeymslu á lóðinni nr. 31 við Skálahlíð í samræmi við framlögð gögn.
Stærð íbúðar 137,8 m2, bílgeymsla 43,4 m2, 702,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 277. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 661. fundi bæjarstjórnar.
8.4. Vefarastræti 24-30 Umsókn um byggingarleyfi 201511086
Mótx Hlíðarsmára 19 Kópavogi sækir um leyfi fyrir smávægilegum innanhúss fyrirkomulagsbreytingum / breytingum á stigum í húsunum nr. 24 - 30 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Heildarstærðir húsa breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 277. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 661. fundi bæjarstjórnar.
8.5. Vefarastræti 32-38 / Umsókn um byggingarleyfi 201510271
LL06 ehf Garðastræti 37 Reykjavík sækir um leyfi til að byggja úr steinsteypu 32 íbúða fjölbýlishús og bílakjallara á lóðinni nr. 32 - 38 við Vefarastræti í samræmi við framlögð gögn.
Kjallari / geymslur 622,3 m2, bílakjallari 496,9 m2, 1. hæð 1062,1 m2, 2. hæð 1062,1 m2, 3. hæð 1062,1 m2, 12318,9 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Afgreiðsla 277. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar á 661. fundi bæjarstjórnar.
9. Fundargerð 150. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins201511205
Fundargerð 150. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins
Lagt fram.
- FylgiskjalFundargerð 150. stjórnarfundar SHS.pdfFylgiskjalSHS 150 1.1 Níu mánaða uppgjör SHS 2015.pdfFylgiskjalSHS 150 2.1 Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.pdfFylgiskjalSHS 150 2.2 Bréf til sveitarfélaga v. gjaldskrár.pdfFylgiskjalSHS 150 3.1 Siðareglur stjórnar SHS, drög.pdfFylgiskjalSHS 150 4.1 Starfsreglur stjórnar SHS, drög.pdfFylgiskjalSHS 150 Dagskrá 150. stjórnarfundar SHS.pdfFylgiskjalSHS 150 Fundargerð 150. stjórnarfundar SHS.pdf
10. Fundargerð 229. fundar Strætó bs201511129
Fundargerð 229. fundar Strætó bs
Lagt fram.
11. Fundargerð 230. fundar Strætó bs201511168
Fundargerð 230. fundar Strætó bs
Lagt fram.
12. Fundargerð 231. fundar Strætó bs201511170
Fundargerð 231. fundar Strætó bs
Lagt fram.
13. Fundargerð 832. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga201511294
Fundargerð 832. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram.
Almenn erindi
14. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019.201507096
Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2016-2019 lögð fram til seinni umræðu.
Undir þessum dagskrárlið mættu einnig til fundarins Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs, Björn Þráinn Þórðarson (BÞÞ), framkvæmdastjóri fræðslusviðs, Aldís Stefánsdóttir (AS) forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar, Jóhanna B. Hansen (JBH), framkvæmdastjóri umhverfissviðs og Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Forseti gaf bæjarstjóra orðið og fór hann yfir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar og stofnana hans fyrir árið 2016 til 2019.
Helstu niðurstöðutölur í fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 A og B hluta eru eftirfarandi:
Tekjur: 8.790 m.kr.
Gjöld: 7.973 m.kr.
Fjármagnsgjöld: 603 m.kr
Tekjuskattur 21 m.kr.
Rekstrarniðurstaða: 193 m.kr.
Eignir í árslok: 15.601 m.kr.
Eigið fé í árslok: 4.347 m.kr.
Fjárfestingar: 613 m.kr.
-------------------------------------------------------------
Útsvarsprósenta 2016
Hámarksútsvar, eða 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli fyrirhugaðs samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.Samþykkt á 660. fundi bæjarstjórnar 18. nóvember sl.
