18. janúar 2007 kl. 07:30,
bæjarstjórnarsalur
Fundinn sátu
Fundargerð ritaði
Elín Lára Edvardsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá fundar
Almenn erindi - umsagnir og vísanir
1. Bréf yfirkjörstjórnar v. beiðni um greiðslu vegna starfa við bæjarstjórnarkosningar200701009
Áður á dagskrá 808. fundar bæjarráðs. Umbeðin umsögn bæjarritara fylgir.
Til máls tóku:HSv,RR,JS, MM og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að greiða 25% álag á laun vegna starfa Yfirkjörstjórnar vegna bæjarstjórnarkostninnanna 2006.
2. Erindi eigenda Ásholts hf. v. endurskoðun álagningu gatnagerðargjalda200612224
Áður á dagskrá 808. fundar bæjarráðs.%0DMeðf. minnisblað bæjarstjóra.
Til máls tóku:HSv,RR,JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að ekki sé hægt að verða við niðurfellingu 20% álags gatnagjerðargjalda við Bjargslund en að leiðréttir verða reikningar vegna Asparlundar.
Almenn erindi
3. Tilkynning til Skipulagsstofnunar um tengibraut milli Skeiðholts og Leirvogstungu200607124
Bæjarverkfræðingur óskar eftir heimild til lokaðs útboðs tengibrautar að Leirvogstungu.
Á fundinn mætti undir þessum dagskrárlið Jóhanna B. Hansen bæjarverkfræðingur.%0DTil máls tóku:HSv,JBH,MM,JS,KT og RR.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarverkfræðingi að fara í lokað útboð á Tunguvegi.
4. Erindi Auðar Sigurðardóttur varðandi hjálparhund fyrir fatlaðan dreng200701045
Erindi Auðar þar sem óskað er eftir styrk bæjarfélagsins vegna kostnaðar við hjálparhund.
Til máls tóku:HSv,KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar.
5. Erindi Bjé lögmannsstofu v. synjun um skráningu lögheimilis að Leiðarenda við Hafravatnsveg200701075
Óskað er leiðréttingar á skráningu lögheimilis með m.a. vísan til dóms Hæstaréttar.
Til máls tóku:HSv,RR,MM,KT og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að synja erindinu og fela bæjarstjóra að svara bréfritara.
6. Erindi Foreldrafélags Lágafellsskóla v. lýsingu á gönguleiðum að Lágafellsskóla og almennt umferðaröryggi200701107
Til máls tóku:HSv,RR,JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarverkfræðings til umsagnar.
7. Erindi Reykjavíkurborgar varðandi óverulega breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsv. 2001-2024200701113
Óskað er athugasemda við drög að breytingu á svæðisskipulaginu.
Til máls tóku:HSv,RR og JS.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefnd til umsagnar og afgreiðslu.
8. Erindi Steinunnar Marteinsdóttur v. Skálahlíð nr. 35 og 46200701149
Óskað er undanþágu frá 3. gr. draga í samkomulag milli lóðarleiguhafa á deiliskipulagssvæðinu frá Hamrafelli að Langatanga og Mosfellsbæjar.
Haraldur Sverrisson vék af fundi undir þessum lið.%0DTil máls tóku:RR,JS%0DBæjarráð samþykkir framkomið erindi um þriggja ára frest og felur bæjarstjóra að svara bréfritara.
9. Erindi Hestamannafélagsins um mögulega stækkun á hesthúsahverfi200701150
Til máls tóku:HSv,KT,RR,JS og MM.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til skipulags- og byggingarnefndar í tengslum við þá vinnu sem er í gangi vegna skoðunar á stækkun hesthúsasvæðisins við Varmá.
10. Erindi Hestamannafélagsins v. reiðhöll200701151
Til máls tóku:HSv,JS,MM,RR og KT.%0DSamþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til bæjarstjóra til skoðunar.