Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. janúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur


Fundinn sátu

    Fundargerð ritaði

    Elín Lára Edvardsdóttir ritari bæjarstjóra


    Dagskrá fundar

    Almenn erindi - umsagnir og vísanir

    • 1. Bréf yfir­kjör­stjórn­ar v. beiðni um greiðslu vegna starfa við bæj­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar200701009

      Áður á dagskrá 808. fundar bæjarráðs. Umbeðin umsögn bæjarritara fylgir.

      Til máls tóku:HSv,RR,JS, MM og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að greiða 25% álag á laun vegna starfa Yfir­kjör­stjórn­ar vegna bæj­ar­stjórn­ar­kostn­inn­anna 2006.

      • 2. Er­indi eig­enda Ás­holts hf. v. end­ur­skoð­un álagn­ingu gatna­gerð­ar­gjalda200612224

        Áður á dagskrá 808. fundar bæjarráðs.%0DMeðf. minnisblað bæjarstjóra.

        Til máls tóku:HSv,RR,JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að ekki sé hægt að verða við nið­ur­fell­ingu 20% álags gatna­gjerð­ar­gjalda við Bjarg­slund en að leið­rétt­ir verða reikn­ing­ar vegna Asp­ar­lund­ar.

        Almenn erindi

        • 3. Til­kynn­ing til Skipu­lags­stofn­un­ar um tengi­braut milli Skeið­holts og Leir­vogstungu200607124

          Bæjarverkfræðingur óskar eftir heimild til lokaðs útboðs tengibrautar að Leirvogstungu.

          Á fund­inn mætti und­ir þess­um dag­skrárlið Jó­hanna B. Han­sen bæj­ar­verk­fræð­ing­ur.%0DTil máls tóku:HSv,JBH,MM,JS,KT og RR.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­verk­fræð­ingi að fara í lokað út­boð á Tungu­vegi.

          • 4. Er­indi Auð­ar Sig­urð­ar­dótt­ur varð­andi hjálp­ar­hund fyr­ir fatl­að­an dreng200701045

            Erindi Auðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarfélagsins vegna kostnaðar við hjálparhund.

            Til máls tóku:HSv,KT og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar.

            • 5. Er­indi Bjé lög­manns­stofu v. synj­un um skrán­ingu lög­heim­il­is að Leið­ar­enda við Hafra­vatns­veg200701075

              Óskað er leiðréttingar á skráningu lögheimilis með m.a. vísan til dóms Hæstaréttar.

              Til máls tóku:HSv,RR,MM,KT og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að synja er­ind­inu og fela bæj­ar­stjóra að svara bréf­rit­ara.

              • 6. Er­indi For­eldra­fé­lags Lága­fells­skóla v. lýs­ingu á göngu­leið­um að Lága­fells­skóla og al­mennt um­ferðarör­yggi200701107

                Til máls tóku:HSv,RR,JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­verk­fræð­ings til um­sagn­ar.

                • 7. Er­indi Reykja­vík­ur­borg­ar varð­andi óveru­lega breyt­ingu á svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­arsv. 2001-2024200701113

                  Óskað er athugasemda við drög að breytingu á svæðisskipulaginu.

                  Til máls tóku:HSv,RR og JS.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd til um­sagn­ar og af­greiðslu.

                  • 8. Er­indi Stein­unn­ar Marteins­dótt­ur v. Skála­hlíð nr. 35 og 46200701149

                    Óskað er undanþágu frá 3. gr. draga í samkomulag milli lóðarleiguhafa á deiliskipulagssvæðinu frá Hamrafelli að Langatanga og Mosfellsbæjar.

                    Har­ald­ur Sverris­son vék af fundi und­ir þess­um lið.%0DTil máls tóku:RR,JS%0DBæj­ar­ráð sam­þykk­ir fram­kom­ið er­indi um þriggja ára frest og fel­ur bæj­ar­stjóra að svara bréf­rit­ara.

                    • 9. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins um mögu­lega stækk­un á hest­húsa­hverfi200701150

                      Til máls tóku:HSv,KT,RR,JS og MM.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar í tengsl­um við þá vinnu sem er í gangi vegna skoð­un­ar á stækk­un hest­húsa­svæð­is­ins við Varmá.

                      • 10. Er­indi Hesta­manna­fé­lags­ins v. reið­höll200701151

                        Til máls tóku:HSv,JS,MM,RR og KT.%0DSam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

                        Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:45