-------------------------------------------------------------
Álagningarprósentur fasteignagjalda fyrir árið 2016 eru eftirfarandi:Fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis (A - skattflokkur)
Fasteignaskattur A 0,265% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga A 0,340% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld stofnana skv. 3. gr. reglugerðar 1160/2005 (B - skattflokkur)
Fasteignaskattur B 1,320% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga B 1,100% af fasteignamati lóðarFasteignagjöld annars húsnæðis (C - skattflokkur)
Fasteignaskattur C 1,650% af fasteignamati húss og lóðar
Vatnsgjald 0,100% af fasteignamati húss og lóðar
Fráveitugjald 0,140% af fasteignamati húss og lóðar
Lóðarleiga C 1,100% af fasteignamati lóðar-------------------------------------------------------------
Gjalddagar fasteignagjalda eru níu, fimmtánda dag hvers mánaðar frá 15. janúar til og með 15. september.
Eindagi fasteignagjalda er þrjátíu dögum eftir gjalddaga og fellur allur skattur ársins í gjalddaga ef vanskil verða. Sé fjárhæð fasteignagjalda undir kr. 40.000 er gjalddagi þeirra 15. janúar með eindaga 14. febrúar.-------------------------------------------------------------
Eftirtaldar reglur taka breytingum og gilda frá 1.1.2016.Reglur um afslátt af fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega.
-------------------------------------------------------------
Eftirfarandi gjaldskrár liggja fyrir og taka breytingum þann 1.1.2016 nema annað sé tekið fram. Almennt hækka neðangreindar gjaldskrár um 4,5%:Gjaldskrá, húsaleiga í þjónustuíbúðum fatlaðs fólks
Gjaldskrá, í félagsstarfi aldraðra
Gjaldskrá, húsnæðisfulltrúa Mosfellsbæjar
Gjaldskrá, húsaleiga í íbúðum aldraðra
Gjaldskrá, þjónustugjald í leiguíbúðum aldraðra
Gjaldskrá, húsaleiga í félagslegum íbúðum
Gjaldskrá, vegna heimsendingar fæðis
Gjaldskrá, félagsleg heimaþjónusta í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, ferðaþjónusta fatlaðs fólks
Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá frístundaselja (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá Listaskóla (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá Skólahljómsveitar (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá íþróttamiðstöðvar og sundlauga
Gjaldskrá Ítóm (frá 1. ágúst 2016)
Gjaldskrá, Bókasafns Mosfellsbæjar
Gjaldskrá, Vatnsveitu Mosfellsbæjar
Gjaldskrá, skipulags- og byggingarmála í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, fyrir rotþróargjald í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, um hundahald í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, fyrir fráveitugjald í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, fyrir sorphirðu í Mosfellsbæ
Gjaldskrá, Hitaveitu Mosfellsbæjar-------------------------------------------------------------
Forseti þakkaði starfsmönnum bæjarins sérstaklega fyrir framlag þeirra við undirbúning og gerð áætlunarinnar og tóku bæjarfulltrúar undir þakkir forseta til starfsmanna.
-------------------------------------------------------------
Tillögur fulltrúa M-lista við fjárhagsáætlun sem fram komu við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 4. nóvember sl. og vísað var til seinni umræðu um fjárhagsáætlun:
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um hækkun framlags til Kvennaathvarfsins:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að framlag Mosfellsbæjar til Kvennaathvarfsins verði kr. 243.000 á fjárhagsárinu 2016. Tilefnið er að efla aðgerðir gegn heimilisofbeldi sem jafnframt er liður í samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við lögreglustjóraembættið og hrundið var af stað í upphafi árs.Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjölskyldunefndar í tengslum við úthlutun styrkja.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um að auka svigrúm fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til styrkveitinga:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar leggur til að svigrúm fjölskyldusviðs og fjölskyldunefndar til styrkveitinga verði tvöfaldað á þessu ári og síðan stig af stigi næstu ár. Tilgangurinn er að styðja við bakið á hjálparsamtökum en sú staða er uppi í íslensku samfélagi að slík samtök sinna mikilvægri grunnþjónustu í þágu almannaheilla sem engin önnur stofnun hjá ríki og sveitarfélögum sér um.Í tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 er gert ráð fyrir að umrætt framlag verði tvöfaldað. Tillagan er því lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar um stofnun umhverfisverkefnasjóðs:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að stofnaður verði umhverfisverkefnasjóður á borð við listasjóð Mosfellsbæjar. Verkefni eins og skógrækt, uppgræðsla lands, hefting ágengra tegunda, endurheimt lífríkis og umhverfisfræðsla ættu skjól í þessum sjóði.Lagt er til að tillögunni verði vísað til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og umhverfisstjóra og að umsögnin berist bæjarráði.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar sem fram kom á 1237. fundi bæjarráðs 26. nóvember sl. og vísað var til seinni umræðu bæjarstjórnar um fjárhagsáætlun:
Bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar gerir að tillögu sinni að Mosfellsbær bjóði framvegis upp á jafnréttisfræðslu í efri deildum í öllum grunnskólum sveitarfélagsins. Niðurstöður rannsókna á vegum Velferðarráðuneytisins sýna að mjög hallar á konur í íslensku samfélagi. Besta leiðin til að taka á því er að hefja fyrirbyggjandi aðgerðir.
Íbúahreyfingin telur brýnt að hefja jafnréttiskennslu strax á fyrstu árum grunnskóla og leggur til að fræðslusviði, í samstarfi við fjölskyldusvið sem fer með málaflokkinn, verði falið að leggja drög að því verkefni.Lagt er til að tillagan verði send til umsagnar jafnréttisfulltrúa og framkvæmdastjóra fræðslusvið sérstaklega m.t.t. að greina hvað af því sem fram kemur í tillögunni sé þegar sinnt.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja eftirfarandi tillögu sem vísað var til bæjarráðs við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2015:
Bæjarfulltrúar Samfylkingar leggja til að á árinu 2016 verði hafinn undirbúningur að stofnun Ungmennahúss sem ætlað verði til félags- og tómstundastarfs ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára þar sem það hafi aðstöðu til að sinna hugðarefnum af ýmsum toga og til að efla tengsl sín á milli.
Varið verði einni milljón króna á árinu 2016 til að hefja undirbúning verkefnisins.Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi ÓskarssonLagt er til að tillagan verði vísað til bæjarráðs.
Tillagan er samþykkt með níu atkvæðum.
Forseti bar tillögu að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2016 upp í heild sinni. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 var samþykkt með sex atkvæðum. Bæjarfulltrúar S- og M- lista sitja hjá.
Bókun bæjarfulltrúa V- og D- lista við afgreiðslu fjárhagsáætlunar:
Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 verður rúmlega 192 mkr. afgangur af rekstri Mosfellsbæjar eftir fjármagnsliði. Veltufé frá rekstri verður jákvætt um 877 mkr. eða um 10% af heildartekjum. Gert er ráð fyrir að skuldir sem hlutfall af tekjum muni lækka.Rekstrarumhverfi sveitarfélaga er erfitt um þessar mundir. Launakostnaður eykst mjög mikið milli ára í kjölfar nýrra kjarasamninga við starfsmenn sveitarfélaganna. Það er vel og starfsmenn sveitarfélaga eiga svo sannarlega skilið betri laun fyrir sitt vinnuframlag.
Útsvarstekjur, sem eru aðal tekjustofn sveitarfélaga, hafa hinsvegar ekki aukist í sama mæli og launagjöld. Þar af leiðandi er nauðsynlegt gera ráðstafanir í rekstrinum ef ekki á illa að fara. Auk þessa hefur verið fjárhagslegur halli á mörgum verkefnum sem sveitarfélög sinna samkvæmt samningum við ríkisvaldið s.s. málaflokkur fatlaðs fólks. Þess vegna hafa sveitarfélög kallað ákaft eftir viðræðum við ríkið um endurskoðun tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga sem ekki hefur enn skilað niðurstöðu.
Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á fjárhagsáætlun milli umræðna er að gert er ráð fyrir viðbótarfjármunum til kaupa á tækjum og búnaði til að styrkja starfsaðstöðu grunnskóla og heimilað að nýta fjármuni af miðlægum liðum til að styðja við innleiðingu nýs kjarasamnings. Jafnframt er gert ráð fyrir fjármunum til leikskóla til að hefja undirbúning og skoðun á að taka inn yngri börn í leikskólann. Þá verði fræðslusviði falið að leita samninga við einkarekna ungbarnaleikskóla um auknar niðurgreiðslur til barna úr Mosfellsbæ og reglur um þetta fyrirkomulag mótaðar.
Helstu áherslur í fjárhagsáætlun 2016 eru eftirfarandi:
- Að skuldir sem hlutfall af tekjum lækki.
- Að laun starfsmanna bæjarins hækki verulega
- Að leikskólagjöld haldist óbreytt.
- Að gjaldskrár grunnskóla lækki að raungildi.
- Að frístundaávísun hækki sérstaklega fyrir barnmargar fjölskyldur.
- Að hafist verði handa við byggingu skóla í Helgafellshverfi og lokið við skólasetur við Höfðaberg.
- Að afsláttur af fasteignagjöldum til tekjulágra eldri borgara verði aukinn .
- Að valfrelsi verði aukið með hækkuðum niðurgreiðslum til einkarekinna leikskóla.Mikil og ötul vinna fer í fjárhagsáætlunargerð ár hvert. Sú vinna er leidd áfram af fjármálastjóra bæjarins, framkvæmdarstjórum og forstöðumönnum. Við viljum nota tækifærið og þakka öllu því góða starfsfólki sem að þessari vinnu hafa komið fyrir afar óeigingjarnt starf við að koma þessari áætlun saman.
Bókun S-lista Samfylkingar vegna fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar 2016-2019:
Fjárhagsáætlun er að stærstu leyti stefnumarkandi plagg meirihluta sjálfstæðismanna og VG hvað varðar rekstur og framkvæmdir næstu ára og lýsir þeim áherslum sem hann vill vinna að. Fulltrúar minnihluta bæjarstjórnar hafa ekki komið að vinnu við undirbúning áætlunarinnar á fyrri stigum og sitja hjá við afgreiðslu hennar.Ýmislegt jákvætt er að finna í áætluninni og má til dæmis nefna að ekki er áætlað að hækka gjaldskrár leikskólanna. Þá má einnig nefna að áætlun um öflugri stuðning við foreldra barna undir hefðbundnum leikskólaaldri er jákvæð þróun enda hefur það verið á stefnuskrá Samfylkingarinnar bæta þjónustu við ungbarnafjölskyldur. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar setja spurningamerki við það að flestar gjaldskrár skuli hækka um 4,5% þegar þjóðhagsspá gerir ráð fyrir 3,5% hækkun vísitölu neysluverðs. Í þeim forsendum sem kynntar voru við fyrri umræðu var ætlunin að breyta gjaldskrám í samræmi við spár um verðlagsþróun á árinu 2016. Nú þegar þær spár gera ráð fyrri lægri verðbólgu teljum við að rétt hefði verið að taka þá pólitísku umræðu hvort nauðsynlegt eða rétt væri að hækka gjaldskrár umfram verðbólguspá.
Talsverð óvissa er fólgin í áætlun næsta árs og hefði verið ákjósanlegra að hafa meira samráð við undirbúning áætlunarinnar. Þó bæjarfulltrúar Samfylkingar leggi ekki fram beinar tillögur við þessa fjárhagsáætlun þá munu þeir að sjálfsögðu vinna áfram sem hingað til að þeim áherslumálum sem flokkurinn hefur staðið fyrir, svo sem að hagsmunum barnafjölskyldna, fræðslumálum, félagslegu réttlæti og ábyrgum rekstri svo eitthvað sé nefnt.
Samfylkingin ítrekar þá afstöðu sem bæjarfulltrúar hennar hafa talað fyrir árum saman í bæjarstjórn Mosfellsbæjar að breytt verði vinnubrögðum við undirbúning fjárhagsáætlana, fagnefndir komi fyrr að málum og á skipulagðari hátt. Í fagnefndum ætti að ræða þann ramma sem bæjarráð setur fagsviðum eftir tillögugerð forstöðumanna og framkvæmdastjóra og umræður um þær. Fagnefndirnar ættu að leggja markvisst niður fyrir sér hvað þær leggja til að nýta sitt svigrúm í og gera um það tillögur til bæjarráðs ásamt því að leggja fram rökstuddar tillögur um nýtt fjármagn ef svo ber undir. Kjörnir bæjarfulltrúar tækju síðan við, forgangsröðuðu og tækju þannig hina endanlegu pólitísku ábyrgð. Til þess erum við kjörin í bæjarstjórn.
Anna Sigríður Guðnadóttir
Ólafur Ingi Óskarsson